Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 41
40 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUD AGUR 27. JANÚAR 2000 41
iMwgtwiMD&tti
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERKLAGSREGL-
UR OG VIÐ-
SKIPTAHÆTTIR
BANKAR og stærri verðbréfafyrirtæki hafa sett sér verk-
lagsreglur, sem byggjast á lögum um verðbréfaviðskipti
frá árinu 1996. Vera má, að verklagsreglurnar séu ekki ná-
kvæmlega eins hjá fyrirtækjunum en ætla verður að mikið
samræmi sé þar á milli m.a. vegna þess, að þáverandi banka-
eftirlit yfirfór reglurnar hjá hverju þeirra fyrir sig.
I 7. gr. verklagsreglna Búnaðarbanka íslands hf. segir svo:
„Starfsmönnum bankans er óheimilt að eiga viðskipti með
önnur verðbréf en þau, sem skráð eru á opinberum verðbréfa-
markaði eða ganga kaupum og sölum á öðrum skipulegum
markaði, sem starfar reglulega og er opinn almenningi."
í svari við fyrirspurn frá Morgunblaðinu upplýsti Stefán
Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, hér í blaðinu sl. laugar-
dag, að nokkur hópur starfsmanna bankans hefði keypt á síð-
asta ári hlutabréf í móðurfélagi íslenzkrar erfðagreiningar og
fengið til þess undanþágu frá ofangreindum reglum.
Stefán Pálsson rökstuddi undanþágurnar með því, að ríkið
sjálft hefði veitt starfsmönnum Búnaðarbanka og Landsbanka
heimild til þess að eignast hluti í bönkunum í lokuðu útboði áð-
ur en bankarnir tveir höfðu verið skráðir á Verðbréfaþing.
Jafnframt kom fram, að ekki var um að ræða boð um undan-
þágur til allra starfsmanna bankans heldur var undanþága
veitt þeim starfsmönnum, sem höfðu frumkvæði um að leita
eftir því.
I framhaldi af svörum bankastjóra Búnaðarbanka Islands
beindi Morgunblaðið sömu spurningu til annarra banka. Hall-
dór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, upplýsti
að í einu tilviki, snemma á síðasta ári hefði starfsmönnum
Landsbréfa verið veitt „afmörkuð undanþága gegn mjög stíf-
um skilyrðum um langtímaeignarhald á viðkomandi bréfum".
Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að fyrirtækið hefði ekki veitt slíkar undanþág-
ur nema í örfáum tilvikum, þar sem starfsmönnum hefði verið
leyft að kaupa hluti í íþróttafélögum fyrir litlar fjárhæðir.
Hann sagði jafnframt: „Við teljum okkur hreinlega ekki í
stakk búin til þess, þar sem verklagsreglurnar eru staðfestar
af Fjármálaeftirlitinu og sú stofnun hefur ekki staðfest neinar
undanþáguheimildir frá þeim.“
í Morgunblaðinu í gær er upplýst, að íslandsbanki hafi veitt
undanþágur frá þessari reglu. I Morgunblaðinu í dag kemur
fram, að hvorki Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis né
Sparisjóður Hafnarfjarðar hafi sett verklagsreglur og þar af
leiðandi hafa starfsmenn þeirra ekki þurft að leita eftir undan-
þágum. Hins vegar séu stífar verklagsreglur hjá Kaupþingi og
ekki vitað til þess, að undanþágur hafi verið veittar frá þeim.
í september sl. leitaði FBA eftir samþykki Fjármálaeftir-
litsins við því að verklagsreglum bankans yrði breytt og
starfsmenn gætu stundað viðskipti með óskráð bréf. Þeirri ósk
var hafnað. Hins vegar virðist Fjármálaeftirlitið ekki hafa
gert athugasemdir við undanþágur, sem aðrir bankar hafa
veitt án þess að leita samþykkis þess. Þessi mismunun gagn-
vart einstökum fjármálafyrirtækjum vekur óneitanlega at-
hygli.
Af þessu má ljóst vera, að fjármálafyrirtækin standa með
mjög mismunandi hætti að þessum málum. Og augljóslega er
mikill munur á því, hvort starfsmenn fá, væntanlega af tilfinn-
ingaástæðum, heimild til að kaupa hlutabréf í íþróttafélögum,
þar sem hagnaðarvon sýnist vera mjög takmörkuð ef nokkur,
eða hvort um er að ræða viðskipti með hlutabréf í fyrirtæki á
borð við Islenzka erfðagreiningu.
