Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Boðið upg á MBA- nám í HI í haust Tillögur stjórnarnefndar Ríkisspítalanna Ein framkvæmdastjórn * fyrir bæði sjúkrahúsin Á FUNDI stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna sem haldinn var í Reykjavík í gær var ákveðið að leggja það til að ein framkvæmda- stjórn fari með málefni beggja sjúkrahúsanna í Reykjavík, í stað tveggja eins og nú er. Jafnframt var ákveðið að leggja til að eftirleiðis verði einungis einn lækningafor- stjóri og einn hjúkrunarforstjóri yf- ir spítulunum tveimur. Þessi ákvörðun stjórnarnefndar- innar er liður í gerð nýs stjórnskipu- '^Ptegs fyrir sjúkrahúsin í Reykjavík en Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra óskaði eftir því við nefndina á síðasta ári að hún legði fram slíkar tillögur. Skyldu þær liggja fyrir 18. febrúar á þessu ári. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að auka samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavik og segir Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndarinnai', tillögur nefndarinnar lið í því ferli. Nefnir Guðný að fyrir ári hafi verið ráðinn einn forstjóri yfir sjúkrahúsin í Reykjavík, en við hlið hans störfuðu tvær fimm manna framkvæmda- stjórnir fyrir hvort sjúkrahús. Nú sé sem sagt stigið skref áfram á þessari braut en tillögur nefndar- innar núna gera ráð fyrir að eftir- leiðis verði um eina framkvæmda- stjórn að ræða fyrir bæði sjúkrahúsin, eins og áður kom fram. Segir Guðný að menn álíti að með enn meiri samvinnu sjúkrahúsanna eigi að vera hægt að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri. Áfram verði þó lögð áhersla á að veita sem besta þjónustu. VIÐSKIPTADEILD Háskóla fs- iands og Endurmenntunarstofnun HI munu í haust bjóða upp á MBA- nám, Master of Business Administr- ation. Er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á nám til MBA-gráðu hér á landi. Stefnt er að því að taka inn 40-50 nemendur 1 haust en námið mun taka tvö ár og mun þessi hópur út- skrifast í júní árið 2002. Þá um haustið verður annar árgangur tek- inn inn. Snjólfur Ólafsson, stjórnar- formaðui' MBA-námsins, segir að valið verði inn í þau sæti sem í boði eru. Meginskilyrðin séu háskóla- gráða og skiptir ekki máli úr hvaða grein hún er, og að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla. Gert er ráð fyrir því að nemendur stundi vinnu með náminu og verður því aðallega kennt síðdegis. Að sögn Runólfs Smára Stein- þórssonar, nýráðins forstöðumanns MBA-námsins, er reiknað með því að hver nemandi greiði samtals 1,2-1,4 miHjónir króna í skólagjöld fyrir námið. Áfram verður boðið upp á meistaranám við viðskiptafræði- deild HI en nú eru um 65 nemendur í því námi auk þess sem 36 nemend- ur eru í sérstöku undirbúningsnámi fyrir fólk sem hefur annan bak- grunn undir námið en viðskipta- fræði. ■ Gæði sem/B8 Hæstu vil- yrði Kvik- myndasjóðs 40 milljónir Málefni Fiskiðjusamlagsins rædd á aukafundi bæjarstjórnar Húsavíkur Meirihlutinn felldi báðar tillögur minnihlutans Morgunblaöið/Kristján Sigurjón Benediktsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur púlsinn á Kristjáni Ásgeirssyni oddvita H-lista að loknum aukafundi í bæjarsijórn Húsavíkur um málefni Fiskiðjusamlags Húsavíkur. KVIKMYNDASJÓÐUR íslands veitti í gær vilyrði fyiir 137,8 milljón- um króna til framleiðslu kvikmynda árið 2001 og úthlutaði 116,2 miHjónum til kvikmyndagerðar á árinu 2000. Vilyrði fyrir þæstu styrkjunum á næsta ári hlutu Isfilm til framleiðslu á myndinni Mávahlátur í leikstjóm Ágústs Guðmundssonar, 40 milljónir, og Islenska kvikmyndasamsteypan til framleiðslu á myndinni Fálkar í leikstjóm Friðriks Þórs Friðriksson- ar, einnig 40 milljónir. Þá fékk Is- lenska kvikmyndasamsteypan viiyrði fyrir 30 milljónum tii myndarinnar Regínu í leikstjórn Maríu Sigurðar- dóttur. ■ 132 milljóna/38 minnihlutans. Á fundinum vora tvær tillögur frá minnihlutanum felldar. Annars vegar um að bæjarstjórn lýsti yfir andstöðu við samrana Fisk- iðjusamlags Húsavíkur hf. og Ljósa- víkur hf. í Þorlákshöfn. Hins vegar tillaga um að bæjarstjórn færi fram á