Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
■<!»■■■' ■' ..............
MINNINGAR
+
Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengda-
móðir og amma,
INGA KR. BJARTMARS,
Bókhlöðustíg 11,
Stykkishólmi,
lést á Landspítalanum aðfaranótt miðviku-
dagsins 26. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svanlaugur Lárusson,
Sara E. Svanlaugsdóttir, Jónas Jónsson,
Gunnar Svanlaugsson, Lára Guðmundsdóttir,
Lárus Þór Svanlaugsson, Helga Harðardóttir,
Anna Kr. Svanlaugsdóttir, Ingvar G. Jónsson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
systir,
SNJÓLAUG GUÐRÚN STURLUDÓTTIR,
Goðheimum 16,
sem lést á líknardeild Landspítalans föstu-
daginn 21. janúar, verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju föstudaginn 28. janúar, kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
meinsfélags Islands.
Heimahlynningu Krabba-
Helmut Maier,
Eiríkur Sturla Ólafsson, Óskar Jósef Maier,
Solveig Thorarensen, Sturla Eiríksson,
Ingunn Ósk Sturludóttir,
Steinunn Rósa Sturludóttir,
Óskar Sturluson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HÖRÐUR INGÓLFSSON
vörubifreiðastjóri,
Hólabraut 7,
Hafnarfirðí,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Islands.
Kristjana Valdimarsdóttir,
Guðbjörg Harðardóttir, Helgi Sæmundsson,
Erlingur Harðarson, Arnfríður Arnardóttir,
Linda Björk Harðardóttir, Finnbjörn Birgisson
og barnabörn.
+
Útför okkar kæru móður og tengdamóður,
JÓNÍNU SIGMUNDSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður Eyrarvegi 35,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
28. janúar kl. 11.00.
Vignir Einarsson,
Kristín Sigurlaug Einarsdóttir,
Þormóður Jón Einarsson,
Sigmundur Rafn Einarsson,
Jóhann Árelíuz Einarsson,
Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
ívar Sigmundsson,
Elínborg Árnadóttir,
Guðbjörg Inga Jósefsdóttir,
Kerstin Venables.
+
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar,
HÖSKULDUR AGNARSSON,
Kirkjuvegi 41,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 28. janúar kl. 13.30.
Áslaug Sigurðardóttir,
Hulda Agnarsdóttir,
Sigþrúður Agnarsdóttir,
Svava Agnarsdóttir, Garðar Pétursson,
Agnes Agnarsdóttir,
Hjaltlína Agnarsdóttir, Jóhannes Bjarnason,
Guðmundur Agnarsson, Jenný Jakobsdóttir,
Erna Agnarsdóttir, Örlygur Þorvaldsson,
Margrét Agnarsdóttir,
Sigmundur Agnarsson, Guðrún Víglundsdóttir,
Eyjólfur Agnarsson, Sigríður Traustadóttir.
+ Elín Fanney Ing-
ólfsdóttir fæddist
í Reykjavík 15. sept-
ember 1912. Hún lést
á Vífilsstaðaspítala
20. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ingólfur
Daðason, f. 22.12.
1886, d. 24.6. 1947,
og Lilja Halldórs-
dóttir, f. 7.6. 1881, d.
6.11. 1956. Faðir
hennar var verk-
sfjóri í Reykjavík.
Börn þeirra voru sjö
talsins: 1) Oddfríður,
f. 25.6. 1908, d. 23.3. 1995. 2)
Kristín Laufey, f. 2.7.1910. 3) Elín
Fanney, sem hér er kvödd. 4) Örn,
f. 21.3. 1917, d. 3.11. 1922. 5)
Hrefna Solveig, f. 19.9. 1921, d.
17.11. 1945. 6) Erna, f. 9.5. 1924.
7) Dóra María, f. 20.10.1926.
