Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félags- bústaðir rifta samn- ingi við 29 leigjendur AF þeim fimmtíu leigjendum Félagsbústaða í Reykjavík, sem fengu viðvörun vegna skuldar húsaleigu, eru þrír fluttir út úr íbúðum sínum að eigin frumkvæði, átján hafa samið um greiðslur en 29 hafa ekkert aðhafst. Að sögn Sigurðar Friðriks- sonar, framkvæmdastjóra Fé- lagsbústaða, er verið að stfga fyrstu skrefin og er búið að rifta leigusamningum við þá leigjendur sem ekkert hafa látið heyra frá sér. „í fram- haldi munum við eiga fund með Félagsþjónustunni, þar sem farið verður yfir stöðu málsins," sagði hann. Sagði hann að riftun leigu- samnings leiddi ekki til út- burðar. Áður en til þess kæmi þyrfti að koma til dómur. „Auðvitað hlýtur fólk að vera fjárhagslega illa statt sem ekki greiðir húsaleigu,“ sagði Sigurður. „Það hefur frestað að greiða leigu í langan tíma og þá eru þetta orðnar nokkuð stórar upphæðir. Van- skil í einn eða tvo mánuði nægja oft tekjulágu fólki. Þetta fer allt eftir ráðstöfun- artekjum fólks og hvernig það forgangsraðar gjöldum sín- um.“ Sagði hann að meðal þeirra sem skulduðu leigu væri fólk með börn á framfæri og að reynt yrði að gera allt sem hægt væri til að bjarga mál- um. I mörgum tilvikum væri um að ræða almennt sinnu- leysi. „Fólk sækir til dæmis ekki um húsaleigubætur þó svo það eigi rétt á þeim,“ sagði hann. „Það er oft sinnuleysi sem ræður og á sér félagsleg- ar rætur í mörgum tilvikum." Sagði hann að í örfáum til- vikum væri um að ræða fólk sem ekki fengi húsaleigubæt- ur vegna hárra tekna. Margháttuð hátíðahöld verða í Kjalarnesprófastsdæmi MARGHATTUÐ hátíðahöld verða í Kjalarnesprófastsdæmi þegar minnst verður þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Dr. Gunnar Krist- jánsson prófastur segh' að bæði verði skipulagðar sérstakar hátíðir, stórar sem smáar, og ráðist í ákveðin sam- eiginlegverkefni. „Við ákváðum að skipta hátíðahöld- unum með þessu í þrennt og verðum í fyrsta lagi með fimm stórhátíðir víðs vegar í prófastsdæminu, í öðru lagi nokkur sameiginleg verkefni á vegum prófastsdæmisins og í þriðja lagi verða hátíðir einstakra safnaða," seg- ir Gunnar þegar hann er beðinn að rekja helstu liðina. í prófastsdæminu eru 17 sóknir og íbúar alls um 55 þús- und. Hefur prófastsdæminu verið skipt í fimm svæði og verður ein stór- hátíð á hverju þeirra. Sú fyrsta verð- ur í Garðabæ 30. janúar, næsta í Mos- fellsbæ 5. mars, síðan í Reykjanesbæ 2. apríl, þá í Hafnarfirði á sjómanna- daginn og loks í Vestmannaeyjum 30. júlí. „Þessar hátíðir hafa allar verið undirbúnar í samvinnu viðkomandi presta og sóknarnefnda við sveitar- félögin sem taka virkan þátt í þeim bæði hvað varðar skipulagningu og kostnað og finnst mér hafa tekist sér- lega vel að koma þessu öllu í kring," segir prófastur en héraðsnefnd pró- fastsdæmisins hefur haft yfirstjórn verkefnisins með höndum. Sameiginlegu verkefnin, sem nú er unnið að, eru útgáfa sjóferðabænar, Morgunblaðið/Árni Sæberg Þau hafa yfírsýn yfir verkefni og hátíðir Kjalamesprófastsdæmis vegna kristnitökuafmælisins. Frá vinstri: Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur, sr. Magnús Bjöm Björnsson og sr. Kristin Þ. Tómasdóttir. útgáfa fræðslubæklings sem dreift hefur verið til grunnskólanema í 5. til 7. bekk í prófastsdæminu og útgáfa á sögu Kjalamesprófastsdæmis sem stefnt er að fljótlega. Sjóferðabæn og saga prófastsdæmisins „Við höfum látið útbúa sjóferða- bæn séra Odds V. Gíslasonar, sem var prestur á Stað í Grindavík á seinni hluta 19. aldar, á málmplötu sem við ætlum að gefa í öll skip og báta á svæðinu sem eru kringum 500, þetta er helsta útgerðarprófasts- dæmi landsins ef svo má að orði kom- ast.“ Fyrstu sjóferðabænimar verða afhentar við guðsþjónustu í Grinda- vík sunnudaginn 23. janúar og síðan um allt prófastsdæmið í framhaldi af því. „Prestar á hveijum stað munu finna út hvemig þeir hyggjast af- henda skipstjóram eða útgerðum sjó- ferðabænina en hugmynd okkar er sú að hún verði hengd upp á áberandi stað í bátunum þannig að menn hafi hana daglega fyrir augum. Við kom- umst í samband við fjölmarga sjó- menn og fjölskyldur þeirra með þessu tiltæki og ég vona að þetta ýti undir bænir sjómanna sem ég þykist vita að oft séu beðnar í hljóði.