Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 45
UMRÆÐAN
Burt með dönskuna,
upp með frönskuna!
ÍSLENDINGAR
hafa á undanfömum
ámm bundist Evrópu
sífellt nánari böndum.
Með aðild okkar að
Evrópska efnahags-
svæðinu er komin upp
sú staða að mikill hluti
þeirra Jaga sem sett
era á íslandi eiga sér
uppruna í franskri
lagahefð. íslendingar
hafa tekið upp í einu
lagi „l’acquis commun-
autaire“, allan lagabálk
innri markaðar Evr;
ópusambandsins. I
hverjum mánuði berast
lög og tilskipann- frá Brussel sem
hafa áhrif á daglegt líf íslendinga.
Á sama tíma hafa íslendingar sótt
af meiri krafti en nokkru sinni inn á
Frakklandsmarkað. íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki hafa byggt sölu-
aukningu sína að töluverðu leyti upp
á sókn á Frakklandsmarkað og nú er
svo komið að íslendingar hafa fest
kaup á frönskum fyrirtækjum.
Flugleiðir hafa
breytt áherslum sínum
og nú er flogið til París-
ar nærri daglega árið
um kring. Islendingar
ferðast til Frakklands
- fjölsóttasta ferða-
mannalands heims sem
aldrei fyrr enda búa
Frakkar yfir einhverri
auðugustu menningu
sem um getur í verald-
arsögunni.
Á nýrri öld er að-
gangur að upplýsing-
um mikilvægari en
nokkuð annað.
Samkeppnin er harð-
ari en nokkru sinni fyrr hvort heldur
sem er í viðskiptum eða í menningu
og listum. Þekking á aðstæðum og
kunnátta í tungumáli og menningu
hvers staðar fyrir sig, gefur mönnum
forskot í harðri samkeppni.
Og óvíða opnast jafn margar dyr
og í Frakklandi ef mælt er á tungu
heimamanna.
Enska er „lingua franca" okkar
Tungumálanám
Sú breyting hefur orðið
að franskan er ekki
lengur þarfaþing bók-
hneigðra listaspíra og
samkvæmisljóna dipló-
mataheimsins, segir
Árni Snævarr, heldur
ávísun á árangur og
starfsframa í hinum
harða heimi alþjóðavið-
skipta og stjórnmála.
tíma, um það er ekki deilt. Hana
þurfa allir að læra og reyndar er ég
þeirrar skoðunar að enskukennslu
þurfi að auka frekar en minnka.
Reyndar væri óskandi að íslending-
Ámi
Snævarr
ar lærðu almennilega ensku í skóla
en létu sér ekki nægja að láta hana
síast inn í sig úr sjónvarpinu. Marga
Englendinga rekur í rogastans þeg-
ar þeir hitta ljóshærða og bláeyga
íslendinga sem tala ensku eins og
þeir hafi alist upp í Harlem! Það er
aftur á móti sorglegt að horfa upp á
þá tímaskekkju ár efth' ár, áratug
eftir áratug, öld eftir öld (!) að ís-
lendingar skuli halda áfram að
kenna dönsku í skólum. Dönum
finnst það sjálfum hlægilegt og líta
niður á íslendinga ef þeir sýna þá
þrælslund að reyna að tala (oftast
með misheppnuðum árangri) danska
tungu sem þeim sjálfum dettur ekki í
hug að bera nokkra virðingu fyrir,
vitandi sem er að það opnar engum
neinai- dyr.
Sjálfur var ég um þriggja ára
skeið fréttamaður RÚV í Kaup-
mannahöfn og kynntist því af eigin
raun að fátt þykir verra í Danmörku
en að vera Islendingur, nema ef vera
skyldi Færeyingur eða Grænlend-
ingur. Heyrist norð-vestur Atlants-
hafshreimur á máli manns fær mað-
ur verri þjónustu á veitingastöðum.
Það er hins vegar okkur nauðsyn,
efnahagslega, pólitískt og menning-
arlega að hafa fleiri kosti en ensku
eina. Ætli íslendingar sér að vera í
fremstu röð á nýrri öld, nýju árþús-
undi er mikilvægara en nokkru sinni
að búa yfir sérþekkingu. Okkur er
nauðsyn að hafa fólk á sem flestum
sviðum sem talar frönsku, spænsku,
þýsku og portúgölsku að ekki sé
minnst á kínversku og japönsku.
Fæstum nægir sú kennsla sem
boðið er upp á í íslenskum mennta-
skólum til að ná tökum á tungumál-
um. Alliance frangaise hefur um ára-
tugaskeið boðið upp á frönsku-
kennslu auk þess að hlúa á ýmsan
hátt að þekkingu á franskri tungu og
menningu. Þetta starf hefur aldrei
verið mikilvægara en nú.
Sú breyting hefur orðið að fransk-
an er ekki lengur þarfaþing bók-
hneigðra listaspíra og samkvæmis-
ljóna diplómataheimsins, heldur
ávísun á árangur og starfsframa í
hinum harða heimi alþjóðaviðskipta
og stjórnmála.
Til þess að koma til móts við þarfir
nýrra tíma hefur Alliance frangaise
ákveðið að bjóða upp á þá nýjung að
halda frönskunámskeið sem sérstak-
lega era ætluð fyrirtækjum. Um er
að ræða almenn frönskunámskeið
fyrir annars vegar byrjendur og hins
vegar lengra komna og að auki sér-
hæfð námskeið, hvort heldur sem er
miðað við þarfir viðskiptalífsins eða
ferðaþjónustunnar. Eftir sem áður
verða almenn frönskunámskeið fyrir
byrjendur og lengra komna, unga
sem aldna, aðalstarf félagsins og
hefjast að venju nú í janúar.
Höfundur er forseti
Allmnce franfaise.
C
Gijótliáls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Það eru 4 loftpúðar í öllum Renault Mégane
Þegar þú velur bíl skaltu gæta þess að öryggið standist ströngustu kröfur. Renault Mégane
fékk hæstu einkunn allra bíla í sínum flokki í NCAP árekstrarprófinu enda eru 4 loftpúðar
staðalbúnaður í öllum útgáfum Renault Mégane; öryggisbúnaður sem varla finnst nema í
mun dýrari bílum. Hliðarloftpúðarnir vernda þig sérstaklega vel í hliðarárekstrum sem ella
gætu valdið meiðslum. Hafðu öryggið í lagi. Veldu Renault Mégane.
RENAULT