Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Vandi
blaðanna
Hæfileikaríkt og metnabarjullt fólk
festist ekki í blaðamannastétt.
Eftir að hafa verið
búsettur í mörg ár í
Englandi sakna ég
sárt enskra fjöl-
miðla. Hvergi í
heiminum er að finna jafngott
úrval góðra dagblaða og tímarita
- og breska ríkisútvarpið BBC
hefur löngum þótt bera af öðrum
ljósvakamiðlum. A hverjum
sunnudegi var veisla því sunnu-
dagsútgáfur blaðanna eru sér-
lega vandaðar, uppfullar af fjöl-
breyttu og skemmtilegu lesefni.
I Englandi vandist maður á að
lesa dagblöð-
VIÐHORF inafþvíað
----- þau voru
Eftir Jakob F. skemmtileg
Asgeirsson ogvelskrif-
uð. Hér á landi flettir maður
blöðunum hálfpartinn hugsunar-
laust því maður á ekki von á að
rekast á vel skrifaða grein sem
mann þyrstir í að lesa. Margt
skilur auðvitað á milli fjölmiðlun-
ar í stóru engilsaxnesku löndun-
um og á Islandi, svo sem eðlilegt
er í ljósi stærðarmunar, en
stundum finnst manni megin-
munurinn einmitt vera vald
fjölmiðlamanna á tungu sinni. í
Bretlandi eru blaðamenn orðsins
menn, þeir skrifa í blöðin vegna
þess að þeir njóta þess að tjá sig
í rituðu máli. I Bandaríkjunum
fyrir þrjátíu árum var því jafnvel
slegið föstu að góðir blaðamenn
væru almennt orðnir betri penn-
ar en flestir skáldsagnahöfund-
ar: mannlífslýsingar bandarísku
stórblaðanna væru fyllri og
myndrænni en þær mannlífslýs-
ingar sem finna mætti í skáld-
sögum úr samtímanum. í ofan-
álag keppast blöð í þessum
löndum við að laða til sín fræga
rithöfunda til að skrifa greinar.
Blöðin vilja vera spegill samtíð-
arinnar og til að svo geti verið
þurfa þau auðvitað að hafa
snjalla penna á sínum snærum. í
Bretlandi eru t.d. skáldsagnahöf-
undamir Martin Amis og Julian
Barnes öðrum þræði blaðamenn
í lausamennsku. Þeim er borgað
hátt verð fyrir greinar þeirra
vegna þess að þeir skrifa vel og
hafa aðra og skarpari sýn á veru-
leikann en fastir starfsmenn
blaðanna. Á íslandi hefur á hinn
bóginn tíðkast að greiða rithöf-
undum sem vilja birta efni í dag-
blöðum eftir lengd greina þeirra
en ekki eftir gæðum!
Islensk dagblöð eru full af
mikilsverðum upplýsingum og
fróðleik, en blaðamenn þeirra
temja sér almennt ekki sjálfstæð
vinnubrögð sem reynir á ritfærni
þeirra. Sárasjaldan sér maður
t.d. í íslensku blaði frásögn
blaðamanns af fréttaviðburði þar
sem reynt er að setja atburðar-
ásina í rétt samhengi með því að
styðjast við marga heimildar-
menn og lýsa andrúmslofti með
hæfilega myndrænum hætti. Yf-
irieitt er gangurinn sá að viðtöl
við sjónarvotta eru birt, hvert of-
an í annað, og þannig er atburði
kannski lýst á heilli opnu sem
blaðamaðurinn gæti, með því að
leggja dálítið á sig, sagt frá skil-
merkilegar í sjálfstæðri frásögn
á hálfri síðu. Blöðin endurspegla
ekki samtíð sína eins og best
verður á kosið ef blaðamennirnir
sjálfir reyna ekki að lýsa mann-
lífinu.
Einn meginvandi íslenskrar
blaðamennsku er að hæfileikar-
íkt og metnaðarfullt fólk festist
ekki í stéttinni. Undanfarna 2-3
áratugi hafa fjölmargir hæfi-
leikamenn fengist við blaða-
mennsku en stoppað stutt við.
