Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Stjórnarmyndunarumleitunum lýkur í Austurríki
Stj órnarsamstarf-
ið endurnýjað
Vín. AFP.
FLOKKARNIR tveir, sem undan-
farin 13 ár hafa stjórnað Austurríki,
samþykktu í gær að endurnýja
stjórnarsamstarfið, að undangengn-
um löngum og ströngum stjórnar-
myndunarviðræð-
um. Með
samkomulaginu
sjá flokkarnir
tveir, Jafnaðar-
mannaflokkurinn
(SPÖ) og Þjóðar-
flokkurinn (ÓVP),
til þess að Frels-
isflokkur Jörgs
Haiders (FPO)
komist ekki í að-
stöðu til að hafa áhrif á landsstjóm-
ina, þrátt fyrir að hafa í þingkosning-
unum í október ýtt Þjóðarflokknum
úr sæti annars stærsta flokksins og
að leiðtogi Þjóðarflokksins, Wolf-
gang Schússel, hafði lýst því yfir að
héldi flokkurinn ekki stöðu sinni sem
annar stærsti flokkurinn kysi hann
frekar að fara í stjórnarandstöðu.
Haider fordæmdi samkomulagið í
gær. Sagði hann kjósendur búna að
fá sig fullsadda af því hvernig þessir
tveir flokkar ríghéldu í völdin. „Þetta
getur ekki gengið lengur. Fólk er
orðið fullsatt á stjórnmálakerfi sem
snýst ekki um annað en að halda
sömu mönnunum að kjötkötlunum,“
tjáði Haider fréttamönnum.
Viktor Klima, kanzlara og leiðtoga
jafnaðarmanna, tókst ekki að fá
Schussel til að fallast á að endurnýja
stjórnarsamstarfið fyrr en eftir
margra vikna viðræður, þar sem fai'-
ið var yfir vítt svið ágreiningsmála.
Wolfgang
Schiissel
Viðræðurnar báru loks ávöxt þegar
nýr stjómarsáttmáli varð til á samn-
ingafundi sem teygðist fram á að-
faranótt miðvikudags. Eftir sem áð-
ur eru þó áhrifamiklir hópar í báðum
flokkum ekki alls kostar ánægðir og
enn á eftir að semja um skiptingu
mikilvægra ráðuneyta. Þjóðar-
flokksmenn hafa farið fram á að fá að
minnsta kosti eitt þriggja lykilráðu-
neyta; innanríkis-, fjármála- eða fél-
agsmála. Að sögn varformanns
flokksins, Elisabeth Gehrer, mun þó
togstreitan um ráðherrastóla „ekki
kljúfa hið nýja stjórnarsamstarf‘.
I viðtali við dagblaðið Der Kuríer,
sem birtist í dag, fimmtudag, og vitn-
að er til í netútgáfu Der Standard í
gær, segir Andreas Khol, þing-
flokksformaður ÖVP, að ekkert
verði úr endurnýjun stjórnarsam-
starfsins nema leiðtogi austurríska
verkalýðssambandsins, sem er í nán-
um tengslum við SPÖ, skrifi einnig
undir stjómarsáttmálann og axli
þannig meðábyrgð á honum. Krafð-
ist Khol hins sama af Peter Kost-
elka, þingflokksformanni SPÖ, og að
ÖVP fengi fjármálaráðuneytið.
Haider vongóður um
að komast til valda
„Það sem hér er á seyði er ótrú-
legt,“ sagði Haider og bætti við að
hann teldi þetta stjórnarsamstarf
verða valt í sessi. Sagði hann senni-
legt að kosið yrði á ný áður en kjör-
tímabilinu lyki. Lýsti hann sig von-
góðan um að flokkur hans myndi
fyrr en síðar komast til valda. „Ef við
verðum áfram í stjórnarandstöðu
getum við treyst því að verða stærsti
flokkurinn eftir fáein ár.“
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar, sem Gallup gerði og vitn-
að er til í netútgáfu Der Standard í
gær, hefur Frelsisflokkur Haiders
enn bætt við fylgi sitt og mælist nú
með 32%, þremur prósentustigum
meira íylgi en SPÖ. ÖVP fengi 23%
og græningjar 12%. Aðeins 46% að-
spurðra í könnuninni segjast ánægð
með að áframhald verði á stjórnar-
samstarfi SPÖ og ÖVP.
