Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Stór hópur foreldra andvígur því að flytja 7. bekk Laugarnesskóla Unglingasamfelagið talið óheppilegt fyrir 12 ára börn Laugarnes TILLÖGUR fræðsluráðs Reykjavíkur varðandi flutn- ing 7. bekkjar Laugarnes- skóla yfir í Laugalækjarskóla hafa vakið misjöfn viðbrögð foreldra og skólayfirvalda Laugarnesskóla. Foreldraráð skólans sendi fræðsluráði bréf þar sem þessum fyrirætl- unum er mótmælt og í bréfinu kemur fram að meirihluti for- eldra í Laugarnesskóla er andvígur flutningi 7. bekkjar yfir í Laugalækjarskóla. For- eldraráð er að sögn Jóns Freys Þórarinssonar, skóla- stjóra Laugarnesskóla, fag- legi hluti foreldrastarfsins. Ekki náðist samstaða innan stjórnar foreldrafélagsins um að senda fræðsluráði erindi vegna málsins. Jón Freyr sendi fræðslu- ráði bréf þar sem m.a. kemur fram að hann telji, ásamt fjölda foreldra, að 7. bekkur sé betur kominn með yngii nemendum en með elstu ár- göngunum. Nemendur í 8.- 10. bekk stunda núna nám við Laugalækjarskóla, og er hug- myndin sú að 7. og 8. bekkur verði saman í einni byggingu og 9. og 10. bekkur 1 annarri. Þessi ráðstöfun er m.a. til að létta á húsnæðisþörf Laugar- nesskóla. Barátta gegn fíkniefna- vandanum Að sögn Jóns Freys eru mikilvægustu rökin fyrir því að 7. bekkur verði áfram í Laugamesskóla þau að óheppilegt sé að stuðla að því að börnin fari inn í unglinga- samfélagið fyrr en nauðsyn- legt er, sem muni óhjákvæmi- lega gerast verði 7. bekkur fluttur í Laugalækjarskóla. „Þó að 7. og 8. bekkur verði samkvæmt fastri stundaskrá í öðru húsi en 9. og 10. bekkur má ætla að félagslíf verði sameiginlegt öllum nemend- um skólans. 7. bekkur á þá lít- ið erindi með 8.-10. bekk. í baráttunni gegn reykingum og öðrum fíkniefnum er auð- veldara að sporna við neyslu 7. bekkinga í samfélagi með yngri nemendum en í samfél- agi unglinga. I þessu felst gagnrýni á unglingasamfélag- ið á Islandi en ekki á Lauga- lækjarskóla.“ Jón Freyr segist telja að sjónarmið hans njóti sam- þykkis meirihluta foreldra, en segir að fólk deili nokkuð um það, hvort 7. bekkur sé heppi- legri með áttunda til tíunda bekk eða ekki. Engin fordæmi eru um slíkt fyrirkomulag í Reykjavík og er þetta fyrsta tillagan um slíka ráðstöfun. I vetur var gerð könnun á afstöðu foreldra til málsins, sem Jón Freyr segir að því miður geti ekki talist að fullu marktæk, þar sem svör skil- uðu sér ekki nægjanlega vel til baka. Engu að síður er könnunin vísbending um vilja foreldra, þar sem fram kemur að yfirgnæfandi meirihluti foreldra vill hafa 7. bekk áfram í Laugarnesskóla. Að sögn Jóns Freys er það umhugsunarvert að senda 12 ára börn inn í unglingasamfél- agið, vegna þess að unglinga- samfélagið sé eitthvað sem taka verði á hér á landi. „Við erum að tala um fikniefna- vanda og það er reyndar sam- þykkt allra félaga sem vinna að málum unglinga að það sé mikill vandi sem allir verði að taka höndum saman um að ná tökum á. Og ég held að það séu margir á því að þetta fari frekai- niður á við heldur en hitt, efni flæða inn og það eru alltaf yngri og yngri börn sem lenda í klónum á fíkniefnum. Það er sá hluti málsins sem ég legg áherslu á.“ Endurskoða þarf nýtingu Fósturskólans Þá bendir Jón Freyr á að með byggingu Sóltúnsskóla og viðbyggingu við Laugar- nesskóla og með því að nýta skólahúsið á annan hátt, sé hægt að koma þar fyrir nógu mörgum kennslustofum til þess að halda 7. bekk áfram í skólanum. I erindi foreldraráðs kemur fram það álit að endurskoða þurfi nýtingannöguleika Fósturskólans í þágu hverfis- ins, bæði fyrir yngri og eldri. Tekið er sem dæmi að þar sé hægt að hafa sameiginlega félagsaðstöðu og menningar- setur fyrir hverfisbúa og tengja þannig saman skólann og daglegt líf í hverfinu. Und- ir þetta tekur Jón Freyr og bendir á að unglingar í hverf- inu hafi enga félagsmiðstöð. Morgunblaðið/Þorkell Siv Friðleifsdóttir afhjúpar umhverfisverðlaunin sem veitt voru Laugarnesskóla. Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri lyftir hendinni fagnandi. Laugarnesskóli hlýt- ur umhverfisverðlaun Laugarnes LAUGARNESSKÓLA voru í gær veitt umhverfisverðlaun Ungmennafélags Islands og Umhverfissjóðs verslunar- innar. Varð skólinn fyrir val- inu „fyrir kennslu sem hefur það að leiðarljósi að glæða skilning nemandans á sam- spili manna og náttúru og efla virðingu hans fyrir um- hverfi sínu." Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra af- hjúpaði verðlaunin en þetta er í fjórða skipti sem verð- launin eru veitt. Við athöfn- ina sungu nemendur skólans og fluttu atriði, á milli þess sem ávörp voru flutt. Morgunblaðið/Þorkell Börnin í Laugarnesskóla komu saman til að taka lagið. Formaður húsafriðunarnefndar telur koma til greina að friða Laugarnesskóla Vandasamt verk að byggja við Fyrsti áfangi Laugarnesskóla, sem byggður var árið 1935. Seinni áfangi skólans var byggður í vesturátt, til vinstri á myndinni, og lauk þeim framkvæmdum 1945. Komið hefur fram hugmynd um að stækka skólann núna í austurátt. Laugarnes MAGNÚS Skúlason, formað- ur húsafriðunamefndar, telur það viðkvæmt mál að hrófla við byggingum eins og Laug- arnesskóla, sem hafi mikið menningarsögulegt gildi, og að til greina komi að friða hús- ið. í það minnsta þurfi að um- gangast húsið með mikilli virðingu. „Þetta er mjög fín bygging, bæði að ytra og innra rými.“ Hann segir þó að viðbygg- ing geti komið til álita, enda eigi að vera hægt að byggja við gömul hús. „Ef það er byggt beint við þau, þarf auð- vitað húsið að halda áfram í sinni mynd. Ef byggingin er laustengd við, á að vera hægt að koma með nútímalegri byggingalist sem er kurteis gagnvart eldra húsinu, tekur upp hlutföll þess og svo fram- vegis.“ Hægt að friða hús á öllum aldri I haust var vígð ný bygging við Melaskóla, en eldri bygg- ing skólans var nýlega friðuð. Melaskóli var tekinn í gagnið í október 1946, en framkvæmd- um við Laugarnesskóla lauk árið 1945, þannig að skólarnir eru nánast jafngamlir. Til að stækka Melaskóla var farin sú leið að hafa nýju bygginguna alveg sér og tengja hana við eldra húsið með undirgöng- um. Magnús segir að sú ráð- stöfun hafi að mörgu leyti tek- ist vel, en telur að það hafi verið hægt að gera betur í hönnun þess og taka ennþá meira tillit til gamla hússins. Að sögn Magnúsar er nú farið að líta á þessi gömlu hús með virðingu og tekur hann sem dæmi Heilsuverndar- stöðina, sem nýlega var gert við eftir kúnstarinnar reglum. Tilkynna skal allar fyrirhug- aðar breytingar á húsum sem byggð eru fyrir 1918 til húsa- friðunamefndar, til þess að nefndin geti gert athuga- semdir eða friðað viðkomandi hús. Það eru aðeins hús sem byggð voru fyrir 1850 sem verða sjálfkrafa friðuð sam- kvæmt lögum, en Magnús segir að hægt sé að friða hús á öllum aldri. Hann segir að það komi alveg til greina að friða hús Laugarnesskóla, en seg- ist ekki geta tjáð sig um fyrir- hugaða stækkun fyrr en ein- hver áform liggi fyrir. Eðlilegast að fram fari hugmyndasamkeppni Ólöf Guðný Valdimarsdótt- ir, formaður Arkitektafélags Islands, segist telja það al- menna skoðun meðal arki- tekta að halda eigi eldri bygg- ingum sem mest í uppmnalegu