Hinn 3. ágúst 1935 giftist Fann-
ey Hákoni Hjaltalín málarameist-
ara, f. 17.8. 1910, syni hjónanna
Jóns Hjaltalín Kristinssonar og
Ingibjargar Egilsdóttur. Hákon
lést 7.6. 1977. Börn þeirra: 1) Jón
Hjaltalín, vélvirki, f. 13.9. 1937, d.
Núleggégaugunaftur,
ó Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Sveinbjöm Egilsson.)
Með þessum sálmi viljum við
kveðja elskulega ömmu okkar, Fann-
eyju, sem verður jarðsungin í dag.
Amma bjó í vesturbænum og
kunni vel við sig þar. Hún fylgdist
með strákunum sínum í KR og sjálf
æfði hún íþróttir með KR á unga
aldri. Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn tO ömmu og spjalla við
hana. Hún hafði mikinn áhuga á fólk-
inu sínu hvort sem það voru fjöl-
skyldur sona hennar eða systra. Þær
systur voru mjög samrýndar og var
amma í mjög nánu sambandi við þær,
en ein þeirra, hún Laufey, bjó í
næstu götu við hana. Jón Hákon bjó
síðastliðna tvo vetur hjá ömmu á As-
vallagötunni, á meðan hann stundaði
nám sitt í Háskólanum. Það gaf hon-
um mikið að hafa fengið að dvelja hjá
henni og spjalla við hana um daginn
og veginn. Aldursmunur skipti þá
engu máli því alltaf var hún sér vel
meðvitandi um málefni líðandi stund-
ar og hlógu þau mikið saman.
Það var komið að leiðarlokum í
hennar jarðneska lífi en við trúum nú
að afstöðnum erfiðum veikindum sé
hún hvíldinni fegin. Eiginmann sinn,
hann Hákon afa, missti hún fyrir
tuttugu og þremur árum. Þau amma
og afi höfðu mikla ánægju af því að
spila og minnist Ragnheiður spila-
mennsku þeirra þriggja og kaffiboða
með gleði.
Nóttina áður en amma dó birtist
afi í draumi þar sem hann sagðist
eiga annríkt við að undirbúa komu
ömmu til sín. Við trúum því að nú líði
ömmu betur þar sem veikindi eru að
baki og að amma og afi séu saman á
ný ásamt Jóni syni sínum sem lést
rúmlega tvítugur að aldri.
Við kveðjum elsku ömmu með
söknuði og geymum góðar minningar
um hana í hjörtum okkar sem og þær
samverustundir sem við systkinin
fimm áttum með henni. Þar sem Þór-
hildur, unnusta Jóns Hákonar, er við
nám á Ítalíu og Guðni, sambýlismað-
ur Ragnheiðar, starfar í London
senda þau sínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Megi Guð geyma þig og hvíl þú í
friði, amma.
Ragnheiður, Guðni og Andrea
Helga, Jón Hákon og Þórhild-
ur, Stefán og Nanna, Haukur
Ingi og Davíð Heimir.
Nú hefur Fanney amma kvatt
þennan heim, en síðustu tvö árin
voru henni erfið, þar sem nýir sjúk-
dómar tóku við hver af öðrum.
Amma og Hákon afi hófu sinn bú-
26.2. 1961. 2) Ingólf-
ur Hjaltalín, læknir,
f. 13.10. 1941, maki
Kristrún I. Magnús-
dóttir. Þau eiga þrjú
böm, Þór, f. 10.5.
1966, í sambúð með
Sigríði K. Þorgríms-
dóttur og eiga þau
tvö börn, Elínu
Fanneyju, f. 18.12.
1969, maður hennar
er Héðinn Þ. Helga-
son og eiga þau tvö
börn, og Vilborgu
Önnu, f. 20.12. 1972,
í sambúð með Frið-
geiri Rúnarssyni og eiga þau þrjú
börn. 3) Gunnar Hjaltalín, lögg.
endurskoðandi, f. 8.6. 1946, maki
Helga R. Stefánsdóttir. Þau eiga
fimm börn, Ragnheiði Huldu, f.
