Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 47
vannst mikið og sjaldan var tekið
sumarfrí eða önnur frí. Því þú
vildir ávallt vera til staðar. Þú
varst vel liðinn og vel kynntur af
þínum störfum enda vinnan þér í
blóð borin.
I seinni tíð voru ófá símtölin
okkar á milli og þegar við Haukur
komum suður í heimsókn á hlýlega
heimilið ykkar áttum við notalegar
stundir.
I veikindum þínum hefur þú
unnið að þínum hugðarefnum sem
efiaust eiga eftir að líta dagsins
ljós. Það ber vott um kjark þinn og
kraft því þú varst einn af þeim sem
aldrei gafst upp.
Síðastliðið ár hefur reynt mikið
bæði á sál og líkama í baráttu þinni
við hinn skæða sjúkdóm, krabba-
mein. Eftir uppskurðinn fyrir
rúmu ári fékkst þú úrskurðinn,
ekkert hægt að gera og aðeins fá-
einir mánuðir eftir. Þú tókst þessu
með einstöku æðruleysi og talaðir
kjark í eiginkonu, börn og barna-
böm. Þar sem þetta varð ekki um-
flúið vildir þú ekki skilja við án
þess að ganga frá öllum málum og
létta undir með þínum nánustu á
meðan þú hafðir krafta til. Þú
þráðir að vera heima og það var
auðsótt hjá henni Dúu þinni, því
hún skyldi hjúkra og vera alltaf til
staðar þrátt fyrir sína skertu
heilsu. Hún hefur verið þér stoð og
stytta í þessum erfiðu veikindum.
Því hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með. Æðruleysi hennar og
kraftur á þessu erfiða tímabili sýn-
ir hversu mikla ást hún bar í
brjósti til þín.
Með sameiginlegu átaki fjöl-
skyldunnar og hjálp frá heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins
auðnaðist þér að vera heima þar til
yfir lauk. Börnin þín hafa reynst
þér vel. Guðbjörg hefur verið ykk-
ar stoð og stytta á þessu erfiða
tímabili ásamt hinum börnunum,
Erlingi og Lindu, þrátt fyrir að
þau hafi haft um lengri veg að fara.
Ég og fjölskylda mín biðjum Guð
að styi-kja þau Dúu, Guðbjörgu,
Erling, Lindu, fjölskyldur þeirra
og Fanneyju stjúpu í þessari miklu
sorg.
Mín sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Pú mæðist litla hríð.
Pér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
(B. Halld.)
Guð fylgi þér, elsku Höddi minn.
Þín systir,
Inga Guðbjörg.
Þegar ég frétti andlát Harðar
Ingólfssonar kom mér það ekki svo
mikið á óvart, svo lengi var hann
búinn að berjast við illvígan sjúk-
dóm. Rúm fjögur ár eru liðin síðan
hann greindist með krabbamein og
hefur síðastliðið ár verð hörð bar-
átta. Sýndi Hörður ótrúlegan and-
legan styrk og átti til þess síðasta
kraft til að hugga sína nánustu.
Frá honum heyrðist aldrei æðr-
uorð og tók hann örlögum sínum af
mjög mikilli karlmennsku.
Hann var einstakt ljúfmenni og
aldrei man ég eftir að hann hafi
talað illa um nokkurn mann. Hörð-
ur fylgdist mjög vel með þjóðmál-
um og var afar vel heima í þeim.
Hann gat verið fastur á meiningu
sinni en aldrei ósanngjarn.
Hörður bar með sér sterkan
persónuleika. Hann var félagslynd-
ur og skemmtilegur heim að sækja.
Hann var víðlesinn og fróður og
eigum við hjónin margar góðar
minningar um heimsóknir til þeirra
Dúu og Hödda á Hólabrautina.
í veikindum Harðar hefur hún
Dúa staðið eins og klettur við hlið
hans, hefur hún þó ekki alltaf
gengið heil til skógar sjálf. Hörður
dvaldist á heimili sínu uns yfir lauk
og er það ekki síst að þakka heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins.
Ég bið guð að styrkja Dúu og
fjölskylduna alla í sorginni og
sendi þeim öllum innilegar samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu
Harðar Ingólfssonar.
Sigrún og Sveinn.
+ Guðrún Guð-
mundsddttir
fæddist í Urriðakoti
við Hafnarfjörð 28.
nóvember 1902. Hún
lést ú Landakotsspít-
ala 18. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jónsson, f.
26.1. 1866, d. 31.12.