hluthafafund í FH, þar sem fram færi stjórnarkjör. Stjórnarfundur verður haldinn í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á morgun. Húsavíkurkaupstaður á 26,5% í FH og er stærsti hluthafi. Stjórn FH samþykkti að ganga til. sam- ranaviðræðna við Ljósavík hf. í lok nóvember sl. en Ljósavík á 20% hlut í FH nú. Samranaferlið var stöðvað í síðustu viku er í ljós kom að endur- skoðandi FH og sérfróður matsmað- ur var vanhæfur samkvæmt lögum til að gegna störfunum vegna eign- arhlutar síns í FH. Deilt hefur verið um skiptihlutfoll við samrana félaganna og hefur minnihluti í bæjarstjórn gagnrýnt að eignir Ljósavíkur hafi verið of- metnar í samræmdu mati á félögun- um en eignir FH vanmetnar. Meiri- hiutinn hefur vísað þessu alfarið á bug en nokkrar umræður spunnust einnig um virði félaganna á bæjar- stjórnarfundinum sem var vel sóttur af Húsvíkingum. Minnihlutinn lagði fram mat unnið af Verðbréfastof- unni hf. þar sem fram kemur að skiptihlutföll við samrana félaganna skyldu vera 25% til Ljósavíkur hf. og 75% í hlut FH. „Nú þarf meirihluti bæjarstjórnar að fást við það að FH er stjórnlaust félag og að aðrir hluthafar era í óvissu. Bærinn hóf samranaferiið og á að axla ábyrgðina á að ljúka því,“ segir Sigurjón Benediktsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Dag- björt Þyrí Þorvarðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn, seg- ir niðurstöðuna vonbrigði. .Ályktun bæjarstjómar hefði getað leitt af sér frið í bæjarfélaginu en því miður varð það ekki niðurstaða fundarins." Kristján Ásgeirsson, oddviti meirihluta vinstrimanna á Húsavík, segir niðurstöðu fundarins eðlilega. „Ég vona að stjórn FH komi nú sam- an og meti framhaldið. Samruna- áætlun er komin út af borði og það þarf að byrja að nýju,“ segir Krist- ján. Komið hefur fram að áhugi Ljósa- víkurmanna á samrana við FH kynni að hafa dvínað vegna deilna í bæjarstjórn um málefni FH. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Guð- mundur Baldursson, stjómarfor- maður FH og fulltrúi Ljósavíkur í stjórn FH, sölu á hlut Ljósavíkm- í FH hugsanlega, ef viðunandi verð fáist. Hann segir auðvelt að geta í eyðurnar þegar spurt er um afstöðu Ljósavíkurmanna til endurupptöku á samranaviðræðum við Fiskiðju- samlagið. „Miðað við hamaganginn sem hefur viðgengist sé ég ekki að það verði af samrana félaganna. Ljósavík hefur orðið fyrir aðkasti í umræðunni og það hefur ekki ýtt undir áhuga okkar. Ég vona að starf- semi Fiskiðjusamlagsins losni undan pólitískum deilum og að friður skap- ist,“ segir Guðmundur. MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Húsavíkur segir það ekki á verk- efnasviði bæjarstjórnar að útiloka einstök fyrirtæki frá samrana við Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Þetta kemur fram í bókun sem meirihlut- inn lagði fram á aukabæjarstjórnar- fundi sem haldinn var í gær að beiðni Samgönguráð- herra á rundií Grundarfírði Vatna- heiðin valin STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra sagði á almenn- um fundi um samgöngumál í Grandarfirði í gærkvöldi að hann hefði í vikunni staðfest til- lögu Vegagerðarinnar um lagn- ingu nýs vegar jfir Vatnaheiði í stað núverandi vegar yfir Kerl- ingarskarð. Sagði samgönguráðherra að útboð á verkinu færi líklega fram í mars næstkomandi og að verklok yrðu haustið 2001. Áætlaður kostnaður er að sögn ráðherra milli 300 og 400 millj- ónir króna. Ágreiningur hefur verið um lagningu vegarins vegna um- hverfismála. Að loknu frekara umhverfismati féllst Skipulags- stofnun á tillögu Vegagerðar- innar um lagningu vegarins. Sá úrskurður var kærður til um- hverfisráðherra sem staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar fyrr í þessum mánuði. Hagkvæmara að brúa Kolgrafarfjörð Þá kom fram í máli Sturlu á fundinum að hagkvæmara væri að byggja brú yfir Kolgrafar- fjörð, á milli Grandarfjarðar og Stykkishólms, en að lagfæra veginn íyrir fjörðinn. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum, en verði sú leið farin, mun hún stytta leiðina um rúma sjö kílómetra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.