Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 16
16 FIMMTUD AGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristj án
Stálboginn í brúnni er mikið mannvirki. Tvo krana þurfti til að stilla einingamar saman og gámum var hlaðið undir bogann á sérstakri fyllingu.
Unnið við lengstu bogabrú landsins, yfír Fnjóská skammt frá Laufási
Stálboginn
reistur í gær
Munnlegt próf í veiði-
tækni við sjávarút-
vegsdeild Háskólans
Þátttakend-
ur á fjórum
stöðum á
landinu
MUNNLEGT próf í veiðitækni var
haldið við sjávarútvegsdeild Háskól-
ans á Akureyri s.l. þriðjudag og væri
ekki í frásögur færandi, nema fyrii'
það að nemendurnir voni á Akureyri
og Akranesi, kennararnir voru á ísa-
firði og í Reykjavík, en prófdómar-
inn á Akureyri.
Þorsteinn Gunnarsson rektor Há-
skólans á Akureyri sagði að fjar-
fundabúnaður hefði verið nýttur í
þessu óvenjulega prófi og hefði allt
gengið eins og í sögu. „Það var nán-
ast eins og allir væni í sömu skóla-
stofunni þegar prófið fór fram þó
menn væru dreifðir víða um land,“
sagði hann. „Þetta sýnir að fjarlægð-
ir geta verið afstæðar þegai- kemur
að þehTÍ tækni sem við búum nú við
og ég er sannfærður um að hún mun
aukast ennfrekar í framtíðinni."
Háskólinn á Akureyri sinnir nú
skipulegri fjarkennslu á Isafirði og
Austurlandi og næsta haust hefst
kennsla á vegum háskólans á Suður-
nesjum og þá er í undirbúningi að
hefja kennslu í Skagafirði og fleiri
stöðum síðar.
------H-*-------
Aætlun Ferða-
félagsins kynnt
FERÐAFÉLAG Akureyrar kynnir
nýja ferðaáætlun fyrir árið 2000 í
Galtalæk í kvöld, fimmtudagskvöldið
27. janúar, kl. 20. Að venju mun fé-
lagið bjóða upp á fjölbreyttar ferðir í
ár. A kynningunni verður m.a.
myndasýning og þá munu verslanir
sem selja útivistarfatnað kynna þær
vörur sem þær hafa á boðstólum.
Nú fram á vorið verða skíðaferðir
á dagskrá og verða slíkar ferðir í
boði alla laugardaga. Verður ýmist
um að ræða styttri gönguferðir eða
helgarferðir. Sú fyrsta verður næst-
komandi laugardag, 29. janúar, en
þai- er um að ræða létta skíðagöngu-
ferð um Súlumýrar.
FIMM Eyfirðingar vinna nú að
undirbúningi þess að setja á stofn
kjúklingabú í Eyjafirði og er stefnt
að því að framleiðslan nemi að
minnsta kosti 500 tonnum á ári.
„Við höfum verið að skoða þetta
gaumgæfilega að undanförnu og
fórum í síðustu viku til Danmerkur
þar sem við skoðuðum kjúklingabú
og eftir þá ferð má segja að yfir-
gnæfandi líkur séu á að við förum
út í þetta,“ sagði Auðbjörn Krist-
insson einn fimmmenninganna, en
hann rekur ásamt bræðrum sínum
STÁLBOGINN í nýju brúnni yfir
Fnjóská, hjá Laufási í Grýtu-
bakkahrcppi, var reistur í gær.
Eftir að búið var að stilla eining-
amar þrjár saman, var hafist
handa við að rafsjóða þær saman
og er stefnt að því að ljúka þeirri
vinnu í dag. Veðrið hefur nýst
mönnum vel við þessa framkvæmd
og sagði Sigurður Oddsson, deild-
arstjóri framkvæmda hjá Vega-
gerðinni á Akureyri, það hafa ver-
ið mjög mikilvægt skref að ná að
reisa bogann í blíðskaparveðri í
gær.
Brúin yfir Fnjóská verður stál-
bogabrú með steyptri yfir-
byggingu með 92 metra löngum
boga úr stáli og steypu og 144
metra langri og 7 metra tvíbreiðri
svínabú í Hraukbæ í Glæsibæjar-
hreppi norðan Akureyrar.
