Morgunblaðið - 19.01.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 29
LISTIR
Stórstjörnur
djassins fara fjöld
TOJVLIST
Geisladiskar
ÞRENNINGIN JACKSON,
PETERSON OG BROWN
Milt Jackson víbrafón, Oscar Peter-
son píanó, Ray Brown bassa og
Karriem Riggins trommur. The
Very Tall Band. Tekið upp á Blue
Note í New York 24.-26. mars 1998.
Telarc/12 tónar 1999.
ÞEGAR Milt Jackson, Oscar Pet-
erson og Ray Brown léku nokkur
kvöld á Blue Note djassklúbbnum í
New York ásamt ungtrommaranum
Karriem Riggins í mars 1998 vöktu
tónleikarnir heimsathygli. Það er
ekki oft sem slíkar stórstjörnur leika
á klúbbtónleikum, heldur eru tón-
leikahallirnar þeh-ra vettvangur. Það
er heldur ekki furða því greiðslur til
manns á borð við Oscar Peterson
nema nokkrum milljónum fyrir tón-
leika, undir slíku stendur enginn
klúbbur, en stundum leika menn fyr-
h- ánægjuna eina saman einsog Son-
ny Rollins gerði gjarnan í Montmar-
tre í Kaupmannahöfn þegar Jazz-Kai
rak staðinn.
Tæknimenn Telarc útgáfunnar
voru þarna með tól sín og tæki og
þarna var í það minnsta einn Islend-
ingur staddur og fann tónaangan
hins fallandi stórveldishers djassins.
Síðan þetta var hljóðritað hefur Milt
Jackson yflrgefið þessa lífstjörnu, en
það heyrir enginn á leik hans á plöt-
unni að hann var heltekinn af
krabbameini er hún var hljóðrituð og
einnig þurfa menn að þekkja Peter-
son til að merkja að vinstri hendi
hans er hálflömuð eftir heilablóðfall.
Brown var þó alheill, ekki síður en
þegar hann heimsótti okkur á
Jazzhátíð Reykjavíkur hálfu ári síðar
ásamt trommaranum Riggins og
píanistanum Geoff Keezer.
Þegar karlar einsog þessir mætast
á djassklúbbi eru þeir ekki að leika
æfða dagskrá. Kvöldskipunin hljóðar
uppá „djammsessjón“ en þeir sem
ekki þekkja til halda að hér sé allt
fullæft, svo vel fellur hver tónn að
öðrum, því þessir kallar þekkja
hvern annan út og inn ekki síður en
verkin sem þeir leika. Ray Brown var
bassaleikari Oscar Peterson-tríósins
í fimmtán ár og þeir Milt Jackson
léku saman með Dizzy Gillespie. Svo
hafa þeir allir þrír spilað saman á ót-
eljandi tónleikum og hljóðritunum
fyrh- Norman Granz, oftast undir
hatti Jazz at the Philharmonic.
Efnisskráin samanstóð af klassísk-
um verkum af efnisskrá djassmanna
svo og frumsömdum - flestum blús-
um. Þeir byrja á dixílandstríðssöngn-
um Ja-da og enda á Caravan, sem
básúnuleikari Ellingtons, Juan Tizol,
samdi í samvinnu við meistarann.
Það er kannski ekki mikið að segja
um spilamennsku þeirra fjórmenn-
inga í lögum sem þeir leika saman,
þar kemur ekkert á óvart einsog við
er að búast og bestir eru þeir í Blues
for JR eftir Ray Brown. Það fer ekki
milli mála að sveiflan er þessum
meisturum í blóð borin. Það sem gef-
ur disknum þó mest gildi eru
einleiksverkin sem þeir félagar leika.
Oscar leikur lag sitt When summer
comes, sem hann frumflutti í Chicago
þetta sumar, Milt Jackson túlkar
Nature boy óviðjafnanlega og sýnir
enn og sannar að hann er einn
fremsti ballöðutúlkandi boppsins og
Ray Brown vefur saman þrjá söngva
og er einn þeirra guðspjall sálar-
djassins fönkaða, Work song, eftir
komettleikarann Nat Adderley, sem
lést á annan í nýári sextíu og átta ára
gamall eftir langvinna baráttu við
sykursýki. Þetta er hin áheyrilegasta
plata í anda Norman Granz - ekta
klúbbspilamennska - en ef menn
vilja heyra þessa drengi leika á list-
rænustu nótunum verður að benda á
diska með sveitum þefrra sjálfra. Og
þó; Nature boy er fágætt listaverk og
sýnir enn og sannar að Milt Jackson
átti engan sinn líka við víbrafóninn
nema þá kannski Lionel Hampton að
leika Star dust eða Moonglow.
Það voru fleiri djassleikarar en
Milt Jackson sem kvöddu á síðasta
áii. Viðar Alfreðsson trompetleikari
var einn þeirra svo og ýmsfr stór-
meistarar er heimsótt hafa Island:
Bassaleikarinn Fred Hopkins, sem
hér lék með Air, Richard Boone, sem
hingað kom frá Kaupmannahöfn í
tvígang og heillaði íslendinga uppúr
skónum. Red Norvo sem lék með
Hinum átta stóru í Gamla bíói, þá
næstum heyrnarlaus og Ernie Wilk-
ins sem lengi útsetti fyrii- Count Bas-
ie og lét sig ekki muna um að stjóma
Big bandi 81 á minningartónleikun-
um um Gunnar Ormslev í Gamla bíói
1981. Art Farmer féll í valinn 71 árs,
en Lester Bowie var aftur á móti í
blóma lífsins þegar hann lést, 58 ára.
Hann lék við hvern sinn fingur jafnt
á sviði og baksviðs er hann lék á lista-
hátíð 1996. Fjölmargir aðrir djass-
meistarar létust síðasta ár og skulu
örfáir þeirra nefndir. Djasssöngvar-
ar eru ekki margir og þegar Joe
Williams og Mel Torme deyja sama
árið er skarð fyrir skildi. Svo lést ein
af stjórstjörnum sveiflunnar, tromp-
etkóngurinn Harry „Sweets" Edin-
son, háaldraður, en því var ekki að
heilsa um finnska trommarann Ed-
vard Versala, einn frægasta fulltrúa
hins frjálsa djass í Evrópu, hann varð
54 ára. Einn helsti snillingur
Evi-ópudjassins, franski píanistinn
Michell Petrucciani lést í byrjun ár-
sins aðeins 36 ára. Með honum hvarf
af sjónarsviðinu einn þeirra fáu
djasspíanista er rufu jan-etísku hefð-
ina og færðu hinn klassíska djass-
píanóleik í endurnýjun lífdaga. Sem
betur fer er tónlist þessara manna
vel varðveitt á geisladiskum sem fá
má í flestum betri hljómplötuversl-
unum.
Vernharður Linnet
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
...sem lagar sig að þínu aksturslagi
Renault Clio fæst með skynvæddri Pro-Active sjálfskiptingu sem lagar
sig að þínu aksturslagi til að spara enn meira bensín. I þessari útgáfu
er Renault Clio með einstaklega kraftmikilli 90 hestafla 1600 vél. Þegar
við þetta bætist ótrúlega ríkulegur staðalbúnaður; 4 loftpúðar, ABS,
ijarstýrð hljómtæki og samlæsingar er augljóst að Renault Clio er bíll
sem þú átt að prófa.
RENAULT