Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MGRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur um rekstur stóru spítalanna Spítalarnir reknir í samræmi við tekjur FRAMKVÆMDASTJORNIR stóru spítalanna í Reykjavík munu leggja tillögur fyrir heilbrigðisráðuneytið um mánaðamótin um rekstraráætlun stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík íyr- ir nýbyrjað ár. Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík, segir að stefnt sé að því að skipu- leggja þjónustu spítalanna með það að markmiði að þeir verði reknir í samræmi við fjárveitingar sem þeim voru ætlaðar í fjárlögum. Allar breytingar á rekstrinum miði við að þörfum sjúklinga verði sem best borgið. Sviðsstjóri handlækninga- sviðs Landspítala segir að aðgerðum verði fækkað sem þýði lengri biðlista og forstöðulæknir öldrunarsviðs á Sjúkrahúsi Reykjavíkur segir að fækka eigi rúmum þar úr 25 í 15. í nýsamþykktum fjárlögum voru fjárveitingar til stóru sjúkrahúsanna auknar og að hluta til tekið á upp- söfnuðum rekstrarvanda þeirra. Magnús segir að engu að síður þurfi að beita ströngu aðhaldi í rekstri sjúkrahúsanna á þessu ári. Stöðugur vöxtur sé í starfsemi heilbrigðisþjón- ustunnar. Fólki fjölgar, ný og dýr lyf komi á markað o.s.frv. Ekki sé endi- lega tekið tilllit til þessara þátta þeg- ar fjárveitingar séu ákveðnar. Hann segir að þegar vinna við rekstrar- áætlun sjúkrahúsanna hófst hafi vantað 500 milljónir til að endar næðu saman. Búið sé að leysa þenn- an vanda að stærstum hluta. „Við höfum fengið skýr fyrirmæli frá ráðuneytinu og stjómarnefnd spítalanna um að reka sjúkrahúsin innan ramma fjárlaga. Það liggur fyrir að tekjur duga ekki íyrir út- gjöldum og við teljum að það sé ekki eftir neinu að bíða að taka á vandan- um. Ef ákvarðanimar eiga að leiða til umbóta á þessu ári verður að taka þær strax,“ sagði Magnús. Hann sagði að sjónarmið stjóm- enda spítalanna væri að grípa þyrfti til markvissra skipulagsbreytinga, Biðlistar lengjast segir sviðsstjóri handlækningasviðs Landspítalans sem m.a. fælust i sameiningu deilda og breytingu á starfsemi þeirra. Sem dæmi um þessar breytingar nefndi hann ákvörðun, sem tekin var sl. vor, um sameiningu æðaskurðdeilda Landspítala og Sjúkrahúss Reykja- víkur. Ákveðið hefði verið að byggja upp öfluga deild á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur í Fossvogi. Menn væra sammála um að faglega og rekstrarlega væri þetta skynsamleg aðgerð. Hún leiddi hins vegar til þess að það þyrfti að þrengja að annarri starfsemi í Foss- vogi. Stjómendur spítalans hefðu skoðað það mál sérstaklega og ákveðið að standa við fyrri ákvörðun, þrátt fyrir að hún þýddi samdrátt í starfsemi öldrunardeildar í Foss- vogi. Magnús sagði að Sjúkrahús Reykjavíkur væri bráðaspítali lands- ins og menn hefðu áhuga á að styrkja þann þátt í starfsemi spítalans. Ákvarðanir sem stuðluðu að öflugri bráðaspítala í Fossvogi gætu hins vegar leitt til breytinga á annarri starfsemi. Magnús sagði að tillögur íram- kvæmdastjóma spítalanna yrðu lagðar fyrir heilbrigðisráðuneytið um mánaðamótin. Ráðuneytið gæti stöðvað þær ákvarðanir sem stjórn- endur spítalanna hefðu tekið um reksturinn, en ef það yrði ekki gert yrði þeim hrint í framkvæmd í sam- ræmi við áætlanir. Þrengt verður að skurðlækningum „Við lögðum til að þessu yrði náð hjá okkur með því að þrengja að skurðlækningum í víðasta skilningi Leit að ristilkrabba- meini undirbúin LANDLÆKNIR hefur skipað starfshóp til að undirbúa hugsan- lega leit að krabbameini í ristli og endaþarmi. „Við munum leggja til að farið verði af stað með skipulega leit að krabbameini í ristli og enda- þarmi,“ sagði Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Hann sagði leit geta farið fram með þrennum hætti: Með leit að leyndu blóði í saur sem hann segir ódýra; með speglun á neðri hluta ristils sem hann segir fljótlega og í þriðja lagi með fullri ristilspeglun, en hún er dýrari. Landlæknir telur líklegast að ráðist verði í leit með tveimur fyrrnefndu aðferðunum, annarri eða báðum saman, og að fólk frá fimmtugu verði kallað í leit á hverju ári eða annað hvert ár. Hann segir rannsóknir og reynslu manna sýna að hægt sé að lækka tíðni þessara krabbameina með skipulagðri hópleit. Kostnaðinn segir hann ekki mikinn miðað við það að fækka megi tilfellum, sem hafi fjölgað hérlendis síðustu árin. Starfshópnum hefur verið