Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Um ástir listaskálds - Jón en ekki Jónas Ég þakka Páli Vals- syni kærlega fyrir hið mikla ritverk hans um Jónas Hallgrímsson, sem ég var svo heppin að fá í jólagjöf. Það skipti engum togum að ég lagðist í hæginda- stól með konfektkassa við höndina og sökkti mér ofan í Jónas. Sá lestur hefur verið mér til mikillar ánægju. Og það er ekki vegna þess að ég ætli að fínna að neinu sem ég nú tek mér penna í hönd (eða öllu heldur sest við lyklaborðið - hver not- ar penna núorðið?). En mig langar til að bæta upplýsingum við eitt um- fjöllunarefni bókarinnar, sem ég tel að breyti niðurstöðu þessa atriðis nokkuð. Ég veit hins vegar vel að í jafn mikilli heimildavinnu og liggur að baki ritverki sem þessu er óger- legt að rekja hvem einasta þráð til enda. Hólmfríður Jónsdóttir í Reykja- hlíð var langa-langamma mín. Sú sögn hefur verið lífseig að hún hafi átt vingott við Jónas, eða a.m.k. hafí þeim litist vel hvoru á annað. Um þetta fjallar Páll á bls. 245-246 og á bls. 414-415 í bók sinni um Jónas. Hann rekur sögusagnir um þetta atriði án þess að fullyrða neitt, eins og góðum fræðimanni sæmir, enda verður ekkert fullyrt þegar sannan- ir skortir. Ég get auðvitað ekkert fremur en Páll sagt til um hvern hug Jónas bar til Hólmfríðar. En ég • leyfi mér að halda því fram að hafi Hólmfríði litist vel á Jónas þá hafi það aðeins verið stundarhrif, hún lagði a.m.k. enga ást á hann eftir ár- ið 1840. Ég tel mig hafa nokkrar sannanir fyrir þessu, eins og rakið verður hér á eftir. Þar er ég að tala um ástarbréf milli Hólmfríðar og Jóns Sveinssonar sem hún giftist síðan „í maí 1845, sama mánuði og Jónas Hallgrímsson andast úti í Kaupmannahöfn“, eins og Páll segir á bls. 246. Það að hún giftist ekki fyrr segir Páll að hafi ýtt undir sögusagnir um ástir hennar og Jónasar. Mér þykir það að vísu und- arlegt trygglyndi við Jónas, hafi hún elskað hann, að bíða ekki að- eins með að giftast öðrum, þ.e. hún hlyti að hafa syrgt Jónas um stund. En þetta er nú útúrdúr. Og þó - það að hún giftist Jóni einmitt á þessum tíma sýnir að mínu mati að hún var ekki ástfangin af Jónasi. Þá eru einnig uppi vangaveltur um að „engill með húfu og rauðan skúf í peysu“ (eða grænan skúf) hafi verið Hólmfríður og að hún hafi átt hand- rit að kvæðinu. Telur Páll ekki ólík- legt að Jónas hafi sent henni kvæðið og ort það til hennar „hafi einhver heit farið á milli hans og Hólmfríð- ar“, eins og segir á bls. 415. Ég get ekki útilokað að einhver heit hafi farið þeirra á milli, en verð þá jafn- framt að trúa því að formóðir mín Sigríður K. Þorgrímsdóttir hafi verið svo hverf- lynd í ástamálum að eiga heit við Jónas nokkurn veginn sam- tímis því að hún varð ástfangin af öðrum manni. Auðvitað er ekkert útilokað í ásta- málum og hún var nú bara átján ára bless- unin. Um þetta efni fjall- aði ég í Lesbókargrein í Morgunblaðinu í febrúar 1997, en sé að sú grein hefur farið framhjá Páli. Þar vitna ég í áðurnefnd ástar- bréf, sem geymd eru á Þjóðskjalasafninu. í greininni kem- ur fram að Jón Sveinsson var í Mývatnssveit árið 1839, sama ár og Jónas. Jón var síðan í Reykjahlíð að kenna bræðrum Hólmfríðar árið 1841. En það er ljóst af bréfunum að þau hafa kynnst fyrr, líklega í heimsókn hans í sveitina árið 1839, því árið 1840 var hann búinn að biðja um hönd hennar. Hólmfríður vildi hann, en foreldrar hennar voru andvígir. Þetta kemur fram í bréfi hennar til Jóns, skrifuðu 30. nóvem- ber 1840. Ástæða þess að faðir hennar, sr. Jón Þorsteinsson í Reykjahlíð, annálaður