Þeir sem haft hafa aðstöðu til að kaupa hlutabréf í því fyrir-
tæki hafa augljóslega hagnast verulega og í sumum tilvikum
um háar fjárhæðir.
Augljóst er, að óheppilega hefur verið staðið að þessum mál-
um. Það er mikilvægt að reglurnar, sem settar eru séu skýrar
og að þeim sé fylgt. Undanþágur vekja tortryggni. En jafn-
framt er þýðingarmikið, að reglurnar séu raunsæjar þannig að
þær bjóði ekki heim tilraun til misnotkunar eða að fram hjá
þeim sé farið.
Bersýnilegt er, að þessum umræðum er ekki lokið. Fyrir Al-
þingi liggur frumvarp, sem ætlað er að styrkja stöðu Fjár-
málaeftirlitsins. Ætla má, að Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra verði beðin um að gefa þinginu ítarlega skýrslu
um þessi viðskipti. Jafnframt er ljóst, að fyrirtækin sjálf vinna
að endurskoðun þessara reglna. Þar þarf að vera fullt sam-
ræmi á milli þannig að starfsmönnum innan einstakra fyrir-
tækja finnist ekki að þeim sé mismunað eða að mismunur sé á
milli fjármálafyrirtækja, þannig að starfsmönnum finnist ekki
að starfsfélagar þeirra í öðru fyrirtæki njóti forréttinda um-
fram þá. I þessum efnum þarf að ríkja jafnræði, sem jafnframt
stuðlar að trausti út á við.
Samið um allt að 34% eign bænda í sameinuðu mjólkursamlaffl á Norðurlandi eystra
KEA skerðir eigið fé mjólkur-
samlagsins um hálfan milljarð
Samkomulag er að nást í deilu kaupfélaga
og mjólkurframleiðenda um eignarhald
mjólkursamlaganna á Akureyri og Húsavík.
Samkvæmt drögum eignast félag mjólkur-
framleiðenda allt að 34% í hlutafélagi um
rekstur mjólkurstöðvanna gegn fimm ára
inleggsskyldu. Aður mun KE A taka til sín
500 milljónir kr. af eigin fé mjólkursamlags-
ins á Akureyri. Ekki er full samstaða meðal
mjólkurframleiðenda um þessa niðurstöðu,
að því er fram kemur í grein Helga Bjarna-
sonar, en hópur bænda gerir kröfu um
meirihlutaeign bænda.
Morgunblaðið/Kristján
Formaður KEA og samningamenn bænda fara yfir drög að samningi um
aðild bænda að nýju mjólkurfélagi, f.v. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Sig-
urgeir Hreinsson og Haukur Halldórsson.
Landeigendur óánægðir á fjölmennum fundi vegna kröfu-
gerðar um þjóðlendur í afréttum Arnessýslu
Landeigendur íjölmenntu á fund í fyrrakvöld, þar sem kröfugerð ríkisins um þjóðlendur í Árnessýslu var rædd.
Kröfugerð ríkisins
þvert á landamörk
STJÓRN Kaupfélags Eyfirð-
inga samþykkti í gær að
heimila stjórnarformanni og
kaupfélagsstjóra að ganga
frá samkomulagi við viðræðunefnd
mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og
Suður-Þingeyjarsýslu um eignaraðild
framleiðenda að mjólkursamlögunum
á grundvelli samningsdraga sem
liggja fyrir. Stofnuð hafa verið einka-
hlutafélög um mjólkursamlögin,
MSKEA ehf. um samlagið á Akureyri
og MSKÞ ehf. um samlagið á Húsavík
og á KEA félögin að öllu leyti. Félög-
in verða sameinuð í eitt félag.
Framleiðendasamvinnufélag kúa-
bænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu
mun eignast allt að 34% í hinu nýja fé-
lagi, á móti að minnsta kosti 66% hlut
KEA, gegn því að leggja fram bind-
andi viðskiptasamninga við framleið-
endur um að leggja inn í samlagið að
minnsta kosti 99% af þeirri mjólk sem
framleidd er á svæðinu. Verða þeir að
skila inn þessum innleggsloforðum í
ágúst. Fyrir hvert prósentustig
mjólkurframleiðslunnar, sem ekki
næst samkomulag um, minnkar eign-
araðild bænda um 1%, þannig að ef
lagðir verða fram bindandi viðskipta-
samningar fyrir 95% mjólkurmagns-
ins mun framleiðendasamvinnufélag-
ið eignast 30% í hinu nýja fyrirtæki.
