Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
__ Vilja kaupa vetni af
Aburðarverksmiðjunni
ABURÐARVERKSMIÐJAN í
Gufunesi hefur að undanförnu átt í
samningaviðræðum við þýska fyrir-
tækið Hamburger Wasserstoff-Ag-
entur um sölu vetnis til Þýskalands.
Hér er um tilraunaverkefni að ræða
sem þrettán fyrirtæki í Þýskalandi
eiga aðild að.
Hugmyndin er sú að í fyrstu verði
keypt nægjanlegt vetnismagn af
Áburðarverksmiðjunni til að knýja
áfram sex bifreiðir á vegum fyrir-
tækjanna.
Bjarni Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj-
unnar hf., segir Þjóðverjana hafa
leitað til fyrirtækisins síðastliðið
haust og að síðan þá hafí verið unnið
að því að útfæra hugmyndir þeirra.
Hjá Áburðarverksmiðjunni væru
menn m.a. að reikna út hugsanlegt
verð á vetninu en Þjóðverjamir
Yfir 50 þúsund hafa
séð Engla alheimsins
RÍFLEGA fímmtíu þúsund
manns hafa séð kvikmyndina
Engla alheimsins, en fjórar vikur
eru nú frá frumsýningu hennar.
Myndin hefur vermt toppsæti að-
sóknarlista kvikmyndahúsanna
fjórar vikur í röð.
Friðrik Þór Friðriksson, sem
leikstýrir kvikmyndinni eftir
verðlaunasögu Einars Más Guð-
mundssonar, segist vera himinlif-
andi með viðtökurnar. „Annað er
ekki hægt,“ segir hann. „Mynd-
inni hefur verið gríðarlega vel
tekið, það er nánast uppselt á
hverju kvöldi og ekki annað hægt
en að fyllast þakklæti yfír slíkum
viðtökum.“
Friðrik Þór segir að fyrirfram
hafi hann ekki átt von á slíkum
viðtökum. „Myndin er byggð á
verðlaunasögu sem var sjálf
geysivinsæl og er þeirrar gerðar
að allir hafa á henni skoðun, ekki
ósvipað Djöflaeyjunni á sínum
tíma. Myndir eftir slíkum sögum
eru jafnan óútreiknanlegar; erfítt
er að sjá fyrir hvemig fólk tekur
yfirfærslunni á hvíta tjaldið.“
Alls sóttu um 85.000 manns
Djöflaeyjuna í kvikmyndahúsum
fyrir nokkrum ámm og var það
mesta aðsókn á íslenska kvik-
mynd um árabil. Friðrik Þór seg-
ir þó ekki unnt að slá því föstu
sem meti, aðsókn á Stuðmanna-
myndina „Með allt á hreinu" hafi
verið gríðarleg á sínum tíma,
enda þótt miðasala hafi ekki ver-
ið tölvutengd eins og nú og tölur
yfir heildaraðsókn því ekki jafn
aðgengilegar.
væm að athuga flutningskostnað og
annað þess háttar.
Málið komið töluvert áleiðis
Bjarni sagði málið komið töluvert
áleiðis þótt of snemmt væri að segja
til um hvenær vetnisflutningar til
Þýskalands gætu hafist. Sagði hann
að ekki yrði um ýkja stóran samning
fyrir Áburðarverksmiðjuna að ræða,
a.m.k. ekki í upphafi, enda vetnismál
stutt á veg komin og hér um tilrauna-
verkefni að ræða. Markmiðið væri
hins vegar það, að auka sem mest
notkun endurnýjanlegra orkugjafa
og að vonast væri til að sú þekking,
sem fengist með þessu verkefni,
nýttist vel í framtíðinni í þeim efnum.
Jafnframt stæðu vonir til þess að
þetta verkefni leiddi til frekari við-
skipta fyrir Áburðarverksmiðjuna
gefi tilraunin góða raun.
Þrjátíu ára
strákafélag
HANDKNATTLEIKSFÉLAG
Kópavogs, HK, varð þrjátíu ára í
gær, en það var stofnað hinn 26.
janúar árið 1970 af nokkrum
strákum í 6. bekk Kársnesskóla í
Kópavogi sem ekki töldu nægilega
vel staðið að þjálfun handbolta í
Kópavogi. Si'ðan þá hefur félaginu
vaxið fiskur um hrygg, en í því
eru nú hátt á þriðja þúsund félag-
ar og er það með starfsemi í fjöl-
mörgum greinum íþrótta.
Haldið var upp á þrjátíu ára af-
mælið í íþróttahúsinu í Digranesi í
gær. Fjöldi félagsmanna mætti til
að fagna tímamótunum og bárust
félaginu margar góðar kveðjur og
gjafir í tilefni afmælisins.
Morgunblaðið/Porkell
Topp 20 listi á Net-
inu og í sjónvarpi
Rúmlega
600 manns
tóku þátt
SKJÁR 1 og mbl.is standa fyrir nýj-
um vinsældalista með heitinu Topp
20 þar sem gestir mbl.is geta tekið
þátt í vali á lögum á listann. Allir sem
fara inn á mbl.is geta tekið þátt í að
raða og velja lög á listann og nýttu
rúmlega 600 manns sér þennan
möguleika á þeirri einu viku sem lið-
in er frá því listinn var opnaður. List-
inn er á stöðugri hreyfingu í heila
viku en á hádegi á miðvikudögum er
staðan tekin og á fimmtudögum sýn-
ir Skjár 1 þátt með sama heiti. í
þættinum eru lög listans kynnt og
sýnd myndbönd af völdum lögum.