23.5.1970, sambýlismaður hennar
er Guðni N. Aðalsteinsson og eiga
þau eitt barn, Jón Hákon, f. 8.2.
1976, Stefán, f. 2.8. 1977, Hauk
Inga, f. 30.5.1983 og Davíð Heimi,
f. 15.12.1987.
títför Elínar Fanneyjar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
skap á Ásvallagötunni í vesturbæ
Reykjavíkur og þar bjuggu þau alla
tíð. I huga okkar var íbúðin hennar á
Asvallagötunni eins og fastur punkt-
ur í tilverunni, athvarf þar sem gott
var að koma og virtist óbreyhanlegt
eins og fjöllin. En tíminn vinnur á,
bæði náttúru og fólki, og yngri kyn-
slóðir eru skildar eftir með tóm í
hjarta. Eftir að Hákon afi dó árið
1977 dvaldi amma mikið á heimili
okkar systkinanna. Þar tók hún þátt í
uppeldi okkar og var ætíð nálæg þeg-
ar eitthvað bjátaði á. Við barnabörn-
in uxum úr grasi og við nám var gott
að eiga vinnuaðstöðu í herbergi í íbúð
hennar vestur í bæ.
Amma var af þeirri kynslóð sem
mundi tímana tvenna. I kössum
geymdi hún ljósmyndasafn sitt sem
tók yfir næstum heila öld. Það eru
ljúfar minningar, þar sem við sitjum
inni í stofu og virðum fyrir okkur
gömlu myndirnar. Úr einum kassan-
um dregur hún fram fallega mynd af
sjálfri sér þriggja ára og föður sínum
árið 1915. „Mynd þessi var tekin af
sérstöku tilefni," segir hún. „Pabbi
og mamma héldu að ég væri að deyja
og þess vegna var ég klædd uppá og
farið með mig á ljósmyndastofu." Ár-
in áttu þó eftir að verða íleii-i. Á ann-
arri mynd er hún sextán ára og
klædd í KR-búning, eins og sannur
vesturbæingur. Á yngri árum stund-
aði hún íþróttir og var í kvennaliði
KR í handknattleik. Amma átti einn-
ig tengsl í sveitina og á einni mynd-
inni er hún í útreiðartúr hjá Daða afa
sínum og Maríu ömmu á Setbergi á
Skógarströnd. Heyra mátti undrun-
artón í rödd hennar þegar hún velti
fyrir sér öllum þeim breytingum sem
hún hafði lifað. Frásagnargáfa virtist
henni af náð gefin og notaði óspart
hvort sem verið var að rifja upp lífið í
Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar
eða ræða málefni líðandi stundar.
Amma hafði „græna fingur“ og
hún og afi bjuggu fjölskyldunni sælu-
reit þar sem þau reistu sumarhús í
Sléttuhlíð, á næstu lóð við Laufeyju
systur hennar. Meðan heilsan leyfði
var á hverju sumri farið og hirt um
gróðurinn_ og nýjum trjám komið í
moldina. Áratugirnir liðu og á land-
inu er nú kominn myndarlegur skóg-
ur. Sumarbústaðurinn varð sam-
komustaður fjölskyldunnar og ævin-
týraleiksvæði fyiir okkur börnin,
enda skipulagt með þeim hætti að
það þjónaði þörfum okkar sem best.
Oft var glatt á hjalla og minnisstæðar
eru stundirnar þar sem setið var við
og spilað bridge og þar stóðust henni
fáir snúning. Þó að árin færðust yfir
og líkaminn færi að gefa sig var lund-
in síung og hugurinn skýr og með
henni varð maður lítið var við kyn-
slóðabilið.
Hún fylgdist alltaf vel með, jafnt
fréttum sem atburðum í daglegu lífi
og var að eðlisfari kát og fjörug, en
hafði skoðanir á málum og lá ekki á
þeim ef svo bar undir. Það er með
sorg og söknuði sem við kveðjum
Fanneyju ömmu, en einnig með
þakklæti fyrir allar góðu stundimar
sem við áttum saman.