drykkjumað- ur og kvennabósi, lagðist gegn þessum ráðahag var sú að það gengu drykkjusögur um Jón Sveinsson! Henni þótti það greini- lega koma úr hörðustu átt og sagði m.a. að drykkjuskapur föður síns væri „sá grófasti sem ég hefi heyrt um getið“. Henni og Jóni var sem sagt meinað að eigast og það var ástæða þess að þau giftust ekki fyrr en 1845, um svipað leyti og Jónas Hallgrímsson dó, en tímasetning þessara atburða er þó alls ótengd. Þótt þeim væri meinað að eigast gáfust þau ekki upp og skrifuðust á leynilega í mörg ár, eldheit ástar- bréf og rómantísk í meira lagi. T.d. skrifaði Hólmfríður Jóni í janúar 1841 og kvaðst vera að „tala við þann er ég unni mest“ og sótti síðan í sig veðrið og sagði: „fyrst þér vor- uð svo náðugir við mig að elska mig þá er ég óhrædd að segja yður það sanna, Guð veit ég elska yður lika“. Mér er ekki vel kunnugt hvað það var sem fékk Jón föður Hólmfríðar til að láta af andstöðunni við Jón Sveinsson, en víst er að þau fengu loks að eigast árið 1845. Það kann að hafa farið það orðspor af Jóni Sveinssyni að hann væri drykkfelld- ur á sínum yngri árum, en hans er að minnsta kosti ekki getið að drykkjuskap í æviskrám eins og tengdaföður hans. Hafi hann drukk- ið hefur hann þá trúlega tekið sig á og sannað fyrir verðandi tengdaföð- ur að hann væri fullgott eigin- mannsefni fyrir dótturina. Að mínu mati sýna þessi bréf ótvírætt að hugur Hólmfríðar stóð til Jóns en ekki Jónasar. Ég held að sá sem les þessi ástarbréf frá fyrri Bókmenntir Mig langar til að bæta upplýsingum við eitt umfjöllunarefni bókar- innar, segir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sem ég tel að breyti niðurstöðu þessa atriðis nokkuð. hluta 19. aldar sannfærist um ein- læga ást Hólmfríðar og Jóns. Ég held ekki að Hólmfríður hafi verið sá sveimhugi að elska tvo samtímis, það kemur ekki heim og saman við það sem ég hef lesið og heyrt af henni. Þótt einhverjir í ættinni kunni sögur af ástum hennar og Jónasar, þá kannast ég ekki við þær sögur úr minni fjölskyldu. Hins vegar þekki ég vel þá sögu að þau hafi skrifast á og fjallaði um það sem hverja aðra staðreynd í áður- nefndri Lesbókargrein. Það var þó óvarlegt, því eins og Páll segir í bók sinni þá eru það aðeins sögusagnir, þessi bréf fyrirfinnast ekki og eng- ar sannanir um að þau hafi verið til. Móðir mín sagði mér þessa sögu eftir tengdamóður sinni, Stefaníu Þorgrímsdóttur, en Hólmfríður var amma hennar. Sagði amma mömmu það að hún og Sigrún systir hennar hefðu oft spurt gömlu konuna um kynni þeirra Jónasar og viljað fá að lesa bréfin. Þeirri gömlu fannst hins vegar að fólki kæmi þetta ekkert við og að sögn brenndi hún bréfin. Læt ég nú staðar numið og vona að ef einhvern tíma kemur út aukin og endurbætt útgáfa af ævisögu Jónasar þá verði þetta atriði endur- skoðað. Vil ég að lokum ítreka þakkir mínar fyrir ánægjulegar samverustundir við Jónas, þótt þetta litla atriði hafi truflað mig dá- lítið. Höfundur er sagnfræðingur. „Nýjar leiðir á nýrri öld“ ER ÞÖRF fyrir ferska vinda í íslensku skólastarfi? Þetta er mjög stór spurning og eins og oft vill verða með stórar spurningar er henni vandsvarað. Sumir munu hiklaust svara játandi á meðan aðrir segja nei. Miklar breytingar háfa orðið á íslensku þjóðfélagi og íslensku skólahaldi á þeirri öld sem nú er að renna sitt skeið. Nefna má að nú- orðið eru yfirleitt báðir foreldrar útivinnandi öfugt við það sem áður tíðkaðist. Bömin sem áður fylgdust með foreldrum sínum við vinnu, að- stoðuðu þá og lærðu af þeim, hefja flest skólagöngu tveggja eða