Framkvæmdastjórn ESB
Kinnock kynnir
„tiltektaráætlun “
Nýskipan á N-írlandi
Róttæk
breyting' á
lögreglunni
London. AFP.
PETER Mandelson, Norður-ír-
landsmálaráðherra bresku stjórnar-
innar, kynnti í gær á þingi róttækar
tillögur um nýskipan lögreglumála á
N-frlandi. Meðal annars verður skipt
um nafn á lögreglusveitunum og kaþ-
ólskum mönnum í þeim fjölgað.
Það var Chris Patten, fyrrverandi
ríkisstjóri í Hong Kong, sem vann að
tillögugerðinni en hún er í 175 liðum.
Búist var við að Mandelson myndi
mæla með þeim flestum.
Breytingar á n-írsku lögreglunni
eru mjög viðkvæmt mál, einkum fyr-
ir mótmælendur, sem hafa litið á
hana sem brjóstvörn í baráttunni
gegn hryðjuverkum í landinu. í aug-
um kaþólskra manna hafa RUC,
Konunglegu lögreglusveitimar í Ul-
ster, hins vegar verið táknrænar fyr-
ir yfirráð Breta og mótmælenda í
héraðinu.
í tillögum Pattens er gert ráð fyr-
ir, að sveitunum verði gefið nýtt nafn
og „konunglegum" tilvísunum sleppt
og einnig, að kaþólskum lögreglu-
mönnum verði fjölgað verulega. Þeir
eru nú aðeins 9% af 13.500 lögreglu-
mönnum alls en hugmyndin er að
fækka í liðinu um næstum helming
eða í 7.500 manns.
Strassborg. AFP.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins (ESB) hóf í gær nýtt
átak í „tiltekt í eigin ranni“ með
birtingu lista þar sem raktar eru 84
aðgerðir sem sagðar eru vera til
þess fallnar að binda enda á frænd-
gæsku, vanhæfni og svik innan
stofnunarinnar.
„Þetta eru umbætur sem ná til
rótar, greina og bols trésins," sagði
Neil Kinnock, sem fer með um-
bótamál í framkvæmdastjórninni, á
blaðamannafundi í Strassborg, þar
sem hann kynnti 59 siðna að-
gerðaáætlun sína - umfangsmestu
endurskipulagningu framkvæmda-
stjórnarinnar í 40 ára sögu hennar.
Tillögur áætlunarinnar, sem að
er stefnt að gangi í gildi 1. marz nk.
eftir að hafa hlotið umfjöllun hjá
stjórnvöldum aðildarríkjanna 15 og
Evrópuþinginu, kalla á ekkert
minna en „róttækar og brýnar
breytingar á fjármálasfjórn og eft-
irliti,“ sagði Kinnock. Segist hann
vilja að allar breytingarnar verði
komnar í framkvæmd á næstu
tveimur og hálfa ári.
Umbótaáætlunin fylgir í kjölfar
afsagnar framkvæmdastjórnar
Jacques Santers í marz sl., eftir að
Evrópuþingið hafði grafið upp vís-
bendingar um að nokkrir meðlimir
hennar hefðu gerzt sekir um ýmiss
konar vafasamt athæfi.
Kinnock, sem er fyrrverandi leið-
togi brezka Verkamannaflokksins
og sat sjálfur í framkvæmdasljórn
Santers, segist vilja breyta sjálfri
„menningu" framkvæmda-
stjómarinnar í Brússel, sem margir
Evrópubúar líta á sem kostnaðar-
samt skriffinnskuapparat, firrt
daglegu lífi venjulegs fólks.
Stærstu breytingarnar ná til þess
hvemig framkvæmdasf jórnin deilir
út fjárlögunum, sem fjármögnuð
em með framlögum aðildar-
ríkjanna og Evrópuþingið þarf að
samþykkja. Siðustu árin hafa fjár-
lögin hljóðað upp á um 90 milljarða
evra, andvirði um 6500 milljarða
króna.
Reuters
Sonur Arkans Mihailo, ekkja hans, Svetlana, og móðir hans Slavka við
minningarathöfnina í gær.
