Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 59
+ Kristinn Júníus-
son fæddist á
Helgastöðum í
Skeiðahreppi í Ár-
nessýslu 23. maí
1904. Hann lést á
Droplaugarstöðum 8.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Júníus Kr. Jónsson
frá Helgastöðum og
kona hans Jóhanna
Jónsdóttir. Þau
fluttu að Rútsstöðum
í Gaulverjabæjar-
hreppi árið 1907 og
höfðu þar búsforráð
til ársins 1944 að Kristinn tók við
búi þar. Kristinn var næstelstur
systkina sinna, eldri var Kristófer
en hann lést í frumbemsku. Hin
systkinin voru: Sigurjón, látinn,
Sigurður, lést á barnsaldri, Hall-
berg, látinn, Einfríður Margrét,
látin, Helga Laufey, sem dvelur á
Hrafnistu í Reykjavík, Sesselja,
látin. Hálfsystir þeirra, sam-
mæðra, var Ágústa Gróa Guð-
mundsdóttir, látin.
Kristinn kvæntist 2. október
1946 Margréti Guðnadóttur frá
Sandgerði á Stokkseyri. Margrét
Við útför vinar míns Kristins Jún-
íussonar langar mig að minnast hans
nokkrum orðum. Allt frá bernsku
minni man ég hann traustan, velvirk-
an og skýran um mannlífið eins og
^að blasti við honum hverju sinni.
Árið 1907 fluttu foreldrar Kristins
með sína fjölskyldu að Rútsstöðum í
Gaulverjabæjarhreppi og hófu bú-
skap á jörðinni hálfri, en hinn helm-
ing jarðarinnar sátu hjónin Gísli
Brynjólfsson og Kristín Jónsdóttir
en þau fluttu nokkrum árum síðar að
Haugi í sömu sveit og tók Júníus þá
við allri jörðinni.
Á Rútsstöðum ólst Kristinn upp í
stórri fjölskyldu og átti sitt heimili í
50 ár. Ekki þarf að teygja lopann um
það að á bemsku- og æskuárum
Kristins var þjóðfélagið ekki marg-
brotið eða bauð upp á fjölbreytileik í
menntun eða starfi. Barnafræðsla
klippt og skorin og störfin helguðust
heimilinu. Fljótt varð Ijóst að Krist-
inn var vel af guði gerður, greindur,
tápmikill og harður af sér. Sem upp-
vaxandi unglingur skynjaði hann
fljótt alvöru lífsins; að standa sig í
hörðum heimi. Hann fór ungur að
heiman til að afla fyrir heimili sitt og
kynntist leifum skútualdarinnar og
síðan sjómennskunni á vélbátum og
togurum en þess í milli starfi land-
verkamannsins í verstöðum þeim er
hann í áratugi starfaði í.
Vor og haust vann hann við hin
margvíslegustu störf í héraði sínu
svo sem við skurðagerð hins merka
framtaks sem gerð Flóaáveitunnar
var á sínum tíma og stórkostlegri
flóðgarðagerð er þessari fram-
kvæmd var tengd. Nútíminn veit
raunar varla hvað hér er verið að tala
um, en þátíminn kynntist að um var
að ræða algjöra byltingu í búskapar-
háttum og afkomumöguleikum
heimilanna í Flóanum.
Þegar Kristinn sagði skilið við sjó-
mennskustörfin tók hann á tímabili
að afla sér tekna við byggingarstörf
á vorin og haustin þegar heyönnum
lauk heimafyrir. Lengst starfaði
hann hjá þeim þekkta byggingar-
meistara Ki-istni Vigfússyni á Sel-
fossi, en hann var sem kunnugt er af
sögunni einn athafnamesti verktaki
þeirra tíma. Hefi ég orð þess merka
manns fyrir því að fáa verkamenn
hafi hann haft í sinni þjónustu svo
harðduglega, stundvísa og áreiðan-
lega sem Kristin Júníusson. Þannig
þjónaði hann alla starfsævi sína hús-
bændum sínum með dugnaði, stund-
vísi og stakri trúmennsku í hvívetna.