Eignaraðild bænda fer hins vegar
aldrei niður fyrir tiltekið mark sem
ekki hefur verið gefið upp hvert er.
I hluthafasamkomulagi sem gert
verður samhliða samningunum eru
bændum tryggð jöfn áhrif á við kaup-
félagið um stjórnun mjólkurfélagsins,
bændur tilnefna tvo menn
í stjórn og KEA tvo en að-
ilar tilnefna fimmta mann-
inn sameiginlega. Jafn-
framt verða ákvæði um að
framleiðendasamvinnufélagið eigi
rétt á að kaupa viðbótarhlut á mats-
verði. Kaupi það hins vegar meiri-
hluta hlutafjár getur KEA krafist
þess að framleiðendafélagið kaupi allt
hlutaféð á sama verði. I þriðja lagi
mun koma fram í hluthafasamkomu-
laginu að eigendur félagsins séu sam-
mála um að forsenda samninganna sé
að hið nýja félag geti greitt bændum
samkeppnisfært verð fyrir mjólkur-
innlegg, það er að greiðsla á hæsta
verði fyrir mjólk hafi forgang fram yf-
ir arðgreiðslur til eigenda. Loks verða
ákvæði um að litið sé svo á að með
samningunum séu útkljáð ágreinings-
efni um eignarhald á mjólkursamlög-
unum.
Fleinn í holdi KEA
Lengi hafa verið deilur um eignar-
aðild bænda að mjólkursamlögum
sem að forminu til hafa verið í eigu
blandaðra kaupfélaga. Bændur hafa
gert kröfu um beina eignaraðild og
hafa stutt þær margvíslegum sögu-
legum rökum, meðal annars um fram-
lög til uppbyggingar samlaganna.
„Hér hefur þetta deilumál verið
eins og fleinn í holdi kaupfélagsins og
torveldað nauðsynlega vinnu við að
ljúka endurskipulagningu KEA,“ seg-
ir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, for-
maður stjórnar KE A. „Það liggur fyr-
ir að réttarstaða mjólkurframleið-
enda er önnur en annarra félags-
manna. Mjólkursamlögin höfðu meira
sjálfstæði en aðrar deildir félaganna,
Mjólkursamlag KÞ hafði til dæmis
sérstaka kennitölu. Málið er hins veg-
ar mjög flókið, jafnt félagslega sem
fjárhagslega, og í raun flóknasta úr-
lausnarefni sem ég hef staðið frammi
fyrir. Inn í það blandast hagsmunir
annarra félagsmanna og eigenda
B-deildarbréfa í KEA. En nú er að
hrökkva eða stökkva og ég tel að allir
ættu að geta verið sáttir við niður-
stöðuna,“ segir Jóhannes Geir.
Bændur vildu meirihluta
Viðræður hafa staðið yfir á milli
fulltrúa stjórnar kaupfélagsins og við-
ræðunefndar bænda sem vinnur í um-
boði kúabændadeildar Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar. Á síðari stigum
hafa komið að málinu fulltrúar þing-
eyskra kúabænda en þegar KÞ lenti í
greiðsluerfiðleikum samþykktu
bændur sölu mjólkursamlagsins til
KEA gegn því að eignaraðild þeirra
yrði tryggð.
„Eg tel að samkomulagið sé viðun-
andi, ef það gengur eftir sem stefnt
hefur verið að, og hvet bændur ein-
dregið til að taka þátt í
þessu með okkur,“ segir
Sigurgeir Hreinsson, for-
maður Búnaðarsambands
Eyjafjarðar. í upphafi
stefndu bændur að meirihlutaeign í
mjólkursamlaginu og hefur sú stefna
verið samþykkt á fundi framleiðenda.
Sigurgeir segir að bændur hefðu vilj-
að eignast stærri hlut í félaginu en
ýmis atriði í hluthafasamkomulagi að-
ila vegi það upp. „Við komumst ekki
lengra í þessu skrefi,“ segir hann.
