Morgunblaðið - 19.01.2000, Side 33
32 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMSKIPTIN VIÐ
KOMMIJNISTARÍKIN
+ ,
\ ARUM KALDA stríðsins áttu framherjar í Komm-
xjL únistaflokki íslands, síðar Sósíalistaflokknum og
Alþýðubandalaginu, mikil og víðtæk samskipti við skoð-
anabræður sína í Sovétríkjunum og öðrum kommúnista-
ríkjum, einkum austan járntjaldsins. Síðustu árin hefur
allmikið verið skrifað um þessi tengsl m.a. vegna þess,
að aðgangur hefur fengizt að skjölum í Moskvu, og
reyndar víðar, eftir hrun Berlínarmúrsins og valdakerfis
kommúnismans.
Samskiptin austur yfir járntjald voru þó miklu víðtæk-
ari en á stjórnmálasviðinu einu, t.d. í verzlun og við-
skiptum, en ekki sízt á vettvangi verkalýðshreyfingar.
Lítið hefur verið ritað um þessa þætti samskiptanna, þó
hafa beri í huga, að pólitíkin var aldrei langt undan, þeg-
ar fulltrúar alræðisins í austri voru annars vegar.
Einn þátttakenda í samskiptum íslenzku verkalýðs-
hreyfingarinnar við austantjaldsríkin, Tryggvi Þór Að-
alsteinsson, hefur nú kvatt sér hljóðs og telur ástæðu til
að einhver skrifi á „sanngjarnan hátt“ um þau samskipti
og tíðar boðsferðir austur yfir járntjald, sérstaklega til
Austur-Þýzkalands. Hann varpar sjálfur fram þeirri
spurningu, hvort þessi samskipti hafi haft áhrif á starf
og stefnu íslenzku verkalýðssamtakanna og þá á hvern
hátt. Hann segir að þau séu enn mörg sem geti sagt frá.
Aðspurður segist hann telja tímabært að menn sem neit-
uðu að sjá veruleikann á sínum tíma, en geri sér grein
fyrir honum núna, láti þá skoðun í ljós.
Tryggvi Þór, sem nú er framkvæmdastjóri MFA í Sví-
þjóð, áðuy MFA (Menningar- og fræðslusambands al-
þýðu) á íslandi, hefur hér hreyft athyglisverðu máli.
Augljóslega skortir upplýsingar um samskipti íslenzkr-
ar og austrænnar verkalýðshreyfingar og áhrif þeirra
hér á landi. í þessum efnum, sem fleirum, eru gloppur í
tiltölulega nýlegri sögu þjóðarinnar. Úr því þarf að bæta
eins og Tryggvi Þór bendir á.
KYNT UNDIR BALIÐ
ISLENSKT efnahagslíf hefur á síðustu árum tekið
stakkaskiptum. Sá stöðugleiki sem ríkt hefur undanfarin
ár og það aukna frelsi og opnun gegn umheiminum, sem
komið hefur verið á, hefur gert fyrirtækjum kleift að gjör-
bylta starfsháttum sínum. Viðskiptalífið hefur alþjóðavæðst
og við erum í ríkara mæli hluti af hinu alþjóðlega við-
skiptaumhverfí en áður var.
Af einhverjum ástæðum virðast hins vegar ekki öll lög-
mál hins alþjóðlega viðskiptalífs hafa náð fótfestu hér á
landi. Samkvæmt útreikningum Alþýðusambands íslands,
sem birtir voru í síðustu viku, hækkaði matvara um 5,4% á
síðasta ári. Mest var hækkunin á innfluttum matvælum eða
7,8% að meðaltali. Þetta er mikil breyting frá árinu 1998 en
þá hækkuðu matvæli um einungis 1,3% og innflutt matvæli
lækkuðu í verði um 1,9%. Og áfram halda hækkanirnar, nú
síðast á mjólkurvörum og gosdrykkjum.