1942, og Sigurbjörg
Jónsdóttir, f. 26.2.
1865, d. 12.9. 1951.
Guðrún átti ellefu
systkini: Jón, f. 1888,
d. 1888; Bjargmund-
ur, f. 1890, d. 1941; Jónína, f. 1892,
d. 1981; Vilborg, f. 1894, d. 1988;
Guðmundur, f. 1896, d. 1972; Guð-
laugur, f. 1899, d. 1967; Katrín, f.
1900, d. 1992; Jórunn, f. 1904, d.
1995; Guðbjörg, f. 1906, d. 1998;
Inga, f. 1909, d. 1910; Dagbjartur,
f. 1910, d. 1960.
Guðrún ólst upp hjá fóðursystur
sinni Guðrúnu og manni hennar
Þorsteini Guðmundssyni í Hafnar-
firði, en þau tóku einnig að sér Ól-
af Sveinsson, f. 1917, d. 1983.
Hinn 9. júní 1926 giftist Guðrún
Þorvarði Þorvarðssyni, f. 9.6.
1901. Foreldrar hans voru Andrea
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininnsinnlátna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof lyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margserhéraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum fallegu ljóðlínum kveð
ég yndislega ömmu mína, Guðrúnu
Guðmundsdóttur, en hún var ekki
einungis góð amma heldur einnig ein-
stök vinkona. Fram á síðustu stund
hélt hún reisn sinni, enda var andleg
heilsa hennar góð þó svo líkaminn
hafi verið farinn að gefa sig. Hún bar
höfuðið ávallt hátt, hafði einstaklega
góða lund og var fram úr hófi um-
hyggjusöm og bar velferð barna
sinna, bai'nabarna og barnabama-
bai-na fyrir brjósti alla tíð.
Hún bjó yfir miklum styrk, sem
sýndi sig einna best þegar afi minn
Þorvarður lést 1984. Hún var afar
sjálfstæð og ekki minnist ég þess að
hún hafi nokkum tíma kvartað fyrir
sína hönd. Hún var ætíð sjálfri sér nóg
og aldrei leiddist henni. Ég er afar
þakklát fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við ömmu mína svo lengi, ég
á mai'gar góðar minningar sem ég
mun varðveita í hjarta mínu. Ég á eftir
að sakna Guðrúnar ömmu minnar, en
veit að hún er nú á góðum stað. Þaðan
mun hún fylgjast með sínu fólki og
senda því styrk og kærleika.
Guðrún Þórðardóttir.
Hann var heldur stuttur aðdrag-
andinn að heimförinni hennar Guð-
rúnar ömmu. Þótt aldurinn væri orð-
inn hár og heilsan ekki sem skyldi
kom á óvart að kveðjustundin skyldi
vera svo skammt undan. Einhvern
veginn kemm- andlát manns alltaf á
óvart, þótt við því eigi að búast.
Það var á þriðja áratug aldarinnar
sem hún og Þorvarðm- Þorvarðsson
ákváðu að eigast. Þau byggðu sér
nokkrum árum síðar hús í vestur-
bænum í Reykjavík. Heimili þeitra
bar svip fágunar fagurkera. Þar voru
þau saman í hálfa öld og eftir lát hans
bjó hún þar ein í 15 ár. Andlát hans og
aðdragandi þess var henni áfall en
hún bar hryggð sína með sjálfri sér.
Þau voru samrýnd hjón, sannir
Elísabet Þorvarðar-
dóttur og Þorvarður
Þorvarðarson pró-
fastur frá Vík í Mýr-
dal. Þorvarður var
aðalféhirðir Seðla-
bankans en hann lést
8.3.1984.
Börn þeirra eru:
1) Guðrún, f. 28.3.
1927, maki Hermann
Pálsson, f. 6.5. 1921.
Dóttir þeirra er
Steinvör, f. 17.5.
1959, og á hún eina
dóttur. 2) Þórður, f.
3.4.1930, maki Halla
Nikulásdóttir, f. 17.5. 1931. Böm
þeirra eru: Nikulás, f. 27.5. 1954,
sambýliskona Elísabet Berta
Bjarnadóttir, Guðrún, f. 24.4.
1957, maki Randver Þorláksson
og eiga þau tvö böm. Elísabet, f.
26.12. 1965, maki Einar Gunnars-
son og eiga þau tvær dætur,
Kjartan Þór, f. 29.11. 1971, sam-
býliskona Guðrún Lilja Sigurðar-
dóttir. Sonur Þórðar: Skúli, f.