Þar skipti engu hvort húsbændur
hans væru með mikið umfang eður
minna.
Hann var vinfastur, hreinlyndur
og svo einarður í samskiptum að sér-
stakt var. Athugull og gamansamur í
samræðum sem hann kunni vel með
að fara og beitti á réttum stundum.
lést árið 1997. Þeirra
böm eru: 1) Vilborg
Fríða, maki Erlend-
ur Ó. Ólafsson, iðn-
rekandi. Þau eiga
firnm böm. 2) Hall-
berg, fyrrverandi
verslunarmaður,
maki Áslaug Ólafs-
dóttir, þau skildu.
Þeirra börn voru
fjögur. Hallberg á
son utan hjóna-
bands. 3) Június Haf-
steinn, sagnfræðing-
ur. Hann lést í blóma
lífsins. Maki hans
var Guðrún Guðlaugsdóttir blaða-
maður. Þau áttu fímm börn. Fóst-
urdóttir Kristins og dóttir Mar-
grétar er Vilhelmína G.
Valdimarsdóttir, maki Gunnar
Sigurðsson frá Seljatungu. Þeirra
börn em Qögur. Uppeldissonur
Kristins og Margrétar er Kristinn
Erlendsson, maki Heiðrún Ólafs-
dóttir. Þau slitu samvistum. Börn
þeirra eru fjögur.
Utför Kristins verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13:30. Jarðsett
verður í Gufunesi.
Skemmtileg voru samskipti heimila
okkar beggja úr æskusveitinni og
má minningin geyma um alla tíð að
þar þurfti ekki „garð fyrir granna
sætt“.
Æskuminning mín um starf Krist-
ins í Ungmennafélaginu Samhygð er
mér björt og þægileg í senn. Hann
starfaði þar mikið og var formaður
félagsins um tíma, auk þess sem
hann lagði leiklistarstarfi félagsins
öflugt lið. Listhæfileikar hans voru á
fleiri sviðum. í fjöldamörg ár lék
hann á harmoniku á samkomum í
okkar heimasveit og ásamt Sigurjóni
bróður sínum léku þeir fyrir dansi
vítt ogbreitt um okkar hérað.
Eiginkona Kristins var Margrét
Guðnadóttir frá Sandgerði á Stokks-
eyri, fædd 18. júní 1906. Margrét var
mikil fríðleiks- og myndarkona, kær-
leiksrík og velviljuð. Hún var á sín-
um bestu árum forkur dugleg og
fljót til verka að hverju sem hún
gekk. Margrét átti dóttur af fyrra
hjónabandi, Vilhelmínu Valdimar-
sdóttur, og umgekkst Kristinn hana
alla tíð sem sitt barn og fórst föður-
hlutverkið gagnvart henni með ein-
stökum sóma. Það vill Vilhelmína
þakka af heilum hug því aldrei í upp-
vexti sínum né heldur síðar, hafi hún
orðið annars vör en umburðarlyndis
og trausts af Kristins hálfu og fjöl-
skyldu hans. Hér má ég sem eigin-
maður Vilhelmínu gerst um vita, hið
einlæga gagnkvæma trúnaðartraust
er ríkti öll árin milli þessara persóna.
Það verður aldrei nógsamlega þakk-
að.
Á vordögum árið 1957 brá Krist-
inn búi sínu á Rútsstöðum. Kvaddi
hálfrar aldar lífsstarf sitt í Árnes-
þingi og flutti til Reykjavíkur.
Lengst af bjó hann í Gnoðarvogi 20
þar í borg. Enda þótt umhverfis-
breytingin yrði mikil fyiir Kristin,
svo sem fyrir öllum er flytja úr sveit í
borg, breyttist ekkert hugarfar hans
að sjá sér og sínum vel farborða.
Hann réðst fljótlega til þjónustu hjá
hinum trausta útgerðarmanni Ragn-
ari Thorsteinsson sem þá og lengi
síðar gerði út togarann Karlsefni.
Þai' hófst samstarf tveggja traustra
manna sem enginn fúi reyndist í.