Hvernig stendur á þessum umskiptum? Ekki er hægt að
kenna gengisþróuninni um. Krónan hefur styrkst en ekki
veikst. Það hefði átt að leiða til lækkunar á innflutningi en
ekki hækkana. Hvert hafa þessir peningar runnið? Hefur
verslunin með óbeinum hætti verið að hækka álagningu
sína með því að láta hagstætt gengi ekki endurspeglast í
verðlagi?
Fulltrúar stærstu verslunarkeðjanna, Baugs og Kaupáss,
nefna verðhækkanir á aðföngum, innlendum jafnt sem er-
lendum, þegar spurt er um ástæður hinna miklu verðhækk-
ana.
Á síðasta ári lækkaði verð á matvöru í ríkjum Evrópu-
sambandsins um 0,1% að meðaltali. Vissulega eru öll inn-
flutt matvæli ekki keypt frá ESB en í mörgum öðrum ríkj-
um hefur þróunin verið áþekk. Það er nánast óskiljanlegt
hvernig hægt er að umbreyta þessum aðstæðum yfir í 7,8%
hækkun á innfluttum matvælum. Getur verið að sívaxandi
fákeppni í matvöruverslun sé um að kenna? Hver svo sem
ástæðan er virðist þessi alþjóðlega þróun í verðlagsmálum
ekki ná hingað til lands. Islenskum neytendum er enn boðið
upp á „séríslenska" þróun.
Oft er rætt um að aðstæður hér á landi verði að vera svip-
aðar og í viðskiptalöndunum til að skerða ekki samkeppnis-
stöðu Islands. Ef verðbólgan á ekki að rjúka upp á nýjan
leik er lífsnauðsynlegt að snúa þessari þróun við. Annars
gæti reynst erfitt að viðhalda þeirri sátt sem ríkt hefur á
vinnumarkaðnum um að viðhalda stöðugleikanum.
Þrír skoskir sérfræðing-
ar eru staddir á Islandi
um þessar mundir til að
deila með Islendingum
þekkingu sinni á
byggðaröskun í Skot-
landi. Davíð Logi
Sigurðsson hitti þá
John H. Goodlad,
Dr. James Hunter og
Norman N. Gillies að
máli og ræddi við þá um
sameiginlegt vandamál
Skota og Islendinga.
AÐ er ekki aðeins á íslandi
sem umræður um byggða-
röskun og búsetuflutninga
hefur borið hátt því að sam-
bærileg vandamál hvað varðar íbúa
skosku hálandanna og eyjaklasanna
úti við Skotlandsstrendur hafa einnig
sett svip sinn á þjóðmálaumræðuna
þar í landi á undanfömum áram. Þeir
John H. Goodlad, talsmaður samtaka
fiskimanna á Hjaltlandseyjum, Dr.
James Hunter, framkvæmdastjóri
framfarasamtaka skosku hálandanna
og nærliggjandi eyja og Norman N.
Gillies, skólastjóri á Skye-eyju, era
hins vegar sammála því að þróunin sé
e.t.v. skemur á veg komin hér á íslandi
heldur en í Skotlandi, en þar hefur
undanfama áratugi tekist að snúa vöm
í sókn.
Þeir leggja hins vegar áherslu á að
þótt líklegt sé að byggðaþróun komist í
meira jafnvægi á Islandi í framtíðinni
þá skipti miklu að við byggðaröskun sé
bragðist því menn nái engum árangri
ef þeir sitja einfaldlega með hendur í
skauti.
Goodlad, Hunter og Gillies áttu í
gær eins konar vinnufund á heimili
breska sendiherrans í Reykjavík með
fulltrúum íslenskra stjómvalda og
nokkurra sveitarstjóma hér á höfuð-
borgarsvæðinu auk þess sem fulltrúar
Iðntæknistofnunar og Byggðastofnun-
ar sóttu einnig fundinn. Heimsókn
þremenninganna hingað til lands er
skipulögð í sameiningu af íslenska ut-
anríkisráðuneytinu og breska sendi-
ráðinu í Reykjavík og varð þetta til-
tekna efni fyrir valinu í ljósi umræðu
um byggðaröskun hér á landi undan-
fama mánuði.
Skotamir þrír leggja hins vegar
áherslu á það í samtali við Morgun-
blaðið að þeir séu ekki hingað komnir
til að kenna íslendingum eitt né neitt.
