Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Okkar ástkæri,
ÖRLYGUR ARON STURLUSON,
Draumahæð 6, Garðabæ,
til heimilis
í Lágmóa 1, Njarðvík,
lést af slysförum sunnudaginn 16. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Elvar Þór Sturluson,
Særún Lúðvíksdóttir, Valdimar Björnsson,
Sturla Örlygsson, Andrea Gunnarsdóttir,
Örlygur Þorvaldsson, Erna Agnarsdóttir
og hálfsystkini hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar,
HÖSKULDUR AGNARSSON,
Kirkjuvegi 41,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðjudaginn
18. janúar.
Áslaug Sigurðardóttir,
Hulda, Sigþrúður, Svava, Agnes,
Hjaltlína, Guðmundur, Erna,
Margrét, Sigmundur
og Eyjólfur Agnarsbörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HÓLMFRÍÐUR JENSDÓTTIR,
Unnarbraut 28,
Seltjarnesi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Jón Örn Bogason,
Bogi Jónsson, Laufey Oddsdóttir,
Fríða Bogadóttir, Oddur Bogason, Jón Örn Bogason,
Axel Bogason og Björk Bogadóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR,
frá Ljósalandi í Lýtingsstaðahreppi,
síðast til heimilis
í sambýlinu Gullsmára 11,
Kópavogi,
er lést föstudaginn 14. janúar, verður jarð-
sungin frá Digraneskirkju á morgun, föstudaginn 21. janúar, kl. 15.00.
Sigurgeir Jóhannsson, Fríður Sigurðardóttir,
Jóhann Jóhannsson, Magnea Guðmundsdóttir,
Snorri Jóhannsson, Stefanfa Sigfúsdóttir,
Ingimar Jóhannsson, Kristín Helgadóttir,
Frosti Jóhannsson, Steinunn Jónsdóttir,
Jökull Jóhannsson, Guðný Sveinsdóttir,
Hjálmar Jóhannsson, Erla Stefánsdóttir,
Benedikt Jóhannsson, Valgerður Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
systir, mágkona og frænka,
SOFFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Háalundi 7,
Akureyri,
sem lést á FSA fimmtudaginn 13. janúar, verð-
ur jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
24. janúar, kl. 13.30.
Þorsteinn Friðriksson,
fris Þorsteinsdóttir, Friðrik B. Kristjánsson,
Ólafur Ásgeirsson, Bente Lie Ásgeirsson,
Halldór Ásgeirsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Óladóttir,
Gunnar Ásgeirsson,
Ásrún Ásgeirsdóttir, Halldór Þórisson,
Haukur Ásgeirsson,
Guðrún Ásgeirsdóttir
og frændsystkinin.
ÞORÐUR
ARASON
+ Þórður Arason,
síðast til heimilis
að Sléttuvegi 13 í
Reykjavík, fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð, 25. maí
1917. Hann lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
11. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar Þórð-
ar voru Ari Jónsson
og Þórdís Magnús-
dóttir á Suðureyri.
Bróðir Þórðar var
Jón, kvæntur Jór-
unni Eyjólfsdóttur og
eru þeirra börn Eyj-
ólfur og Þórdís.
Þórður var kvæntur Þóru As-
geirsdóttur frá fsafirði. Þau slitu
samvistum 1965. Þóra lést 1970.
Synir þeirra eru: 1) Jón, bóndi í
Grænuhb'ð í Hjaltastaðarþinghá,
kvæntur Emih'u M. Jónsdóttur.
Þeirra börn eru Arnþór, Sigríkur,
Freyja, Geirþrúður, Dagbjartur,
Trausti og Eygló. 2) Birgir, heil-
brigðisfulltrúi á Selfossi, var
kvæntur Geirlaugu H. Magnús-
dóttur og eiga þau dæturnar
Ragnheiði og Herdísi. 3) Sigur-
geir, kennari á Kleppjárnsreykj-
um, hans börn eru Sveinn, Þóra
og Símon Ari. 4) Ari, d. 1965.