Ekki var tjaldað til einnar nætur því
Kristinn vann hjá því fyrirtæki alla
tíð þar til það hætti rekstri en hann
þá kominn á níræðisaldur.
Og nú er sviðið breytt. Sæti hans
autt. Traustur vinur horfinn á vit
feðra sinna. Eftir situr björt minn-
ingin sem lengst af hressti og bætti
lund. Einlægar þakkir viljum við
hjónin færa starfsfólkinu á Drop-
laugarstöðum fyrir nærfærna og
trausta þjónustu við þau hjónin öll
þau ár sem þau dvöldust þar.
Aðstandendum votta ég samúð mína.
Gunnar Sigurðsson
frá Seljatungu.
Eitt sinn heyrði ég sagt frá konu
sem gekk á Helgafell. Sú var trú
hennar og fleiri manna við Breiða-
fjörð að sá sem gæti gengið upp á
fjallið án þess að líta aftur eða mæla
orð frá vörum mætti óska sér. Kona
þessi gerði aldurhnigin boð fyrir vin-
konu sína og bað hana að vera við-
stadda andlát sitt, sem hún taldi að
væri í aðsigi. Hún hafði ung óskað
sér á fjallinu að hún myndi eignast
góðan mann, verða fremur veitandi
en þiggjandi í lífinu og fá sem gömul
kona hægt andlát.
Fyrstu óskirnar höfðu þá fyrir
löngu ræst. Hún hafði í áratugi verið
gift ágætum manni og saman höfðu
þau rekið veitingasölu í Flatey á
Breiðafirði. Vinkonan gat vottað að
síðasta ósk konunnar var einnig upp-
fyllt, hún andaðist í svefni.
Þessi saga kom í huga minn þegar
ég sá fyrrum tengdaföður minn
Kristin Júníusson liggja á líkbörun-
um, nýlega skilinn við eftir hægt
andlát. Yfir ásýnd hans hvfldi friður
þess sem deyr í sátt við sjálfan sig og
umhverfi sitt. Kristinn öðlaðist í líf-
inu allt það sem konan í fyrrgreindri
sögu óskaði sér. Hann eignaðist
ágæta konu, Margréti Guðnadóttur
frá Sandgerði á Stokkseyri og saman
eignðust þau þrjú börn og eina dótt-
ur fékk hann í kaupbæti með konu
sinni. Hann var alla tíð stoltur mað-
ur, vann vel fyrir sér og sínum, lét
ekki á sig ganga og var æði oft í hlut-
verki þess sem vel veitti.
Níutíu og fimm ára gamall and-
aðist hann saddur lífdaga og hafði þá
verið ekkjumaður í tiltölulega
skamman tíma. Hann er nú kvaddur
með söknuði af fjölmennum hópi af-
komenda og skylduliðs. I hugum
þeirra situr eftir skýr mynd af karl-
mannlegum, einörðum og heilsteypt-
ummanni.
Eg kynntist Kristni rösklega tví-
tug, þegar ég giftist yngri syni hans
Júníusi Hafsteini sagnfræðingi sem
andaðist aðeins 38 ára gamall, öllum
harmdauði sem honum höfðu
kynnst.
Kynni okkar Kjristins voru því orð-
in löng og höfðu mótast við marg-
breytilegar aðstæður. Við hlógum
oft saman meðan sól var enn í hádeg-
isstað og áttum langar viðræður þeg-
ar skuggsýnna gerðist í tilverunni.
Gegnum þykkt og þunnt virti ég
tengdaföður minn. Bömunum mín-
um var hann kærleiksríkur afi,
traustur bakhjarl sem var stoltur af
sonarbörnum sínum og lagði til
þeirra allt gott sem hann gat frá
fyrstu stundu og þar til yfir lauk.
Eftir að Júníus lést var það eitt
með öðru föst venja mín og barna
minna að fara á Þorláksmessu til afa
Kristins og ömmu Margrétar eftir að
við höfðum kveikt á kerti og lagt
jólagrein á leiði sonar þeiiTa. Útaf
þessari venju brá fyrst þessi jól. Rétt
fyrir Þorláksmessu datt Kristinn og
var svo illa haldinn eftir fallið að
hann treysti sér ekki til að taka á
móti heimsókn okkar. Við frestuðum
því komu okkar þar til á gamlársdag.
