Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 68
'38 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
ÍDAG
Sorg og sorgar-
viðbrögð
Safnaðarstarf
Næstkomandi sunnudagskvöld 30.
janúar kl. 20 mun sr. Sigfinnur Þor-
leifsson sjúkrahúsprestur vera með
erindi um sorg og sorgarviðbrögð á
fræðslukvöldi í safnaðarheimili
Langholtskirkju.
Þriðjudaginn 1. febrúar hefst síðan
starf sorgarhóps/nærhóps í fram-
haldi af fræðslukvöldinu. Nærhópar
eru litlir hópar einstaklinga sem
mynda trúnaðarsamband, helst ekki
fleiri en 8-10 manns. Komið er sam-
an einu sinni í viku í tíu skipti. Hóp-
jt starfinu lýkur með erindi sr. Sigfinns
þar sem horft er fram á veginn.
Sóknarprestur og djákni hafa um-
sjón með starfinu og leiða hópinn.
Askirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt árþús-
und. Fræðslusamvera í safnaðar-
heimiii Áskirkju í kvöld kl. 20.30.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12. Æskulýðsfélagið fyrir ungl-
inga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félags-
miðstöðinni Bústöðum.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu. Æskulýðsfélag Neskirkju og
Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í
safnaðarheimili Neskirkju kl. 20.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl.
--r 10-12. Allar mæður velkomnar með
lítil böm sín.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Fluttar verða fjórar kirkjusónöt-
ur eftir Mozart. Ihugun, bæn. Léttur
málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagnar-
íhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21.
Fyrirbæn með handaryfirlagningu
og smurning. Tómas Sveinsson.
Langholtskirkja. Foreldra- og
barnamorgunn kl. 10-12. Fræðsla:
Afbrýði eldri systkina. Sigríður Jó-
' hannesdóttir hjúkrunai-fræðingur.
Söngstund með Jóni Stefánssyni kl.
11. Svala djákni les fyrir eldri börn.
Langholtskirkja er opin til bæna-
gjörðar í hádeginu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgel-
leikur til k 1.12.10. Að stundinni lok-
inni er léttur málsverður á vægu
verði í safnaðarheimilinu.
Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara
nk. laugardag kl. 13. Farið verður í
heimsókn í Oháða söfnuðinn. Þáttaka
tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10
og 12 í síðasta lagi á föstudag. Allir
velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Seltjamameskirkja. Starf fyrir 6-8
ára böm kl. 15-16. Starf fyrir 9-10
ára börn kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. TTT starf fyrir 10-
12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30-17.30.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur
og Bjargar Geirdal. KI. 11.15 leikfimi
aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrir-
bænaefnum má koma til prests eða
kirkjuvarðar í síma 554-1620, skrif-
lega í þar til gerðan bænakassa í and-
dyri kirkjunnar eða með tölvupósti
(Digraneskirkja@simnet.is).
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára drengi kl.17-18.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgn-
ar kl. 10-12. Fræðandi og skemmti-
legar samvemstundir, heyram guðs
orð og syngjum með bömunum.
Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og
brauð fyrir bömin. Æskulýðsstarf
fyrir unglinga kl. 20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf
fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirlqa. Samvera aldraðra í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16.
Seljakirlqa. Strákastarf fyrir 9-12
ára á vegum kirkjunnar og KFUM
kl. 17.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12
í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús
fyrir 8-9 ára böm í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrirl0-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
böm kl. 17-18.30.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
10 foreldramorgunn. Kl. 17.30 TTT-
starf, tíu til tólf ára krakkar. Kl. 18
kyrrðar- og bænastund með Taize-
söngvum. Koma má fyrirbænaefnum
til prestanna með fyrirvara eða í
stundinni sjálfri.
Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam-
koma í umsjón Hallelújakórsins. All-
ir hjartanlega velkomnir.
Lágafellskirlqa. TTT-starf fyrir 10-
12 ára börn frá kl.17-18. Umsjón
Hreiðar og Sólveig.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Hvammstangakirkja. Kapella
Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og
bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna-
efnum má koma til sóknarprests.
ÞYSKUNAMSKEIÐ
í GOETHE-ZENTRUM
Vönduð þýskunámskeið sem leiða til hinna
stöðluðu prófa Goethe-stofnunar er njóta
viðurkenningar um heim allan.
Aðeins við bjóðum hérlendis upp á próf sem
jafngildir inntökuprófi í þýsku við þýska háskðla.
