Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 33
ERLENT
Tilraun Bandaríkjamanna
úti í geimnum mistókst
Gagnflaugin
hitti ekki
skotmarkið
AP. Washington.
ÁFORM Bandaríkjamanna um að
koma upp takmörkuðu gagnflauga-
kerfi árið 2005 urðu fyrir hnekki á
þriðjudag er tilraunaflaug hitti ekki
skotmarkið, gervisprengju sem skot-
ið var upp með langdrægri Minute-
man-flaug frá Kaliforníu. Verkefnið
er afar flókið og hefur verið líkt við
að reyna að hitta riffilkúlu með ann-
arri riffilkúlu.
Líkt er eftir hugsanlegri árás
flaugar með kjamorkuvopn en
Bandaríkjamenn gera sér vonir um
að draga úr hættunni á að slík árás af
völdum óstöðugra einræðisríkja á
borð við Norður-Kóreu, Irak eða Ir-
an heppnist verði hún einhvem tíma
gerð. Fyrsta velheppnaða tilraunin
með gagnflaugina var gerð í október
ífyrra.
Gagnflauginni var skotið upp frá
eynni Kwajalein í Marshall-eyjaklas-
anum á Kyrrahafi á þriðjudag um 20
mínútum eftir að skotmarkið hóf sig
á loft frá Vandenberg-herflugvellin-
um í Kaliforníu. Sjálfur búnaðurinn
er á oddi gagnflaugarinnar sem not-
uð er til að koma honum á loft og
losnar frá þegar flaugin er komin út
fyrir gufuhvolfið. Sprengjan er um
54 kíló að þyngd og 140 sentimetrar
að lengd, smíðuð hjá hátæknifyrir-
tækinu Raytheon. Beitt er ratsjár-
sendingum tU að miða óvinaflaugina
út og innrauðum geislum tU að leið-
beina sprengjunni, sem kölluð er
EKV eða Drápstólið, að skotmark-
inu.
Óljóst um orsakir
„Við vitum ekki ennþá hvað olli því
að flaugin hitti ekki skotmarkið,“
sagði fulltrúi vamarmálaráðuneytis-
ins, Rick Lehner ofursti, í gær. „Okk-
ur er ekki kunnugt um hvað gerðist
eftir að hún var komin út í geiminn."
Lehner sagði að farið yrði vel yfir
gögnin um flugið en liðið gætu tveir
sólarhringar áður en bráðabirgða-
skýrsla lægi fyrir. Næsta tilraun með
flaugina er fyrirhuguð í apríl. Kenn-
eth Bacon, talsmaður ráðuneytisins,
sagði fréttamönnum nokkrum stund-
um fyrir tilraunina að gengi allt að
óskum hefðu menn náð þeim árangri
sem fyrirfram hefði verið talinn skil-
yrði þess að ráðuneytið treysti sér til
að mæla með kerfinu.
Varnarmálaráðuneytið, Pentagon,
gerir ráð fyrir að áætlunin muni
kosta um 12,7 milljarða dollara eða
um 900 milljarða króna. Sögðu full-
trúar ráðuneytisins að þótt ekki hefði
að þessu sinni tekist að hitta skot-
markið hefðu menn öðlast dýrmæta
reynslu af ýmsum búnaði sem nota
þarf við kerfið, m.a. tölvubúnaði sem
notaður er til að fylgjast með gagn-
Gagnflaugatilraunir Bandaríkjamanna
; .
í*m
Bandarísk stjórnvöld urðu fyrir nokkru áfalli á þriðjudag er
tilraun vísindamanna þeirra með gagnflaug mlstókst.
Gervi-sprengjuflaug var skotið á loft frá Kaliforníu og tilrauna-
gagnflaug frá kóraleynni Kwajaleín í Marshalleyjum á Kyrra-
hafi. Hinni síðarnefndu var ætlað að finna sprengjuflaugina
og granda henni en hún hitti ekki skotmarkið.
Þrátt fyrir þetta segja talsmenn varnarmáiaráðuneytisins Belgur
í Washington að mikilvæg reynsla hafi fengist á öðrum
sviðum rannsóknanna sem miða aö því að komið verði
upp gagnflaugakerfi fyrir landiö.
E3 Sprengjan og belgur sem
á að rugla gagnflaugina losna
frá Minuteman-eldflauginni.
ARflSIN
Minuteman II
langdræg '
eldflaug
□ Minuteman II
eldflaug sem
miðað er á eyjuna
Meck er skotið
upp og hún fer
út úr gufu-
hvolfinu
VORNIN
Eldflaug
„EKV“-
eða
Drápstólið
Vandenberg
herflugstöðin
Drápstólinu
er skotið upp
21. mínútu
eftir að
Minuteman'
flaugin fer
áloft.