Fyrst og fremst sé það markmið
þeirra að eiga samræður við íslend-
inga um sameiginlegt vandamál. Hitt
sé ekki útilokað að báðir geti orðið ein-
hvers vísari af þessum samræðum.
Byggðaröskun gamalt
vandamál í Skotlandi
Hunter hefur mál fyrir þremenning-
unum í upphafi og segir byggðaröskun
gamalt vandamál í Skotlandi því allt
frá því snemma á nítjándu öld hafi fólk
flúið hinar dreifðari byggðir til að setj-
ast að í stærri byggðarlögum. Á síð-
ustu áram hafi hins vegar tekist að
snúa þessari þróun nokkuð við og yfir
heildina hafi íbúum hálandanna og af-
skekktra eyja fjölgað þónokkuð frá því
á sjöunda áratugnum.
„Við höfum verið að
rannsaka orsakimar,“ seg-
ir Hunter, „og hvers vegna
allt annað hefur verið uppi
á teningnum hér hjá ykkur
á undanförnum árum.“
Segir hann aðspurður um hugsanlegar
ástæður þess að tekist hafi að snúa
vörn í sókn í Skotlandi að tækniþróun
hafi haft jákvæð áhrif og að tekist hafi
að skapa aukna fjölbreytni í atvinnu-
málum í hinum dreifðu byggðum.
Auk þess segir Hunter að mikill
munur sé á hinum dreifðari byggðum
Skotlands og íslandi að því leytinu til
að fjöldi stórborga sé þrátt fyrir allt í
næsta nágrenni við skosku hálöndin og
að dreifbýlið í Skotlandi hafi notið góðs
af því að íbúar stórborganna í Bret-
landi hafa í æ ríkari mæli áhuga á því
að koma sér fyrir í rólegra umhverfi,
njóta alls þess sem landsbyggðin hefur
upp á að bjóða.
„Við höfum því horft upp á það að
fjöldi fólks er raunveralega að flytja til
þessara svæða, en ekki frá þeim,“ seg-
ir Hunter. Er þar ekki aðeins um það
að ræða að brottfluttir snúi aftur til
heimabyggðar sinnar heldur einnig að
fólk, sem engin fyrri tengsl hafi við
byggðina, flytji til hinna afskekktari
svæða.
Gillies leggur í þessu sambandi
áherslu á mikilvægi þess að íbúar
hinna dreifðari byggða hafi aðgang að
góðri menntun. Gillies er í forsvari fyr-
ir átak sem miðar að því að stofna há-
skóla hinna dreifðu byggða, þ.e. há-
skóla hálandanna og afskekktra eyja,
t.d. á Hjaltlandseyjum, Skye og víðar.
Hugmyndin er sú, að sögn Gillies, að
þessi háskóli hafi aðsetur á fleiri en
einum stað en tengist síðan í einn há-
skóla. Segii' Gillies að nútíma tækni og
upplýsingabyltingin bjóði upp á nýja
möguleika, bæði hvað varðar kennslu
og stjórnsýslu menntastofnana, en
ekki síður hvað varðar rannsóknir og
vísindastarf. Staðsetning háskóla
skipti einfaldlega ekki eins miklu máli
og hún gerði.
Markmiðið með þessu átaki er að
stoppa svokallaðan „spekileka", gera
heimamönnum kleift að mennta sig án
þess að flytja á brott frá sinni heima-
byggð, en jafnframt að laða nýtt fólk til
svæðanna.
Engin einföld
formúla til
Þremenningarnir era
sammála um að umtals-
verður árangur hafi náðst í
baráttunni gegn byggða-
röskun í Skotlandi á undanförnum ár-
um. Bendir Hunter t.d. á að íbúar
Hjaltlandseyja hafi verið um 17 þús-
und árið 1965 en séu nú um 23 þúsund
og hann nefnir einnig að íbúar Skye-
eyju hafi, þegar mest var um miðja
nítjándu öldina, verið um 24 þúsund.