falið að kanna tilhögun leitarstarfs og leggja fram tillögur. Segir land- læknir að meðal atriða sem kanna þurfi sé hversu mikill kostnaður samfélagsins sé vegna sjúkdóms- ins. í hópnum era fulltrúar land- læknis, meltingarsérfræðinga, heilsugæslulækna og Krabba- meinsfélagsins. og verður niðurskurðurinn allt að 20%“, sagði Jónas Magnússon, pró- fessor og sviðsstjóri handlækninga- sviðs Landspítala, er hann var spurð- ur um hvernig draga ætti úr starfi á skurðdeildum. Hann sagði þetta þýða að niðurskurðurinn kæmi jafnt niður á öllum sérgreinum og hefði þótt eðlilegra að fara þessa leið en velja ákveðnar sérgreinar og draga sérstaklega úr aðgerðum þar. Alls færa um 5 þúsund aðgerðir fram á skurðstofum Landspítalans en þeim yrði fækkað um 700. Jónas sagði þetta þýða að biðlistar lengdust þar sem aðgerðum yrði fækkað og þar með dregið úr þjónustu. „Þetta er til- laga sem við lögðum til við fram- kvæmdastjóm og hún samþykkti, en Svíar hafa gjarnan kallað þetta osta- skeraaðferðina,“ sagði Jónas enn- fremur. Draga þarf saman fyrir 20 milljönir Á öldranarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur var ákveðið íyrir jól að fækka rúmum úr 25 í 15. Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir öldranar- sviðs, segir að þessu til viðbótar hafi verið hugmyndin að fækka rúmum niður í 6 og yrði þá alls búið að fækka rámum um 19. Einnig hefði átt að flytja deildina inná aðra deild í spítal- anum þar sem fyrir væra þrjár sér- greinar. Þessum síðari lið hefði verið mótmælt og sagði Pálmi að forstjóri spítalanna hefði tjáð sér að hann myndi taka þessa ákvörðun til end- urskoðunar. Pálmi sagði að draga yrði saman seglin á öldranarsviði fyrir um 20 milljónir króna. Hann sagði að í raun væri ekki hægt að draga saman segl- in í öldranarþjónustunni og vakti at- hygli á því að hátt í helmingur bráða- innlagna á SHR væri vegna aldraðra. Leitað yrði fleiri úrræða og mætti til dæmis koma á sjúkrahús- tengdri heimaþjónustu fyrir aldraða. Morgunblaðið/Golli Ásdís og Marta Ólafsdætur opna vef átaksins AUÐUR í krafti kvenna ásamt móður sinni Guðránu Pétursdóttur, formanni verkefnissijórnar. Atvinnusköpun kvenna eykur hagvöxt AUÐUR í krafti kvenna er átak til atvinnusköpunar kvenna sem hleypt var af stokkunum í gær. Guðrán Pétursdóttir er formaður verkefnis- stjórnar átaksins en í ávarpi sínu við kynningu á verkefninu lagði hún áherslu á að nýjar rannsóknir sýndu að ný fyrirtæki stuðluðu hvað mest að auknum hagvexti og skilvirkasta leiðin til að fjölga fyrirtækjum væri að hvetja konur til atvinnusköpunar. Á íslandi era skráð fyrirtæki í eigu kvenna um 18% en til saman- burðar er hlutfallið 38% í Banda- ríkjunum. Guðrán segir atvinnulífið hafa farið á mis við sköpunarkraft kvenna og hjól hagkerfisins sem konur gætu fengið til að snúast og skapa verðmæti standa kyrr fyrir vikið. Oft væri ástæðan áhættufælni eða skortur á sjálfstrausti hjá kon- um, en úr því mætti bæta með fræðslu og hvatningu. Að átakinu standa Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins og Islands- banki, auk Morgunblaðsins og Del- oitte&Touche. Fulltráar frá þessum aðilum skipa verkefnisstjórn sem falið hefur Háskólanum í Reykjavík að annast framkvæmd verkefnisins. Halla Tómasdóttir frá Háskólan- um í Reykjavík er framkvæmda- stjóri átaksins. Hún kynnti nám- skeið og atburði sem verða á vegum átaksins á næstu þremur áram. Til dæmis mun AUÐUR tileinka einn dag á ári dætram íslands. 18. apríl nk. mun ungum stúlkum verða boðið til vinnu með fullorðnum. Markmið- ið er að gefa þeim tækifæri til að kynnast þeim fjölbreyttu möguleik- um sem atvinnulífið hefur að bjóða. Einnig verða starfræktar leið- togabúðir, FramtíðarAUÐUR, fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára á næstu þremur sumram. Fimmtíu stúlkum verður boðin þátttaka í kjölfar ritgerðasamkeppni um ný- sköpun. ■ AUÐUR/B6 Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað itm viðskipti/atvinnulíf Með Morg- unblaðinu í dagfylgir tímaritið 24-7. Út- gefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðar- maður: Snorri Jóns- son. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• • Martröð íslendinga j á Evrópumótinu í Króatíu/C3 : •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• • FH-stúlkur höfðu betur j í Hafnarfjarðarslag/C4 : Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.