Þeir virðast ekki hafa fengið
metnaði sínum svalað og því leit-
að á önnur mið. Vafalaust eiga
launakjörin hér nokkra sök, en
meginástæðan er skortur á sam-
keppni á blaðamarkaði. Blöðin
finna ekki hjá sér knýjandi þörf
til að halda í öflugt fólk því þau
eiga það ekki á hættu að þeir fari
til keppinauta. Þannig hverfur
hæft fólk úr blaðamannastétt
nánast á ári hverju. Eftir sitja
vissulega nokkrir sem eru blaða-
menn að náttúru, en líka margir
sem hafa minni metnað og minni
hæfileika en þeir sem fóru -
ásamt ungu fólki sem finnst
gaman að takast á við blaða-
mennsku stuttan tíma áður en
það finnur sér framtíðar-
starfsvettvang. Afleiðingin er
m.a. sú að blöðin eru almennt
ekki nógu vel mönnuð, sem sýnir
sig t.d. í því að víða er sláandi
munur á getu og hæfileikum rit-
stjóra blaðanna og annarra
blaðamanna. Það hefur síðan í
för með sér föðurlega stjórnun
sem öðrum þræði er dragbítur á
sjálfstæð vinnubrögð.
Ekki er Iíklegt að samkeppni
aukist á íslenskum blaðamarkaði
á næstu áratugum. Fjölmiðla-
markaðurinn er í nokkuð föstum
skorðum, þ.e. sá hluti markaðar-
ins sem byggist á að selja neyt-
endum áskrift. Útgjöld vegna
fjölmiðlanotkunar eru fyrir
flesta u.þ.b. 10.000 kr. á mánuði
- sem gerir það að verkum að
fólk getur ekki bætt við sig nýj-
um fjölmiðli. Nýir fjölmiðlar sem
vilja hasla sér völl bjóða því upp
á ókeypis notkun, svo sem Skjár
1, ýmsar útvarpsstöðvar og vef-
síður á Netinu. Ef nýtt alvöru
dagblað liti dagsins ljós þyrfti
það að höggva stórt skarð í les-
endahópa Morgunblaðsins og
DV til að eiga sér tilverugrund-
völl; það gæti m.ö.o. ekki þrifist
við hliðina á Morgunblaðinu og
DV jafnöflugum og þau eru nú.
En þrátt fyrir viðvarandi sam-
keppnisskort er það engu að síð-
ur trú mín að íslensk blöð muni í
framtíðinni líkjast meir engil-
saxneskum blöðum og leggja
aukna áherslu á góðan texta og
skarpar greiningar. Netið mun
ýta undir þessa þróun. Smám
saman mun mikið af upp-
lýsingaflóðinu sem blöðin eru
uppfull af núna fara beina leið á
Netið og blöðin verða þá í aukn-
um mæli að útskýra og túlka það
sem gerist. Það aðsenda efni sem
blöðin birta nú mun líka í fram-
tíðinni að miklu leyti fara á Netið
og aðeins það besta verður
prentað í fullri lengd. Barátta
umhverfisverndarsinna mun
leggja lóð á vogarskálina, aðeins
verulega góður texti mun rétt-
læta allt það skógarhögg sem
þarf í pappír blaðanna. Þróun í
þessa átt er afar brýn fyrir fram-
tíð íslenskrar tungu. Fái ungt
fólk ekki svalað þörf sinni fyrir
hágæða lesefni og skarpar grein-
ingar á þjóðfélagsmálum og nú-
tíma mannlífi í íslenskum dag-
blöðum mun það í enn meiri mæli
en orðið er leita á vit enskunnar.
Að svo mæltu slæ ég botn í
þessa Viðhorfspistla mína og
þakka lesendum góðar viðtökur.
SIGURGEIR
ÞORS TEINSSON
+ Sigurgeir Þor-
steinsson fæddist
í Háholti í Gnúp-
verjahreppi 11. júlí
1904. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 17. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þorsteinn
Bjarnason, bóndi og
fræðimaður og Ingi-
björg Þorsteinsdótt-
ir í Háholti. Þau
eignuðust 14 börn
og komust 13 þeirra
á legg, en eftir lifa Sigríður og
Bergþóra.
Sigurgeir ólst upp í Háholti en
eignaðist heimili I Stóru Más-
tungu í sömu sveit 1924 þar sem
Á1. áratug þessarar aldar voru bú-
skaparhættir og híbýli fólks líkust
því sem verið hafði frá upphafi
byggðar í landinu. Sigurgeir Þor-
steinsson var af þeirri kynslóð sem
lifði það að alast upp við svipaðar að-
stæður og böm höfðu gert um aldir
og sjá veröldina breytast meira en
hún hafði gert um þúsundir ára.
