Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU 'tj. ■ ...msm 40 ár frá því Óðinn kom til landsins Heill á húfí úr hverri raun Óðinn fyrir breytingarnar sem gerðar voru á skipinu sumarið 1975. Þá var sett á það þyrluskýli og tveir skorsteinar. Þá voru tveir léttabátar fjarlægðir af skipinu. Myndin er tekin árið 1968. FJÖRUTÍU ár eru í dag liðin frá því að varðskipið Óðinn sigldi til hafnar í Reykjavík í fyrsta sinn. Skipið, sem er elst þeirra varðskipa sem nú eru í notkun, hefur marga hildina háð á íslandsmiðum, m.a. verið beitt í þremur þorskastríðum og tekið þátt í björgun um 370 skipa. Óðinn kom til hafnar í Reykjavík Verðbréfaþing pjr |n i beinni Fylgstu með á Viðskiptavef mbl.is Á Viðskiptavef mbl.is er nú hægt að fylgjast með hlutabréfaviðskiptum á Verðbréfaþingi íslands í beinni útsendingu. Með slíkum rauntímaupplýsingum Verðbréfaþingsins nýtur þú forskots í viðskiptalífinu. Tryggflu þér afigang að verðmætum upplýsingum á mbl.is - án endurgjalds! vg'mbl.is -ALLTAf= EITTH\SAÐ NYTT~ 27. janúar 1960 eftir þriggja sólar- hringa siglingu frá Álaborg í Dan- mörku þar sem skipið var smíðað, fjórum árum eftir að Bjarni Bene- diktsson, þáverandi dómsmálaráð- herra, bar fram á Alþingi ályktun um smíði nýs varðskips fyrir íslend- inga. Skipið er 880 rúmlestir, 64 metra langt og 10 metra breitt. Sama aðalvélin hefur knúið skipið áfram í rúm 40 ár, því sem nemur upp undir 40 hringi í kringum hnött- inn. Bjargað 370 skipum Óðinn hefur alla tíð verið viðloð- andi björgunarstörf og landhelgis- gæslu. Skipið hefur staðið að aðstoð eða björgun um 370 skipa frá upp- hafi. Eitt frægasta björgunarafrek- ið vann áhöfn Óðins í mikilli björg- unaraðgerð í Isafjarðardjúpi 1968 þegar bjargað var skipverjum af breskum togara sem strandaði und- h- Snæfjallaströnd við hrikalegar aðstæður. Þá var skipherra á Óðni Sigurður Þ. Árnason. Síðustu árin hefur skipið sinnt ýmsum sérverk- efnum, m.a. annast viðhald og end- urnýjun siglingabauja. Óðinn var einnig fyrsta varðskip Islendinga til að fylgja fiskveiðiflota í úthafið þeg- ar hann fór sem hjálparskip með síldarflotanum norður fyrir Jan Mayen í lok 7. áratugarins og var einnig íslenskum togurum til að- stoðar í Smugunni í Barentshafi á árunum 1994-6. Lent í ýmsum pústrum Kristján Þ. Jónsson skipherra hefur að eigin sögn verið viðloðandi Óðin allt frá árinu 1968 og var skip- herra á skipinu um árabil. Hann segir að Óðinn hafi náð í skottið á deilunum við Breta um útfærslu landhelginnar í 12 mílur. „Óðinn var hinsvegar í hringiðu þorskastríðsins vegna útfærslu landhelginnar í 50 mílur árið 1972. Hann lenti þá í ýms- um átökum, beitti togklipgunum óspart og lenti í ásiglingum. Ég var meðal annars um borð þegar drátt- arbáturinn Lloydsman sigldi á okk- ur, svo að taka þurfti skipið í slipp á Akureyri." Óðni var siglt til Árósa í Dan- mörku sumarið 1975 þar sem gerðar voru talsverðar breytingar á skip- inu, sett á það þyrluskýli og tveir skorsteinar. Þá voru tveir léttabátar fjarlægðir af skipinu. „Það hafði sýnt sig að bátarnir voru of stórir og óþjálir í sjósetningu og söfnuðu á sig mikilli ísingu. Þeir voru þvi fjar- lægðir og allur búnaður sem þeim fylgdi.“ , Þegar Óðinn kom úr breytingun- um síðla árs 1975 var 200 mílna þorskastríðið hafið og fékk skipið þar ýmsa pústra að sögn Kristjáns, missti meðal annars skrúfu í einni ásiglingunni. „Þetta er hörkuskip og hefur reynst vel. En skipið er orðið 40 ára gamalt og það eru fyrirsjáan- legar miklar og kostnaðarsamar endurbætur á því. Því verður því að öllum líkindum lagt þegar nýtt varð- skip verður tekið í notkun.“ I fyrstu voru alls 27 menn í áhöfn Óðins en eru aðeins 18 í dag sem Kristján segir vera lágmarksfjölda til að skipið sé starfshæft sem björgunarskip. Hann segir að marg- ir hafi byrjað sinn starfsferill um borð í Öðni. „Meðal annars var Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, viðvaningur og háseti á dekki á Óðni á sínum tíma. Þannig hafa margir ungir menn komið um borð í Óðin og lært að vinna og að bjarga sér sjálfir," segir Kristján. Skip með sál Einar H. Valsson er núverandi skipherra á Óðni. Hann segir skipið eldast vel og láta ennþá ljómandi vel að stjórn. „Fjörutíu ár er kannski ekki svo ýkja hár skipsaldur en það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.