Vitorðsmaður morðingja Arkans
Sagður fyrrver-
andi sérsveitar-
maður
Belgrad. AFP.
OPINBER minningarathöfn um
serbneska stríðsmanninn Arkan,
sem drepinn var í skotárás á hóteli í
Belgrad á laugardag, var haldin í
gær og var Arkans minnst sem
„serbnesks föðurlandsvinar".
50 svartklæddir öryggisverðir
með mynd af Arkan í barminum
stóðu vörð meðan á minningarat-
höfninni stóð, en jarðarför Zeljko
Raznatovic, eða Arkans, fer fram í
dag. Dagblöð í Belgrad voru enn
uppfull af fréttum um vitorðsmann
morðingjans sem sagður er liggja á
sjúkrahúsi í bænum Loznica.
Dagblaðið Blic hafði til að mynda
eftir ónafngreindum heimildarmanni
að vitorðsmaðurinn væri Dusan
Gavric, fyrrverandi meðlimur í
„Tígrunum", sérsveit Arkans.
Gavric, sem fluttur var á sjúkrahús
tveimur dögum eftir árásina, þar
sem hann gekkst undir aðgerð vegna
alvarlegra áverka á hryggjarlið, var
sagður hafa slitið öllu samstarfi við
Arkan 1996. Mikil öryggisgæsla er
við sjúkrahúsið að sögn Blic, en
hvorki sjúkrahúsyfirvöld né þeir
íbúar Loznica sem haft var samband
við vildu staðfesta þessar fréttir.
Arkan var eftirlýstur af stríðs-
glæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna
í Haag vegna meintra voðaverka sem
framin voru á dögum borgarstríð-
anna í Króatíu og Bosníu á árunum
1991-1995.
Fréttir af vitorðs-
manni staðfestar
Lögreglan í Serbíu hefur enn ekki
látið hafa neitt eftir sér vegna morðs-
ins, en upplýsingaráðherra
Júgóslavíu Goran Matic staðfesti að
vitorðsmaður tilræðismannsins lægi
á sjúkrahúsi. „Eg er feginn að við vit-
um brátt hver drap Arkan,“ sagði
hann í viðtali sem birtist í Internat-
ional Herald Tríbune og bendlaði
mafíuna í Svartfjallalandi við morðið.
í vikublaðinu Svedok var morðingi
Arkans enn sagður laus, en að búast
mætti við handtöku þá og þegar.
Fimm menn voru sagðir að baki ár-
ásinni. Politika og Vecemje Novosti
birtu í gær fjölda minningargreina
um Arkan jafnt frá fjölskyldu hans
sem þekktum einstaklingum, sumum
hverjum úr undirheimum Belgrad.
Bettino Craxi látinn
Túnisborg. AFP.
Bettino Craxi,
fyrrverandi for-
sætisráðherra
Ítalíu, lést í gær á
heimili sínu í Suð-
ur-Túnis, 65 ára
að aldri. Hann
flúði þangað 1994
er draga átti
hann fyrir dóm
vegna spillingar. Bettino Craxi
Að sögn ítölsku fréttastofunnar
ANSA var banameinið hjartaáfall en
Craxi hafði verið sjúkur lengi. Var
annað nýra hans fjarlægt í nóvember
en auk hjartveikinnar var hann lifr-
arveikur og sykursjúkur. Vildi hann
fá að komast til meðferðar á Ítalíu en
honum var gert ljóst, að þá yrði hann
handtekinn. Stefanía, dóttir hans,
sagði í gær, að faðir sinn yrði borinn
til grafar í Túnis enda hefði það verið
hans annað föðurland.
Craxi var fyrsti forsætisráðhen-a
jafnaðarmanna á Ítalíu, frá 1983 til
1987, en þegar flett var ofan af gífur-
legri spillingu meðal ítalskra stjórn-
málamanna, flýði hann land. Var
hann dæmdur fjarstaddur í 27 ára
fangelsi fyrir þær sakir.
UTSALA
REYKJAVIK OG
AKUREYRI
!nirfrlT|
wffírfnr -n-n-^
lBESrraí?'n
Rafkaup
ARMULA24 - SIMI 5681518 - OSEYRI 2 - SIMI 4625151