Hann ólst upp í stórum systkinahópi,
en hefur ungur þurft að fara að heim-
an og vinna á öðrum bæjum eins og
börn og unglingar gerðu.
Heimilið hefur þó verið bjargálna
og vel hugsað um bömin, því af 14
bömum dó aðeins eitt í bemsku. Þeg-
ar Geiri var nítján ára dó Ingibjörg
móðir hans frá fimm yngri systkinum
hans og var tekið til þess hve kaldur
og sorglegur dagur það var þegar
hún var borin til grafar á sama tíma
árs og við kveðjum Geira nú. Þó að
námsgáfur Geira og systkina hans
væm góðar og grúskarinn og far-
kennarinn Þorsteinn í Háholti faðh-
þeirra hafi eflaust haft skilning á
löngun þeirra til að menntast, gáfu
veraldleg efni ekki tilefni til þess.
Þeir sem þekktu Geira fóm þess þó
ekki duldir að vel hefði hann getað
lært. Hann hélt námsgáfunum til
hinstu stundar og oftar en ekki sló
hann okkur við sem yngri vomm þeg-
ar rætt var um málefni líðandi stund-
ar.
Þó að ekkert hafi orðið úr skóla-
göngu nýttust meðfæddar gáfur hans
og hagleikur vel. Geiri var kominn af
smiðum og sagði faðir hans um föður
sinn og afa, Bjama og Þorstein Jör-
undsson í Brúnavallakoti, Illugason-
ar Skálholtssmiðs, að þeir væm
„þjóðhagasmiðir". Þorsteinn í Brúna-
vallakoti var afi beggja foreldra Sig-
urgeirs, því þau vora bræðraböm.
Eg hygg að það hafi aldrei hvarflað
að okkur sem ólumst meira eða
minna upp í Gnúpverjahreppi upp úr
miðri öldinni að Geiri væri ekki há-
menntaður húsasmiður. Hvar sem
verið var að byggja var Geiri Þor-
steins smiðurinn og stjómaði smíð-
um og steypulögn. Þannig var hann
þátttakandi í því að umbreyta sveit-
inni sinni úr miðaldasveit í byggðalag
framtíðarinnar. Þegar ég heimsótti
hann á Dvalarheimilið Ás ræddum
við aldrei um það sem liðið var heldur
spurði hann mig hvort ég hefði nokk-
uð komið inn í Sandafell nýlega og
séð hvemig gengi með virkjunina. Þó
að svo bæri við að ég hefði farið þar
um var það hann sem gat frætt mig
um gang mála og stærð og mál
mannvirkjana á Þjórsársvæðinu.
Þannig horfði Geiri til framtíðarinn-
ar.
Sigurgeir var skráður til heimilis í
Stóm Mástungu eftir að faðir hans
brá búi í Háholti 1924 og má vera að
tilviljun hafi ráðið, því frændsemi var
ekki náin. í Mástungu eignaðist Geiri
fjölskyldu og var alúð hjónanna
Ragnheiðar og Haralds og bama
þeirra slík við hann, að var hann þeim
sem faðir og afi. Síðustu árin dvaldi
hann á Dvalarheimilinu Ási við gott
atlæti og hlýhug starfsfólks og sam-
býlinga.
Þorsteinn Ólafsson.
Sigurgeir Þorsteinsson er látinn.
Það er ótrúlegt hversu erfitt getur
hann var skráður til
heimilis til æviloka.
Síðustu þrjú árin
dvaldist hann á
Dvalarheimilinu Ási
í Hveragerði. Um
og upp úr 1940
starfaði hann um
nokkurra ára bil í
Reykjavík, meðal
annars á trésmíða-
verkstæði Kristins
vagnasmiðs. Eftir
það flutti hann aftur
austur í Eystri
Hrepp þar sem hann
vann við húsasmíðar. Sigurgeir
var ókvæntur og barnlaus.
