Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 45 MINNINGAR HELGA BJÖRG HILMARSDÓTTIR + Helga Björg Hilmarsdóttir fæddist á Borgum, Akureyri, 3. nóvem- ber 1948. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Áslaug Þorleifs- dóttir frá Ytri-Bæg- isá í Glæsibæjar- hreppi, húsmóðir á Akureyri, f. 14.4. 1930, og Hilmar Steingrímsson, frá Árbakka í Glerár- hverfi, f. 19.7 1925, d. 8.8. 1974. Sambýlismaður Áslaugar er Sig- fús Stefánsson, f. 15.11. 1926, frá Efri- Rauðalæk í Glæsibæjar- hreppi. Systkini Helgu eru Gunn- hildur, f. 25.10. 1951, iðnverka- kona, búsett á Akureyri, gift Guðbimi Jónssyni, og Gylfi, f. 1.5. 1960, iðnverkamaður, búsettur á Akureyri, kvæntur Maríu Yri Donaire. Frá árinu 1965 til dauðadags var Helga í sambúð með Her- manni Jónssyni, f. 17.10. 1939, frá Mýlaugsstöðum í Aðaldal, hafnar- starfsmanni á Akureyri. Foreldr- ar Hermanns vom Jón Krisljáns- son frá Mýlaugs- stöðum í Aðaldal, f. 2.5. 1895, d. 3.11. 1949, og Laufey Hemitsdóttir frá Sýrnesi í Aðaldal, f. 22.2. 1906, d. 28.3. 1984. Börn Helgu og Hermanns era: 1) Steina Jóna, f. 14.9. 1966, meinatæknir á Akureyri, gift Núma Ingimarssyni, f. 1.2. 1963, vélstjóra. Böm þeirra era Andrea, f. 23.3. 1992, og Helga Guðrún, f. 12.6.1993. 2) Rúnar, f. 17.6.1968, vélfræðing- ur á Akureyri, kvæntur Ragnheiði Jakobsdóttur, f. 28.10.1968, rekstrarfræðingi. Sonur þeirra er Baldvin.f. 15.1.1994. Helga lauk gagnfræðaprófi frá Gangfræðaskólanum á Akureyri árið 1965. Hún vann ýmis iðnaðar- störf, lengst af á Sambands- verksmiðjunum á Akureyri og síð- ar hjá Skinnaiðnaðinum á Akureyri, eða til 1995, en þá þurfti hún að láta af störfum vegna veik- inda. Útför Helgu fer fram frá Gler- árkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyr allt og allt. (V.Briem). Elsku Helga. Allt er í lífinu hverfult, þú leist svo vel út þegar þú komst til okkar í sex ára afmæl- ið hans Baldvins 15. janúar síðast- liðinn. Það hvarflaði ekki að okkur að þetta ætti eftir að verða síðasta heimsóknin þín til okkar. Það er einnig skrýtið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur í Lyngholtinu, við eldhúsborð- ið að lesa blöðin, skoða spilasafnið, taka til kaffi handa okkur, eða uppi í klöpp að reyta arfa. Þú barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem fyrst gerði vart við sig í lok árs 1994. Þú náðir þér fljótt vel á strik og allir trúðu að barátta þín og harka hefði skilað fullum árangri. En því miður, eftir tæplega fimm ár tók sjúkdómurinn sig upp aftur og hafði betur í þetta sinn. Ég kynntist þér fyrir rúmlega tíu árum sem fullfrískri ungri konu sem vann erfiðisvinnu og lét sér fátt um finn- ast. Þegar ég kom fyrst inn á heim- ili ykkar, tókst þú mér opnum örm- um. Ég fór smám saman að flytja inn á ykkur, fyrst með sængina mína og síðan nokkrum máðuðum seinna með allt mitt dót. Þetta fannst þér alveg sjálfsagt. Þú áttir fallegt heimili, glæsilegan garð sem þú lagðir allt þitt í, færðir til blóm, bættir við nýjum tegundum, hreins- aðir beðin og betrumbættir. Það var varla hægt að hugsa sér betri tengdamóður. Við urðum fljótt góð- ar vinkonur, gátum talað um allt milli himins og jarðar, um barna- uppeldið, um ættfræði sem var eitt af þínum helstu áhugamálum og svona gæti ég lengi talið. Þú fylgd- ist vel með okkur, en lést okkur fara eigin leiðir. Þú varst alltaf boð- in og búin að hjálpa til ef þess þurfti, passaðir bamabörnin hvort sem um var að ræða einn klukku- tíma eða nokkra daga, allt var svo sjálfsagt. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, kæra Helga. Missir okkar er mikill, nú hefur þú fengið nýtt hlut- verk á æðri stöðum. Minningin um þig lifir í brjóstum okkar. Takk fyrir allt. Ragnheiður. Enn einu sinni höfum við verið minnt á það hversu stutt lífið getur verið þegar við kveðjum vinkonu okkar Helgu í síðasta sinn. Helga hefur í gegnum tíðina ver- ið einn af okkar föstu punktum í líf- inu, allt frá því Steina dóttir hennar byrjaði að passa okkar fyrsta barn fyrir nærri tuttugu árum. Þar feng- um við ekki aðeins frábæra barn- fóstru heldur líka kynntumst við heilli og mjög góðri fjölskyldu sem varð okkar bestu vinir, vinir, sem alltaf eru tilbúnir að rétta hjálpar- hönd ef á þarf að halda eða gefa sér tíma til að spjalla um lífið og tilver- una ef þannig ber við. Já, lífið og tilveran vom Helgu mjög hugleikin og hafði hún ótrú- lega þekkingu á ýmsum hlutum, t.d. var hún mjög vel að sér í ætt- fræði og varla til sá innfæddur Ak- ureyringur sem hún kunni ekki ein- hver deili á. Þá var einnig gaman að ræða um blómarækt og garð- rækt við þau Helgu og Hermann en þar var ekki komið að tómum kof- unum, enda áttu þau margverð- launaða lóð og vom að koma sér upp sumarbústaðarlandi austur í Aðaldal á æskuslóðum Hermanns. Þangað var ekki síður gaman að koma og er okkur sérstaklega minnisstæð berjaferð þangað sl. sumar. Berjaferð á frábæram degi eins og þeir geta bestir orðið í ágúst, í fallegu umhverfi með allri hennar fjöskyldu þar sem lífið virt- ist brosa við öllum. Aðeins örfáum dögum síðar kom fyrsta áfallið er aftur greindist krabbamein hjá Helgu, en hún hafði þá í tæplega fimm ár barist við þann vágest og virtist sigur vera að vinnast á þessum tíma. Síð- an má segja að allt haustið hafi ver- ið tími veikinda og vonbrigða en samt komu alltaf góðir dagar og góðir tímar á milli, tímar sem vert er að þakka. Það var okkur mikið áfall þegar Steina hringdi á þriðjudaginn í síð- ustu viku og sagði okkur að mamma sín hefði veikst þá um nóttina og mætti búast við að leið- arlok væm að nálgast. Aðeins örfá- um dögum fyrr höfðum við talað saman í síma og þá var ekki gmnur um neina breytingu á heilsu henn- ar, þótt hún væri ekki góð á þeim tíma. En þessu verður víst ekki breytt, nú þurfum við að sætta okkur við orðinn hlut. Það verða ekki fleiri kvöld þar sem við sitjum í öðm hvora Holtinu og spjöllum um dag- inn og veginn, ekki fleiri haustferð- ir til útlanda eða ferðir þar sem við fömm öll saman. Hér eftir verðum við án Helgu. Eftir lifir minning um góða og trausta vinkonu sem leit á okkur sem jafningja sína. Minning um konu sem leit á okkar börn sem sína ættingja og vildi allt fyrir gera og var áhugasöm um