“ í ritinu „í sátt og samlyndi", sem grunnskólanemar í 5. til 7. bekk í prófastsdæminu hafa nú fengið, er rakin saga kristnitökunnar á Þing- völlum og birtir ýmsir þekktir biblíu- textar og segir Gunnar að einkum sé lögð áhersla á þrjú atriði; sáttargjörð- ina, samfélagið og sköpunina. Segir hann fleiri hafa óskað eftir ritinu og er nú verið að prenta viðbótampplag en milli fjögur og fimm þúsund börn á þessum aldri eru í prófastsdæminu. Þriðja sérverkefnið er síðan útgáfa á sögu prófastsdæmisins sem Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur tekið sam- an. „Hann rekur sögu prófastsdæm- isins aftur í miðaldir og er hér að ýmsu leyti um frumrannsóknir Jóns að ræða. Þarna hafa verið margir merkir prestar eins og Hallgrímur Pétursson sem sat um tíma á Hvals- nesi, Matthías Joehumsson í Móum á Kjalamesi, Jón Vídalín í Görðum á Álftanesi og fleiri og ég á von á því að þetta verði hið fróðlegasta rit.“ Gunnar segir að hver og einn söfn- uður muni efna til hátíðar og kveðst hann reikna með að þær verði flestar haldnar í sumar. Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á heimasíðu prófastsdæmisins, kjalamespr.is. YR vill semja um markaðslaun á þriggja ára samnmgstíma Rætt um að krefjast 4-5% launahækkana KJARAÞING Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur samþykkti kröfu- gerð félagsins í komandi kjara- samningum á kjaraþingi, sem haldið var sl. laugardag. VR gerir m.a. kröfu um að tekið verði upp markaðslaunakerfi í áföngum á gildistíma samningsins en í upphafi verði samið um prósentuhækkun launa sem taki gildi við undirskrift. Skv. upplýsingum blaðsins er gert ráð fyrir að farið verði fram á 4-5% launahækkanir þótt ekki hafi verið útfært nákvæmlega hvemig ná eigi því marki í viðræðum við viðsemj- endur. f kröfugerð VR er gert ráð fyrir að á öðm ári kjarasamningsins taki markaðslaun við af umsömdum launatöxtum VR og að gildistíma loknum meti samningsaðilar árangur hins nýja markaðslauna- kerfis. Þá er þess krafist að lágmarks- laun verði hækkuð sérstaklega og er markið sett á 90.000 til 100.000 kr. lágmarkslaun á mánuði. „Þung áhersla verður lögð á að viðsemjendur VR samþykki bind- andi ákvæði um að gerðir verði sér- stakir vinnustaða- eða fyrirtækja- samningar við þau fyrirtæki sem enn greiða félagsmönnum VR lágm- arkstaxtalaun, svo að ná megi fram viðunandi hækkun á lágmarks- launum," segir í kröfugerðinni. Gunnar Páll Pálsson, forstöðu- maður hagdeildar VR, kveðst gera ráð fyrir að kjaraviðræður félagsins og vinnuveitenda hefjist af alvöm í þessari viku eða næstu. Samið verði um 36 stunda vinnuviku í kröfugerð VR er einnig farið fram á styttingu vinnuvikunnar og að vinnuvika félagsmanna taki mið af virkum vinnutíma, með því að færa 38/40 stunda vinnuviku niður í 36 stundir á viku. „í reynd er 38/40 stunda vinnuvikan, að frádregnum kaffihléum, á bilinu 36:45 til 37:05 Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmennt var á kjaraþingi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sem haldið var á Grand Hóteli sl. laugardag. stundir á viku. Þessi breyting verði lögð til grundvallar ákvæða um sveigjanleika vinnutímans. Með sveigjanlegum vinnutíma er átt við að hliðra megi til vinnutíma félags- manna innan samningsbundins ramma gegn því að vinnuvika þeirra styttist að meðaltali á gefnu tímabili og að laun skerðist ekki,“ segir í kröfugerðinni. Einnig er krafist lengri orlofs- réttar, að vinnuveitendur greiði 0,25% af heildarlaunum félags- manna í sérstakan fræðslusjóð, og gerð er sérstök krafa um að til komi 2% mótframlag vinnuveitenda vegna greiðslna félagsmanna í sér- eignasjóð. Þá fer VR m.a. fram á að orlofs- uppbót leggist við desemberappbót, sem verði 40.000 krónur, og loks er lagt til að gildistími nýs kjarasamn- ings verði þrjú ár, enda sé samning- ur til svo langs tíma í samræmi við markmið um efnahagslegan stöðug- leika. Verslunarmenn úti á landi með efasemdir um markað- slaun Að sögn Gunnars Páls hafa full- trúar verslunarmannafélaga úti á landsbyggðinni nokkrar efasemdir um að markaðslaunakerfi, eins og VR gerir kröfu um, sé framkvæm- anlegt á minni stöðum úti á landi, þar sem markaðurinn sé ekki eins virkur og á höfuðborgarsvæðinu. Mun skýrast á næstu dögum hvort félögin úti á landi verða í samfloti með VR í viðræðunum um þessar kröfur. Lóðsinn dreg’ur flutninga- skip til Eyja LÓÐSINN í Vestmannaeyjum var væntanlegur til Eyja í nótt með norskt skip sem varð vél- arvana suður af landinu um helgina. Hafnarstjórinn í Vestmanna- eyjum fékk beiðni um að að- stoða norska flutningaskipið Cincobulk á sunnudagskvöld en það var þá vélarvana suður af Ingólfshöfða. Vonskuveður fyrst í stað Lóðsbáturinn var sendur af stað og tók norska skipið í tog um klukkan 13 í fyrradag en það var þá 140-150 mílur frá Vestmannaeyjum. Leiðinlegt veður var á þessum slóðum og gekk drátturinn illa fram á þriðjudagsmorgun en þokka- lega eftir það. Skipið var á leiðinni til Straumsvíkur með rafskaut fyrir álverið. Það er 2100 lestir að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.