Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
'tj.
■
...msm
40 ár frá því Óðinn kom til landsins
Heill á húfí úr
hverri raun
Óðinn fyrir breytingarnar sem gerðar voru á skipinu sumarið 1975. Þá var sett á það þyrluskýli og tveir
skorsteinar. Þá voru tveir léttabátar fjarlægðir af skipinu. Myndin er tekin árið 1968.
FJÖRUTÍU ár eru í dag liðin frá því
að varðskipið Óðinn sigldi til hafnar
í Reykjavík í fyrsta sinn. Skipið,
sem er elst þeirra varðskipa sem nú
eru í notkun, hefur marga hildina
háð á íslandsmiðum, m.a. verið beitt
í þremur þorskastríðum og tekið
þátt í björgun um 370 skipa.
Óðinn kom til hafnar í Reykjavík
Verðbréfaþing
pjr |n
i beinni
Fylgstu með á Viðskiptavef mbl.is
Á Viðskiptavef mbl.is er nú hægt að fylgjast með hlutabréfaviðskiptum á Verðbréfaþingi
íslands í beinni útsendingu. Með slíkum rauntímaupplýsingum Verðbréfaþingsins
nýtur þú forskots í viðskiptalífinu.
Tryggflu þér afigang að verðmætum upplýsingum á mbl.is - án endurgjalds!
vg'mbl.is
-ALLTAf= EITTH\SAÐ NYTT~
27. janúar 1960 eftir þriggja sólar-
hringa siglingu frá Álaborg í Dan-
mörku þar sem skipið var smíðað,
fjórum árum eftir að Bjarni Bene-
diktsson, þáverandi dómsmálaráð-
herra, bar fram á Alþingi ályktun
um smíði nýs varðskips fyrir íslend-
inga. Skipið er 880 rúmlestir, 64
metra langt og 10 metra breitt.
Sama aðalvélin hefur knúið skipið
áfram í rúm 40 ár, því sem nemur
upp undir 40 hringi í kringum hnött-
inn.
Bjargað 370 skipum
Óðinn hefur alla tíð verið viðloð-
andi björgunarstörf og landhelgis-
gæslu. Skipið hefur staðið að aðstoð
eða björgun um 370 skipa frá upp-
hafi. Eitt frægasta björgunarafrek-
ið vann áhöfn Óðins í mikilli björg-
unaraðgerð í Isafjarðardjúpi 1968
þegar bjargað var skipverjum af
breskum togara sem strandaði und-
h- Snæfjallaströnd við hrikalegar
aðstæður. Þá var skipherra á Óðni
Sigurður Þ. Árnason. Síðustu árin
hefur skipið sinnt ýmsum sérverk-
efnum, m.a. annast viðhald og end-
urnýjun siglingabauja. Óðinn var
einnig fyrsta varðskip Islendinga til
að fylgja fiskveiðiflota í úthafið þeg-
ar hann fór sem hjálparskip með
síldarflotanum norður fyrir Jan
Mayen í lok 7. áratugarins og var
einnig íslenskum togurum til að-
stoðar í Smugunni í Barentshafi á
árunum 1994-6.
Lent í ýmsum pústrum
Kristján Þ. Jónsson skipherra
hefur að eigin sögn verið viðloðandi
Óðin allt frá árinu 1968 og var skip-
herra á skipinu um árabil. Hann
segir að Óðinn hafi náð í skottið á
deilunum við Breta um útfærslu
landhelginnar í 12 mílur. „Óðinn var
hinsvegar í hringiðu þorskastríðsins
vegna útfærslu landhelginnar í 50
mílur árið 1972. Hann lenti þá í ýms-
um átökum, beitti togklipgunum
óspart og lenti í ásiglingum. Ég var
meðal annars um borð þegar drátt-
arbáturinn Lloydsman sigldi á okk-
ur, svo að taka þurfti skipið í slipp á
Akureyri."
Óðni var siglt til Árósa í Dan-
mörku sumarið 1975 þar sem gerðar
voru talsverðar breytingar á skip-
inu, sett á það þyrluskýli og tveir
skorsteinar. Þá voru tveir léttabátar
fjarlægðir af skipinu. „Það hafði
sýnt sig að bátarnir voru of stórir og
óþjálir í sjósetningu og söfnuðu á sig
mikilli ísingu. Þeir voru þvi fjar-
lægðir og allur búnaður sem þeim
fylgdi.“ ,
Þegar Óðinn kom úr breytingun-
um síðla árs 1975 var 200 mílna
þorskastríðið hafið og fékk skipið
þar ýmsa pústra að sögn Kristjáns,
missti meðal annars skrúfu í einni
ásiglingunni. „Þetta er hörkuskip og
hefur reynst vel. En skipið er orðið
40 ára gamalt og það eru fyrirsjáan-
legar miklar og kostnaðarsamar
endurbætur á því. Því verður því að
öllum líkindum lagt þegar nýtt varð-
skip verður tekið í notkun.“
I fyrstu voru alls 27 menn í áhöfn
Óðins en eru aðeins 18 í dag sem
Kristján segir vera lágmarksfjölda
til að skipið sé starfshæft sem
björgunarskip. Hann segir að marg-
ir hafi byrjað sinn starfsferill um
borð í Öðni. „Meðal annars var
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, viðvaningur og háseti á dekki
á Óðni á sínum tíma. Þannig hafa
margir ungir menn komið um borð í
Óðin og lært að vinna og að bjarga
sér sjálfir," segir Kristján.
Skip með sál
Einar H. Valsson er núverandi
skipherra á Óðni. Hann segir skipið
eldast vel og láta ennþá ljómandi vel
að stjórn. „Fjörutíu ár er kannski
ekki svo ýkja hár skipsaldur en það