Þegar komið var fram á sjöunda ára-
tug nítjándu aldar hafi ekki nema um 6
þúsund manns verið eftir á eyjunni en
íbúafjöldinn hafi hins vegar aukist á ný
og á Skye búi nú um 10 þúsund manns.
„Okkur hefur semsé tekist að
nokkru leyti að snúa vörn í sókn þótt
hafa verði í huga að í sumum byggðum,
t.d. á vestureyjunum, er fólki enn að
fækka,“ segir Hunter. „Ekki næstum
því í sama mæli og áður en þó enn um-
talsvert," bætir hann við.
Goodlad segir því miður enga ein-
falda formúlu íyrir hendi sem nota
megi í baráttunni gegn byggðaröskun
en þremenningarnir segja aðspurðir
að það geti vel verið að Skotar séu ein-
faldlega komnir nokkram áratugum
lengra en Islendingar, þ.e. að hér á
landi sé að eiga sér stað þróun hvað
varðar búsetu fólks sem þegar er um
garð gengin í Skotlandi og sem hefur
náð jafnvægi þar þegar hér er komið
sögu.
Taldi víst að kvótabrask væri
sökudólgur byggðaröskunar
Goodlad er sá eini þremenninganna
sem komið hefur áður til íslands, en
hingað kom hann fyrst árið 1979 sem
námsmaður og hefur síðan heimsótt
landið nokkrum sinnum, oftast í
tengslum við starf sitt í fiskiðnaðinum.
Segir Goodlad að Hjaltlendingar fylg-
ist nokkuð vel með málefnum er varða
fiskveiðistjórnunarkerfið hér á íslandi,
enda séu aðstæður á Hjaltlandseyjum
um margt svipaðar í þeim efnum.
Goodlad segist reyndar hafa komið
hingað til lands í þetta sinn með nokk-
uð fyrirfram mótaðar hugmyndir hvað
varðai' kvótakerfið íslenska. Honum
hafi virst sem kvótabrask hér á landi
hlyti að vera einn af helstu sökudólg-
um byggðaröskunarinnar. Kvóta-
braskið hefði t.a.m. valdið því að kvóta-
eign safnaðist á fáira manna hendur,
manna sem grætt hefðu vel á öllu sam-
an en sem e.t.v. hugleiddu lítið áhrif á
einstök byggðariög. Á íslandi hefði
jafnframt verið til staðar pólitísk
spenna um auðlind sem áður var í eigu
allrar þjóðarinnar en hefði nú nánast
verið einkavædd og afhent þeim mönn-
um sem svo vildi til að höfðu stundað
tilteknar veiðar á níunda áratugnum.
Goodlad segir að eftir fund sinn með
íslenskum aðilum í gær sé honum ljóst
að málið sé líklega ekki alveg svo ein-
falt. Engu að síður segir Goodlad
Hjaltlendinga hafa reynt að taka öðra-
vísi á stjórn fiskveiðanna en Islending-
ar. Þar hafi samfélagið sjálft, þ.e.
sveitarstjórnirnar og samtök fiski-
manna, keypt veiðikvóta og því sé
kvótinn ekki í eigu einkafyrirtækja
heldur sameign íbúanna. Þetta kerfi
hefur gefið góða raun, að mati Good-
lads og hann segir að þriðjungur eða
36% alls fiskveiðikvóta sem
Hjaltlandseyjar búa yfir sé í eigu sam-
félagsins, í stað þess að vera í eigu
einkafyrirtækja. Goodlad segir stefnt
að því að auka þetta hlutfall og jafnvel
komast yfir allan kvótann. Það sé hins
vegar enginn hægðarleikur enda sé
kvótinn dýr.
„Ég get þó sagt að það lítur allt út
fyrir að þróunin í Bretlandi og Skotl-
andi verði svipuð og hér á landi hvað
varðar kvótabrask,“ segir Goodlad,
„það færist sífellt í aukana að menn
kaupi og selji kvóta í Bretlandi.“
Segh- Goodlad að Bretar og Skotar
séu því að mörgu leyti um tíu áram á
eftii' íslendingum hvað þessa þróun
varðar.