Guð geymi þig elsku Fanney
amma.
Þór, Fanney og Vilborg.
Elsku systir.
Mig langar að kveðja þig með fá-
einum orðum. Það eru margar minn-
ingarnar sem koma upp í hugann. Ég
man hvað ég var stolt af þér, elsku
systir mín, þegar þú varst að passa
okkur yngri systurnar. Þú varst allt-
af svo glæsileg og vel til höfð og hafð-
ir gaman af því að klæða þig upp. Ég
var ekki há í loftinu þegar þú fluttir
að heiman og stofnaðir heimili með
yndislegum eiginmanni þínum, Há-
koni Hjaltalín, sem lést langt fyrir al-
dur fram. Saman eignuðust þið þrjá
myndarlega drengi og fékk ég þá að
fara í bamfóstruhlutverkið.
Árið 1961 m'ðuð þið fyrir þeirri
sáru lífsreynslu að missa ykkar elsta
son, Jón Hjaltalín, úr hvítblæði, að-
eins 23 ára gamlan. Þetta var mikið
áfall fyrir litlu fjölskylduna á Ásval-
lagötunni. En lífið hélt áfram og þið
áttuð líka ykkar gleðistundir. Sam-
eiginlegt áhugamál ykkar hjóna var
m.a. spilamennska og oft spiluðum
við brids saman langt fram á nótt
þegar þið heimsóttuð okkur hjónin í
Álfheimana. Þá var oft glatt á hjalla.
Allar góðu minningamar, er við
dvöldum í sumarbústaðnum ykkar,
,Hlíðarenda, með ykkar yndislegu
sonum. Þá var farið í leiki, gengið á
Helgafell o.m.fl. Margar ferðir fómm
við utanlands sem innan sem við
geymum eins og perlur í minning-
unni.
Þú varst listræn, smekkleg og
mikill fagurkeri og vildir hafa allt
hreint og fágað í kringum þig. Þú
varst dama fram í fingurgóma.
Síðustu árin hafa verið þér erfið.
Því miður hafa læknamistökin verið
keðjuverkandi svo ekki sé meira
sagt. En þú bjóst yfir miklum vilja-
styrk sem ég dáðist að og stóðst þig
eins og hetja alla tíð.
Elsku systir, við hjónin eigum eftir
að sakna þín sárt. Guð geymi þig.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Dóra og Sigurður.
Elskulega systir mín. Mér gafst
ekki tækifæri til að vera í nálægð við
þig þína síðustu ævidaga eins og ég
hefði kosið. Hin síðari ár, þegar ég
hef komið til íslands í heimsókn, hef
ég orðið þeiirar gæfu aðnjótandi að
fá að búa hjá þér og njóta gestrisni
þinnar og vil ég þakka þér það af
heilum hug. Ég á svo margar góðar
minningar um þig sem ylja mér um
hjartarætur. Ég og fjölskylda mín á
Long Island þökkum þér fyrii- dýr-
mætar stundir. Með söknuð í hjarta
kveð ég þig, elsku systir mín. Hvíl þú
í friði.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín systir,
Ema.
Kynni okkar Fanneyjar voru ekki
löng. Þau hófust fyrir um það bil átta
árum þegar ég tók saman við sonar-
son hennar, Þór Hjaltalin. Ég man að
Þór sagði við mig eitthvað á þá leið að
það yrði ef til vill erfiðast að komast í
náðina hjá ömmu hans. En okkur
Fanneyju samdi vel frá fyrstu stund.
Við fundum til að mynda strax út að
við værum báðar í meyjarmerkinu og
ættum þannig ýmislegt sameiginlegt
og göntuðumst oft með það að „við
meyjurnar" værum svo nákvæmar
og vildum hafa allt í röð og reglu.
Fljótlega eftir að við Þór tókum
saman fluttum við norður í Skaga-
ELIN FANNEY
INGÓLFSDÓTTIR