„Þegar tveir aðilar eru að semja
reyna þeir að komast að viðunandi
niðurstöðu fyrir báða aðila,“segir
Haukur Halldórsson, einn af samn-
ingamönnum bænda, þegar hann er
spurður að því af hverju þeir hefðu
sætt sig við minna en meirihlutaeign
eins og að var stefnt í upphafi. Bendir
hann á að í hluthafasamkomulagi séu
tryggð þau atriði sem bændur leggja
mesta áherslu á, svo sem varðandi
stjórnun félagsins og áherslur um for-
gang bænda til greiðslna og ákvæði
um kauprétt á viðbótarhlutafé. Telur
Haukur að hagsmunir framleiðenda
séu tryggðir með þeim hætti. Þá vek-
ur hann athygli á því að ekki sé tilvilj-
un að eignaraðild bænda sé miðuð við
meira en einn þriðja því tvo þriðju
hluta atkvæða á aðalfundi þurfi til
breytinga á stofnsamþykktum félags-
ins.
Mjólkurframleiðendur í Þingeyjar-
sýslu eiga aðild að samkomulaginu
enda verða þeir þátttakendur í hinu
nýja samvinnufélagi framleiðenda.
Einn af forystumönnum þeirra,
Kristín Linda Jónsdóttir í Mið-
hvammi í Aðaldal, segir mjög mikils
virði að ná samkomulagi við KEA um
eignaraðild bænda sem á pappírunum
eigi samlögin, til þess að skapa frið
um mjólkurvinnslu á þessu land-
svæði. Það hljóti að vera öllum til
hagsbóta og skapi möguleika til að
byggja upp öfluga mjólkurvinnslu.
Hún tekur þó fram að út úr samning-
unum verði að koma spennandi kost-
ur, ekki síst ef til frekari sameiningar
mjólkursamlaga ætti að koma.
Verður bændum of dýrt
Hópur eyfirskra kúabænda hefur
verið óánægður með þá stefnu sem
viðræðurnar við KEA hafa tekið og
haft með sér óformlegt samstarf um
að fá samningamenn inn á rétta
braut. Aðalsteinn Hallgrímsson,
bóndi í Garði, segist vera óánægður
með þá niðurstöðu sem stefni í. „Þetta
virðist hafa verið eina leiðin sem kom-
ist hefur að. Við höfum viljað skoða
fleiri möguleika," segir hann. Kveðst
hann ósáttur við að bændur skuli ekki
eignast strax meirihluta í mjólkurfé-
laginu og telur að þær leiðir sem þeir
hafi til að ná því marki séu bændum
allt of dýrar. Reiknast honum til að
þegar upp verður staðið geti bændur
þurft að greiða kaupfélaginu tvo
milljarða króna fyrir eignir mjólkur-
samlagsins, tvöfalt raunverulegt
verðmæti eigna þess. Með því móti
væru bændur sjálfir að kaupa aðgang
mjólkursamlagsins að kvóta bænda.
Bendir hann í því sambandi á að
mjólkurvinnslustöðin séu ekki mikils
virði án hráefnisins sem bændur
leggja til.
Aðalsteinn er einnig óánægður með
það hvernig að undirbúningi samn-
inga hefur verið staðið. Hópur kúa-
bænda hyggst óska eftir því að Is-
lensk verðbréf hf. og endur-
skoðunarskrifstofuna PriceWater-
houseCoopers meti verðmæti mjólk-
ursamlagsins og mjólkina sem eign
framleiðenda í viðskiptum. Einnig
óska þeir eftir að KEA veiti nauðsyn-
legar upplýsingar um eignir mjólk-
ursamlagsins og rekstur þannig að
matið geti farið fram.
Skerða eigið fé um 500 milljónir
KEA mun minnka verulega eigið fé
mjólkursamlagsins á Akureyri áður
en það verður lagt inn í hið nýja hluta-
félag. Nettóskuldir þess eru nú rúmar
200 milljónir en til viðbótar verður
gefið út 500 milljóna króna skuldabréf
til KEA þannig að nettóskuldir verða
samtals um 700 milljónir kr. Hlutafé
KEA verður rúmar 300 milljónir kr.
og hlutafé bænda metið á 100 til 150
milljónir, eftir því hvað þeim tekst að
tryggja mikið mjólkurinnlegg. Jó-
hannes Geir Sigurgeirsson segir eign-
ir mjólkursamlagsins hafi verið end-
urmetnar og skuldabréfið gefið út á
móti hækkuninni. Þrátt fyrir endur-
matið séu eignirnar mun meira virði
en fram kemur í efnahagsreikningi
mjólkursamlagsins, ef miðað er við
endurstofnverð. Jóhannes segir að
KEA muni áfram útvega mjólkur-
samlaginu lánsfé á þeim bestu kjörum
sem KEA nýtur. Þá hafi skuldabréfið
eiginleika víkjandi láns, samkomulag
sé um að afborganir og vextir af um-
ræddu láni víki fyrir því markmiði að
greiða bændum samkeppnishæft verð
fyrir mjólkina.