„En við viljum ólmir koma í veg fyrir
að kvótinn safnist á fárra hendur, eins
og hefur gerst hér. Munurinn er nefni-
lega sá að á íslandi skiptir ekki máli
hvað gerist, kvótinn kemur í öllu falli
til með að verða í eigu íslendinga. Á
Hjaltlandseyjum er vandamálið hins
vegar það að kvótinn gæti eins verið í
eigu fyrirtækis í Aberdeen, Grimsby,
Bremerhaven, Bergen eða hvai' sem
er. Viðskipti með slíkt eru frjáls í
þessu evrópska umhverfi. Ef þetta
gerist, sem er alveg hugsanlegt, gæti
sú staða komið upp að eigendur fiski-
skipa og kvóta seldu hvorttveggja á
frjálsum markaði og fyrirtæki í Hol-
landi legði fram besta til-
boðið. Þetta fyrirtæki
myndi síðan setja á lagg-
h-nar útibú í London, hefja
veiðar með hollenskum
fiskiskipum og byggi síðan
yfir öllum kvóta Hjaltlandseyja þegar
fram liðu stundir.“
Þetta vilja Hjaltlendingar forðast
með öllum ráðum og segir Goodlad að
allt kapp sé lagt á að koma í veg fyrir
að yfirráð yfir auðlindinni færist á
hendur utanaðkomandi aðila. Menn
telji skipta öllu að fiskurinn sé unninn
af heimamönnum, til að þeir njóti góðs
af öllu saman en ekki einhverjir utan-
aðkomandi aðilar. Þetta sé síðan
grandvöllur þess að tryggja eðlilega
búsetu í hinum dreifðari byggðum
Skotlands.
Þeir Goodlad, Hunter og Gillies
segja almenna sátt ríkja um það meðal
stjórnmálaflokka í Skotlandi að
byggðaröskunin sé slæm þróun og að
hana verði að stöðva.
„Aflir flokkarnir era sammála um
það núna að það beri að eyða opinbera
fé til að stöðva byggðaröskunina," seg-
ir Goodlad. Segir hann að þessi sam-
staða gefi samtökum eins og þeim, sem
Dr. Hunter sé í forsvari fyrir, þann
stuðning sem þurfi til að leita nýrra
leiða til að vinna á vandamálinu.
Almenn sátt um nauðsyn þess að
bregðast við byggðaröskun
Hunter rifjar upp í þessu sambandi
að fyrir nokkram áratugum síðan hafi
menn einfaldlega litið svo á að lítið
þýddi fyrir ríkið að beita sér í þessum
málum, vildi fólk flytja til stórborg-
anna þá væri það einfaldlega eðlileg og
óhjákvæmileg þróun sem ekkert væri
hægt að segja við. Það væri einfaldlega
eðli markaðssamfélagsins að vinnuafl
færðist til þeirra staða þar sem vinnu
væri að fá. Allt annað sjónarmið ráði
hins vegar ríkjum núna, menn séu
sammála um að gegn byggðaröskun-
inni verði að berjast.
Goodlad segist ekki hafa þá tilfinn-
ingu að þessi pólitíska samstaða sé fyr-
ir hendi á Islandi. Hann sé að vísu
hingað kominn til að fræðast nánar um
það atriði en að sig grani að hér séu
margir sem telji að við byggða-
röskuninni sé ekkert að gera, hinn
frjálsi markaður verði að fá að hafa
sína hentisemi.
Þeir Goodlad, Hunter og Gillies era
hins vegar sammála um að ekki sé
hægt að sporna við byggðaröskun
nema samstaða sé fyrir hendi um
nauðsyn þess að opinbera fé sé eytt til
þess.
Gillies segir að það skipti hins vegar
líka máli í þessu sambandi að það sé
eins og aukinn skilningur ríki um það í
Skotlandi að bráðnauðsynlegt sé að
minni byggðarlög haldi uppi tiltekinni
þjónustu og samfélagslegum „infra-
strúktúr". Að ekki sé aðeins hægt að
meta hlutina út frá beinum efnahags-
legum hagsmunum heldur verði að líta
á málin í stæira samhengi og í samfé-
lagslegu ljósi.