Ailir kennarar hjá okkur hafa þýsku að
móðurmáli.
Upplýsingar í síma 551 6061 frá kl. 15.00 alla
daga nema sunnudaga eða sendið beiðni um
frekari upplýsingar á netfangið
goethe@simnet.is
Vorönn (febrúar - maí 2000):
Þýskunámskeið fyrir byrjendur
Grundstufenkurse
Fur Teilnehmer mit mittleren bis guten Vorkenntnissen
Mittelstufenkurse
Fur Teilnehmer mit guten bis sehr guten Vorkenntnissen
Oberstufenkurs
Fúr Teilnehmer mit sehr guten Vorkenntnissen, Abschluss
berechtigt zum Besuch deutscher Hochschulen
Grammatikkurs / Málfræðinámskeið
Kindersprachkurse / Barnanámskeið
GOETHE-^ O
INSTITUT
Alfanámskeið
mikil blessun
ÉG vil koma á framfæri
ánægju minni með Alfa-
námskeið sem ég tók þátt í á
vegum Hafnarfjarðarkirkju
á síðastliðnu hausti og ég
verð að segja að mér fannst
það frábært. Við hittumst á
fimmtudögum í 10 vikur og
ég vildi ekki missa af einu
einasta skipti. Ég hlakkaði
til að hitta þessa ágætu leið-
beinendur og þátttakendur
og til okkar sameiginlega
borðhalds, þar sem við
kynntumst á mjög jákvæð-
an hátt. Á eftir málsverði
fór fræðslan fram. Ég verð
að segja að ég hafði ekki
mikið velt fyrir mér spurn-
ingum um kristna trú, þótt
ég hafi átt mína bamatrú og
mitt bænah'f, en Biblían
fannst mér ekki aðgengileg
að fletta upp í, en úr þessu
vildi ég bæta og tók því
þessu námskeiði fegins
hendi. Það hvemig leiðbein-
endur leiddu okkur hver af
öðram á sinn ljúfa og
skemmtilega hátt í gegnum
efni námskeiðsins og
kenndu okkur að fletta upp í
Biblíunni, og það hvernig
hinum trúarlegu spuming-
um var svarað um námsefn-
ið í umræðuhópnum og
hvernig við skiptumst á
trúarlegri reynslu hvers og
eins og hvernig hvert kvöld
var endað með bæn og íyr-
irbænum, þá fann ég að eft-
ir því sem leið á námskeiðið
hvemig trúarvissa mín
jókst og að ég væri að eign-
ast eitthvað dýrmætt, það
er að segja lifandi trú á guð
og það eflir vissulega innri
styrk.
Ég vil líka minnast á
helgina sem við áttum sam-
VELVAKAJVDI
Svarað í sírna 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
an í Ölveri í Borgarfirði,
samfélag okkar við guð í
bæn var mjög áhrifaríkt,
það má segja, að þessi helgi
hafi verið ein allsherjar
andleg og líkamleg næring-
arveisla.
Nú er að hefjast nýtt
Alfanámskeið og vona ég að
sem flestir beri gæfu til að
taka þátt í þvi.
Kona í Hafnarfirði.
Til Ríkisútvarpsins
UNDANFARNA sunnu-
dagsmorgna hafa verið á
dagskrá Ríkisútvarpsins
þættir sem nefnast Öldin
sem leið. Efni þeirra virðist
hið fróðlegasta, en vegna
þess, hve lestur höfundar-
ins er óáheyrilegur (hraður
og rykkjóttur), fer efni hans
því miður fyrir ofan garð og
neðan hjá mér. Það em til-
mæli mín til útvarpsins að
það vandi betur til upples-
ara og eins viðmælenda í
samtalsþáttum. En hvað þá
varðar, væri ekki ráð að
þurrka út þetta eilífa héma,
sem sagt og sko, ófögnuð
sem tröllríður flestum við-
tölum. Er ekki hvort eð er
allt það efni sent út af bönd-
um? Um sjónvarpið ætla ég
ekki að fjölyrða - það er
sjálfusérverst.
Siggi í Árborg.
Raddir Evrópu - stór-
kostlegur kór
ÉG var einn þeirra fjöl-
mörgu sem lögðu leið sína í
Hallgrímskirkju á nýársdag
til að njóta tónlistar og bæn-
astundar. Þar söng kórinn
Raddir Evrópu sig inn í hug
og hjörtu þeirra er á hlýddu
og voru bænir um frið lesn-
ar á milli laga á mörgum
tungumálum. Kórinn sam-
anstendur af 90 ungmenn-
um frá öllum menningar-
borgum Evrópu, undir
stjóm Þorgerðar Ingólfs-
dóttur og fleiri.