Sigurgeir Hreinsson segir að
bændur séu nokkuð hugsandi yfir
skuldsetningu fyrirtækisins. Þótt það
sé ekki verr statt en fyrirtæki al-
mennt yrði að hafa í huga að staða
fyrirtækja mjólkuriðnaðarins á Suð-
ur- og Vesturlandi sé mun öflugri.
„Við hefðum viljað hafa efnahag
mjólkursamlagsins óskertan og vor-
um ósáttir við þessa breytingu," segir
Sigurgeir. Hann segir að tryggt sé að
uppgjör við bændur gangi fyrir
greiðslum af umræddu viðbótarláni.
Þá bindur hann vonir við verulega
hagi'æðingu af sameiningu mjólkur-
samlaganna á Húsavík og
Akureyri í eitt félag.
Félagi Aðalsteins í „óró-
legu deildinni", Sigurgeir
Pálsson í Sigtúnum, segir
að Mjólkursamsalan í Reykjavík
stefni að því að greiða bændum hæsta
mögulega verð fyrir innlagða mjólk
og séu til dæmis uppi hugmyndir um
að greiða 4 króna álag vegna fram-
leiðslu síðasta árs. MSKEA ehf. verði
að greiða sama álag til þess að geta
haldið því fram að það greiði sam-
keppnisfært verð. Telur hann enga
möguleika á því að það takist eftir að
skulir þess hafi verið auknar um 500
milljónir kr. eins og til standi. Það
þyrfti því að selja vörur sínar á hærra
verði en aðrir og það myndi leiða til
minni sölu og lægra greiðslumarks.
Aðalsteinn og Sigurgeir Pálsson
segja að yfirtaka KEA á 500 milljón-
um kr. af eigin fé mjólkursamlags
KEA sé enn eitt dæmið um það
hvernig KEA hafi blóðmjólkað þessa
mjólkurkýi- sína í gegn um árin. Fyrir
nokkrum árum hafi KEA tekið 500
milljónir af eigin fé mjólkursamlags-
ins auk þess sem árlega séu færðir
tugir milljóna króna á milli vegna
vaxta og fleiri þátta. „Ef bændur
hefðu alltaf átt þetta fyrirtæki og rek-
ið, eins og hugmyndin var í upphafi,
væri þetta stöndugt fyrirtæki sem
gæti greitt okkur hærra verð en aðrir
fá og boðið neytendum vörurnar á
lægra verði,“ segir Aðalsteinn.
Ekki áform um að
loka á Húsavík
I hluthafasamkomulagi KEA og
bænda eru ákvæði um að ekki sé hægt
að selja hlutafé til þriðja aðila nema
með samþykki beggja núverandi
eignaraðila. Jóhannes Geir segir í því
sambandi að rætt hafi verið um að
álitlegt væri að tengjast erlendu fé-
lagi, hugsanlega með eignatengslum.
Það gæti auðveldað aðgang að erlend-
um mörkuðum og hugsanlega veitt
hinu nýja félagi tækifæri þegar og ef
innflutningur mjólkurvara ykist. Býst
hann við að yfírlýsing af þessu tagi
muni verða gefin út samhliða undir-
ritun samninga.
Jóhannes Geir segir aðspurður að
ekki séu áform uppi um að hætta
mjólkurvinnslu á Húsavík. Hins veg-
ar sé fyrirhugað að auka verulega
sérhæfingu í vinnslu samlaganna.
Kristín Linda í Miðhvammi segir að
það hafí ekki verið áhersluatriði
bænda hvar mjólkin yrði unnin heldur
að það yrði gert á sem hagkvæmastan
hátt til þess að unnt yrði að tryggja
bændum hæsta verð fyrir hráefnið.
