Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 1 5 Styðja Háskólann til fjar- kennslu og upplýsingatækni Morgunblaðið/Kristján Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans, kynntu söfnunarátak sem er miðað að því að styðja við þró- unarverkefni á sviði fjarkennslu og upplýsingatækni við háskólann. „HÁSKÓLINN á Akureyri þarf á öflugum stuðningi að halda og á víða vísan stuðning11 segir í bréfi sem tæplega 40 manns rita undir, en hóp- urinn hefur ákveðið að efna til al- mennrar söfnunar til að efla Háskól- ann á Akureyri. Bjöm Jósef Amviðarson sýslumaður á Akureyri sem sæti á í undirbúningshópi vegna söfnunarinnar kynnti átakið á fundi á Akureyri. Markmiðið með átakinu er að sögn Bjöms Jósefs að gera háskólanum kleift að vinna enn betur en nú að því að flytja háskólanám nær fólkinu í landinu. Takist það geta landsmenn allir hvar sem þeir búa á landinu not- ið þjónustu Háskólans á Akureyri. Söfnunarfénu verður varið til að styðja þróunarverkefni á sviði fjark- ennslu og upplýsingatækni, útvega fullkomnari búnað til fjarkennslu og efla tölvukost háskólans. Leitað verður til fyrirtækja, sveit- arfélaga og einstaklinga um land allt í þeirri von að sem flestir sjái sér fært að láta eitthvað af hendi rakna. Sparisjóður Norðlendinga hefur tek- ið að sér fjárvörslu fyrir þessa söfn- un og hefur verið opnaður reikning- ur þar númer 1145-26- 3900.Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri sagði átakið merki um mikla velvild og fórnfýsi í garð háskólans. Það væri einnig mik- ilvæg viðurkenning á gildi hans og þeirri starfsemi sem þar færi fram. Hann sagði sífellt meiri áherslu lagða á fjarkennslu við háskólann, enda væri það sjónarmið ríkjandi að einfaldara væri að flytja tæknina til fólksins en að safna fólki saman á einn stað til að njóta ávaxta tækninn- ar. „Þetta er mildlvægt atriði í byggðaumræðunni," sagði rektor. Hann sagði búnað sem til þyrfti dýran og framfarir miklar þannig að menn mættu hafa sig alla við að fylgjast með því nýjasta. Því væri ánægjulegt að hópur valinkunnra ís- lendinga hefði tekið sig saman um að styðja við bakið á háskólanum og efla þannig þau þróunarverkefni sem framundan væru á sviði fjarkennsl- unnar. „Fyrirtæki, sveitarfélög og ein- staklingar hafa oft í 12 ára sögu há- skólans sýnt mikinn rausnarskap og ég trúi því að svo verði einnig nú,“ sagði Þorsteinn. Electrolnx á lieima í Húsasmiðjuimi K Electrolux • Ryksuga • 1600W • Inndraganleg snúra • Fylgihlutageymsla • Ofnæmissía • Mjög hljóðlát ■2^494 HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is | æ alltaf... ■ ■ Odýrasti yyXaslerwoh & 9 m w Vandaðar eldavélar á frábæru verði! . .Jk..* ■ * 1 hraösuðuhella, qrill, o.fl. Stærð: 85x50x60 , Mastercook eldavél7274 4 keramikhellur, qrill, blástursofn m/hitajafnara statrænni klukku o.fl. Stærð: 85x60x60 1 hraðsuðuhella, grill, blástursofn o.fl. Stærð: 85x50x60 36.900 - -44S0ÖT- Mastercookeldavé!7n6 1 hraðsuðuhella, grill.o.fl. Stærð: 85x60x60 38.900. -^49^00^- Mastercookeldav6l7M5 1 hraðsuðuhella, grill.blástursofno.fl. Stærð: 85x60x60 _ 43.900. --54S0ÖT- Mastercookeldavélizn Burstað stál, keramikhellur, grill, blástursofn, stafræn klukka o.fl. Stærð: 85x60x60 89.900. - jefcgöð,- hvottavél 800 sn. L841Tekur 5 k9- af þvotti 13 þvottakerfi, flýtiþvottur, ullarþvottakerfi, hitastillir o.m.fl, CredabunKari/37636E m/rakaskynjara Snýr f báðar áttir, 60 mín. tímastillir, 2 hitastillingar, rakaskynjario.fi. Barki fylgir með. 29.900. ► 'fíj \ . ¥ 29.900.- 69.900- bvottavél1000 sil 11041 Tekur 5 ka. af þvotti 13 þvottakerfi, flýtiþvottur, ullarþvottakerfi, nitastillir o.m.fl. 39.900- H, x,- -x á íslandi EXPERT er stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu - ekki aðeins á Norðurlöndum. RflFTíEKÖflPER/LUN iSLílNDS H - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.