Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 14

Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gestum fjölg’- aði um 80% UM 80% fleiri gestir sóttu Grafarvogslaug árið 1999, en árið þar á undan, eða um 179 þúsund í stað 101 þúsund árið 1998. Laugardalslaug ber hinsvegar höfuð og herðar yfir aðra sundstaði borgarinnar hvað aðsókn snertir en þangað komu alls rúmlega 535 þúsund gestir i fyrra og fjölgaði um 35 þúsund frá árinu á undan. Lítilsháttar fjölgun varð í Klébergslaug sem var opnuð í hittiðfyrra. Árið 1998 komu 7.539 gestir í hana en ári síðar 8.070. Þá jókst aðsókn í Ár- bæjarlaug úr 387 þúsund heimsóknum í 393 þúsund milli áranna 1998 og 1999. Að Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarlaug og Breið- holtslaug hefur hins vegar að- sókn minnkað milli áranna 1998 og 1999. I Hafnarfirði var heildarað- sókn aðsundstöðum í íyrra alls 299.952 heimsóknir en 275.155 árið 1998. Árleg að- sókn á íbúa Hafnarfjarðar var 15,8 sinnum í íyrra. Isafoldarhúsið endurreist í Aðalstræti Markmiðið að einkenni hússins fái að njóta sín Miðbærinn VERIÐ er að endurbyggja Isafoldarhúsið, sem stóð við Austurstræti 8 í rúma öld, á lóðinni við Aðalstræti 12 og er ráðgert að því verði lokið í mars. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Þor- stein Bergsson, framkvæmda- stjóra Minjavemdar, en hann sagði að áætlaður heildai'- kostnaður vegna fram- kvæmdanna væri um 50 til 60 milljónir. „Húsið var tekið niður spýtu fyrir spýtu í febrúar á síðasta ári, en mjög erfitt hefði verið að flytja það í heilu lagi vegna þess að Imrðaivirkinu hafði verið raskað nokkuð," sagði Þorsteinn. „Húsið verður reist á ný í sem næst upprunalegri mynd, en það verða þó gerðar nokkrar breytingar til að það standist nútímakröfur t.d. um eldvarnir." Mikið lagt upp úr eldvörnum Isafoldarhúsið, sem er fjór- ar hæðir, er nú samfast Aðal- stræti 10, þar sem veitinga- staðurinn Fógetinn er til húsa og sagði Þorsteinn að mjög öfl- ugur eldvamarveggur hefði verið settur upp á milli hús- anna. Þá sagði hann að timb- urklæðning hússins væri einn- ig eldvarin. Að utan verður húsið nánast í upprunalegri mynd og sagði Þorsteinn að höfuðmarkmiðið væri að karakter þess fengi að njóta sín sem best á nýjum stað. Gluggamir verða upp- runalegir, sem og þakskeggið og allt skrautvirki. Að innan Morgunblaðið/Ami Sæberg Verið er að endurreisa Isafoldarhúsið og er ráðgert að verkinu ljúki í mars. verða allir loft-, kverk- og gólflistar í sem næst uppruna- legri mynd, en herbergjaskip- an verður öðruvísi og í takt við nútímaþarfir. Þorsteinn sagði að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um það hvers konar starfsemi yrði í húsinu, en menn væm að velta fyrir sér ýmsum valkostum. Hann sagði að þó væri ákveðið að Hand- verk og hönnun myndi flytja í húsið og vera með sína starf- semi á 2. hæð þess. Að sögn Þorsteins er ekki ólíklegt að í húsinu verði ein- hvers konar verslunarstarf- semi og bætti hann því við að efsta hæðin yrði innréttuð sem íbúð, þó ekki væri enn ljóst hvemig henni yrði ráðstafað. Húsið verður í sem næst upprunalegri mynd bæði að innan og utan, þó hefur herbergjaskipan verið breytt í takt við nútímaþarfir. Fimm aðilar bjóða í knattspyrnuhús Grafarvogur FORVALI vegna fram- kvæmda við nýtt knatt- spyrnuhús, sem ráðgert er að reisa í Grafarvogi við Vík- urveg er lokið, en alls munu 5 aðilar fá að taka þátt í út- boðinu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigfús Jónsson, forstjóra Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar. Um er að ræða einkafram- kvæmd þar sem verktakinn bæði byggir húsið og sér um rekstur þess. Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður vegna framkvæmdanna verði um hálfur milljarður króna. Þeir verktakar sem taka þátt í útboðinu eru: • Járnbending ehf., TSH ehf. og Inn-sport ehf. • ÍAV hf. og Ármannsfell hf. , • ístak hf. og Nýsir hf. • Eykthf. • Sveinbjörn Sigurðsson hf. Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR), sagði að verið væri að vinna að útboðslýsingu og að gert væri ráð fyrir að henni yrði skilað til verktakanna í næstu viku. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða hversu langan tíma verktak- arnir fengju til að vinna að og skila inn tilboðum og því væri óljóst hvenær fram- kvæmdir myndu hefjast. Á lóðinni við Austurstræti 8, þar sem Isafoldarhúsið var, er verið að byggja um 3.000 fer- metra hús á 5 hæðum, en húsið mun líklega hýsa skrifstofur, verslanir og veitingastað, en í gegnum hann verður hægt að ganga frá Austurstræti og út á Austurvöll. ísafoldarhúsið á sér ríka sögu Lóðin við Aðalstræti 12 hafði staðið auð frá árinu 1977, en fyrir þann tíma var þar timburhús, sem Matthías Johannessen kaupmaður reisti árið 1890, en það var rifið eftir að það skemmdist mikið í eldi. ísafoldarhúsið á sér ríka sögu, en það var byggt árið 1885 af Bimi Jónssyni, rit- stjóra og síðar ráðherra. Bjöm bjó í húsinu og þar var einnig prentsmiðja, ritstjóm og af- greiðsla blaðsins ísafoldar, svo og bókaverslun. Sonur Bjöms, Sveinn, sem síðar varð fyrsti forseti lýðveldisins ólst einnig upp í húsinu og þar var einnig aðalbækistöð Morgunblaðsins í marga áratugi, en Bjöm var einn af stofnendum blaðsins. Hin síðustu ár hafa hinsvegar verið reknar verslanir í hús- inu, en einnig hefur þar verið ýmiss konar þjónustustarf- semi. Áhersla á þekkingaröflun og þátttöku íbúa í stefnumótun Reykjavík UNDIRBÚNINGUR Reykjavíkur vegna Staðar- dagskrár 21 er vel á veg kom- inn, að sögn Hjalta Guð- mundssonar, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 hjá borg- inni. Undanfarin 2 ár hefur verið unnið að því að koma koma staðardagskrá 21 á í Reykja- vík. Umhverfisstefna borgar- innar var samþykkt í borgar- stjórn 1998 en mótun slíkrar stefnu um framtíðarsýn og stefnu í umhverfismálum var fyrsta skrefið í ferlinu. Könnun meðal borgarbúa Hjalti segir að þegar fram- tíðarsýn umhverfisstefnunnar hafi legið fyrir hafi verið unnið stöðumat umhverfismála í borginni og lá það fyrir á síð- asta ári. Liður í því var gerð skoðanakönnunar meðal 800 borgarbúa á ýmsum viðhorf- um til umhverfismála enda segir Hjalti það eitt grundvall- ai-atriða Staðardagskrárinnar að rödd borgarbúa fái að hljóma í stefnumótunarvinn- unni. Meðal niðurstaðna í könn- uninni var að 58% Reykvík- inga telja sig ekki verða fyrir óþægindum vegna loftmeng- unar á heimili sínu, 13% segja áhrifin mjög lítil, 11% frekar lítil, 3% hvorki lítil né mikil, 11% frekar mikil og 5% mjög mikil. Aimennri spumingu um viðhorf til umhverfismála svöruðu 93% þannig að umhverfis- mál skiptu sig miklu máli, 3% hvorki litlu né miklu og 4% litlu eða engu máli. Einnig voru þátttakendur beðnir að forgangsraða við- fangsefnum í umhverfismál- um. Þar voru efst á blaði loft- mengun, umferðaröryggi, flokkun og endurvinnsla, úti- vistarsvæði, umgengni borg- arbúa og verndun strand- lengju. Hjalti segir að nú sé búið að skilgreina málaflokkana sem staðardagskrá borgarinnar nær yfir og verið sé að vinna að markmiðssetningu og undir- búningi framkvæmdaáætlana sveitarfélagsins og stefnt sé að því að ljúka henni á þessu ári. Lögð verður áhersla á að afla þekkingar um ýmislegt sem að þeim vandamálum, sem við er að etja, snýr. T.d. nefnir Hjalti, að væntanlega verði tekið á einu helsta áhyggjuefni borgarbúa, áhrif- um loftmengunar, með þeim hætti að gera athugun á upp- runa loftmengunar í borginni, svo hægt verði að taka á vandamálinu frá rótum. Hann segir að Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hafi reglulega mælt loftmengun og því liggi fyrir hve mikil hún er en eftii' eigi að rekja upptök hennar. Slíkrar þekkingar þurfi að afla áður en hægt verði að bæta úr. Grænt bókhald Miðað er við að vinna við staðardagskrána verði í fram- tíðinni stöðugt í endurskoðun enda sé þetta ferli sem lýkur aldrei. Meðal annars sem stefnt er að er að taka upp svokallað grænt bókhald fyrir borgina sem mælikvarða á ástand um- hverfismála með tilliti til sjálf- bærrar þróunar. Hjalti segir líklegt að þegar Staðardagskrá 21 verður hrundið í framkvæmd verði farið af stað með tilraunaverk- efni í bættri flokkun sorps, nýtingu á vatni og slíku til að fá almenning til þátttöku. Hvað er Staðardagskrá 21? STAÐARDAGSKRÁ 21 byggir á hugmyndafræði um heildræna hugsun í umhverfismálum. Hún er heildaráætlun um þróun hvers og eins samfélags á 21. öld og byggir á sam- þykktum Ríó-ráðstefnunn- ar árið 1992. Staðardagskrá er ætlað að vera eins konar for- skrift að sjálfbærri þróun og lýsa því hvemig samfé- lagið ætlar að tryggja komandi kynslóðum við- unandi lífsskilyrði. Auk umhverfismála er áætluninni ætlað að taka tillit til cfnahagslegra og félagslegra þátta enda verði umhverfismál aldrei slitin úr samhengi við önn- ur mál, og skoða beri áhrif manna á umhverfi sitt í víðu samhengi. Þessi lýsing er byggð á upplýsingum á vefsíðu Staðardagskrár 21á vef Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sa.mbnnd.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.