Þannig séu menn t.d. hættir að tala
jafn mikið um það og áður að loka þurfi
barnaskólum vegna fækkunar í til-
teknum byggðakjömum því þeir geri
sér einfaldlega grein fyrir því að skóli
leiði af sér ýmislegt annað en bara hið
eiginlega skólastarf. Menn átti sig á
því að með því að loka skóla séu þeir
jafnvel að rífa hjartað úr tilteknu bæj-
arfélagi.
Mikilvægt að menn nýti
sér meðbyr
Hunter segir að þegar botni hafi
verið náð hvað byggðaröskun varðar
verði menn að kunna að nýta sér þá
uppsveiflu sem væntanlega komi í
kjölfarið og þann náttúralega meðbyr
sem þá skapist. Segir hann að ef menn
líti t.d. til Hjaltlandseyja þá hafi þar
orðið miklar breytingar undanfarin
þrjátíu ár frá því sem áður var, fólks-
fjölgun hafi átt sér stað á þessum tíma
og varanleg velmegun ríkt sem síðan
valdi því að ungt fólk hefur það einfald-
lega ekki eins sterkt á tilfinningunni
og það gerði áður, að það þurfí að flytja
á brott.
„Svo ég tali bara frá eigin brjósti þá
virtist manni, á þeim tíma þegar ég var
að alast upp í afskekktri byggð í Skot-
landi, þ.e. á sjötta og sjöunda áratugn-
um, sem allt sem einhverju máli skipti
í lífinu væri einhvers staðar annars
staðar, í stórborginni og þar fram eftir
götunum," segir Hunter.
, Auðvitað býr þessi útþrá enn í unga
fólkinu og það er svo sem ósköp eðli-
legt, en það sjónarmið ryður sér engu
að síður æ meir til rúms í
heiminum að æskilegt sé
að búa við góðar aðstæður.
Og því hefur það allt í einu
gerst að við búum yfir ein-
hverju sem aðrir íbúar
heimsins sækja í, á meðan það var
þannig áður fyiT að þetta samfélag
okkar virtist vera á hjara veraldar,
fjarri öllu því sem eftirsóknarvert væri
í lífinu.“
Þeir félagar leggja því áherslu á að
jákvætt hugarfar sé einn helsti banda-
maðurinn í baráttunni við byggða-
vandann. í öllu falli náist enginn
árangur ef menn líti einfaldlega svo á
að vandinn sé óhjákvæmilegur og óyf-
irstíganlegur. Ýmislegt sé hægt að
gera til að sporna við þróuninni og það
sýni t.d. reynslan í dreifðari byggðum
Skotlands.
íbúum Hjalt-
landseyja hef-
ur fjölgað á ný
Pólitísk sátt
fyrir hendi í
Skotlandi
Reuters a.
Mengunarský liggur yfir Dhaka, höfuðborg Bangladesh, þar sem þúsundir bifreiða fylla götumar. Framkvæmda-
stjöri SÞ segir í grein sinni að mengun sé eitt þeirra alþjöðlegu vandamála er virði engin landamæri.
Merking alþj óð-
legs samfélags
Hið alþjóðlega samfélag stendur ekki alltaf
saman til að ná fram sameiginlegum mark-
miðum. Það er hins vegar hægt segir Kofí
Annan og hvetur til að á nýrri öld standi
menn saman og geri betur.
AVORUM tímum býr enginn
einstaklingur og ekkert
þjóðríki við einangran. Öll
búum við í okkar eigin sam-
félögum en samtímis í heiminum öllum.
Fólk og menning era í vaxandi mæli að
blandast. Við þekkjum sömu fyrir-
myndirnar á kvikmyndatjaldinu eða
tölvuskjáunum hvort heldur er í Berlin
eða Bangalore. Við eram öll neytendur
í sama heimshagkerfinu. Öll verðum
við fyrir sömu áhrifum hvort sem
breytingamar era á sviði stjómmála,
samfélags eða tækni. Mengun, skipu-
lögð glæpastarfsemi og fjölgun eyðing-
arvopna virða sömuleiðis ekki skýrt af-
mörkuð landamæri; þetta era
„vandamál án vegabréfa", og þess
vegna sameiginlegir óvinir okkar. Við
eram samtengd og innbyrðis háð hvert
öðra.