þau og þeirra málefni. Minning um vinkonu sem hægt var að tala við í trúnaði og hægt var að treysta. Minning um vinkonu sem alltaf hafði nógan tíma til að vera hún sjálf, vildi standa óstudd, þoldi ekki kvart og kvein og hafði sínar skoðanir á hreinu. Minning um mjög heilsteypta per- sónu sem em forréttindi að fá að kynnast og eiga að vini. Kæm vinir, Hermann, Steina, Rúnar, Áslaug, og aðrir aðstand- endur. Ykkar missir er mikill og sár, þar sem einn af föstu punktun- um í tilvera ykkar er farinn. Farinn þrátt fyrir alla ykkar baráttu og stuðning sem þið veittuð henni og var henni ómetanleg eins og hún sjálf hafði orð á. Tómleikinn er mikill en með tímanum verða hlýjar og fagrar minningar honum yfir- sterkari. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Svana og Jún. + Sigurrós Júns- dúttir fæddist að Þorgeirsstaðarhlíð, Miðdölum, Dala- sýslu, 11. júlí 1902. Hún lést 5. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urfljúð Ikaboðsdúttir frá Saurstöðum, f. 1864, d. 1912, og Jún Bergsson frá Hamra- endum, f. 22. ágúst 1852, d. 18. maí 1911, búndi í Þorgeirsstað- arhlíð 1900-1909. Systkini hennar: Kristín, Jún Bergmann, Flosi, Skarphéðinn, Ólafia og Gestur. Hún úlst upp hjá foreldrum sínum fyrstu níu árin, og síðan í skjúli eldri systkina sinna. Hún fluttist til Reykjavíkur um 1930 og starf- aði þar síðan fram á áttræðisald- ur. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að úsk hinnar látnu. Mig langar með fáeinum orðum að minnast Sigurrósar Jónsdóttur, en hún var systir tengdamóður minnar heitinnar, Kristínar, sem lést 1979. Rósa fæddist skömmu eftir síð- ustu aldamót, og hefur hennar bemska trúlega borið keim af hugs- unarhætti þeirrar nýaldar sem þá var. Þá var ungmennafélagshreyfingin það afl sem hvetja átti ungt fólk til dáða, fyrir sjálft sig og land sitt und- ir kjörorðinu „Islandi allt.“ Síðar komu héraðsskólarnir til að mennta æsioi landsins. Ég veit að Rósa naut ekki langrar skólagöngu, fyrir utan hefðbundna barnafræðslu, en sat þó hússtjórnar- skólann að Staðarfelli í Dölum. Ur sinni heimabyggð fyrír vestan fluttist Rósa til Reykjavíkur og tók þá sjálf lífsbaráttan við. Vann hún ýmis störf, m.a. var hún í vist, fisk- vinnu og í þvottahúsum. Aðal starf- svettvangur hennar var þvottahús Elliheimilisins Gmndar og þar vann hún meðan kraftar entust, eða þar til hún var komin fast að áttræðu. Auk þess tók hún að sér ræstingar á kvöldin. Hvert sem leið Rósu lá um borgina, hvort sem það var til eða frá vinnu eða eitt- hvað annað ferðaðist hún með „strætó" og þykir víst fyrirmyndar ferðamáti nú. Rósa var mjög sjálf- stæð kona bæði í hugs- un og allri framgöngu, mjög minnug og lá ekki á skoðunum sínum um menn né málefni. Eldheitur sósíalisti var hún, og skipti ekki um skoðun meðan hún lifði. Var oft mikið fjör í kringum Rósu ef þessi mál bar á góma í veisl- um eða við slík tækifæri, og var hún þá föst fýrir og varði sinn málstað af miklum eldmóð. Rósa var alla tíð svolítil skartkona í sér, hafði gaman af að klæðast vel og punta sig. Éftir að Rósa lauk störfum hafði hún loks