17.2. 1953, maki Dagmar Sigurð-
ardóttir og eiga þau þijá syni.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
heimsborgarar í sér, en ofar öllu
settu þau heiðarleika, heilindi og um-
hyggjusemi við bömin sín, aðra ætt-
ingjaogvini.
Fyrir litinn dreng voru heimsókn-
imar hennar Guðrúnar ömmu and-
artak eftirvæntingar og tilhlökkunar.
Hún kom með hlýleika og fölskva-
lausa væntumþykju og hlaðin pinkl-
um. Gjafimar hennar vom öðruvísi
en aðrar gjafir, vandaðar og nytsam-
ar. Leikfóngin frá ömmu hans entust
betur en önnur leikfóng, kannski var
það vegna þess að það var farið betur
með þau. Meira að segja sælgætið frá
henni var öðm vísi á bragðið. Og
stundum fékk drengurinn að koma í
heimsókn á Hávallagötuna. Honum
fannst þar allt svo fínt, lyktin öðravísi
og alltaf var allt eins. Hverju hús-
gagni og hverjum hlut hafði verið
komið haganlega íyrir og breytinga
eftir það var ekki þörf þótt áratugim-
ir liðu. Myndirnar á veggjunum heill-
uðu hann og hún sagði honum frá
meistumnum og málverkunum sem
þeir skópu. Og þetta vora ekki bara
einhverjar myndir, öðra nær, hver
mynd átti sína sjálfstæðu sögu, flest-
ar þeirra tengdust þeim hjónum á
einn eða annan hátt. Hún sagði hon-
um frá æsku sinni og fóstra, lífinu
fyrir næstum hundrað áram, fólkinu í
Éirðinum og hvemig hún ferðaðist
fótgangandi þaðan til Reykjavíkur.
Frásagnir hennar vora lifandi og
skemmtilegar og fönguðu ungan
huga. Nú hafa þær hljóðnað, heim-
sóknimar verða ekki fleiri. Aðeins
minningamar era eftir.
Guðrún Guðmundsdóttir átti stóra
sáL Hún var glæsileg og falleg kona
en umfram allt var hún einstaklega
vel gerð, heilsteypt, hófsöm og trygg-
lynd. Hún var umtalsgóð og þag-
mælsk, yfirvegaðm- einstaklingur
sem ekki bar tilfinningar sínar á torg
og var sjálfri sér nóg. Hún hafði góða
nærvera, sagði skemmtilega frá og
var þolinmóður hlustandi. Öllum
þótti vænt um hana.
Síðasti blómvöndurinn er að fölna,
austrið eilífa hefur kallað hana til sín.
Megi hæsti höfuðsmiður leiða hana
inn á veg Ijóssins. Hennar er sárt
saknað, hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Skúli Eggert.
Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja
á Hávallagötu 34 var sannkölluð
gæfukona, og sú gæfa var að miklu
leyti sjálfsköpuð. Hún var glæsileg
yfirlitum, gáfiið og listræn að eðlis-
fari, snillingur í hannyrðum og hefði
vafalaust getað látið meira til sín taka
en hún gerði. En með því að hugur
hennar stóð ekki til veraldlegra met-
orða, þá lét hún sér nægja hlutverk
húsmóður í Vesturbænum. Guðrún
vh'tist stilla öllu í hóf, enda ætlaði hún
sér aldrei neitt um of. Mér þykir ós-
ennilegt að hún hafi nokkum tíma
tekist þann vanda á hendur sem hún
gat ekki leyst með prýði.
Vafalaust mun kjarkleysi hafa átt
einhvern þátt í slíkri varúð, en hún
var vönduð til orðs og æðis og svo
heilsteyptur persónuleiki að henni
var fjarri skapi hvers konar áhætta
sem hefði getað leitt til vonbrigða eða
miska.
Sú var auðsæjust gæfa Guðrúnar
að hún lifði mannsæmu lífi flestum
öðram lengur og var andlega em
fram undir ævilok; hún þurfti ekki að
tóra örvasa of lengi, þótt hún kæmist
á nítugasta og áttunda ár. Lífsferli
hennar lauk á réttri stundu. Því var
forðum trúað að ævi manns væri ein-
hvers konar ferðalag um annarleg
lönd, og tímabær brottför Guðrúnar
minnfr á víðfræga setningu í fomu
riti: „Það er flestra siður er göngu
taka að venda heim þá er fullgengið
er.“ Leið Guðránar lá frá Urriðakoti
við Hafnarfjörð til Reykjavíkur, en
það átti ekki fyrir henni að liggja að
kynnast sveitalífi, enda efast ég um
að hún hefði notið sín í strjálbýli við
búskap; hún átti lengstum heima í
borg og kunni þar best við sig.