Utför Sigurgeirs fer fram frá
Stóra-Núpskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
verið að kveðja 95 ára gamlan mann,
saddan lífdaga. Kannski er það vegna
þess að hann var alltaf svolítið stór í
sér, þó að htið bæri á. Það er eins og
fjall sem maður hefur alltaf fyrir aug-
unum sé horfið, þá fyrst sér maður
hvað fjallið var fallegt og átti ríkan
þátt í landslaginu.
Margar minningar vakna við þessi
leiðarlok; spilað við Kolla og Geira,
teflt og samvinna við ýmis störf.
Geiri hafði alltaf áhuga á öllum
framkvæmdum, jafnt litlum sem
stómm, það var sama hvort um var
að ræða htinn skúr uppi í sveit eða
virkjunarframkvæmdir á fjöllum
uppi. Hann studdi alltaf framtak og
fmmkvæði, hvemig sem það kom
fram.
Einhverju sinni skrifaði ég stjórn-
málagrein í Moggann, Geiri var
stóránægður, ekki endilega með
greinina eða sjónarmiðin, heldur
framtakið. Þrátt fyrir að vera mikill
dugnaðarmaður og hafa unnið alla
ævi eins og kraftar leyfðu kom hann
á óvart með því að sættast við dvín-
andi starfsþrek og elli.
Geiri hafði gaman af skepnum og
óhætt er að segja í fullri alvöra að
hann hafi verið vænn við menn og
málleysingja. Hann lifði í sátt við alla
en var snjall að nýta tækifærin sem
gáfust til að bregða birtu á daglega
lífið. Hann þakkaði alltaf vel fyrir allt
sem var gert fyrir hann en ætlaðist
ekki til þakklætis fyrir það sem hann
gerði fyrir aðra.
Að lokum vil ég þakka allar minn-
ingamar og samvemstundimar, hér
hefur verið stiklað á stóm, Geiri var
heldur aldrei fyrir tafir eða mála-
lengingar, en vildi að allt gengi vel,
helst glimrandi vel.
Bjarai Haraldsson.
Vammlausum hal og vítalausum fleina,
vant er ei boglist, þarf hann ei að reyna.
Þessar aldagömlu Ijóðhnur koma
mér i hug þegar ég minnist Geira,
eins og hann var jafnan nefndur af
kunnugum.
Á fyrstu áratugum aldarinnar var
ekki mikið um skólagöngu hjá bam-
mörgum fjölskyldum þar sem ekki
var auður í garði. Farkennsla til
fermingamndirbúnings og síðan ekki
söguna meir. Geiri hefur notið góðs
atlætis í bemsku og víst er að hann
erfði mannkosti foreldra sinna. En
fljótlega á unglingsámm fór hann að
heiman og gerðist vinnumaður,
stundum kaupamaður eða vetrar-
maður á bæjum í Gnúpverjahreppi.
Hann kom sér hvarvetna vel, var
góður verkmaður og var sama að
hveiju hann gekk, hvort sem það var
heyskapur að sumrinu eða vetrar-
gegningar. Einnig kom fljótt í ljós að
hann var laghentur vel og úrræða-
góður að lagfæra ýmislegt sem aflaga
fór. En um 1940 breytti hann til, flutti
til Reykjavíkur og stundaði almenna
verkamannavinnu á tímabih, en undi
því ekki vel, og réð sig á trésmíða-
verkstæði Kristins vagnasmiðs sem
var þekkt á sinni tíð og hafði á sér
gott orð. Þar vann hann um árabil og
líkað vel, enda áhugi á smíðum frá
barnæsku. Þar fékk hann líka æfingu
í meðferð véla þeirra tíma og ýmsu
því öðm sem að trésmíði laut. Oft síð-
ar minntist hann þess tíma með
ánægju og bar bæði yfirmönnum og
samstarfsmönnum vel söguna. Ann-
ars held ég að Geira hafi aldrei falhð
vel að búa í Reykjavík og þegar hann
hætti að vinna á trésmíðaverkstæð-
inu flutti hann aftur austur í Gnúp-
verjahrepp. Það þykir kannski sum-
um ótrúlegt í dag en upp úr þessu fór
hann að taka að sér byggingar í
hreppnum, íbúðarhús og útihús, oft-
ast einn en einstöku sinnum með öðr-
um. Það var mikið byggt á þessum
tíma og ég hygg að Geiri hafi byggt
meirihluta þeirra bygginga sem risu í
Gnúpverjahreppi næstu þrjá áratug-
ina eða fram á áttunda áratug, þótt
ekki hefði hann skólagöngu né meist-
arabréf. En hann hafði eðlisgreind,
gott verksvit og samviskusemi, og ég
veit ekki til að þær byggingar sem
hann byggði hafi staðið sig nokkuð
verr en aðrar frá þessum tíma.