Þeir sem vilja taka þátt í valinu
geta farið inn á mbl.is, smellt þar á
hnapp Topp 20 þar sem boðið er upp
á að kjósa, skráð netfang sitt og fá
þar með senda sérstaka kosninga-
slóð. Þá er hægt að velja þau lög sem
viðkomandi finnst að eigi að skipa
fimm efstu sætin og einnig er mögu-
legt að bæta við lögum á listann.
Listinn er uppfærður á klukku-
stundar fresti þannig að hægt er að
fylgjast með breytingunum sem
verða með því að smella á Topp 20-
hnappinn.
Sex fyrirtæki stofna
markaðstorg á Netinu
LANDSSIMINN,
Morgunblaðið, Flug-
leiðir, íslandsbanki,
Landsbankinn og
Sjóvá-Almennar hafa
tekið höndum saman
um stofnun markaðs-
og upplýsingatorgs á
Netinu, þar sem boðið
verður upp á vörur og
þjónustu af ýmsu tagi.
Fyrirtækið nefnist
Veftorg hf. og hefur
Martha Eiríksdóttir
verið ráðin fram-
kvæmdastjóri þess, en
áformað er að starf-
semi á Netinu hefjist í apríl næst-
komandi.
Upplýsingamiðill fyrir
vöru og þjónustu
Martha, sem starfaði áður í höf-
uðstöðvum Europay International í
Belgíu, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Veftorg yrði upplýsinga-
miðill fyrir vöru og þjónustu, og að
á vefsvæðinu veftorg.is verði að
finna hagnýtar upplýsingar til að
auðvelda almenningi aðgang að
Netinu.
Jafnframt verður lögð áhersla á
að gera netviðskipti með vörur og
Martha
Eiríksdóttir
þjónustu jafn örugg og
þægileg og hefðbundin
viðskipti.
Hlutafé fyrir-
tækisins hundrað
milljónir
Að sögn Mörthu er
áætlað að starfsmenn
Veftorgs hf. verði um
tíu þegar fram líði
stundir. Hins vegar
verði einnig töluvert
um aðkeypta vinnu
vegna sérverkefna.
Hlutafé fyrirtækisins
verður hundrað milljónir króna og
munu aðstandendumir sex væntan-
lega nýta veftorgið sem vettvang til
að koma á framfæri vöru sinni og
þjónustu.
Martha sagði aðspurð að Veftorg-
ið yrði m.a. í samkeppni við vefinn
Strik.is, sem nýlega var opnaður en
sagðist trúa því að veftorg.is stæði-
vel að vígi vegna reynslu þeirra fyr-
irtækja, sem að Veftorgi standa.
Kvaðst hún hlakka mjög til að tak-
ast á við þetta verkefni, ekki síst
vegna þess að Netið sé í stöðugri
þróun og mótun og komi til með að
eflast gífurlega í náinni framtíð.
Hitasótt í unghrossum
Grunur ekki staðfestur
GRUNUR um að hitasótt sé komin
upp í veturgömlum unghrossum á
tveimur bæjum í Arnessýslu hefur
enn ekki fengist staðfestur að sögn
Sigríðar Bjömsdóttur dýralæknis.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær eru einkennin sem hrossin sýna
hiti og lystarleysi en engar fregnir
hafa borist um smit í unghrossum á
öðmm bæjum í nágrenninu.
Að sögn Sigríðar er eina leiðin til
þess að greina hvort um hitasótt er
að ræða sú að fylgjast með því hvort
smits verði vart í öðmm hrossum.
„Við bíðum því eftir því að eitthvert
smit fari í gang. Það er okkar ömgg-
asta leið til þess að vita hvort um
hitasótt er að ræða eða ekki.“
Sekt ekki sönnuð á
starfsmann 10-11
Piltinum
greiddur
uppsagn-
arfrestur
SÁTT náðist á milli lögmanns
V erzlunarmannafélags
Reykjavíkur og starfsmanna-
stjóra 10-11-verslunar við
Laugalæk í Reykjavík í máli
starfsmanns, sem kærður var
til lögreglunnar á dögunum og
rekinn á staðnum eftir að eftir-
litsmaður á vegum verslunar-
keðjunnar taldi starfsmanninn
hafa orðið uppvísan að því að
hafa ætlað sér að stela pepsí-
flösku er hann tók sér kaffihlé í
vinnunni.
Að sögn Péturs A. Maack,
varaformanns VR, verður pilt-
inum því greiddur viku upp-
sagnarfrestur samkvæmt
kjarasamningi því sekt hafi
ekki sannast á piltinn.
Pétur sagði það afar gott að í
málinu hefði lögregla verið
kölluð til enþað þýddi að tekin
hefði verið skýrsla og bæði
starfsmaður og vinnuveitandi
þannig haft tök á að skýra sitt
mál á vettvangi.
Að sögn Péturs er þetta ekki
í fyrsta sinn sem VR hefur af-
skipti af ágreiningsmálum á
vinnustað og meintum ásökun-
um. Yfirleitt væri um afar við-
kvæm mál að ræða, mál sem
ekki alltaf ættu erindi í fjöl-
miðla.
Pétur vildi ekki tjá sig um
þetta tiltekna mál að svo
stöddu en sagði að almennt
væri reglan vitaskuld sú að ef
menn brytu af sér í starfi þá
væri hægt að segja þeim upp
fyrirvaralaust. Þá þyrfti sekt
hins vegar að vera sönnuð.