þriggja ára gömul, fyrst í leikskóla hálfan eða allan daginn og síðan tekur tíu ára skyldunám í grunnskóla við. Stór hluti þess uppeldis og fræðslu sem áður fór fram á heimilum fer nú fram í skólum. Abyrgð þeirra hefur þannig vaxið í takt við örar breyt- ingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það hefur stundum verið bent á að þeir nái ekki ætíð að fylgja þjóðfé- lagsþróuninni eftir, vegna þess að sífellt skapast þörf fyrir nýjar leiðir, nýjar aðferðir, nýjar greinar og/eða nýja nálgun við námsefni. Nýverið hafa tekið gildi nýjar námskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og bjóða þær svo sannarlega upp á breytingar, rými hefur verið skapað fyrir ferska vinda. Nýtt fag, lífsleikni hefur fengið fastan sess í námskrá grunn- skóla. Hvernig er best að þróa hana, hvaða brautir er vænlegast að leiða hana inn á? Annað er það, að í byggðaumróti samtímans hefur orð- ið mikilvægara en nokkm sinni fyrr að nýta nánasta umhverfi skóla til náms og kennslu, efla þekkingu og skilning á þvi, stuðla að meiri sátt við það og auka þar með líkur á áframhaldandi öflugri byggð um allt land. Með samfelldri námskrá vakna líka spumingar um hvort ekki sé þörf á auknu samstarfi milli skóla- stiga og hvort hug- myndafræði eins skólastigs eigi ekki jafnframt heima á því næsta svo takast megi að skapa samfellu og hámarksárangur í skólagöngu hvers nem- anda. Þetta þrennt sem hér er talið varð til Helena Eydís þess að Magister, félag Ingólfsdóttir kennaranema við Há- skólann á Akureyri, réðst í það að skipuleggja og halda ráðstefnu þann 29. janúar næstkom- Skólastarf Stór hluti þess uppeldis og fræðslu sem áður fór fram á heimilum, segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, fer nú fram í skólum. andi, tengda þessum efnum. Ráð- stefnan ber yfirskriftina „Nýjar leiðir á nýrri öld“ og á henni munu kennarar og nemendur við kennara- deild háskólans fjalla um grenndar- kennslu, lífsleikni og það, hvort leik- skólafræði eigi erindi í grunnskóla. Þessum og fleiri þáttum þurfa skólastjórnendur, kennarar, for- eldrar, kennaranemar og aðrir að velta fyrir sér og gera upp við sig hvort þeir eru meðal þeirra fersku vinda sem vænlegast er að veðja á til sóknar á nýrri öld. Höfundur er nemi íHáskólanum d Akureyri og ritari stjómar Magister, félags kennaranema. Styrkir til höfunda fræði- rita auglýstir fyrsta sinni LAUNASJÓÐUR fræðiritahöf- unda auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðn- um sem veitt verða frá 1. júm' 2000. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar al- þýðlegra fræðirita, handbóka, orða- bóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launa- sjóðs fræðiritahöfunda er að auð- velda samningu bóka og verka í stafrænu formi til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfs- laun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatím- anum stendur. Starfslaun miðast við lektorslaun við Háskóla íslands eins og þau eru á hverjum tima. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannsóknarráðs íslands www.rannis.is. Umsóknir skulu hafa borist á tölvutæku formi til Rannsóknarráðs íslands, Lauga- vegi 13, fyrir 16. febrúar nk. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rannsóknarráðs íslands. Dr. Stefanía Óskarsdóttir er for- maður stjómar Launasjóðs fræði- ritahöfunda. Auk Stefaniu eiga sæti í sjóðsstjóminni dr. Sverrir Tómas- son og dr. Haraldur Bessason. A Utsala enn meiri verðlækkun Tískuverslun«Kringlunni &-12 • Sími 553 3300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.