Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
[
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Þau leika einleik með Sinfóníunni á morgnn og stjórnandinn stendur við flygilinn.
V erðandi
einleikarar láta til
skarar skríða
Á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói í kvöld
þreyta sex ungmenni einleikarapróf. Þór-
unn Þórsdóttir heyrði að þau hlakka meira
til en kvíða fyrir þessari frumraun með
stórri hljómsveit og mörgum áheyrendum.
„PAÐ er ótrúlega gaman að spila
með svona alvöru hljómsveit, annað
náttúrlega en það sem við höfum áð-
ur gert. Nú reynum við að vanda
okkur mikið og skemmta okkur vel í
leiðinni, þú hefðir bara átt að sjá
hræddu krakkana sex hér í morgun,
náföla fyrir fyrsta rennsli. Svo þarf
að spila almennilega fyrir allt þetta
fólk sem ætlar vonandi á tónleikana
á fimmtudagskvöldið."
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói í kvöld klukkan
20 taka sex ungir hljóðfæraleikarar á
honum stóra sínum. Þeir, eða öllu
heldur þau, leika stutt verk eða kafla
úr verkum að eigin vali með Sinfón-
íunni, undir stjóm Bemharðs Wilk-
insonar, og mega þola að þetta heiti
einleikarapróf frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík. Kennarar þaðan
munu sperra eyrun og svo kviðdóm-
endur eins og foreldrar, systkini og
vinir auk ýmissa ókunnugra unn-
enda sígildrar tónlistar. Flestir ef
ekki allir þessir burtfararnemendur
halda sig nefnilega að henni og mest
að rómantíska tímanum, eins og
blaðamaður komst að í viðtali við
hópinn nú í vikunni.
Þá var fyrstu æfingu einleikar-
anna tilvonandi nýlokið með hljóm-
sveit allra landsmanna. Við settumst
út í sal og reyndum að heyra hvert í
öðm fyrir skaki duglegra starfs-
manna í bíóinu sem röðuðu stólum og
skelltu til þungum hlutum. Sex-
menningarnir vom fyrst spurðir
hvernig þeim liði eiginlega. Svarið
við því er í upphafi þessarar greinar.
Við það bættist játning um hve sér-
stök tilfinning það væri að sitja
fremst á sviði með fólkið fyrir aftan
sig sem alltaf hefði verið á einskonar
stalli. .Algjört æði að fá að spila með
öllum þessum tónlistarmönnum sem
við höfum litið upp til í mörg mörg
ár. Þetta er tækifæri sem við eram
þakklát fyrir og vonum líka að sé
upphaf á einhverju góðu. í útlöndum
til dæmis, til að byrja með alla vega,
því hér komumst við ekki miklu
lengra í tónlistarnámi. Auk þess er
auðvitað spennandi að þroska sig
betur og prófa að ganga aðrar götur
en hingað til.“
Að svo mæltu hófst hringferð milli
manna í viðtalinu, þar sem hver og
einn mátti segja hvers vegna hann
valdi viðkomandi tónlist fyrir prófið
og hvað hann hygðist fyrir í náinni
framtíð. Undir lokin var ein stúlkn-
anna farin að ókyrrast því einhver
beið hennar og aðrir ýmist komnir á
brandarastig eða orðnir mjög hugsi
og heimspekilegir.
Blaðamaður gekk ánægður út
þegar upp var staðið og má víst til að
deila því helsta af öðm sem sagt var
með lesandanum. Fyrr er þess að
geta að umgjörð tónleikanna kom til
tals, kjólarnir á stúlkumar fimm og
svokölluð Rússaskyrta á piltinn. 011-
um þótti gaman að þessu. Þá vom
tímamörk á tónleikunum oft nefnd,
fimmtán mínútur á mann takk - og
ekki meira því hópurinn sem útskrif-
ast í ár er óvenju stór. En föram nú
koll af kolli til að heyra meira frá
þessum efnilegu ungmennum.
Steinunn
„Ég þarf ekkert endilega að verða
heimsfræg," segir Steinunn Arn-
björg Stefánsdóttir sellóleikari, „en
auðvitað vil ég spila hér og þar í
framtíðinni, helst sem mest og best.
Steinunni langar til Parísar í fram-
haldsnám og hún þekkir þegar kenn-
ara við „konservatoríið" í Boulogne.
Blaðamaður nefnir að það sé kennt
við skóglendi í útjaðri borgarinnar
og hún svarar því til að þá sé best að
villast ekki í vor þegar hún fer til að
kanna jarðveginn. Á morgun mun
Steinunn leika 2. og 3. þátt Sellókon-
serts í a-moll ópus 129 eftir Robert
Schumann, „af því að það er flott“.
Kennari hennar við Tónlistarskól-
ann er Gunnar Kvaran.
Hildur
„Til að byrja á byrjuninni og enda
með stæl á aðeins korteri, ætla ég að
hoppa yfir miðjuna í mínum kon-
sert,“ segir Hildur Ársælsdóttir
fiðluleikari ákveðin. Verkið sem hún
valdi er eftir Antonin Dvorák, í
a-moll ópus 53. Hildur hyggst fara til
framhaldsnáms í Þýskalandi, annað
hvort í Berlín eða Köln, eftir burtfar-
arpróf frá „Tónó“ í vor. „Nema að ég
þurfi fyrst að taka stúdentspróf til að
komast inn í skóla, þá frestast þetta
aðeins hjá mér.“ Eins og hin í hópn-
um hefur Hildur verið á tónlistar-
braut í MH en kennari hennar í
Tónlistarskólanum er Guðný Guð-
mundsdóttir.