Það var kynngimagnaður
kraftur í kirkjunni þetta
síðdegi og áhrifamikið að
hlusta á bænina „Faðir vor“
lesna á m'u tungumálum í
lokin. Þessari stund iylgdi
trú á framtíðina þar sem
glæsileg ungmennin sam-
einuðust í stórkostlegum
söng sem engan lét ósnort-
inn. Utvarpað var frá þess-
um atburði en ekld er ólík-
legt að margir hafi misst af
útsendingunni sökum hátíð-
arhalda. Það er þvi einlæg
von mín að Ríkisútvarpið
endurflytji þessa metnaðar-
fúllu dagskrá. Hafi þeir,
sem að undirbúningi stund-
arinnar stóðu, hjartans
þökk fyrir.
Ánægður kirkjugestur.
Málvenja og málfar
MIKIL hörmung er að
heyra hámenntaða menn í
útvarpi og sjónvarpi tala um
verðin á hinu og þessu. Það
er eins og þeir átti sig ekki á
því að orðið verð er aðeins
til í eintölu líkt og orðið kaffi
og fleiri orð. Ef til vill eigum
við eftir að heyra þessa
sömu menn tala um verð-
lögin í landinu eða að kaffin
séu ódýrust í Nóatúnsbúð-
inni. Þá er mjög algengt að
menn segi að jólatréin séu
komin í staðinn fyrir að jóla-
trén séu komin og er það af-
ar slæm málvenja. Tökum á
og vöndum málfarið.
Skólasljóri.
Tapad/fundíð
Gullarmband týndist
GULLARMBAND týndist
í Mosfellsbæ, Fossvogi,
Seltjamarnesi eða á Hall-
veigarstíg 1, laugardags-
kvöldið 8. janúar sl. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
Kristínu i síma 581-4339.
IVQótt gullarmband
týndist
MJÓTT gullarmband týnd-
ist í síðustu viku. Líklega
efst á Laugavegi, Rauðar-
árstíg eða við Tryggvagötu.
Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 553-3365.
Bamabútasaumsteppi
fannst
FYRIR u.þ.b. hálfum mán-
uði fannst bamabútasaums-
teppi við Bústaðaveg. Upp-
lýsingar veitir Linda í síma
568-4872.
Giftingarhringur
í óskilum
KARLMANNS-giftingar-
hringur fannst í Laugarnes-
hverfi. Upplýsingar í síma
568-5839.
Dýrahald
Læða týndist
í Breiðholti
BRUN, svört og hvít læða,
inniköttur, eyrnamerkt,
týndist sl. sunnudagskvöld
frá Maríubakka í Breiðholti.
Þeir sem hafa orðið hennar
varir vinsamlega hafi sam-
band í síma 567-3914.
Víkverji skrifar...
Kunningi Víkverja kom að máli
við hann um daginn og sagði
farir sínar ekki sléttar. Vegna
vinnu sinnar hafði hann verið í
sambandi við mörg þeirra fyrir-
tækja, sem eru í fararbroddi nýj-
unga í fjarskiptum og netvæðingu
hér á landi. Kunninginn staðhæfði
hins vegar að um leið og þessi
ungu fyrirtæki sköraðu fram úr
öðrum í nýjustu tækni virtist sem
mörg þeirra vanræktu þá gamal-
dags þjónustu að svara í síma.
Kunninginn nefndi tvö dæmi.
Hann hafði í þrjá daga reynt að ná
sambandi við stjórnanda hjá fyrir-
tæki sem selur neytendum tölvur,
hugbúnað og fleira. Yfirleitt
hringdi sími fyrirtækisins út en þá
sjaldan svarað var tók ekki betra
við. Kunninginn spurði um mann-
inn og var gefið samband en síðan
hringdi og hringdi svo lengi sem
kunninginn nennti að bíða, án þess
að símsvarinn hefði nokkur frekari
afskipti af því hvort samband hefði
komist á. Éftir að hafa reynt af og
til í þrjá daga gekk þó loks saman
og samband komst á við stjórn-
andann.
Kunninginn þurfti svo að ná í
starfsmann annars fyrirtækis hjá
fyrirtæki í fararbroddi í tölvutækni
og hugbúnaðargerð og þar hringdi
síminn ekki út heldur var símtalinu
eftir nokkrar hringingar beint til
fyrirtækis úti á landi sem miðlar
fjölþættri þjónustu í gegnum síma.
Kunninginn hugði gott til glóðar-
innar, spurði um sinn mann en þá
kom símsvarinn af fjöllum og hafði
ekki tiltækar upplýsingar um hvort
maðurinn yfirleitt ynni hjá fyrir-
tækinu, hvað þá að þarna úti á
iandi vissu menn hvert væri innan-
hússnúmerið hans. Ævintýrið fékk
þó farsælan endi því eftir tíu
hringingar og tvo daga náðu þeir
saman í gegnum síma kunningi
Víkverja og þessi starfsmaður eins
tæknivæddasta fyrirtækis lands-
ins.
„Þetta sýnir mér að það er ekki
allt fengið með tækninni,“ sagði
kunninginn og Víkverji er ekki frá
því að þar hafi hann rétt fyrir sér.
xxx
Yíkverji rakst nýverið á klausu í
blaði sem hafði að geyma
stutta kynningu á efni næsta blaðs.
Þar sagði m.a. um efni blaðsins:
„Leikkonan Jóhanna Vigdís léttir á
sér og öryggismyndavélar borgar-
innar eru til umfjöllunar.“
Víkverji gerir sér grein fyrir að
umfjöllunarefni dagblaða er sífellt
að verða fjölbreyttara og blaða-
menn sífellt að færa sig lengra í
skrifum um efni sem hingað til hef-
ur ekki verið fjallað um í blöðum.
Víkverji var því í fyrstu ekki alveg
viss um hvað það væri sem leik-
konan ætlaði að gera í blaðinu.
Hann óttaðist að blaðið hefði feng-
ið leikkonuna til að „létta á sér“
fyrir framan „öryggismyndavélar
borgarinnar". Það var því með
nokkrum kvíða sem Víkverji opn-
aði blaðið daginn eftir, en þá kom í
ljós að um var að ræða hefðbundið
viðtal við unga og efnilega leik-
konu sem sagði stuttlega frá því
sem hún er að sinna þessa dagana í
leiklistinni. Sem betur fer var hún
ekki sýnd vera að „létta á sér“.
Blaðamaðurinn reyndist bara ekki
kunna að nota orðatiltækið. Þeir
sem telja að „létta á sér“ þýði það
sama og að létta á hjarta sínu, þ.e.
segja frá, ættu að fletta upp í orða-
bók.
xxx
Inýútkomnu tímariti Nýrrar
sögu, sem Sögufélagið gefur út,
er fróðleg grein eftir Sverri Jak-
obsson sagnfræðing um Harald
hárfagra. Haraldur er sagður hafa
verið Noregskonungur á þeim ár-
um sem ísland var að byggjast og
gegnir lykilhlutverki í þeirri sögu-
skoðun sem um áratugaskeið hefur
verið haldið að nemendum sem
læra íslandssögu. Hin hefðbundna
söguskoðun er sú að ísland hafi
farið að byggjast vegna þess að
forfeður okkar hafi ekki þolað yfir-
gang Haraldar hárfagra, sem gekk
fram af mikilli hörku við að sam-
eina Noreg undir einni stjórn.
Haraldur á að hafa heitið því að
skerða hvorki hár sitt né skegg
fyrr en þessu markmiði væri náð.
í grein Sverris eru skoðaðar þær
heimildir sem til eru um Harald og
sýnir Sverrir fram á að afar lítið er
til af samtímaheimildum um kon-
ung þennan. I konungatali frá
þessum tíma er hans ekki getið.
Konungs, sem kallaður er Lúffa, er
hins vegar getið í dróttkvæðum,
sem Sverrir telur ekki sjálfsagt að
túlka með þeim hætti sem gert
hefur verið, að átt sé við Harald
hárfagra. Niðurstaða Sverris er að
það sé það margt óljóst um Harald
að ekki sé hægt að slá því föstu að
hann hafi nokkru sinni verið til.
Sumum kann að finnast ótrúlegt að
þessi lykilpersóna í landnámi ís-
lands sé aðeins þjóðsaga, en hvað
um það; óhætt er að mæla með
grein Sverris í Nýrri sögu. Þar eru
settar fram ögrandi spurningar.