Eg sá þá að mjög var af þessum
sterka og greinda manni dregið og
mig uggði að endalokin væru
skammt undan, sem og varð raunin.
Ég bið Guð að blessa minningu
Kristins Júníussonar og konu hans,
Margrétar Guðnadóttur og milda
þann söknuð sem nú ríkir í hugum
eftirlifandi bama þeirra þriggja, Vil-
helmínu, Vilborgar og Hallbergs og
þeirra fólks alls. Þau reyndust for-
eldrum sínum afar vel enda áttu þau
gott að gjalda - sama er að segja um
dóttur- og uppeldisson þeirra hjóna,
Kristin Erlendsson. Að lokum þakka
ég Kristni Júníussyni fyrir tryggð
hans og heilindi við börn mín og mig
frá fyrstu tíð.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Á sunnudögum, laust eftir hádegi,
á árunum 1970 og fram yfir 1980
mátti oft sjá halarófu af fólki arka
niður Grensásveg í átt að Glæsibæ.
Fyrstur fór hár, dökkhærður maður,
grannvaxinn með skegg og stikaði
stórum. Nokkru aftar ýtti fremur
lágvaxin, Ijóshærð kona á undan sér
barnavagni eða kerru, lestina ráku
tvær eða þrjár telpur sem tognaði úr
eftir því sem árin liðu. Að sama skapi
jókst millibilið milli fullorðna fólks-
ins og telpnanna, þar til sú elsta var
orðin álíka há og móðirin og ákvað að
ganga við hlið hennar en hinar telp-
urnar tvær drógust enn meira aftur
úr og reyndu augljóslega að láta líta
út eins og þær væru einar á ferð. í
minningunni hálfskömmuðumst við
Ásgerður og Móeiður okkar svolítið
fyrir þessa gönguglöðu og stóru fjöl-
skyldu - fannst að það hlyti að vera
miklu fínna ef fjölskyldan saman-
stæði bara af pabba, mömmu og
tveimur penum dætrum í bfl. En
þannig var það hreint ekki í þessu til-
viki, við vorum sjö í fjölskyldunni og
fórum oftast öll saman gangandi yfir
í Gnoðarvoginn til að heimsækja afa
Kristin og ömmu Margréti. Þannig
var þetta öll árin sem faðir okkar,
Júníus Kristinsson, var á lífi. Hann-
lést 1983 og nú er afi okkar, Kristinn
Júníusson, líka látinn. Það var ekki
langt á milli hans og ömmu Margrét-
ar sem dó fyrir röskum tveimur ár-
um.
Auðvitað héldum við áfram að
heimsækja þau en allt hafði annað
yfirbragð eftir að pabbi var dáinn.
Kannski urðu afi og amma enn þýð-
ingarmeiri fyrir okkur eftir lát hans,
þau voru eini lifandi tengiliðurinn
okkar við pabba. Það er sárt nú þeg-
ar höggvið er á síðustu tengslin við
þennan þátt æskuáranna.
Afi okkar, sem nú er kvaddur, var
okkur öllum kær og mikils virði.
Hann hafði ungur spilað á harmón-
iku - var einskonar poppstjarna síns
tíma, og hann hafði fram á síðasta
dag mikinn áhuga fyrir tónlist. Hann
gladdist því meira sem fleiri okkar
systkinanna lögðum stund á tónlist.
Okkur öllum kenndi hann margt um
liðna tíð þegar hann var ungur mað-
ur, sagði okkur margt um líf sitt og
starf. Hann sagði okkur t.d. frá því
þegar hann kom austan úr sveit og
verið var að byggja Hótel Borg.
