Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Góð loðnuveiði í flottrollið LOÐNAN mokveiðist nú í flottroll fyrir austan land og voru sum trollskipin á landleið í gær eftir innan við 20 tíma á veiðum. Treg- lega gengur hins vegar að nálgast loðnuna með nótinni en nótaskip- stjórar eru þó alls ekki farnir að örvænta. „Veiðin hefur verið frek- ar léleg síðustu vikuna en menn hafa þó náð að kroppa upp nokkur tonn,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á nótaskipinu Súlunni EA, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Skipin voru þá að veið- um í blíðuveðri um 30 mílur suð- austur af Hvalbak. „Okkur gengur illa að ná til loðnunnar, hún heldur sig fremur djúpt, auk þess sem straumar hafa verið þungir og gert þetta erfiðara en ella. En það er mikið af loðnu á ferðinni og hún er að síga hér upp á grunnið. Pá fer hún að gefa sig í nótina en það kæmi mér ekki á óvart þó að það yrði ekki fyrr en undir mánaða- mót,“ sagði Bjarni. Síldarkvótinn er nú að klárast, enda hafa borist um 90 þúsund tonn af síld á land á vertíðinni og því tæp 13 þúsund tonn eftir af kvótanum. Vel hefur hins vegar fiskast hjá þeim fáu skipum sem enn eru á síldinni. Húnaröst SF og Jóna Eðvalds SF hafa bæði verið á síldinni síðustu daga en Asgrímur Ingólfsson, skipstjóri á Húnaröst SF, átti von á því að landa síðasta farmi vertíðarinnar á Hornafirði í gær. Hann sagðist hafa fengið góð köst um 50 mílui' vestur af Malar- rifi í gær. „Við höfum fengið ágæt köst, allt upp í 600 tonn, að undan- förnu, enda talsvert af síld ennþá á þessu svæði. Við reynum að vinna þessa síld til manneldis en mér skilst að það sé farið að þrengjast um á mörkuð- um fyrir síld. Þó að við eigum enn talsvert eftir af síldarkvóta á ég von á því að við hættum á síldinni í bili og snúum okkur að loðnunni," sagði Asgrímur. Morgunblaðið/Kristján Sjómenn eru nú fullir bjartsýni á góða loðnuvertíð og hór er Stefán Laufdal Gíslason, skipverji á Sigurði VR með handfylli af loðnu. Auðveldasta og hagkvæmasta leiðin til að eignast sparifé er með áskrift og nú getur þú búið til þitt eigið verðbréfasafn úr innlendum og erlendum verðbréfum fyrir allt frá 5.000 kr. á mánuði! Með áskrift að verðbréfasjóðum VÍBfœrðu: • 40% afslátt af gengismun • val um 15 mismunandi sjóði • lægsta kostnað sem völ er á hérlendis • ráðgjöf sérfræðinga við val á verðbréfum Nú getur þú einnig keypt erlend hlutabréf í áskrift! Agla E. Hendriksdóttir, deildarstjóri Einstaklingsþjónustu EIKNIR Komdu a netið með VI6 Líka þú getur gerst áskrifandi að milljónum hjá okkur Nú getur þú farið beint á nýja Netreikninn okkar á vib.is og gert nákvæma áætlun um fjárfestingar þínar. Sjáðu með eigin augum hvað mismunandi kostir geta þýtt fyrir heildarávöxtun þína. Þannig virkar Netreiknir: 1. Þú slærð inn aldur þinn og t.d. hvenær þú vilt fara á eftirlaun. 2. Þú velur hve mikið þú vilt spara mánaðarlega. 3. Þú slærð inn hver núverandi eign þín er. 4. Þú velur hlutfall hlutabréfa, skuldabréfa og erlendra hlutabréfa. 5. Þú slærð inn hlutfall núverandi eignar I hlutabréfum, skuldabréfum og erlendum hlutabréfum. 6. Netreiknir reiknar fyrir þig. Þú færð niðurstöðurnar. VIB VEKÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi. Sími: 560 8900. www.vib.is Útíbú íslandsbanka. Súni:575 7575 Hæð við ísland Ovænt verðhrun á þorski á Englandi GANDÍ VE kom til Grimsby á Eng- landi í gær með tæplega 70 tonn af þorski. Ekki er gert ráð fyrir góðri sölu, því vegna óvenju mikils fram- boðs hefur verð fallið mjög mikið í vikunni eftir að hafa verið með hæsta móti í liðinni viku. í vikunni sem leið fékkst frá sem samsvarar um 200 kr. til 270 kr. fyrir kflóið af þorski á ensku mörkuðunum en verðið hefur farið niður í 150 til 190 kr. þessa viku. Gott tíðarfar og allir á sjó Páll Sveinsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Icebrit í Grimsby og umboðsmaður Gandís, segir að ástandið sé óeðlilegt miðað við árs- tíma en því valdi kyrrstæð hæð, sem hefur verið suður af íslandi í viku til 10 daga. Fyrir vikið sé gott tíðarfar kringum Bretlandseyjar, allir á sjó og mikið framboð af fiski, jafnt frá heimamönnum sem Færeyingum. „Hafnir, sem hafa verið meii-a og minna fisklausar síðan fyrir jól, eru allar komnar með fisk. Eðli markað- arins er að fiskneysla dregst saman þegar framboð er lítið og verðið hátt, eins og í allt haust, en þegar fram- boðið verður allt í einu mjög mikið þarf tíma til að fá neytendur til baka. Þegar Gandí lagði af stað var verðið mjög hátt, allt að því sprengiverð, en það hefur snarlega lækkað. En það er þessi kyrrstæða hæð og það þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna eitthvað sambærilegt í viku eða 10 daga í janúar. Iðulega hefur það verið þannig að skipin hérna hafa komist út í einn eða tvo daga en síðan hrökklast aftur inn undan veðri. Því hefur yfirleitt verið fisklítið hérna í janúar en Gandí er óheppinn núna.“ Verðið fljótlega upp aftur Að sögn Páls hefur íslenski fiskur- inn verið í vernduðu umhverfi á Eng- landi frá því í haust, en búast hefði mátt við verðlækkun með betra tíð- arfari. I fyiTa hefði þetta gerst upp úr miðjum febrúar og því væri aukið framboð óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni en verðið færi fljót- lega upp aftur. „Veðurfarið er mjög ótryggt hérna á þessum árstíma og það þarf ekki að blása mikið til að flotinn hrökklist í land og þá hækkar verðið örugglega aftur," segir Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.