Á vegum viðræðunefndar bænda
hefur verið unnið að undirbúningi
stofnunar framleiðendasamvinnufé-
lags kúabænda á svæðinu. Starfandi
bændur á hverjum tíma, bæði í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslu, eru jafn rétt-
háir aðilar að félaginu. Félagið sjálft
mun eignast hlutabréfin í sameinaða
mjólkurfélaginu, ekki einstakir
bændur. Að sögn forsvarsmanna
bænda er það ákvörðunaratriði síðari
tíma hvernig farið verður með þann
arð sem félagið hugsanlega fær
greiddan út, hvort hann verði greidd-
ur út í hlutfalli við mjólkurinnlegg eða
hluti hans fari í stofnsjóð.
Málaferli hugsanleg
Á bændum sem eru óánægðir með
samkomulagið er að heyra að ekki
muni allir sætta sig við niðurstöðuna.
Aðalsteinn Hallgrímsson býst við að
einhver fari í mál til að krefjast hlut-
deildar í eignum mjólkursamlagsins,
til þess að fá þau mál á hreint í eitt
skipti fyrir öll. Þá segir hann hugsan-
legt að einhverjir framleiðendur
kanni möguleika á viðskiptum við
önnur mjólkursamlög. „Það yrði
slæmt ef til þess kæmi og menn
myndu örugglega ekki gera það fyrr
en fullreynt yrði að viðunandi samn-
ingar næðust við KEA,“
segir hann.
Jóhannes Geir segir að
menn verði að skilja að
fulltrúar KEA hafi teygt
sig eins langt og þeir mögulega hafi
getað til móts við sjónarmið framleið-
enda. Telur hann að hugsanleg mál-
sókn einhvers framleiðenda myndi
ekki raska áætlunum um stofnun fé-
lagsins, því hún myndi beinast gegn
KEA en ekki hinu nýja félagi. Hann
tekur fram að KEA hafi boðið upp á
það að úr ágreiningsefninu yrði skor-
ið fyrir dómstólum en menn verði þá
að skilja það að erfitt yrði fyrir KEA
að ganga til samninga við bændur
þegar félagið hefði unnið slíkt mál.
„Við höfum talið betra að mæta fram-
leiðendum með samningum," segir
hann.
Fyrir liggur að eign framleiðenda-
samvinnufélagsins mun verða veru-
lega minni en nú er áformað ef hópur
framleiðenda fer í viðskipti við annað
mjólkursamlag. Haukur Halldórsson
segir mikilvægt að bændur standi
saman um þetta mál. Með því móti
hefðu þeir meiri áhrif í nýju félagi um
rekstur mjólkurstöðvanna.
LANDEIGENDUR í Árnes-
sýslu fjölmenntu á fund í
Aratungu í fyrrakvöld til að
ræða kröfugerð ríkisins á
hendur landeigendum í sýslunni.
Krafa stjómvalda gerir ráð fyrir því að
stór hluti afrétta og landsvæða, sem
landeigendur í uppsveitum Ámessýslu
hafa hingað til talið sína eign, skuli tek-
ið í ríkiseigu sem þjóðlenda, skv. lögum
um þjóðlendur nr. 58/1998.
Óánægja ríkir meðal jarðeigenda
vegna þeirra línu sem dregin hefur
verið til að afmarka þjóðlendu og eign-
arland. Með þeirri línu eignar ríkið sér
um 87% af því afréttalandi sem um
ræðir og telja landeigendur að ríkið
hundsi aldagömul og þinglýst landa-
mörk jarða í sýslunni. Mikið ber á milli
þeirra landamarka, sem landeigendur
telja að séu í fullu gildi, og þeirra þjóð-
lendumarka sem nefnd á vegum fjár-
málaráðuneytisins hefur gert kröfu til í
nafni ríkisins.
Ljóst var á fundinum að landeigend-
um er heitt í hamsi vegna málsins og
töldu fundarmenn tillögurnar ósvífnar
og dæmi um stórfellda eignaupptöku,
sem ekki ætti sér hliðstæðu hér á landi.
Margeir Ingólfsson, formaður hrepps-
ráðs Biskupstungnahrepps, setti fund-
inn fyrir hönd undirbúningsnefndar og
sagðist vera undrandi yfir kröfugerð
ríkisins, sem gengi þvert á það sem
menn hafi talið vera rétt og að alda-
gömul landamerki væru ekki virt við-
lits og ekki tekið mark á þinglýstum
eignamörkum. Hann sagði landeigend-
ur ekki sætta sig við slík málalok og því
væri boðað til fundarins.