Sennilega var hann þá á leið á vertíð
en hann kom oftast gangandi hingað
til Reykjavíkur úr Flóanum þeirra
erinda. Amma var hér ung um tíma
að vinna við fiskverkun undir stjórn
Eðvarðs Sigurðssonar verkalýðsfor-
ingja og talaði gjarnan um það tíma-
bil ævi sinnar. Saman lifðu þau afi
langa ævi i blíðu og stríðu og það var
gaman að sitja með þeim og skoða
myndaalbúm þar sem rekja mátti
lífsferilinn allt frá fermingarárum
þeirra og fram undir þennan dag.
Ekki minnkaði samgangurinn
þegar Ragnheiður, elst okkar systk-
inanna, flutti í íbúð fyrir ofan afa og
ömmu og bjó þar í nokkur ár, þá var
oft hlaupið á milli hæða, ekki síst var
Úlla litla, dóttir Ragnheiðar, ólöt við
að heimsækja afa og ömmu.
Amma bakaði flatkökur og „fáeina
(ástar)punga“ og afi átti kók í gleri.
Bræðumir í systkinahópnum, Krist-
inn og Guðlaugur, voru einkar sólgn-
ir í súkkulaðikúlur sem amma
geymdi í eldhússkápnum, hún var
líka ósínk á þær - og fékk að launum
viðurnefnið; amma kúla.
Þegar afi var ekki að spyrja frétta
eða ræða um menn og málefni hlust-
aði hann á útvarpið, það fóru fáir
fréttatímar framhjá honum.
Meðan við systkinin uxum úr grasi
urðu afi og amma eldri og eldri og
þegar við vorum flest uppvaxin
ákváðu þau að flytja sig um set og
fengu inni á Droplaugarstöðum þar
sem Vilborg, dóttir þeirra, starfaði
um árabil. Þar fór vel um þau árin
sem þau áttu ólifuð.
Þótt allir eigi að deyja og ekki sé
óeðlilegt að 95 ára gamall maður
kveðji þá sitjum við öll eftir með
söknuð í hjarta. Ekki síst er erfitt að
missa mann sem nánast fram á síð-
asta dag var ern og andlega alltaf
eins og ungur maður. Við leiðarlok
viljum við öll systkinin, líka Sigríður
litla, þakka afa fyrir hvað hann
reyndist okkur vel, hafði mikinn
áhuga fyrir lífi okkar og starfi og bar
hag okkar allra fyrir brjósti.
Ragnheiður, Ásgerður,
Múeiður, Kristinn og
Guðlaugur Júníusarbörn.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margserminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi, við þökkum þér allar
góðu stundirnar með þér. Við eigum
margar og góðar minningar um þig
og ömmu sem við geymum í hjarta
okkar.
Elsku afi, Guð varðveiti sálu þína.
Hvfl í friði.
Jóhanna og Ólöf
Hallbergsdætur.
I dag er til moldar borinn fósturafi
okkar, Kristinn Júníusson. Við mun-
um hann alla tíð sem mjög skemmti-
legan og húmorískan mann og fórum
við ekki varhluta af græskulausri
stríðni hans.
Heiðarleiki var hans aðalsmerki
og stundvís yar hann svo eftirtektar-
vert var. Ólíkt mörgum nútíma-
manninum hafði hann marga
klúkkutíma til umráða á morgnana
þegar mæta átti til vinnu. Sögðum
við honum oft frá því hvað við hefð-
um knappan tíma á morgnana ein-
ungis til að fá skemmtilegar athuga-
semdir.
Kristinn var einstaklega íróður
um land sitt og hafði ákveðið næmi
fyrir umhverfinu. Sitt hérað þekkti
hann eins og fingurna á sér. Það
vakti alltaf jafn mikla undrun hjá
okkur þegar hann gat lýst og þekkti
staðhætti þar sem við höfðum komið
en hann einungis lesið um.
Þegar komið er að leiðarlokum hjá
þessum háaldraða heiðursmanni
sem hélt andlegri reisn til hinstu
stundar, þökkum við fyrir allt sem
hann var okkur.
Guðný, Sigrún, Margrét
og Laufey Gunnarsdætur.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
KRISTINN
JÚNÍUSSON
Crjísáryííjur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
1 HOTEL LOFTLEIÐIR
O l c c LA M D A I R H O T.I X %