Margrét
„Hún hefur lengsta textann í efn-
isskránni," segja félagar Margrétar
Ámadóttur og og víst era þau nokk-
ur Rococo-tilbrigðin eftir Pjotr Tsja-
kovskí fyrir selló og hljómsveit.
„Þetta er fjölbreytt verk og mjög
bjart yfir því,“ segir Margrét, búin
að hafa tíma til að hugsa sig um með-
an stöllur hennar töluðu. Svo er orð-
ið tekið af henni, alltaf verið að
stjóma með hana, hugsar blaðamað-
ur seinna þegar hún segir að hún
hafi ekki mátt læra á hljóðfæri
systkina sinna, fiðlu og píanó, og
þess vegna hafi sellóið orðið fyrir
valinu á sínum tíma. En hún er
ánægð með það hlutskipti, ætlar
kannski til Bandaríkjanna í frekara
nám og og segir ekkert annað en
sellóleik koma til greina fyrir sig.
Gunnar Kvaran hefur kennt Mar-
gréti undanfarin ár.
María
Söngur hinnar sigurglöðu ástar,
heitir sagan eftir Túrgíníeff, sem
innblés Ernest Chausson verkið
Poeme fyrir fiðlu og hljómsveit ópus
25. „Þetta er rosalega háróman-
tískt,“ segir María Huld Markan
Sigfúsdóttir, fiðluleikari og áhuga-
kona um heimspeki og bókmenntir.
Hún ætlar að klára stúdentinn áður
en utan er haldið til enn lengra tón-
listarnáms, „til að koma fílefld inn í
inntökuprófs-brjálæðið". María talar
um tímann núna sem mikilvægan
reynslutíma og segir líka svolítið
meira um Ijóðverk hins franska
Chaussons: „Þar hefur hann enda-
laus litbrigði og impressjónískan
blæ, með hörpu meira að segja, þetta
er afar fallegt verk.“ Guðný Guð-
mundsdóttir er kennari Maríu.
Helga
Það kveður við annan tón hjá
Helgu Björgu Arnardóttur klarín-
ettuleikara í konsert Aarons Copl-
and, sem saminn var miklu seinna en
hin verkin, fyrir meistara Benny
Goodman. „Þetta er mjög sérstakt
verk,“ segir Helga, „það hefst
draumkennt og fer svo eiginlega út í
vitleysu, en ekki segja það í Moggan-
um.“ Blaðamaður ákveður að
óhlýðnast en getur bætt við skýringu
Helgu, um að endir konsertsins sé
djass. „Þetta er þekkt verk úr klarin-
ettubókmenntum og það er óvenju-
legt. Ástæðan er kannski sú að fáir
einleikarar með þetta hljóðfæri hafa
náð langt, klarínettan er ekki eins
gömul og til dæmis fiðla eða píanó og
fólk bara þekkir hana minna.“ Sig-
urður Snorrason hefur kennt Helgu
og hún stefnir á framhaldsnám í
Hollandi eða Belgíu sem hún segir
öflug lönd í sínu fagi.
Daði
„Þetta er skemmtilegt verk, fullt
af krafti og lífsgleði," segir karlmað-
urinn í hópnum, Daði Sverrisson, um
Píanókonsert Sergei Prókofíeffs,
númer 1 í D-dúr ópus 10. Hann leik-
ur á stærsta hljóðfærið á tónleikun-
um og hefur jafnframt þá sérstöðu
að eiga síðasta orðið í þessu spjalli.
„Tónskáldið samdi þennan konsert
fyrir sjálfan sig, á svipuðum aldri og
ég er núna. En maður hugsaði nú
ekki út í að skrifa eitthvað sjálfur
fyrir tónleikana með Sinfóníunni.
Prókofíeff sagði að þama væri hans
fyrsta fullþroskaða tónsmíð. Það var
svo sem umdeilt á sínum tíma, hann
þótti heldur byltingarsinnaður í tónl-
istinni." Daði hóf píanónám tíu ára,
en stúlkurnar byrjuðu yngri. Kenn-
ari Daða er Halldór Haraldsson. „Ég
hef bara látið þetta gerast smám
saman,“ segir Daði, „og ekki velt
framtíðinni mikið fyrir mér; fyrr en
kannski núna.“
Sigrún Eldjárn í Osló
SIGRÚN Eldjárn mun opna sýn-
ingu á málverkum í Is-Kunst gal-
lerí í Osló laugardaginn 29. janúar
nk. Um er að ræða 25 olíumálverk,
flest máluð á síðasta ári en tvö á
þessu. Viðfangsefni verkanna er ís-
lenskt gróðursnautt og eyðilegt
landslag; fjöll, eldstöðvar, sandar
og vötn. I þessu landslagi eru örs-
máar mannverur á ferli og sýna
smæð mannsins gagnvart náttúr,-
unni.
Þetta er fyrsta einkasýning Sigr-
únar í Noregi en hún hefur haldið
allmargar sýningar heima og er-
lendis og auk þess tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum.
Sýningin í Osló mun standa til
Verkið: Eldborg 1999. Olía á
striga. 40x40 sm.
17. febrúar. Is Kunst-galleríið er til
húsa á Markveien 56C í Osló.
dagana 27. janúar
-50% afsláttur
til 5. febrúar ^ , .
Opnunartimi:
Mánudaga-föstudaga 12.oo - 18.oo
laugardaga 11 .oo -16.oo