Kröfuhna ríkisins verði dregin
út fyrir þinglýst landamörk
Seinna á fundinum steig Margeir í
pontu á ný og sagði það einfalt í sínum
huga, að annaðhvort héldi þinglýsing-
arkerfið eða ekki. Einnig þætti honum
það hálfneyðarlegt, nái kröfur ríkisins
fram að ganga, „að það skuli vera þess-
ir stjórnmálaflokkar sem ætli sér að
standa að mestu eignaupptöku
Islandssögunnar". Þá las hann upp
ályktun fundarins sem undirbúnings-
nefndin kom sér saman um:
,Almennur fundur um lög nr. 58/
1998, þjóðlendislögin, haldinn 25. jan-
úar í Aratungu, skorar hér með á fjár-
málaráðherra íyrir hönd ríkisins að
draga kröfulínu ríkisins út fyrir
þinglýst mörk eignarlanda, enda sé
það alls ekki í anda laganna að ganga
þvert á þinglýstar eignarheimildir.“
Framsögumenn á fundinum voru
fimm og fyrstur reið á vaðið Björn Sig-
urðsson, bóndi í Úthlíð. Samkvæmt
kröfugerðinni mun Björn missa um
98% af eign jarðarinnar á afréttaland-
inu, sem er drjúgur meirihluti af heild-
ai'jarðnæði Úthlíðar. Björn sagði í
ræðu sinni að bændur væru reiðir
vegna kröfugerðar ríkisins, enda væri
enginn ágreiningur á milli manna í
sýslunni um landamörk, vegna þess að
vel væri frá landamerkjalýsingum
gengið.
„í haust fylgdi síðan kröfulýsing
fjármálaráðuneytisins. Kröfulýsinga;
plagg þetta á sér enga hliðstæðu. I
kröfugerðinni, sem íyrst náði yfir 77
jarðeigendur, var farið ránshendi og
þess krafist að stór hluti jarða yrði tek-
inn undir þjóðlendur án nokkurra bóta.
I slíkri kröfugerð kemur fram ótnáleg-
ur hroki og virðingarleysi íyiir því sem
mannlegt getur talist og því lífi og
starfi sem eigendur þessara jarða hafa
látið þjóðfélaginu í té um aldir. Margir
hafa stritað alla ævi fyrir því að geta
eignast jörðina sína og þá fyrst andað
léttar þegar þeir hafa í höndum
þinglýst plagg um að jörðin þeirra hafi
verið keypt með gögnum og gæðum.
Fylgir það sem fylgja ber og ekkert
undanskilið!" sagði Björn og kvað fast
að.
Engin rök hniga að
þessari niðurstöðu
„Þar kemur líka til jafnréttisregla
stjómarskrárinnar að allir landsmenn
skuli jafnir að lögum. Og það fær að
mínu mati ekki staðist, að einhver mis-
munur sé á þinglýstum jarðeignum,
hvort sem það eru efstu jarðir sveit-
anna eða þær sem neðar liggja. Um
aldir hafa fasteignir í sveitum landsins
lotið sömu lögum og ég hygg að flestir
landsmenn telji að jafnrétti á eignar-
rétti fasteigna sé einn af hornsteinum
lýðveldisins.“
Björn sagði að dómur óbyggða-
nefndar væri ekki fallinn, og að krafa
landeigenda til ríkisvaldsins væri ein-
fold og fælist í því að kröfulína ríkisins
yrði tafarlaust dregin út fyrir öll
þinglýst landamerki í Árnessýslu.
Olafur Bjömsson lögfræðingur var
einn frummælenda og sagði að við
framkvæmd laganna virtist sú nýlega
skoðun koma fram, að lögbýli með
þinglýstum landamerkjum kunni,
a.m.k. að hluta til, að vera að granni til
eign ríkissins, þó að landeigendur eigi
þar takmörkuð réttindi í foirni beitar-
réttar. „Með öðram orðum, að landa-
merkjabréf jarða segi aðeins til um yf-
irráðarétt en að þau séu ekki fullkomin
heimild um eignarrétt. Þessari nýju
kenningu, sem ég vil kalla svo, og kem-
ur mjög skýrt fram í kröfulýsingu
þjóðlendisnefndar fjármálaráðuneytis-
ins, er ég algerlega ósammála og ég tel
að engin rök hm'gi að þessari niður-
stöðu og ég tel jafnframt að hún verði
heldur ekki studd fordæmum."