Tveggja ára gömul fór hún í fóstur til
föðursystur sinnar í Hafnarfirði og
ólst upp hjá þeim hjónum, en þau
vora bamlaus sjálf. Fóstri hennar var
sjómaður og sigldi til útlanda; þaðan
mun hafa verið sprottinn áhugi henn-
ar á öðram löndum. Eftir nám í
Kvennaskólanum og skrifstofuvinnu
um nokkur misseri í Reykjavík hófst
meginhlutverk hennar á langri ævi:
hún varð húsfreyja í höfuðborginni
með öllum þeim skyldum og ábyrgð
sem slíkri stöðu fylgdu.
Árið 1926 giftist hún miklum sóma-
manni, Þorvarði Þorvarðarsyni úr
Vík í Mýrdal sem þá vann við
Landsbankann en lauk starfsævi
sinni aðalféhirðir Seðlabankans.
Fyrstu heimili ungra hjóna voru á
Grandarstíg, Lindargötu og Laufás-
vegi, en árið 1936 eignuðust þau nýtt
hús við Hávallagötu og áttu þar
heima alla ævi síðan. Þorvarður féll
frá árið 1984, og síðan sat Guðrán þar
einbúa löngum og fylgdist þaðan með
vaxandi niðjum sínum úr nokkurri
fjarlægð, uns heilsa hennar brast í
fyrravor og hún átti sér einskis úr-
kosta nema að leggjast á sjúkrahús.
Þeim Þorvarði varð tveggja bama
auðið, Guðránar sem er gift höfundi
þessarar greinar, og Þórðar, deildar-
stjóra á Landspítalanum; hann er
kvæntur Höllu Nikulásdóttur. Auk
okkar fjögurra, sakna nú aldraðrar
sómakonu sex bamaböm og átta
bamabamaböm.
Heimili þeirra Guðránar og Þor-
varðar var til mikillar íyrirmyndar.
Salarkynni vora í þrengra lagi hjá því
sem nú tíðkast, en það sem skorti á
húsrými bætti smekkur hennar upp.
Hún kunni þá list að velja sér rétta
muni og finna hverjum þeirra þann
stað sem hæfði best í ljúfum stofum.
Málverk eftir Ásgrím og Kjarval á
veggjum, sígildar bækur í skápum,
píanó í borðstofu; músík kom frá Þor-
varði meðan hans naut við. Eitt sinn
bar Jóhannes Kjarval að garði, hafði
þá í fórum sínum krankan kaktus og
bað Guðránu að taka garminn f fóst-
ur; henni tókst að koma kaktusi til
þrifa.
Listamaður launaði henni góðan
greiða með skemmtilegu málverki af
kaktusnum í fullum blóma; í baksýn
era hélaðar ráður með mannamynd-
um.
Guðrún var greind kona og fylgdist
ávallt vel með því sem gerðist, hvort
sem var innanlands eða utan. Obrigð
kurteisi var eitt af auðkennum henn-
ar, og var þar ekki einungis um að
ræða þá dönsku hæversku sem heyr-
ir til borgaralegum háttum, heldur
einnig það arftæka siðgæði sem
mörgum löndum voram frá öndverðu
hefur verið rannið í merg og bein. Svo
kvað Bjarni Thorarensen í eftirmæl-
um þeim sem hann orti árið 1825 um
aðra aldurhnigna konu úr Hafnar-
ffr'ði, Rannveigu Filippusdóttur:
Kurteisin kom að innan,
sú kurteisin sanna!
-siðdekriölluæðra
aföðrumsemlærist.
Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldist
Guðrán í sjúkrahúsi á Landakoti,
steinsnar frá heimili sínu á Hávalla-
götu 34, og naut þá einstakrar um-
hyggju og hjúkranar kurteisra
kvenna og manna sem líknuðu henni
af natni og nærgætni. Slíkt má raun-
ar teljast merki um sanna gæfu að
henni auðnaðist að ljúka langri ævi Í£
stoðrenni við það glæsilega heimili
sem hún skóp forðum bónda sínum og
bömum við Hávallagötu.
Hermann Pálsson.