Þórður stundaði margvísleg
störf á sjó og landi. Hann var sjó-
maður um árabil á yngri árum og
stundaði nám við Veitinga- og
matreiðsluskóla Islands og Iauk
meistaraprófi í mat-
reiðsluiðn. Síðar á
ævinni kenndi hann
um margra ára skeið
við þann sama skóla.
Hann vann við iðn
sína í mörgum betri
eldhúsum landsins,
var lengi t.d. á Hótel
Loftleiðum og rak
eigin veitingahús,
m.a. Báruna á Akra-
nesi. Hann starfaði
um margra ára skeið
í mötuneyti Hrafn-
istu í Reykjavík. Auk
matreiðslustarfa
vann Þórður einnig við verslunar-
störf. Hann vann m.a hjá Árna
kaupmanni við Miklubrautina og
hjá Þorvaldi í Sfld og fisk og rak
síðar eigin matvöruverslun í
Kjörgarði.
Mörg síðari árin rak hann
mötuneyti Pósts og síma við Aust-
urvöll, þar sem áður hafði verið
Sj álfstæðishúsið.
Eftir að starfsdegi lauk ferðað-
ist Þórður mikið hér heima og er-
lendis. Hann bjó síðari árin í húsi
eldri borgara við Sléttuveg í
Reykjavík. Á áttugasta og fyrsta
aldursári kenndi hann heilsu-
brests og dvaldist eftir það á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Þórður verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13:30.
Þórður Arason var ekki allra en
leitun var að traustari og tryggari
vini þeim hann tók.
Þórður var smár maður vexti,
grannur, kvikur og léttur á fæti og
þótti góður að stíga dansinn. And-
litsdrættir voru skarpir, hárið þykkt.
Hann gekk mikið og var í hópi fárra
sem stunduðu gönguskíði af miklu
kappi fyrir áratugum. Hann var ein-
stakt prúðmenni, fágaður og kurteis.
Þá var hann fagurkeri, hafði unun af
fallegum hlutum, og konum eins og
hann sagði sjálfur, mikill smekkmað-
ur í klæðaburði enda ætíð fínn í tau-
inu.
Örlögin höguðu því þannig að leið-
ir okkar Þórðar lágu saman fyrir
þremur áratugum er hann varð afí
dóttur minnar, Þóru, er fékk nafn þá
nýlátinnar föðurömmu sinnar. Þórð-
ur var góður afi, hann heimsótti tát-
una sína reglulega einu sinni í viku
alveg þangað til hann hætti að aka
bíl vegna sjóndepru, og axlaði í raun
föðurskyldu sonar síns er bjó fjarri.
Þóra mín var umvafin ástúð, átti tvo
afa, ígildi feðra, óþreytandi að
hampa henni og móðurömmu sem
gekk henni í móðurstað. Á milli
Þórðar og foreldra minna varð sterk
taug sem aldrei slitnaði þótt árin
færðust yfir. Aðdáun vakti sú
fölskvalausa hlýja og gagnkvæma
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DAGRÚN FJÓLA ÞÓRLINDSDÓTTIR,
frá Hvammi,
Fáskrúðsfirði,
síðast til heimilis
á Garðvangi,
Garði,
sem andaðist á Landspítalanum fimmtudag-
inn 13. janúar, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn
21. janúar, kl. 14.00.
Stefanía María Hávarðsdóttir, Hörður Gilsberg,
Bergþór Hávarðsson,
Hrönn Hauksdóttir,
Sigrún Harpa Hauksdóttir, Richard Olsen Runólfsson,
Guðbjörg Alda Hauksdóttir, Jörgen Frisfoss,
Sigurlaug Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, systir og amma,
HELGA BJÖRG HILMARSDÓTTIR,
Lyngholti 17,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið-
vikudaginn 19. janúar.