Þinglýstar eignarheimildir verði
næg sönnun fyrir eignarrétti
Hann sagði landeigendur gera þá
kröfu að hinn almenni skilningur á
þessum eignum verði viðurkenndur,
þ.e. að jörð með þinglýstum landa-
merkjum sé eignarland. Ástæðan væri
sú að eigandi jarðar á Islandi hefði öll
eignarráð þessarar eignar í krafti
hinnar þinglýstu eignarheimildar og
gæti m.a. bannað öðram afnot hennar.
I samræmi við þetta hafi eigendur
jarða á Islandi ætíð fengið eignar-
haldsbætm’, ef réttindi jarða þeirra
hafa verið skert með sérstökum hætti,
enda sé eignarrétturinn varinn í
stjómarskrá.
„Þannig tel ég einnig að það séu eng-
in rök til þess að mismuna eigendum
bújarða eftir því hvort jarðir þeirra
liggja að hálendinu eða hvort þær séu á
láglendinu. Það er því von að landeig-
endur hafi verið rasandi hissa þegar
því var haldið fram að þeirra jarðir
væra ekki fullkomin eign þeirra, held-
ur ættu þeir þar einungis takmarkaðan
afnotarétt en landið væri að öðra leyti í
eigu ríkisins.“
Að sögn Ólafs eru fræðimenn al- _
mennt sammála um það, að maður sem
hefur þinglýsta eignarheimild yfir eign
sinni sé talinn eiga tilsvarandi réttindi
yfir eigninni þar til annað sannast.
„Með öðrum orðum, sá sem vill
vefengja heimild sem styðst við
þinglýsingabækur, hann hefur sönnun-
arbyrði fyrir þeirri staðhæfingu sinni.“
Að sögn Ólafs er meginkrafa land-
eigenda sú að hinar þinglýstu eignar-
heimildir verði metnar sem næg sönn-
un fyrir beinum eignarrétti
jarðareiganda, og að sá sem haldi öðru
fram, í þessu tilviki ríkið, verði að
sanna sitt mál. Hann telur að það verði
ríkinu erfitt að færa sönnur á slíkt
gegn framlögðum þinglýsingarskjöl-
um, ekki síst vegna þess að jarðeigend-
ur hafi farið með öll eignaumráð jarð-
anna á grandvelli opinberra landa-
merkjabréfa.
Ríkið ber kostnað af mála-
rekstri vegna landamerkja
Á fundinn mættu þingmenn kjör-
dæmisins ásamt Geir Haarde
fjármálaráðherra. Geir sagði að málið
snerist fyrst og fremst um lögfræðileg
álitamál, sem menn hafi tekist á um ár-
um saman, þrátt fyrir þinglýsingar og
jarðamerkingar og heimildir þar um.
Hann upplýsti einnig á fundinum að
búið væri að koma málum þannig fyrir
að ííkið myndi bera allan kostnað af
málarekstri vegna deilna um landa-
merki og kvaðst vonast til að viðunandi
lausn fengist, sem menn gætu unað'
sáttirvið.
Ámi Johnsen alþingismaður sagði
þær kröfulýsingar sem lagðar hafa
verið fram af hálfu stjórnvalda, ganga
of langt að sínu mati „Þær skapa ófrið,
óöryggi, tortryggni og úlfúð sem er
ekki farsælt til að vinna þetta mál á
friðsamlegan og eðlilegan hátt.“
„Ef að framganga þessara laga verð-
ur einhver óskapnaður sem raskar við-
miðunum í sveitum í landsins, þá mun
ég og eflaust fleiri alþingismenn berj-
ast fyrir því að lögin verði tekin upp,
hvort sem þeim verður kippt aftur eða
ekki.“
í svipaðan streng tók Guðni Agústs-
son landbúnaðarráðherra sem sagðist
harma niðurstöður nefndarinnar sem
kæmu fram í kröfuskýrslunni. Hann
sagði þó mikilvægt að leiða til lykta
gamlar deilur um hálendið og að mörk-
in yrðu skýr á milli þjóðlendna og eign-
arlands.
Kaupréttur að
viðbótareign
KEA blóðmjóik-
ar samlagið