Meck
eyja
„EKV"
Drápstóiið
Q Áreksturinn milli
sprengjuhleðslunnar
og óvinaflaugarinnar
ætti að verða með um
25.000 km hraða og
báðir hlutirnir sundrast
í geimryk i um 200 km
hæð yfir jörðu
0 Tólið losnar frá eldfauginni
f um 1.400 mílna eða rúmlega
2.000 km fjarlægð frá skot-
markinu og finnur sjálft rótta
leið með hjálp innrauðra geisla
□ Ratsjárkerfi
sendir merki til
Drápstólsins og
nákvæmari upp-
lýsingar um braut d
óvinaflaugarinnar.
Ratsjárkerfi
|á nálægri eyju)
Heimildir: Varnarmáiaráöuneytiö, Raytheon Co.
Kína
Ástralfa
•’lt/leck-eyja
(Skotstaður
„EKV‘‘eða
Drápstólsins)
''•^vBanda-
i ríkin
Vandenberg
herflugstöðin
(skotstaður
langdrægrar
eldflaugar)
KYRRA-
HAF
AP
flauginni á ferð hennar út í geiminn.
Pótt reiknað sé með því að kerfið geti
verið tilbúið árið 2005 eru margir
embættismenn á því að þær hug-
myndir lýsi of mikilli bjartsýni.
Gagnrýni Rússa og Kínverja á
gagnflaugahugmyndir
Margir þingmenn repúblikana
hafa stutt áætlunina af kappi og lík-
legustu forsetaframbjóðendur
flokksins, þeh- George W. Bush ríkis-
stjóri og John McCain öldungadeild-
arþingmaður, eru í þeim hópi. Búist
er við að tekin verði lokaákvörðun
um það í sumar hvort haldið verði
áfram með gagnflaugaáætlunina sem
hefur verið harðlega gagnrýnd í
Rússlandi og Kína. Segja þarlendir
ráðamenn að með áætluninni séu
Bandaríkjamenn að efna til nýs
vopnakapphlaups. Taka þeir lítið
mark á fullyrðingum stjómvalda í
Washington um að eingöngu sé ætl-
unin að veijast ógn frá ríkjum eins
og Norður-Kóreu sem gætu gripið til
fífldirfsku og örvæntingaraðgerða
vegna upplausnar innanlands.
Repúblikanar hafa þrýst á Bill
Clinton forseta um að hrinda hug-
myndinni um gagnflaugakei'fi í fram-
kvæmd en meðal demókrata eru
skiptar skoðanir um málið. A1 Gore
varaforseti segir að taka verði tillit til
ýmissa þátta við ákvörðunina, þar á
meðal kostnaðarins og áhrifa á al-
þjóðamál. Annar líklegur forseta-
frambjóðandi demókrata, Bill Brad-
ley, er enn meiri efasemdamaður og
segist álíta að núverandi kjarnorku-
varnir Bandarílgamanna nægi til að
fæla óvini frá því að gera árás.
ÚTSALAN - SÍÐUSTU DAGAR
Á morgun, föstudaginn 21. janúar, verður
lokað frá kl. 14-17 vegna útfarar
Jóns Björgvins Björnssonar fyrrv. sölustjóra
Dæmi úr
sportveiðideild:
VÖÐLUJAKKAR
VEIÐIVESTI
FELULITAFATNAÐUR
BYSSUP0KAR
SK0TBELTI
SB
Loðfóðraðir kuldaskór Góðir skór úr svörtu rúskinni.
með riflás. Litir: Rautt og stærðir 37-46.
blátt. Stærðir 22-34.
Svartar herramokkasínur.
Stærðir 41-46.
0PIÐ í DAG, FIMMTUDAG FRÁ 8-18
FÖSTUDAGINIM 21/1 ER 0PIÐ FRÁ 8-14 0G 17-19
LAUGARDAGINN 22/1 ER 0PIÐ FRÁ 10-16
SUNNUDAGINN 23/1 ER 0PIÐ FRÁ13-17
Frábær útivistarjakki frá REGATTA með lausum flísjakka.
ISOTEX-einangrun og útöndun. Fyrir allar árstíðir.
Kostaði áður 10.400-.
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6288
NÆG BÍLASTÆÐI - SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU
Fóðruð barnastígvél.
Moonboots á krakka.
Verð áður 1.490-
Kvenskór úr leðri. Litir:
Svart og brúnt. St. 37-41.
Mjúkir kvenskór úr Nabuk-
leðri með öndun. St. 37-42
Vandaðar krakkaúlpur. Áður 5.940-
Vönduð vattúlpa í rauðum og
bláum lit.
Gallabuxur frá 1.795-
Kuldaskór með ískló í hæl og
riflás. Litur: Svart