Hermann Jónsson,
Steina Jóna Hermannsdóttir, Númi Ingimarsson,
Rúnar Hermannsson, Ragnheiður Jakobsdóttir,
Áslaug Þorleifsdóttir, Sigfús Stefánsson,
Gunnhildur Hilmarsdóttir, Guðbjörn Jónsson,
Gytfi Hilmarsson, María Ýr Donaire
og barnabörn.
virðing sem þau báru hvert í annars
garð, einkum og sér í lagi voru Þórð-
ur og móðir mín náin enda um margt
lík, ómannblendin en höfðingjar
heim að sækja. Ófáar eru stundirnar
þeirra tveggja í hlýlegu eldhúsinu á
Álfaskeiði 72 í Hafnarfirði þar sem
viðkvæm mál voru ugglaust brotin til
mergjar. Þau jól sem Þórður dvaldi
ekki í suðlægum löndum var hann á
heimili foreldra minna og fylgdi
þeim jafnan brygðu þeir sér á aðra
bæi.
Örlagadísirnar voru Þórði mínum
hliðhollar þegar hann vistaðist á Sól-
vangi í Hafnarfirði á þriðju hæð, þá
genginn langt af sínum Alzheimer-
sjúkdómi. Leitun er að eins úrvalsst-
arfsfólki og Sólvangur getur státað
sig af. Þórður fékk eins og aðrir frá-
bæra umönnun, natni, hlýju og þolin-
mæði. Ungu stelpunum fannst hann
„krúttlegur“ og voru óþreytandi að
greiða þykkt og fallegt hár hans og
snurfusa á alla lund og það hefur
Þórði mínum án efa líkað vel því fá-
um snyrtimönnum, bæði í útliti og
umgengni, hef ég kynnst í gegnum
dagana, nema ef vera skyldi faðir
minn. En á sömu hæð var líka góð
vinkona, móðir mín, heimilisföst á
Sólvangi til 13 ára. Ekki er fjarri því
að tár hafi blikað í auga móður minn-
ar að sjá glampann í augum Þórðar
sem gaf til kynna að hann þekkti
hana á ný og margar voru ferðirnar
hans inn á herbergi til hennar enda
þótt hann hafi ekki verið þess um-
kominn að spjalla við hana.
Þóra launaði fóstrið vel, ekki af
skyldurækni heldur af heilum og
sönnum hug, og þegar hún oft og ein-
att flögraði með þrá æskunnar til út-
landa, gaf sér hún alltaf góðan tíma
að skrifa öfum sínum og ömmu enda
þótt kveðjur væru strjálar til okkar
hinna. Eftir að afi hennar varð óf-
erðafær heimsótti hún hann og jafn-
an var haft samband við hana bjátaði
eitthvað á hjá Þórði. Þórður var ein-
stæðingur síðari ár sín eftir að heilsa
batt hann heima og samferðamenn
hans heltust einn af öðrum úr lest-
inni og ekki er örgrannt um að ein-
hverrar biturðar hafi gætt. Það var
hans lán að komast í hendur á færu
hjúkrunarfólki sem þekkti sjúkdóm
hans og gerði honum kleift að lifa
sína síðustu ævidaga og kveðja með
mannlegri reisn. í þessum fáu kveðj-
uorðum til hans Þórðar míns langar
mig til að nota tækifærið og koma að
innilegu þakklæti til starfsfólks 3.
hæðar á Sólvangi sem hugsaði svo
vel um foreldra mína, Ingimund
Halldórsson og Jóhönnu Þórarins-
dóttur og núna síðast heimilisvin
okkar allra systranna fjögurra, Þórð
Arason.
Með nokkurra mánaða millibili
hafa kvatt móðurafi og amma Þóru
og föðurafi og mikið lagt á herðar
ungrar og ábyrgðarfullrar konu.
Megi Þóra mín berast mjúklega á
öldum sorgarinnar, minnug þess alls
dýrmæta sem hún hefur fengið í veg-
anesti frá öfum sínum og ömmum.
Ég veit að þar nýtur hún dyggs
stuðnings Jóns Snorra síns og
tveggja ára sólargeislans þeirra;
hans sem lýsti svo skært en stutt
langöfum sínum og -ömmu, öllum á
Sólvangi er þau lögðu í sína hinstu
langferð.
Systur mínar og fjölskyldur okkar
senda hjartans Þóru okkar og öðrum
aðstandendum hugheilar kveðjur.
Guð geymi Þórð Arason og blessuð
veri hans minning.
Hallfríður.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Ótfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/