Nú þegar leiðir skilur og komið er
að kveðjustund birtast margar mynd-
ir í huganum sem tengjast Guðránu.
Guðrán hefur verið fastur punktur í
tilveranni síðustu áratugina og við
mæðgur vitum að lífið verður aldrei
aftur eins og það var.
Guðrún var gift Þorvarði frænda
mínum. Þau hjón vora einstök og af- .
ar samrýnd. Það var gæfa mín að
kynnast þeim á unglingsáram og
virtist áratuga aldursmunur ekki
koma að sök. Þótt ég væri þá ungl-
ingur höfðaði Guðrán strax til mín
með góðsemi sinni og léttleika. Hún
hafði sérstaka hæfileika á að greina
kjarnann frá hisminu og sjá það sem
var mikilvægast hverju sinni. Hún
var falleg kona, hafði fágaða fram-
komu og mér fannst hún vera sann-
kölluð heimskona. Guðrán var sjálfri
sér samkvæm og sönn í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur. Hún fylgdist
vel með og hafði skoðanir á hlutun-
um þótt hún tranaði þeim ekki fram.
Árin liðu og ég eignaðist dóttur
sem Guðrán tók einnig opnum örm- »
um og gladdist þegar þessi litli
skæruliði kom í heimsókn og virtist
þá ekld hafa áhyggjur af jarðneskum
eigum sínum andstætt mörgum öðr-
um. Guðrán Halla gleymir ekki
„græna kexinu" og maltinu sem hún
fékk oft hjá henni ásamt ýmsu öðra
góðgæti enda fór hún iðulega heim
með auka kex í vasanum. Ekki má
heldur gleyma öllum servíettunum
sem Guðrán gaf henni í safnið. Guð-
rán meðhöndlaði böm eins og höfð-
ingja og snerist í kringum þau og
leyfði Guðránu Höllu meðal annars * -
að glarnra á píanóið. Ég minnist þess
ekki að hún hafi fengið að spila á
píanó í öðrum húsum enda naut sú
stutta sín þá í botn og glamraði svo
ekki heyrðist mannsins mál. Guðrán
var hin rólegasta og sagði að við
skyldum bara fara inn í stofu. Þar var
spjallað og oft hlegið því hjá Guðránu
var húmorinn á réttum stað. Þegar ég
fór í frekara nám hvatti Guðrán mig
til þess að halda áfram. Að loknu erf-
iðu prófi höfðum við eitt sinn ætlað að
skála í sherry, en þegar til átti að taka
fannst Guðránu ekki þorandi að láta
mig drekka það þar sem ég var á bíl.
Hún gaf mér þá bara flöskuna með
mér heim. Það þýddi ekkert fyrir mig
að mótmæla, hún hafði ákveðið þetta.
Guðrán hafði lifað tímana tvenna og
var því uppspretta fróðleiks frá fyrri
tíð og stundum sat ég agndofa yfir því
sem hún sagði mér. Eitt sinn hafði ég
farið í Þórsmörk og sagði Guðránu
fjálglega frá því ferðalagi, en ferða-
saga mín varð að engu þegar hún tók
við og sagði mér frá því þegar þau
Þorvarður fóra þangað á hestum fyr-
ir langa löngu. Þegar Stella og Þórð-
ur vora lítil böm fór hún eitt sinn með
þau austur til Víkur og þurfti þá að
sundríða ár ásamt tengdaföður sín-
um, sú frásögn er mér í fersku minni.
Hún hefur nú fengið hvíldina sem
hún þráði því sjálf sagði hún að „þetta
væri orðinn alltof hár aldur“ og við
tráum því að nú séu þau Þorvarður,_
saman á ný.
Við vitum að tíminn verður ekki
stöðvaður og víst er að fyrr eða síðar
mun dauðinn líka banka upp á hjá
okkur. Við gleðjumst yfir giftusam-
legri ævi Guðránar og þökkum allt
það sem hún gaf. Minning hennar
mun lýsa okkur. Með trega kveðjum
við mæðgur Guðránu með þessu ljóði
og þökkum henni allan stuðninginn,
gleðina og umhyggjuna sem hún
veitti okkur.
Blómin falla, fólskva slær á flestan ljóma.
Aldreihverfurangansumrablóma.
5r
Þannig varstu, vinur, mér sem vorið
bjarta,
það sem gafstu geymist mér í þjarta.
Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla
Drottinn launi elskuna þína alla.
(Sigurbjöm Einarsson)
Sigríður Haraldsdóttir
og Guðrún Halla. tf
GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR