Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 49

Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 49 fjörð og bjuggum þar í tvö ár. Þangað heimsótti Fanney okkur oftar en einu sinni ásamt tengdaforeldrum mínum, en hún hafði afskaplega gam- an af að ferðast. Þótt hún byggi ein í gömlu íbúðinni sinni á Asvallagötunni var hún af- skaplega félagslynd. Hún tók þátt í félagsstarfi aldraðra og kom óþreyt- andi í öll fjölskylduboð, alltaf kát og glöð. Hún hafði líka mikið saman að sælda við hinar konumar í húsinu á Ásvallagötunni og þá ekki síst við Laufeyju systur sína sem býr rétt hjá, á Brávallagötu. Þótt Fanney væri komin hátt á ní- ræðisaldur hafði maður það ekki á til- finningunni, jafnvel þótt ellin væri farin að segja til sín með tilheyrandi heilsuleysi. Hún var svo ótrúlega hress þrátt fyrir ýmsa líkamlega kvilla. Langlífi og góð heilsa er reyndar einkenni á ætt hennar, ég vissi t.d. til þess að hún og Laufey eldri systir hennar fóru af og til að spiia við foðurbróður sinn nú fyrir ör- fáum árum! Þótt heilsan væri vissu- lega farin að gefa sig héldum við satt að segja að hún myndi hrista þessi síðustu veikindi af sér líka, alveg eins og hún gerði fyrir tveimur árum. Hún var fárveik þegar við heimsótt- um hana á jóladag, en á nýársdag var hún nokkum veginn eins og hún átti að sér, kát og hress í anda. Þá vonuð- um við að nú lægi leiðin upp á við. En það fór á annan veg. Við eigum ekki eftir að fara saman út í Viðey eins og við ræddum um, þegar við hittumst á nýársdag. Þá sagði Fanney okkur að þangað hefði hún aldrei komið, en hefði verið á leiðinni þangað fótgangandi ásamt föður sínum og Laufeyju systur sinni, frostaveturinn mikla árið 1918 þegar fraus milli lands og eyjar. En þau snera við, því henni varð svo kalt. Okkur varð hugsað til þess hve ótrú- legar breytingar Fanney og fólk af hennar kynslóð hefur lifað. Minning- ar hennar spönnuðu næstum alla öld- ina og alla þá merkisatburði og breytingar sem við lesum aðeins um í sögubókum. Margt af þessu bar á góma yfir kaffibolla á Ásvallagöt- unni, þegar við Þór fengum vinnuað- stöðu hjá henni meðan við vorum við nám í Háskólanum. Þegar ég var að grúska við sagnfræðiskrif leitaði ég oft til hennar til að fá lifandi mynd af Reykjavík fyrri hluta aldarinnar. Allt viidi hún fyrir mig gera og sá til þess að ég fengi nóg að borða og kaffibolla og spjall ef ég vildi, en gætti þess allt- af að trafla mig ekki við vinnuna. Það vora góðar stundir sem ég átti hjá henni þessi ár sem við höfðum her- bergið og ég mun minnast þeirra stunda með hlýju. Sigríður K. Þorgrímsdóttir. í glugganum á vinnuherbergi mínu í Bretlandi stendur innrömmuð ljósmynd. Hún sýnir stórfjölskyldu æsku minnar; foreldra, systkini, frændur, frænkur, tengdafólk og venslalið. Sennilega var þessi svart- hvíta mynd tekin í stórafmæli móður- ömmu minnar fyrir fjóram áratug- um. Stundum þegar ég horfi á þessa mynd slær það mig hve mörg and- litanna era horfin og hve mikið tóm- arúm hefur skapast við fráfall hvers og eins. Nú er enn eitt andlit slokknað; Fanney móðursystir mín er látin. Fanney átti sérstakan sess í æsku minni og uppvexti. Hún bjó á Ás- vallagötunni með eiginmanni sínum Hákoni Hjaltalín Jónssyni málara- meistara og þremur sonum: Jóni, sem alltaf var kallaður Jonni, Ingólfi sem kallaður var Ingó og Gunnari sem allir kölluðu Didda. Fjölskylda mín bjó handan við homið á Brávalla- götunni og það sköpuðust sterk og eftirminnileg tengsl milli heimilanna tveggja. Hákon var einstaklega hlýr maður og Fanney var ávallt brosandi og væn. Hún var hlédræg kona, orðfá en glaðvær og mild augu hennar sögðu oft meira en margar orðræður. Synir þeirra urðu allir dugmiklir