tækifæri til að sinna áhuga- málum sínum, sem vom m.a. lestur góðra bóka og hannyrðir sem hún stundaði með eldri borgumm. Marg- an hlutinn gaf hún síðan ættingjum sínum og vinum. Rósa var sannarlega mjög stór frænka í sinni fjölskyldu og fylgdist mjög vel með framgangi sinna nán- ustu, bæði barna og fullorðinna allt til hins síðasta, og bar hag þeirra mjögfyrirbrjósti. Með Rósu er fallin í valinn ein af sóma konum aldamótakynslóðarinn- ar. Ég bið Rósu guðsblessunar með þökk fyrir allt. Sigríður Elfasdúttir. Okkur langar að minnast frænku okkar með nokkmm orðum. Það sem fyrst kemur upp í hugann er dugleg, ósérhlífin og sjálfstæð kona. Rósa var gjafmild og örlát, og áhugasöm um hagi síns fólks í starfi og leik. Hún var hlý í viðmóti, tók vel á móti gestum sínum og hafði gaman af að ræða við þá. Hugur hennar var skýr og minni gott fram í andlát. Rósa varð föðurlaus níu ára göm- ul, og móðurlaus ári seinna, þau vom sjö systkinin. Með Rósu em þau öll fallin frá. Eins og með svo marga af alda- mótakynslóðinni, sem fer nú óðum fækkandi, var skólaganga misjöfn, og möguleiki til menntunar háður efnahag og öðram heimilisaðstæð- um. Eftir að farskóla lauk nam Rósa við Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Fyrir 1930 flutti hún til Reykjavíkur og var í vist hjá góðu fólki. Síðan bjó hún hjá systur sinni, Ki-istínu, íoður- ömmu okkar á Njálsgötunni, leigði síðan þar til hún keypti sína fyrstu íbúð á Hjarðarhaga. Hún vann hin ýmsu störf um ævina, var í vist, kaupavinnu, var ráðskona vinnuhóps við girðingavinnu, var í síld á Siglu- firði, í fiskvinnu, skúringum og síðast í þvottahúsinu á Gmnd. í uppvexti okkar skynjuðum við af samræðum fullorðna fólksins og Rósu að það var til eitthvað sem hét „verkalýður“ fólk sem vann erfiðisvinnu og bar lít- ið úr býtum, og þurfti að heyja harða lífsbaráttu. Með auknum þroska sáum við að þetta var hlutskipti hennar í lífinu, en ekki minnumst við þess að hún hafi nokkm sinni kvartað yfir sínum kjörum, heldur fyllst eldmóði fyrir hönd félagshyggjufólks um bætt kjör. Það var ekki komið að tómum kofunum hjá Rósu ef stjómmál bar á góma, enda fylgdist hún vel með þjóðfélagsumræðunni og var sjálf alla tíð mikil félagshyggjukona. Við bræðurnir ólumst upp við það að á jólum var Rósa hjá okkur á að- fangadagskvöld í Skeiðarvoginum, einnig Kristín amma sem þá bjó í kjallaranum heima, hún dó 1979. Það var alltaf ánægju- og tilhlökkunar- efni að fara með pabba að sækja Rósu upp í Austurbrún, þar sem hún bjó. Eiginlega vom ekki komin jól fyrr en hún var komin. Að hafa syst- urnar saman við jólaborðið og vera vitni að þeim friði og jólagleði sem skein úr andlitum þeirra er í minn- ingunni gott veganesti. Lækkarlífdagasól. Löngerorðinraínferð. Fauk í faranda skjól, feginhvíldinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gledduogblessaðuþá, semaðlögðumérlið. Ljósiðkveiktumérhjá. (Herdís Andrésdóttir) Rósa er hér kvödd með virðingu og einlægri þökk. Blessuð sé minn- ing hennar. Júhannes, Þúrarinnog Elias Súlmundarsynir. Kær frænka er látin. Sigurrós Jónsdóttir hafði lifað langa ævi. Hún fæddist 1902 og átti 97 ár að baki þegar hún lést. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur hún verið þátt- takandi í lífi mínu og minnar fjöl- skyldu. Sérstaklega var kært á milli systursonar hennar Sigurjóns og bróðurdóttur hennar Sigurfljóðar móður minnar. Síðustu 10-15 árin leið ekki sá dagur án þess að þær a.m.k. töluðu saman. Sigurrós giftist ekki og átti ekki böm. Hún var þess vegna meira samvistum við systkinaböm sín og þeirra böm og þeim nánari en ella. Það var þó ekki fyrr en síðustu árin sem ég hlustaði á fráagnir hennar um lífið fyrr á öldinni. Aldrei barm- aði hún sér né kvartaði yfir hinu liðna heldur lifði hvem dag og hverja tíma eins og þeir vom. Ég vildi gjai-nan nú að ég hefði hlustað oftar og lengur. Foreldra sína missti hún báða áð- ur en hún hafði náð tíu ára aldri og fylgdi síðan eldri systur sinni og bróður í vistir í nokkur ár. Síðan tóku við aðrar vistir í sveitinni þar sem hún fæddist. Nokkm fyrir þrí- tugt fór Sigurrós til Reykjavíkur og vann ýmis störf. Fyrst í vistum eins og tíðkaðist á þeim tímum. Hún var einnig ráðskona norður í landi þegar reistar vom fjárgirðingar vegna mæðiveikinnar og fór í síld á Siglu- firði. Lengst vann hún í þvottahúsi Elliheimilisins Gmndar. Sigurrós var vinnusöm og dugleg. Hún var ákaflega sjálfstæð og hafði skýrar skoðanir. Hún fylgdi Alþýðu- bandalaginu að málum og talaði tæpitungulaust og af tilfinningahita þegar stjórnmál og þjóðmál vom til umræðu. Sparsemi og ráðdeildarsemi vom henni í blóð borin og hún gætti þess vandlega að skulda ekki nokkmm manni, en var manna höfðinglegust þegar því var að skipta. Hún keypti sína fyrstu íbúð um fertugt á Hjarðarhaganum í Reykja- vík sem þá var i byggingu og seinna festi hún kaup á íbúð við Austurbrún 2. Þar bjó hún til 1998 að hún fluttist á Droplaugarstaði 96 ára gömul. Skólagangan var ekki löng bæði vegna lítilla efna og líka var að ekki þótti þörf á því að stúlkur til sveita nytu nema lágmarksmenntunar. Sigurrós fór þó í Húsmæðraskólann að Staðarfelli og gekk vel enda ágæt- lega greind. Hún hafði ánægju af bóklestri og dálæti á Ijóðum og sér- stakt dálæti á vísum og stökum, sem hún og orti sjálf við ýmis tækifæri. Hér á ámm áður kom til tals að setja saman kver með vísum hennar, en af því varð ekki. Árum saman vísaði ég til þessarar frænku minnar þegar áhugaleysi mitt á handavinnu kom til tals og sagði að þetta væri í ættinni og við því ekkert að gera. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og um átt- rætt fór Sigurrós að taka þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara í Múlabæ og frá henni streymdu síðan púðar, dúkar, veggteppi o.fl. til ættingj- anna. Hún hafði bara ekki haft tíma til þess fyrr. Allt til síðasta dags hélt hún sínu andlega atgervi og góða minni. Hún kvaddi í friði sátt við guð og menn. Ég og mín fjölskylda kveðjum Sigrrósu frænku okkar með þakk- læti fyrir samfylgdina öll okkar ár og virðingu fyrir því hve samkvæm hún var sjálfri sér í öllu sínu lífi. Halldúra Guðmundsdúttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.