formi, þar sem þær séu hluti af menningar- arfinum. „Á móti kemur að það þarf oft að bæta og stækka hús- næði þegar þarfirnar breyt- ast. Það er ekkert óeðlilegt að byggt sé við eldri hús, en það þarf auðvitað að gera með þeim hætti að varðveita sem mest og gera það af tilfinn- ingu og virðingu fyrir þeim byggingum sem þegar eru á svæðinu." Hún telur eðlilegast að halda samkeppni um hug- myndir að slíkum breyting- um. Þá fáist oft margar og fjölbreyttar hugmyndir sér- fræðinga á hvern hátt hægt sé að stækka eldri og viðkvæm- ari byggingar, eða þá að byggja nálægt þeim sjálfstætt hús með tengibyggingu. Það hafi oft orðið niðurstaðan þeg- ar um slík verk er að ræða. „Við höfum mörg góð dæmi um hvað hefur komið út úr slíkum samkeppnum. Eitt dæmi mætti nefna, sem hlotið hefur athygli langt út fyrir landsteinana, en það er safn- aðarheimilið í Hafnarfirði, sem er viðbygging við kirkjuna." Ingibjörg Sdlrún Gísladóttir borgarstjóri Byggingarframkvæmdir við fram- haldsskóla eru á ábyrgð ríkisins Hamrahlíð INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að rekstur og bygging fram- haldsskóla sé á verksviði og ábyrgð ríkisins, en ágrein- ingur hefur verið uppi um hvernig eigi að fjármagna framkvæmdir við framhalds- skóla í borginni og hefur um- ræðan tengst væntanlegu íþróttahúsi Menntaskólans við Hamrahlíð. Samkvæmt framhaldsskólalögum frá 1988 ber ríkinu að greiða 60% af kostnaði við bygging- arframkvæmdir við fram- haldsskóla en sveitai-félögum 40% en borgaryfirvöld telja að þetta eigi ekki við um skóla sem eru eldri en lögin. Ingibjörg Sólrún segir lög- in kveða skýrt á um að kostnaði skuli deilt þegar um stofnun nýrra framhalds- skóla sé að ræða, en einnig að skólamannvirki teljist eign ríkis og sveitarfélaga í sömu hlutföllum og stofn- kostnaður er greiddur, eða hefur verið greiddur sé um eldra húsnæði að ræða. „Eldri skólar eins og Menntaskólinn í Hamrahlíð og Menntaskólinn í Reykja- vík eru 100% í eigu ríkisins, við höfum aldrei komið að byggingarframkvæmdum við þessa skóla. Það hefur verið túlkun lögmanna borgarinn- ar allt frá 1988 að ríkið eigi þessa skóla og ríkið eigi að standa fyrir byggingarfram- kvæmdum við þá. En þar sem nýir skólar hafa verið stofnaðir, með samkomulagi milli borgarinnar og ríkisins, hefur aldrei staðið á okkur að borga okkar hlut,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að svo virðist sem menntamálaráðuneytið sé á öðru máli, en að borgar- yfirvöldum hafi aldrei borist neinar lögfræðiálitsgerðir sem bendi til annars en að túlkun þeirra standist. Ingibjörg Sólrún segir að á síðasta ári hafi verið skipað- ur vinnuhópur, á vegum borgar og ríkis, til að fara yf- ir húsnæðismál allra fram- haldsskóla í borginni og móta stefnu um hvernig að málum skuli standa. Hún segir mik- ilvægt að leysa þennan ágreining áður en langt um líður, en að engin niðurstaða sé þó enn komin í málinu. Ófrágengin lóð við Menntaskólann við Hamra- hlíð, þar sem íþróttahúsi er ætlað að rísa, hefur vakið gremju nágranna og sagði einn þeiira, Garðar Siggeirs- son, í Morgunblaðinu í gær að lóðin væri hverfinu til skammar. Ingibjörg Sólrún bendir á að þessi lóð sé í eigu skólans og þar af leiðandi ríkisins, þó að borginni beri vissulega að fylgjast með því að sómasamlega sé um hana gengið. Örlygur Geirsson, skrif- stofustjóri hjá menntamála- ráðuneytinu, segir í samtali við Morgunblaðið að nú standi yfir samningaviðræð- ur við borgina um þessi mál og að ekki sé tímabært að segja neitt um þau á þessu stigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.