Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Nýr mengunarvarnarbúnaður settur
upp við Krossanesverksmiðjuna
Kostnaður
um 76 millj-
ónir króna
UNNIÐ er að því að setja upp
mengunarvarnarbúnað við verk-
smiðjuna í Krossanesi og er stefnt
að því að verkinu verði lokið fyrir
sumarvertíð eða í byrjun apríl.
Hilmar Steinarsson, verksmiðju-
stjóri í Krossanesi, sagði að áður
hefði verið settur upp olíuketill sem
tók við afsoginu frá verksmiðjunni
en hann ekki dugað og því var ákveð-
ið að kaupa nýja búnaðinn. Kostnað-
ur við hann er um 41 milljón króna,
þá þarf að byggja yfir hann hús sem
kostar um 20 milljónir króna og ann-
ar kostnaður vegna þessa verkefnis
nemur um 15 milljónum. Heildar-
kostnaður vegna þessa verkefnis
nemur því um 76 milljónum króna.
„Við erum að leggja í verulegan
kostnað til að fyrirbyggja mengun
frá verksmiðjunni til þess að koma
til móts við kröfur sem gerðar hafa
verið til okkar, m.a. af bæjarbúum,"
sagði Hilmar. Hann sagði að eftir að
nýi mengunarvarnarbúnaðurinn
yrði tekinn í notkun yrði Krossa-
nesverksmiðjan ein sú fullkomnasta
í landinu á þessu sviði. Allt afsog frá
verksmiðjunni mun fara um nýja
búnaðinn og er hitinn í tækinu þar
sem hann er mestur um 1.200 gráð-
ur.
Hilmar sagði að á síðasta ári hefði
verið tekinn í notkun búnaður sem
skilur allan vökva sem út úr húsinu
fer, þannig að einungis rynni úr hús-
inu hreint vatn. Loks nefndi hann að
um árabil hefði verksmiðjan tekið á
móti rækjuskel, sem ella hefði verið
fleygt, og unnið úr henni mjöl. Tekið
er á móti rækjuskel frá Strýtu á Ak-
ureyri og Fiskiðjusamlagi Húsavík-
ur og er magnið á bilinu 70 til 80
tonn á viku.
■'. 'J .........................................................
Morgunblaðið/Kristján
Hilmar Steinarsson, verksiniðjustjdri í Krossanesi, við hinn nýja mengunarvarnarbúnað sem verið er að setja
upp við verksmiðjuna, en hann verður kominn í gagnið fyrir sumarvertíð í byijun aprfl.
' V v
Hi'eyfing - tónlist - spuni - leiklist - dans
(Ennþá laust i:)
Tónlist - Leiklist
Jazz
Þórey
leiklist
Astros
leiklist
H e I e n a
leiklist
N a n n a
tónlist
ttÚSI&s
Símar 551 5105
og 551 5103
Blaðbera
vantar í eftirtalin hverfi;
Eyrina norðurhluta
Borgarsíðu og Móasíðu
Gerðahverfi
Keilusíðu og Kjalarsíðu
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn
Góður göngutúr sem borgar sig
Morgunblaðið
► Kaupvangsstræti 1,
Akureyri
sími 461 1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er i
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Gunnar Ragnars hefur flogið 1.900 ferðir á milli Akureyr-
ar og höfuðborgarinnar á rúmum þrjátíu árum
Fyrsta flugið það versta
GUNNAR Ragnars hefur verið
framarlega í atvinnulífi Akureyr-
inga undanfarna áratugi og sem
framkvæmdastjóri Slippstöðvar-
innar og síðar Útgerðarfélags Ak-
ureyringa verið mikið á ferðinni á
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Frá því Gunnar flutti til Akureyr-
ar fyrir 32 árum, hefur hann flog-
ið 950 sinnum með Flugfélagi ís-
Iands og Flugleiðum á flugleiðinni
Akureyri Reykjavík, eða samtals
1.900 ferðir fram og til baka.
Gunnar hefur samkvæmt þessu
flogið um 30 sinnum á ári á milli
Akureyrar og Reykjavíkur. Þdtt
hann hafi látið af störfum sem
framkvæmdastjdri ÚA er hann nú
að sýsla í eigin nafni, auk þess
sem hann situr í stjdrnum nokk-
urra fyrirtækja Off því enn tölu-
vert á ferðinni. „Eg flaug sérstak-
lega mikið á milli á árunum
1975-1980 þegar ég var í Slipp-
stöðinni en þar starfaði ég í 20
ár. Þetta hafa verið áfallalaus
flug en oft verið dfært og þá sér-
taklega áður en aðflugið kom inn-
an úr firði. Hins vegar er hægt að
telja þau skipti á fingrum annar-
rar handar sem ég hef orðið fyrir
því að fara af stað í flugi en ekki
getað lent á áfangastað," sagði
Gunnar í samtali við Morgunblað-
ið.
Aðspurður sagðist Gunnar ekki
vera flughræddur en í fyrstu ferð
sinni norður árið 1969 hafi verið
stdr suðvestanstormur og að þá
strax hafí hann lent í sínu versta
flugi. „Þetta hefur þd alltaf geng-
Morgunblaðið/Kristján
Friðrik Adolfsson, starfsmaður Flugfélags íslands, færði Gunnari
Ragnars bldmvönd í tilefni tímamdtanna er hann kom með Fokker-vél
félagsins til Akureyrar í fyrrakvöld, ásamt konu sinni, Guðríði Eiríks-
ddttur.
ið vel enda vélarnar gdðar.“
Gunnar sagðist enn vera tölu-
vert á ferðinni og því ekki dlík-
legt að hann næði eitt þúsundustu
ferðinni seint á næsta ári. Hann
sagðist alltaf hafa geymt alla
farmiða sína í ákveðinni skúffu í
borði sínu og svo talið þá eftir ár-
ið. Gunnar sagði að ýmsir fleiri
hefðu oft flogið á milli en taldi
ekki dlíklegt að hann ætti þd met-
ið.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Svalbarðs-
kirkju sunnudaginn 23. janúar
kl. 14. Fermingarfræðsla í safn-
aðarstofunni kl. 11. Kyrrðar-
stund verður í Grenivíkur-
kirkju kl. 21 næstkomandi
sunnudagskvöld, 23. janúar.
Til sölu
gistiheimili á Akureyri
Eitt besta og vlnsælasta gistiheimilið á Akureyri er
nú til sölu. Um er að ræða tvær fasteignir, sem
staðsettar eru hlið við hlið og
gerðar hafa verið að einni rekstr-
areiningu. Gistiheimilið telur 14
herbergi og er í fullum rekstri.
Allur búnaður fylgir. dYCjvJL/
Frábær Staðsetning. Strandgötu 29, Akureyri,
sími 462 1744, fax 462 7746.
FASTEIGNASALAN