Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 15 AKUREYRI Fjárhagsaðstoð á vegum Akureyrarbæjar hækkaði um 10% milli ára Þrefalt fleiri sækja um aðstoð í desember en aðra mánuði F JÁRHAGSAÐSTOÐ á vegum Akureyrarbæjar hækkaði nokkuð milli áranna 1998 og 1999 eða um 10%. Á milli áranna á undan, 1997 og 1998, var hins vegar um lækkun að ræða og nam hún 18%. Fjölskyldudeild hefur verið falið að skoða hvort breytingar hafl orðið á samsetningu umsækjenda eða aðrar breytingar orðið sem skýrt gætu þessa hækkun milli ára. Ekki svigrúm til að halda dýr jól Oktavía Jóhannesdóttii-, formaður félagsmála- ráðs, sagði að árið í heild sinni hefði að mestu leyti verið með svipuðum hætti og árið á undan hvað vai'ðar fjárhagsaðstoð, nema að því leyti að des- embermánuður skar sig úr. „Aukningin nú í des- ember var umtalsverð samanborið við sama mán- uð árið á undan. Það virðist vera að stór hópur fólks hafl ekki svigrúm til að halda dýr jól. Margir spjara sig hversdags, skrimta milli mánaða en þegar kemur að útgjöldum umfram það vanalega ræður fólk ekki við slíkt,“ sagði Oktavía. Á síðasta ári var veitt fjárhagsaðstoð fyrir sam- tals rúmar 22,4 milljónir króna, sem er um 2 millj- ónum króna meira en var árið á undan þegar fjár- hagsaðstoðin nam 20,5 milljónum króna. Sú upphæð var 18% lægri en greidd var árið 1997. I síðastliðnum desembermánuði lágu fyrir 177 umsóknir um fjárhagsaðstoð. Veittir voru 158 styrkir að upphæð tæplega 5,4 milljónir króna og fimm lán að upphæð tæplega 300 þúsund krónur. Þá var 11 styrkumsóknum hafnað og þremur frestað. Nokkru færri umsóknir um fjárhagsað- stoð lágu fyrir í desembermánuði árið 1998, eða 132 samtals, og voru það ár veittir 127 styrkir að upphæð tæpar 3,4 milljónir króna og tvö lán að upphæð tæplega 92 þúsund. „Umsóknirnar núna í desember voru þrefalt fleiri en vant er í öðrum mánuðum ársins, en þær voru frá 41 þegar minnst var og upp í 69. Þannig að miðað við þá aukningu sem verður í desember er greinilegt að ekkert má út af bregða hjá stór- um hópi fólks,“ sagði Oktavía. Gerð var ítarleg úttekt á fjárhagsaðstoð á veg- um Akureyrarbæjar fyrir fáum árum í kjölfar þess að hún jókst umtalsvert. Þá kom í ljós að meginskýringuna mátti finna í auknu atvinnuleysi í bænum. Oktavía sagði að enn væri það svo að at- vinnulaust fólk leitaði eftir fjárhagsaðstoð, en í hópnum væru einnig öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem og fólk sem væri í vinnu en hefði því miður svo lág laun að þau dygðu vart til framfærslu. UA styrkir yngri flokka KA og Þórs Selja Akur- eyringum físk ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur ákveðið að styrkja yngri flokka KA og Þórs í knattspyrnu með því að gefa þeim afurðir til að selja Akureyringum. Annars vegar er um að ræða litla brauðaða bita, fiskmola og hins vegar brauðaða fiskborgara. Hvort félag fær gef- ins 725 poka en heildarverðmætið nemur um 640 þúsund krónum þegar miðað er við söluverðmæti fyrir félögin. Næstu daga munu félagar úr yngri flokkum íþrótta- félaganna ganga í hús og bjóða þessar afurðir til sölu en þær verða svo afhentar skömmu síðar. Þessar afurðir hafa verið í til- raunaframleiðslu fyrir innanlands- markað, en ÚA hefur um nokkurt skeið framleitt brauðaðar afurðir, einkanlega á Þýskalandsmarkað. Félagið hefur einsett sér að auka framhaldsvinnslu afurða á kom- andi árum og er brauðun fyrsta skrefið í því. Vöruþróun hefur í því skyni verið efld og nýlega var opn- uð hjá fyrirtækinu þróunarstöð. Megintilgangurinn með aukinni vöruþróun er að innleiða fram- haldsunnar afurðir sem skapa auk- in verðmæti bæði fyrir framleið; andann og kaupandann. I þróunarstöðinni er góð aðstaða til tilraunavinnslu, uppskriftir eru prófaðar frá grunni og vörurnar svo framleiddar í smáum stíl áður en farið er út í tilraunir í fram- leiðslutækjum ÚA. Gott tilrauna- eldhús er í stöðinni til að prófa hinar ýmsu matreiðsluaðferðir og kynna matinn viðskiptavinum. Þegar hafa verið þróaðar nokkrar nýjar framleiðsluvörur og á þessu ári verður gert sérstakt átak í markaðssetningu þeirra á helstu mörkuðum ÚA í Evrópu. Skákfélag Akureyrar Akureyrarmótið að hefjast ARI Friðfinnsson sigraði á tíu mín- útna móti Skákfélags Akureyrar sem fram fór fyrir skömmu, hlaut 7,5 vinninga af 10 mögulegum. Sig- urður Eiríksson