Geiri hafði lögheimih í Stóra-Más-
tungu frá 1924 þegar hann var þar
vetrarmaður. Það atvikaðist svo, að
þegar hann flutti í hreppinn eftir
dvölina í Reykjavík, varð hann fastur
heimilismaður í Mástungu, allt þar til
hann flutti að Ási í Hveragerði fyrir
þremur áram. Þegar börn okkar
Rögnu uxu úr grasi hændust þau að
Geira. Hann var þeim sannarlega
betri en enginn í uppvextinum, og er
þau fluttu að heiman fylgdist hann
vel með hvemig þeim gengi. Þegar
yngsti sonur okkar fór að vappa um
var Geiri að mestu hættur smíðum
utan heimilis og hafði því rneiri tíma
til að sinna honum. Með þeim tókst
sérstaklega náið og gott samband
sem ekkert breyttist þó að Öm færi
að heiman til náms og starfa, og það
var engin tilviljun að hann sat við
rúmstokk Geira á Landspítalanum
þar til yfir lauk.
Við þökkum af alhug öll handtök
hans í Stóm-Mástungu, vináttu hans
og hlýhug okkur til handa og bömum
okkar.
Ragnheiður og
Haraldur Bjarnason.
„Hann Sigurgeir lést í morgun"
var mér sagt á Landsspítalanum þeg-
ar ég ætlaði að líta til hans Geira
mánudaginn 17. janúar síðastliðinn.
Ég verð að játa að ég upplifði mig dá-
htið eins og munaðariausa í nokkrar
mínútur á eftir, svo sterkt er líf hans
Geira samofið tilvem minni. Ég man
ekki eftir mér öðmvísi en að Geiri
væri til staðar, að minnsta kosti ein-
hvers staðar nálægt. Hann átti lög-
heimili heima í Stóm-Mástungu frá
þvi ég var bam að aldri, vann áram
saman við smíðar í sveitinni og dvaldi
þá einungis heima á hátiðum og
stundum í stuttum fríum. Þegar svo
verkefni minnkuðu og aldurinn færð-
ist yfir kom hann alfarið heim og bjó
hjá foreldmm mínum á meðan heilsa
og kraftar leyfðu, jafnvel örhtið leng-
ur. Síðustu árin dvaldi hann á Dvalar-
heimilinu Ási í Hveragerði og undi
þar hag sínum vel.
Geiri var sérstaklega bamgóður
og þess naut ég og systkini mín öll
ríkulega. Vanalega tók hann okkur
að sér - mjög ákveðið - á vissum
aldri. En lengi vel bættist í hópinn,
við emm sjö talsins, þá minnkaði oft
athyglin á þeim sem kominn var í
skóla og næsti fékk að vera aðalnúm-
erið. Þar til kom að þeim yngsta, þá
var enginn til að taka við þannig að
Geiri og Öm urðu svona eins og
bræður, reyndar var 70 ára aldurs-
munur á þeim, en það gerði nákvæm-
lega ekkert til. Samband þeirra var
alla tíð einstakt og er gott til þess að
hugsa að einmitt Órn var hjá honum
þegar hann kvaddi þennan heim 95
ára að aldri. Hugsun hans og minni
var alveg skýrt til síðasta dags, það
var raunar ótrúlegt hvað hann var
glöggur og fylgdist vel með öllu því
sem skipti hann máli. Því það var
heilmargt: byggingar, landbúnaður,
lestur góðra bóka, sjónvarp, Sjálf-
stæðisflokkurinn o.fl.o.fl.
Moggann las hann til síðasta dags
þótt sjónin væri vissulega farin að
daprast. Um ágæti þessa manns ætla
ég ekki að fjölyrða frekar, en víst er
að hann Geiri var góður sínum og
okkur systkinum og foreldmm okkar
alveg sérstaklega. Fyrir það er ég
þakklát. Ég bið Geira allrar blessun-
ar á nýjum slóðum.
Vaka Haraldsdóttir.