ein- staklingar, enda þótt elsta syninum, Jonna, hafi hlotnast stutt líf en hann lést af sjúkdómi um aldur fram. Ing- ólfur varð farsæll barnalæknir og Gunnar framtakssamur endurskoð- andi og athafnamaður. Víst er að Fanney átti mikinn þátt í að móta framtíð sona sinna - og síðar barna- bama - með kærleik og umhyggju. Samband Fanneyjar og móður minnar Laufeyjar var einstakt. Þær ólust upp í stórum systkinahópi sem taldi sex stúlkur og einn dreng. Móð- ir mín var tveggja ára þegar Fanney fæddist árið 1912. Mamma tók Fann- eyju strax undir sinn vemdarvæng og ég held að hún hafi ekki lyft þeim væng svo lengi sem Fanney iifði. Innilegra systrasamband er vandséð. Allt frá æsku vora þær saman öllum stundum. Þegar mamma hélt ung til Kaupmannahafnar á þriðja áratugn- um til náms á húsmæðraskóla linnti Fanney ekki látum fyrr en faðir þeirra samþykkti að hún fengi að dvelja hjá henni síðustu tvo mánuð- ina af námstímanum. Svo háð var Fanney systur sinni. Og öfugt. Hákon og Fanney giftust um miðj- an fjórða áratuginn og fluttu í þrílyft húsið á Ásvallagötunni. Foreldrar mínir bjuggu í Færeyjum á stríðsár- unum en snera aftur til íslands að stríði loknu. Ég held að það hafi verið sjálfgefið að hefja ekki búskap á ís- landi langt frá Hákoni og Fanneyju, að minnsta kosti ekki utan Vestur- bæjarins, enda öll gamlir Vestur- bæingar. Þau voru öll einnig viðriðin KR og síðar þeirra böm og bama- böm. Þegar KR stofnaði handbolta- deild kvenna á þriðja áratugnum var Fanney með í liðinu frá upphafi og tók þátt í mörgum sigrum þess. Frá þeim degi sem foreldrar mínir settust að á Brávallagötunni í stríðs- lok leið varla sá dagur að þær systur hittust ekki eða töluðust við í síma. Þegar eiginmaður Fanneyjar lést fyrir tæpum aldarfjórðungi varð samband þeirra systra enn sterkara. Foreldrar mínir tóku Fanneyju með sér í ýmsar ferðir innanlands sem ut- an. Ævi manna fer oft í hring. Eftir að faðir minn lést árið 1987 sótti móðir mín mikinn styrk í systur sína og þær urðu tvær einar á nýjan leik eins og fyrr á áram áður en eiginmenn þeirra komu til sögunnar. Þrátt fyrir langa ævi og ýmis áföll voru þær líf- skátar og bjartsýnar og nutu stuðn- ings hvor annarrar. Þær héldu áfram að vera saman og ferðast saman. Fanney átti við vaxandi vanheilsu og veikindi að stríða á undanfomum ár- um. Þrátt fyrir spítalalegu og erfiðar aðgerðir fór ljóminn sjaldnast úr augum Fanneyjar og enn sem fyrr naut hún stuðnings systur sinnar sem og eigin fjölskyldu. Á hverjum degi hafði móðir mín samband við Fanneyju, allt fram á dánardag hennar fyrir viku. Fanney var ekki manneskja sem fór mikinn í samfélaginu. Hún var hógvær alþýðukona sem hlúði vel að sínum og gætti þess smáa sem er undirstaða hins mikla og sterka. Fanneyju fylgdi lífsgleði og ylur sem lengi vermir eftir að hún er horfin á braut. Ég sendi sonum Fanneyjar og afkomendum samúðarkveðjur yfir hafið. Ingólfiir Margeirsson. Okkur langar til að minnast ást- kærrar móðursystur okkar sem kvaddi þennan heim fimmtudaginn 20. janúar sl. Um hug okkar streyma góðar minningar um yndislega konu. Fanney var sérlega trygg þeim sem hún tók, en var alls ekki allra. Varkár var hún í orði, vönd að virðingu sinni og annt um mannorð sitt og sinna. Hún naut þess að ferðast og eigum við ófáar minningar um ferðir með henni og Hákoni, eiginmanni hennar, sem féll allt of snemma frá. Margar góðar stundir áttum við í sumarbú- staðnum þeirra í Sléttuhlíð þar sem ýmislegt var brallað. Ógleymanleg er ferðin sem farin var 1965 til Dan- merkur og Skotlands, þar sem marg- ir merkisstaðir vora héimsóttir og var Fanney þar hrókur alls fagnaðar. Til merkis um það hversu em og ungleg hún var, heimsótti hún