Fátt nýtt leynist í þessu; um aldir
hefur mannfólkið haft samskipti um
gervalla heimskringluna. Hnattvæðing
nútímans er þó með öðra sniði. Hún
gerist mun hraðar. Ný öfl, til dæmis
Netið, keyra hana áfram. Hún stjóm-
ast af ólíkum reglum eða, í sumum til-
fellum, af alls engum reglum. Hnatt-
væðingin færir okkur aukna kosti og
nýja möguleika á hagsæld. Marg-
breytileiki heimsins er orðinn okkur
vel kunnur. Þrátt fyrir þetta upplifa
milljónir manna um heim allan hnatt-
væðinguna ekki sem möguleika á fram-
föram heldur sem tvístrandi afl sem
líkt og fellibylur eyðir lífum, atvinnu og
hefðum. Margir finna hjá sér þörf til að
sporna við þessari þróun og leita hugg-
unai' í blekkingu þjóðemishyggju,
bókstafskenninga eða annarra kenn-
inga.
Þegar við stöndum andspænis
mögulegum ágóða og
áhættu hnattvæðingar;
þeim stöðugu styrjöldum
þar sem borgarai' eru aðal-
skotmarkið eða hinum
knýjandi áhrifum fátæktar
og óréttlætis verðum við
að geta komið auga á þau svæði þar
sem sameiginlegra aðgerða er þörf til
að vemda hagsmuni heimsins. Samfé-
lögin hafa sín slökkvilið, bæjai-þjón-
ustu og sveitarstjórnir. Þjóðiíki hafa
lagasetningar og dómskerfi. En í
hnattvæddum heimi dagsins í dag geta
stofnanir og félagsleg tæki sem staðið
gætu fyrir heimsátaki, svo ekki sé
minnst á samvitund um sameiginleg
örlög heimsins, varla talist vera annað
en á fósturstigi. Nú er tímabært að
hugmyndum okkar um „alþjóðlegt
samfélag" sé nánari gaumur gefinn og
þeim fundin traust merking.
Kofi Annan
Hvað einkennir samfélag? Hvað
heldur samfélagi saman? Fyrir sum
þeirra er það trúin. Fyrir önnur er það
barátta fyrir hugmyndum eins og lýð-
ræði. Sum samfélög era einsleit, önnur
byggjast á fjölmenningu. Sum era jafn
lítil og skólar eða þorp, önnur á stærð
við heimsálfur. í dag verður meira vart
við „sýndar-samfélög" sem draga fram
og koma á framfæri sameiginlegum
gildum í gegnum nýjustu samskipta-
tækni og upplýsingatækni.
Hvað tengir okkur saman í alþjóð-
legt samfélag? í víðustum skilningi er
það sameiginleg sýn um betri heim fyr-
ir allar manneskjur eins og það er til
dæmis sett fram í stofnsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Við skynjum sameig-
inlegt vamarleysi okkar gagnvart
gróðurhúsaáhrifum og ógninni sem
stafar af gereyðingarvopnum. Við höf-
um ramma alþjóðlegra laga og sátt-
mála auk ráðstefna um mannréttinda-
mál. Jafnframt skynjum við
sameiginleg tæki-
færi, sem er megin-
ástæða sameigin-
legra markaðssvæða
auk stofnana á borð
við Sameinuðu þjóð-
h-nai'. Sameinuð er-
um við sterkari.
Sumh' halda því fram að hið alþjóð-
lega samfélag sé hugarburður einn.
Aðrir segja að hugtakið sé of teygjan-
legt til að hafa raunverulega merkingu.
Enn aðrir telja að það sé aðeins þægi-
legt tæki sem tefla megi fram í neyðar-
tilfellum eða nota sem blóraböggul fyr-
ir aðgerðarleysi. Sumir segja að það
séu hvorki til alþjóðlegar viðmiðanir,
markmið né hættur til að grandvalla
slíkt samfélag. Ritstjórnargreinar vísa
gjarnan til hins „svokallaða alþjóða
samfélags". Og í fréttum er hugtakið
gjarnan sett innan gæsalappa eins og
„Hið alþjóðlega
samfélag er raun-
veruleiki. Það á
sér heimilisfang“
það eigi sér ekki stoð í raunveraleikan-
um. Ég trúi því að þessir efasemdar-^
menn hafi rangt fyrir sér. Hið alþjóð-
lega samfélag er raunveraleiki. Það á
sér heimilisfang. Það hefur afi'ekað
talsvert.
Þegar ríkisstjórnir koma saman til
að setja löggjöf til að stofna alþjóðleg-
an glæpadómstól að áeggjan siðmenn-
taðs samfélags, er það dæmi um al-
þjóðlegt samfélag að verki í nafni
réttarríkisins. Þegar alþjóðleg aðstoð
streymir til fómarlamba jarðskjálft-
anna í Tyrklandi og Grikklandi - mikill
hluti hennar frá löndum sem engin
bein tengsl hafa við Grikkland eðsr
Tyrkland önnur en sammannleg tengsl
- þá verðum við vitni að alþjóðlegu
samfélagi sem fylgir mannúðarsjónar-
miðum. Þegar fólk kemur saman til að
þrýsta á ríkisstjómir um að létta á
skuldabyrðum fátækustu landanna, þá
er þar alþjóðlegt samfélag að verki og
leggur gjörva hönd á þróun mála. Þeg-
ar samvisku almennings ofbýður það
blóðbað sem hlýst af jarðsprengjum og
fólk þrýstir á ríkisstjómir að gera með
sér sáttmála um bann við þessum
hættulegu vopnum þá er þar hið al-
þjóðlega samfélag að berjast fyrir
auknu almennu öryggi.
Fjölmörg önnur dæmi um vinnu hins
alþjóðlega samfélags mætti taka, allt
frá Austur-Tímor til Kósóvó. Á sama..
tíma hringja mikilvægar viðvöranar-
bjöllur. Of oft mistekst hinu alþjóðlega
samfélagi að bregðast við með réttum
hætti. Það gat ekki komið í veg fyrir
þjóðarmorðin í Rúanda. Það var of
veikburða og hikandi gagnvart þeim
hörmungum sem fylgdu „þjóðernis-
hreinsunum í Júgóslavíu". I Austur-
Tímor brást það of seint við til að
bjarga hundraðum mannslífa og þús-
undum heimila frá tilefnislausri eyði-
leggingu. Hið alþjóðlega samfélag hef-
ui' ekki gert nóg til að hjálpa Afiáku á
tímum þegar álfan þarfnast hjálpar
mest og kæmi hún að mestum notum.
Það lætur viðgangast að næstum þríi-
milljarðar manna - næná helmingur
mannkyns - tóri á tveimur dolluram á^.
dag í heimi sem býr við mehá auð en áð-
ur hefur þekkst. Hið alþjóðlega samfé-
lag stendm- ekki alltaf saman í reynd til
að ná sameiginlegum markmiðum. En
það er fært um það og ætti að gera það.
Á öldinni sem er að líða hafa alþjóð-
leg samskiptamynstur byggst á skipt-
ingu og hai'ðri raunsæispólitík. Á nýrri
öld getum við og ættum að gera mun
betur. Mér dettur ekki í hug að halda
að tímabil fullkominnar samstöðu sé á
næsta leiti. Hagsmunir og hugmyndir
munu alltaf rekast á. Við getum samt
sem áður bætt úr dapurlegri sögu
þessarar aldar. Hið alþjóðlega samfé^
lag er í stöðugri framþróun. Margir
þræðir samvinnu hafa komið í Ijós á
undanförnum áram. Nú verðum við að
vefa þessa þræði þétt saman í samfélag
- í alþjóðlegt samfélag á alþjóðlegum
tímum.
Höfundur er framkvæmdasijóri
Sameinuðu þjóðanna.