hafnaði í öðru sæti með 6,5 vinninga og Halldór Hall- dórsson í því þriðja með 6 vinninga. Á laugardag fer fram sveita- keppni í skák milli grunnskóla á ffi FASTEIGNASALAN BYGGÐ Veitingahús í Mývatnssveit Sala - leiga Veitingahúsið Hverinn í Mývatnssveit er til sölu eða leigu. Á heimasíðu Hversins, http://simnet.is/hverinn, er að finna upplýsingar um fyrirtækið. Upplýsingar í símum 464 4189 og 464 4186 eða hjá fast- eignasölunni Byggð, sími 462 1744. Morgunblaðið/Kristj án Fulltrúar Þórs og KA með Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra ÚA. Vinstra megin Þórsararnir Eva Sigurjónsdóttir og Pétur Kristjáns- son og til hægri systkinin Ragnhildur og Páll Árnabörn úr KA. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorð vegna vítaverðs aksturs UNG stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hegningar- og um- ferðarlagabrot. Þá var hún svipt öku- réttindum í fjóra mánuði auk þess sem henni var gert að greiða allan sakarkostnað. Mál var höfðað á hendur stúlkunni fyrir hegningar- og umferðarlaga- brot fyrir að hafa í júlímánuði síðast- liðnum ekið bifreið austur Hafnar- stræti og ekki virt nægilega biðskyldumerki á gatnamótum við Drottningarbraut með þeim afleið- ingum að árekstur varð. Bifreið stúlkunnar lenti á annarri sem ekið var suður Drottningarbraut, en við það slasaðist ökumaður hennar alvar- lega. Stúlkan var nýlega orðin 17 ára þegar áreksturinn varð og hafði ein- ungis haft ökuréttindi í um mánuð. Fyrir dómi gat stúlkan ekki skýrt frá ástæðum þess að bifreiðimar tvær rákust á. Áð mati dómsins þykir sannað, m.a. með framburði vitna, að stúlkan hafi misst bifreiðina yfir á rangan vegarhelming þegar hún var að rétta hana af eftir að hafa beygt út úr Hafnarstræti út á Drottningar- braut með þeim afleiðingum að hún skall á aðvífandi bíl. Þótti dómnum akstur stúlkunnar í umrætt sinn víta- verður. Akureyri og Eyjafirði, tólf ára og yngri. Keppnin fer fram í Lundar- skóla og hefst kl. 13.30. Á sunnu- dag hefsta Akureyrarmótið í skák kl. 14.00 í Skipagötu 18. Umhugs- unartími er 1,5 klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til viðbótar til að ljúka skák. Tefldar verða tvær um- ferðir á viku. MENNTASMIÐJAN Á AKUREYRI NÁM í LÍFSLEIKNI MENNTASMIÐJA KVENNA • VINNUKLÚBBURINN • NÝBÚANÁMSKEIÐ SAMNINGSBUNDIN NÁMSKEIÐ • NÁMSKEIÐ FYRIR ALMENNING V anadísir námskeið um menntasmiðjur kvenna haldið í Menntasmiðjunni á Akureyri 1.-6. febrúar 2000 Fyrir konur sem starfa að menntun og ráðgjöf kvenna og/eða hafa áhuga á stofnun og rekstri menntasmiðja kvenna á Islandi Menntasmiðjan á Akureyri er þátttakandi í norrænu/baltnesku verkefni um óformlegt nám kvenna. Verkefnið ber heitið FREYJA og auk íslands eru þátttökulöndin Eistland, Lettland, Litháen, Rúss- land og Svíþjóð. í júní sl. var haldið fjölþjóðlegt námskeið í Gautaborg. Áformað er að fylgja því eftir með námskeiðum í þátttökulöndunum, sem haldin verða á fyrri hluta ársins 2000. ísland verður þar fyrst í röðinni. Á námskeiðinu munu konur læra grundvallaratriðin í þeirri hugmynda- og aðferðafræði, sem nýtt er í Menntasmiðju kvenna og sambærilegum skólum erlendis. Menntasmiðja kvenna á Akureyri var stofnuð árið 1994 á vegum embættis jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa Akureyrarbæjar. Fyrirmyndin var fengin frá kvennadagháskólum Norðurlandanna, en aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Nú, rúmum fimm árum síðar, hefur safnast mikil og dýrmæt reynsla um nám í lífsleikni fyrir konur, sem mikilvægt er að miðla til þeirra er starfa að menntun kvenna og/eða hyggjast koma á svipaðri starfsemi víða um land. Hugmyndin er að námskeiðið verði grundvöllur framtíðarsamvinnu þátttakenda, þ.e. að myndað verði eins konar tengslanet menntasmiðja kvenna á íslandi og jafnvel víðar. Það gæti lagt grunn að áframhaldandi öflugri þróun óformlegs náms kvenna. Vanadís er eitt af mörgum heitum Freyju. Hún var æðsta dís Vananna, sem voru þjóð gleði, friðar, auðs og ástar. Námskeiðið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Skráning og nánari upplýsingar um verð og tilhögun í Menntasmiðjunni á Akureyri í síma 462 7255 eða í tölvupósti: menntasmidjan@nett.is Vinsamlegast látið skrá ykkur sem fyrst og ekki síðar en 25. janúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.