Auðbjörn sagði að kjúklingabúið
yrði eins fullkomið og unnt væri, “
„við færum ekki út í þetta öðru vísi
en að hafa þetta fullkomið", sagði
hann. Ætlunin er að búið starfi í
fjórum einingum, í einni yrði stofn-
fugl og þar færi fram eggjafram-
leiðsla, í næstu einingu verður út-
ungunarstöð, þá eldi á kjúklingum í
þeirri þriðju og loks sláturhús í
fjórðu einingunni. Auðbjörn sagði
að nokkur vegalengd yrði á milli
akbraut. Þetta verður jafnframt
lengsta bogabrú landsins og leysir
af hólmi gamla einbreiða brú fyrir
Fnjóská. Nýja brúin er nokkuð
norðar en sú gamla en með til-
komu hennar, í kringum 1. ágúst í
haust, styttist leiðin til Grenivíkur
um 4 km. Þá er þetta síðasti kafl-
eininganna, minnst einn kílómetri.
Starfsmenn munu starfa í ákveð-
inni einingu kjúklingabúsins og
verður þeim ekld heimilt að fara á
milli eininga til að gæta fyllstu
smitvarna.
„Með þessu móti verður staðið að
framleiðslunni á eins faglegan hátt
og mögulegt er,“ sagði Auðbjörn.
Sjá ýmis sóknarfæri
Fimmmenningarnir eru þessa
dagana að skoða svæði í Eyjafirði
þar sem möguleiki er á að koma
inn í lagningu bundins slitlags til
Grenivíkur.
Efnið í stálbogann er flutt frá
Englandi og kom það í 24 eining-
um. Einingarnar voru soðnar sam-
an hjá Stáltaki á Akureyri og voru
þær fluttar í þrennu lagi á áfanga-
stað með öflugum dráttarbíl. Hver
kjúklingabúinu fyrir. Áætlað er að
hefja byggingaframkvæmdir næsta
vor og stefnan sett á að framleiðsla
geti hafist síðla hausts. Auðbjörn
sagði að varlega áætlað yrði fram-
leiðslan um 500 tonn á ári og
starfsmenn á búinu yrðu 15 talsins.
Hann sagði að viðræður stæðu yfir
við Kaupfélag Eyfirðinga um sölu á
afurðunum, en enn væri ekki búið
að ganga frá þeim málum.
„Við erum bjartsýnir, þetta er
vaxandi markaður og við sjáum
ýmis sóknarfæri,“ sagði Auðbjörn.
eining er rúmir 30 metrar að
lengd og rúm 30 tonn að þyngd
Sigurður sagði mjög mikilvægt
að ná þessum áfanga, þar sem
ekki mætti vera með neitt jarð-
rask í ánni eftir 1. maí, því upp úr
því færi laxinn að ganga. Einnig
hefur verið unnið við að steypa
undirstöður beggja vegna árinnar
og sagði Sigurður að því stefnt að
halda steypuvinnu áfram með tíð-
in væri þetta góð.
Fyrirtækið Amarfell ehf. á Ak-
ureyri er verktaki við brúarsmíð-
ina en fyrirtækið átti lægsta tilboð
í verkið. Arnarfell bauðst til að
vinna verkið fyrir tæpar 134 millj-
ónir króna, sem er um 88% af
kostnaðaráætlun en hún hljóðaði
upp á 153 milljónir króna.
Bók-
mennta-
kvöld
BÓKMENNTAKVÖLD verð-
ur haldið í Deiglunni í kvöld,
fimmtudagskvöldið 27. janúar,
og hefst það kl. 20.30. Það er
Gilfélagið í samvinnu við Sig-
urhæðir, Hús skáldsins, sem
standa fyrir dagskránni, en
fram koma akureyrsk skáld og
flytja eigin verk.
Þeir sem fram koma að
þessu sinni eru Haraldur
Bessasson, Jón Erlendsson,
Jón Laxdal Halldórsson,
Kristján Pétur Sigurðsson og
Vigfús Björnsson. Verk þeirra
eru að ýmsum toga; ljóð, sögur
og lög. Fleiri slík bókmennta-
kvöld verða haldin síðar.
Fyrirhugað að reisa stórt
kjúklingabú í Eyjafirði
HS
Sex $mnu
Bókaðu í síma 570 3030 0; 460 7000
Fax 570 3001 • websale®airiceland.is •www.fluffelaf.is
...fljúfðufrekar
FLUGFELAG ISLANDS