Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félags- bústaðir rifta samn- ingi við 29 leigjendur AF þeim fimmtíu leigjendum Félagsbústaða í Reykjavík, sem fengu viðvörun vegna skuldar húsaleigu, eru þrír fluttir út úr íbúðum sínum að eigin frumkvæði, átján hafa samið um greiðslur en 29 hafa ekkert aðhafst. Að sögn Sigurðar Friðriks- sonar, framkvæmdastjóra Fé- lagsbústaða, er verið að stfga fyrstu skrefin og er búið að rifta leigusamningum við þá leigjendur sem ekkert hafa látið heyra frá sér. „í fram- haldi munum við eiga fund með Félagsþjónustunni, þar sem farið verður yfir stöðu málsins," sagði hann. Sagði hann að riftun leigu- samnings leiddi ekki til út- burðar. Áður en til þess kæmi þyrfti að koma til dómur. „Auðvitað hlýtur fólk að vera fjárhagslega illa statt sem ekki greiðir húsaleigu,“ sagði Sigurður. „Það hefur frestað að greiða leigu í langan tíma og þá eru þetta orðnar nokkuð stórar upphæðir. Van- skil í einn eða tvo mánuði nægja oft tekjulágu fólki. Þetta fer allt eftir ráðstöfun- artekjum fólks og hvernig það forgangsraðar gjöldum sín- um.“ Sagði hann að meðal þeirra sem skulduðu leigu væri fólk með börn á framfæri og að reynt yrði að gera allt sem hægt væri til að bjarga mál- um. I mörgum tilvikum væri um að ræða almennt sinnu- leysi. „Fólk sækir til dæmis ekki um húsaleigubætur þó svo það eigi rétt á þeim,“ sagði hann. „Það er oft sinnuleysi sem ræður og á sér félagsleg- ar rætur í mörgum tilvikum." Sagði hann að í örfáum til- vikum væri um að ræða fólk sem ekki fengi húsaleigubæt- ur vegna hárra tekna. Margháttuð hátíðahöld verða í Kjalarnesprófastsdæmi MARGHATTUÐ hátíðahöld verða í Kjalarnesprófastsdæmi þegar minnst verður þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Dr. Gunnar Krist- jánsson prófastur segh' að bæði verði skipulagðar sérstakar hátíðir, stórar sem smáar, og ráðist í ákveðin sam- eiginlegverkefni. „Við ákváðum að skipta hátíðahöld- unum með þessu í þrennt og verðum í fyrsta lagi með fimm stórhátíðir víðs vegar í prófastsdæminu, í öðru lagi nokkur sameiginleg verkefni á vegum prófastsdæmisins og í þriðja lagi verða hátíðir einstakra safnaða," seg- ir Gunnar þegar hann er beðinn að rekja helstu liðina. í prófastsdæminu eru 17 sóknir og íbúar alls um 55 þús- und. Hefur prófastsdæminu verið skipt í fimm svæði og verður ein stór- hátíð á hverju þeirra. Sú fyrsta verð- ur í Garðabæ 30. janúar, næsta í Mos- fellsbæ 5. mars, síðan í Reykjanesbæ 2. apríl, þá í Hafnarfirði á sjómanna- daginn og loks í Vestmannaeyjum 30. júlí. „Þessar hátíðir hafa allar verið undirbúnar í samvinnu viðkomandi presta og sóknarnefnda við sveitar- félögin sem taka virkan þátt í þeim bæði hvað varðar skipulagningu og kostnað og finnst mér hafa tekist sér- lega vel að koma þessu öllu í kring," segir prófastur en héraðsnefnd pró- fastsdæmisins hefur haft yfirstjórn verkefnisins með höndum. Sameiginlegu verkefnin, sem nú er unnið að, eru útgáfa sjóferðabænar, Morgunblaðið/Árni Sæberg Þau hafa yfírsýn yfir verkefni og hátíðir Kjalamesprófastsdæmis vegna kristnitökuafmælisins. Frá vinstri: Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur, sr. Magnús Bjöm Björnsson og sr. Kristin Þ. Tómasdóttir. útgáfa fræðslubæklings sem dreift hefur verið til grunnskólanema í 5. til 7. bekk í prófastsdæminu og útgáfa á sögu Kjalamesprófastsdæmis sem stefnt er að fljótlega. Sjóferðabæn og saga prófastsdæmisins „Við höfum látið útbúa sjóferða- bæn séra Odds V. Gíslasonar, sem var prestur á Stað í Grindavík á seinni hluta 19. aldar, á málmplötu sem við ætlum að gefa í öll skip og báta á svæðinu sem eru kringum 500, þetta er helsta útgerðarprófasts- dæmi landsins ef svo má að orði kom- ast.“ Fyrstu sjóferðabænimar verða afhentar við guðsþjónustu í Grinda- vík sunnudaginn 23. janúar og síðan um allt prófastsdæmið í framhaldi af því. „Prestar á hveijum stað munu finna út hvemig þeir hyggjast af- henda skipstjóram eða útgerðum sjó- ferðabænina en hugmynd okkar er sú að hún verði hengd upp á áberandi stað í bátunum þannig að menn hafi hana daglega fyrir augum. Við kom- umst í samband við fjölmarga sjó- menn og fjölskyldur þeirra með þessu tiltæki og ég vona að þetta ýti undir bænir sjómanna sem ég þykist vita að oft séu beðnar í hljóði.