Morgunblaðið - 19.01.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 21
Rafrænt
greiðslu-
kerfi í
Þinghóls-
skóla
SMARTKORT ehf. og Sparisjóður
Kópavogs í samvinnu við Kópavogs-
bæ hafa hrundið af stað rafrænu
greiðslukerfi í Þinghólsskóla í Kópa-
vogi. Þetta er fyrsti skóli landsins
sem tekur upp slíkt kerfi en stefnt er
að því að samskonar kerfi verði sett
upp í öllum grunnskólum í Kópavogi.
I fréttatilkynningu frá Smartkort-
um ehf. og Sparisjóði Kópavogs
kemur fram að greiðslukerfið í Þing-
hólsskóla felist í því að allir 230 nem-
endur skólans hafi fengið í hendur
SmartStart-kort frá Sparisjóði
Kópavogs, sem gefin eru út á nafn
nemenda og með ljósmynd af þeim.
Kortin geta nemendurnir í fyrstu
notað til að greiða fyrir það sem þau
kaupa í skólaversluninni, en foreldr-
ar millifæra fé af bankareikningum
inn á kortin í stað þess að láta nem-
endurna fá peninga til að kaupa
nesti. Með þessu geti foreldrar stýrt
neyslu barna sinna og tryggt að aur-
unum sé varið til nestiskaupa.
Ávinningur skólans sé sá að með
notkun kortanna verði mun auðveld-
ara að halda utan um rekstur veit-
ingasölunnar.
SmartStart-kortin verða auk
þessa greiðslumiðill í öllu öðru starfi
skólans, t.d. til greiðslu efnisgjalda,
íyrir skólaferðalög og aðgöngumiða
á árshátíðina og gilda einnig í félags-
miðstöðinni.
-----------------
Aðgangur
að hugbún-
aði leigður
gegn föstu
gjaldi
Ax hugbúnaðarhús hf., KPMG ráð-
gjöf. og Skýn- hf. hafa formlega hafið
samstarf um þjónustuveitu á við-
skiptahugbúnaði en þjónustuveita er
nýtt hugtak í upplýsingatækni þar
sem viðskiptavinir leigja gegn föstu
gjaldi aðgang að hugbúnaði og varsla
hans og rekstur er miðlægur en ekki
hj á viðskiptavininum.
í fréttatilkynningu kemur fram að
þjónustuveita á viðskiptahugbúnaði
sé samofin lausn á upplýsingakerfum
fyrir fyrirtæki frá ráðgjöf og innleið-
ingu hugbúnaðar til rekstrar- og not-
endaþjónustu. Fyrirtæki muni í
auknum mæli í íramtíðinni leigja vél-
búnað og hugbúnað gegn þekktu
gjaldi án þess að sjá sjálf um rekstur
eða viðhald af neinu tagi.
Það er mat samtarfsaðilanna að
með því sé hægt að auka reksti-ar-
öryggi, auðvelda dreifða vinnsiu og
eftirlit með kostnaði af upplýsinga-
kerfum verður skilvirkara.
Hlutverk Skýrr hf. í þjónustuveitu
er að hýsa miðlægt allan hugbúnað og
nauðsynlegan vélbúnað fyrir við-
skiptavininn fyrir utan vinnustöðvar.
Einnig að leggja til samskiptaleið fyr-
ir vinnsluna t.d. LoftNet Skýrr og að
sjá um allt viðhald og allan rekstur á
miðlæga vélbúnaðinum. Hlutverk AX
hugbúnaðarhúss er að leggja til við-
skiptahugbúnaðinn, Axapta, Agresso
eða TOK sem er hýstur miðlægt hjá
Skýrr, sjá um aðlögun á hugbúnaðin-
um fyrir viðskiptavininn og uppfylla
tæknilegar séróskir um vinnslur eða
úttak sem ekki er staðlað. Auk þess
mun AX hugbúnaðarhús annast not-
endaþjónustu vegna hugbúnaðarins.
Hlutverk KPMG er að sinna ráðgjöf
við innleiðingu á upplýsingakerfinu í
samvinnu við AX hugbúnaðarhús, að-
stoða við endurskipulagningu í
rekstrinum og með tilliti til nýs kerfis.
Kristinn F. Árnason, sendiherra Islands, og Petr Kypr, sendiherra Tékklands, takast í hendur eftir undirritun
tvísköttunarsamningsins.
Tvísköttun-
arsamningnr
milli Islands
og Tékklands
SENDIHERRAR íslands og Tékk-
lands í Ósló, Kristinn F. Árnason og
Petr Kypr, undirrituðu tvísköttunar-
samning milli landanna 18. janúar sl.
Samningurinn kveður á um skipt-
ingu skattlagningar á tekjur milli
landanna og aðferðir til að koma í
veg fyrir tvísköttun. Með samningn-
um er ennfremur leitast við að koma
í veg fyrir undanskot frá skattlag-
ningu á tekjur.
Sumar
fram og til baka með flugvallarsköttum
Danmork/Billund
17.575
19.950 lcr. fyrir einn fullorðinn
*
kr. á marai
Flogið 24. maí - 6. september.
KaupyariM^||n
Flogið daglega
Vetrar r _
PLUS
18.400 kr. fyrir einn fullorðinn
Lomdoin____
16.800
kr. á narai
Flogið einu sinni í viku
kr. á marai
18.710 lcr. fyrir einn fullorðinn
' miðað við að tveir fuilorðnir og tvö börn 2ja-11 ára ferðist saman.
Ódýrt til Lomdon
Flug alla þriðjudaga í jan., feb. og mars
lágmarksdvöl 7 dagar og hámark 1 mánuður.
19.270kr
á mann
m. flugvallarskatti
Ódýrt til Glasgow 25.170kr.
Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur á Forte á mann ítvíbýli
Posthouse Glasgow og morgunverður. m- flugvallarskatti
Odýrt til Parísar
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Honie
Plazza Bastille og morgunverður.
29.990kr
á mann í tvíbýli
m. flugvallarskatti
FERÐIR
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is