for- eldra okkar í sumarhús þeirra á Spáni og var hún þá tæplega áttræð. Þar gerðist ýmislegt spaugilegt sem lengi verður í minnum haft. Alla tíð bjó Fanney á Ásvallagötunni og var það henni dýrmætt að geta notið þess að vera á heimili sínu. Það veitti henni mikla gleði að fylgjast með af- komendum sínum sem orðnir era fjölmargir og var hún stolt er hún sýndi okkur myndir af nýjum fjöl- skyldumeðlimum sem höfðu bæst í hópinn. Okkar skemmtilegustu minningar af elskulegri frænku okk- ar eigum við þegar komið var saman í Álfheimunum í húsi foreldra okkar. Þar var oft mikið hlegið langt fram á nótt og hreif Fanney þar alla með sér með sínum smitandi hlátri. Þegar heim var haldið fannst henni gaman að keyra niður Laugaveginn og sjá næturlífið og skoða í búðarglugga. Ekki fannst okkur það síður skemmtilegt að fá að njóta nærvera hennar og gleðja hana, því hún var sérstaklega þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert, sama hversu lítið það var. Elsku Fanney frænka, nú er kom- ið að kveðjustund. Við vitum að þú varst trúuð og treystir á mátt bænar- innar og þess vegna eram við sann- færð um að vel verður tekið á móti þér í nýjum heimkynnum. Ljós þitt mun lifa áfram með okkur. Guð blessi þig, elsku frænka okk- ar. Elsku Ingó og Diddi, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Lilja, Anna, Ema, Ingi og Berglind. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Gróðrarstöðin ^ 0^ micm ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 24X0 P=isjuí aiJilJai; bzr ui IjííjjlIujíj Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Aíútleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-wvmy.utfarastofa.com t Elsku móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, Njálsgötu 82, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans þriðju- daginn 25. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans. Hjalti J. Guðmundsson, Paula H. Guðmundsson, Jóhanna Margrét Guðmundsdóttir. t Systursonur minn og bróðir okkar, BJÖRGVIN MAGNÚSSON, Keflavíkurgötu 18, Hellissandi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 25. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Gísli Ketilsson, Kristín Herdís Magnúsdóttir, Sólveig Eiríksdóttir, Jón Eiríksson, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson. * t Sonur minn, BJÖRN STEINGRÍMSSON, Sjæilandsgade 20, Kaupmannahöfn, sem lést sunnudaginn 9. janúar, verður jarð- sunginn frá Neskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 15.00. Steingrímur Sigvaldason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR E. BALDVINSDÓTTIR, Ránargötu 35, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 20. janúar sl., verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. janúar kl. 15.00. Hulda Jónsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson, Unnur I. Jónsdóttir, Halldór Einarsson, Áslaug E. Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Baldvin Jónsson, Ásgerður Guðbjörnsdóttir, Þuríður E. Baldursdóttir, Jóhann S. Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. vT t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞORLEIFSDÓTTIR, til heimilis að Garðvangi, Garði, sem andaðist fimmtudaginn 20. janúar sl., verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 28. janúar kl. 16.00. Leila Benediktsdóttir Green, tengdasonur, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR. Magnús Már Lárusson Monika Magnúsdóttir, Adólf Adólfsson, Allan Vagn Magnússon, Margrét Gunnarsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Ársæll Örn Kjartansson, Jónas Magnússon, Drífa Freysdóttir, Finnur Magnússon, Karin Magnússon. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.