“ í ritinu „í sátt og samlyndi", sem grunnskólanemar í 5. til 7. bekk í prófastsdæminu hafa nú fengið, er rakin saga kristnitökunnar á Þing- völlum og birtir ýmsir þekktir biblíu- textar og segir Gunnar að einkum sé lögð áhersla á þrjú atriði; sáttargjörð- ina, samfélagið og sköpunina. Segir hann fleiri hafa óskað eftir ritinu og er nú verið að prenta viðbótampplag en milli fjögur og fimm þúsund börn á þessum aldri eru í prófastsdæminu. Þriðja sérverkefnið er síðan útgáfa á sögu prófastsdæmisins sem Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur tekið sam- an. „Hann rekur sögu prófastsdæm- isins aftur í miðaldir og er hér að ýmsu leyti um frumrannsóknir Jóns að ræða. Þarna hafa verið margir merkir prestar eins og Hallgrímur Pétursson sem sat um tíma á Hvals- nesi, Matthías Joehumsson í Móum á Kjalamesi, Jón Vídalín í Görðum á Álftanesi og fleiri og ég á von á því að þetta verði hið fróðlegasta rit.“ Gunnar segir að hver og einn söfn- uður muni efna til hátíðar og kveðst hann reikna með að þær verði flestar haldnar í sumar. Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á heimasíðu prófastsdæmisins, kjalamespr.is. YR vill semja um markaðslaun á þriggja ára samnmgstíma Rætt um að krefjast 4-5% launahækkana KJARAÞING Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur samþykkti kröfu- gerð félagsins í komandi kjara- samningum á kjaraþingi, sem haldið var sl. laugardag. VR gerir m.a. kröfu um að tekið verði upp markaðslaunakerfi í áföngum á gildistíma samningsins en í upphafi verði samið um prósentuhækkun launa sem taki gildi við undirskrift. Skv. upplýsingum blaðsins er gert ráð fyrir að farið verði fram á 4-5% launahækkanir þótt ekki hafi verið útfært nákvæmlega hvemig ná eigi því marki í viðræðum við viðsemj- endur. f kröfugerð VR er gert ráð fyrir að á öðm ári kjarasamningsins taki markaðslaun við af umsömdum launatöxtum VR og að gildistíma loknum meti samningsaðilar árangur hins nýja markaðslauna- kerfis. Þá er þess krafist að lágmarks- laun verði hækkuð sérstaklega og er markið sett á 90.000 til 100.000 kr. lágmarkslaun á mánuði. „Þung áhersla verður lögð á að viðsemjendur VR samþykki bind- andi ákvæði um að gerðir verði sér- stakir vinnustaða- eða fyrirtækja- samningar við þau fyrirtæki sem enn greiða félagsmönnum VR lágm- arkstaxtalaun, svo að ná megi fram viðunandi hækkun á lágmarks- launum," segir í kröfugerðinni. Gunnar Páll Pálsson, forstöðu- maður hagdeildar VR, kveðst gera ráð fyrir að kjaraviðræður félagsins og vinnuveitenda hefjist af alvöm í þessari viku eða næstu. Samið verði um 36 stunda vinnuviku í kröfugerð VR er einnig farið fram á styttingu vinnuvikunnar og að vinnuvika félagsmanna taki mið af virkum vinnutíma, með því að færa 38/40 stunda vinnuviku niður í 36 stundir á viku. „í reynd er 38/40 stunda vinnuvikan, að frádregnum kaffihléum, á bilinu 36:45 til 37:05 Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmennt var á kjaraþingi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sem haldið var á Grand Hóteli sl. laugardag. stundir á viku. Þessi breyting verði lögð til grundvallar ákvæða um sveigjanleika vinnutímans. Með sveigjanlegum vinnutíma er átt við að hliðra megi til vinnutíma félags- manna innan samningsbundins ramma gegn því að vinnuvika þeirra styttist að meðaltali á gefnu tímabili og að laun skerðist ekki,“ segir í kröfugerðinni. Einnig er krafist lengri orlofs- réttar, að vinnuveitendur greiði 0,25% af heildarlaunum félags- manna í sérstakan fræðslusjóð, og gerð er sérstök krafa um að til komi 2% mótframlag vinnuveitenda vegna greiðslna félagsmanna í sér- eignasjóð. Þá fer VR m.a. fram á að orlofs- uppbót leggist við desemberappbót, sem verði 40.000 krónur, og loks er lagt til að gildistími nýs kjarasamn- ings verði þrjú ár, enda sé samning- ur til svo langs tíma í samræmi við markmið um efnahagslegan stöðug- leika. Verslunarmenn úti á landi með efasemdir um markað- slaun Að sögn Gunnars Páls hafa full- trúar verslunarmannafélaga úti á landsbyggðinni nokkrar efasemdir um að markaðslaunakerfi, eins og VR gerir kröfu um, sé framkvæm- anlegt á minni stöðum úti á landi, þar sem markaðurinn sé ekki eins virkur og á höfuðborgarsvæðinu. Mun skýrast á næstu dögum hvort félögin úti á landi verða í samfloti með VR í viðræðunum um þessar kröfur. Lóðsinn dreg’ur flutninga- skip til Eyja LÓÐSINN í Vestmannaeyjum var væntanlegur til Eyja í nótt með norskt skip sem varð vél- arvana suður af landinu um helgina. Hafnarstjórinn í Vestmanna- eyjum fékk beiðni um að að- stoða norska flutningaskipið Cincobulk á sunnudagskvöld en það var þá vélarvana suður af Ingólfshöfða. Vonskuveður fyrst í stað Lóðsbáturinn var sendur af stað og tók norska skipið í tog um klukkan 13 í fyrradag en það var þá 140-150 mílur frá Vestmannaeyjum. Leiðinlegt veður var á þessum slóðum og gekk drátturinn illa fram á þriðjudagsmorgun en þokka- lega eftir það. Skipið var á leiðinni til Straumsvíkur með rafskaut fyrir álverið. Það er 2100 lestir að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.