Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 72
72 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Paradisareyjan í Tjarnarbiói
Myrkar hliðar
mannssálarinnar
LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð
frumsýnir á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói
leikritið Paradísareyjuna, sem er leikgerð unnin
upp úr „Lord of the Flies“, skáldsögu Williams
Goldings. Þetta er jafnframt frumflutningur á
leikritinu hér á landi en það fjallar um bresk
_ skólabörn sem verða strandaglópar á eyðieyju
^Teftir flugslys og verða að byggja upp sitt eigið
samfélag í stöðugum ótta við „dýrið“.
Árni Pétur Guðjónsson leikstýrir verkinu, Ólöf
Ingólfsdóttir stjórnar hreyfmgum, Árni Heiðar
Karlsson sér um tónlist og ljósahönnun er í
höndum Egils Ingibergssonar.
Aðspurð hvers vegna stjórn leikfélagsins hafi
ákveðið að setja upp þetta verk frekar en eitt-
hvað annað segir Salka Guðmundsdóttir að hug-
myndin sé komin frá leikstjóranum, Árna Pétri.
„Hann las bók Goldings sem unglingur og minnti
að yfir henni væri ævintýrablær. Ungir krakkar
sem eru á eyðieyju fjarri boðum og bönnum full-
orðinna. Hann hafði gleymt óttanum, ógninni og
myrkrinu sem býr í bókinni. En þegar við fórum
að skoða þetta með honum og sagan rifjaðist upp
sáum við að þetta var spennandi verkefni. Það
spilaði líka inn í að okkur langaði til að gera
♦ hópsýningu en í okkar útfærslu er 31 leikari."
Ungur þýðandi
Það sem vekur athygli við uppfærslu MH er að
áðurnefnd Salka þýddi leikritið en hún leikur
jafnframt í því. Ásthildur Erlingsdóttir, sem er
einnig í stjórn leikfélagsins, segir að nauðsynlegt
hafi verið að þýða verkið þar sem engin þýdd
leikgerð hafi verið til. „Við þurftum þó ekki að
leita langt yfir skammt að þýðanda þar sem við
vorum svo heppin að hafa Sölku í okkar röðum.
Við vorum viss um að hún myndi ráða við þetta.
Hún er mjög vel að sér í enskri tungu og hefur
góða tilfinningu fyrir íslensku."
/í-
Salka segir að það hafi verið allvandasamt
verk að þýða leikritið þar sem það sé á erfiðu
tungumáli. „Ég þurfti að leggja mikið á mig til að
komast inn í söguna. Ég studdist við enska leik-
gerð verksins sem inniheldur mikið af textanum
úr bókinni, en við gengum einnig langt í því að
breyta umgjörðinni í stíl við okkar uppfærslu."
Mikil útrás í verkinu
Þær Ásthildur og Salka segja að þrátt fyrir að
Paradísareyjan sé fremur þungt verk sé það
skemmtilegt. „í þessu verki er mikil útrás og það
er söngur og það er dans. Það er auðvitað verið
að fjalla um myrku hliðar mannssálarinnar í sýn-
ingunni en það er mjög lærdómsríkt að eiga við
það,“ segir Salka. Ásthildur bætir við að Leikfé-
lag MH hafi einnig sett upp léttari verk gegnum
tíðina en menn hafi verið mjög sáttir við að tak-
ast á við þetta núna.
Tímalaust verk
William Golding skrifaði Lord of the flies á
þeim tíma þegar minningar um hörmungar
tveggja heimsstyrjalda gengu ljósum logum og
kjarnorkuvá vofði yfir heiminum. Þrátt fyrir að
rólegra sé yfir heimsmálunum nú segja þær
stöllur að verkið eigi mikið erindi til fólks í dag.
„Hið illa virðist alltaf vera ríkjandi í samfélagi
manna,“ segir Salka.
„Þótt heimurinn sé ekki beint logandi í átökum
og við séum ansi örugg hér fær maður ekki séð
að kærleikurinn ríki hérna á Islandi frekar en
eitthvað annað,“ segir Ásthildur.
Salka segir að verkið sé tímalaust að því leyti
að Golding sé að fjalla um ákveðin minni sem hafi
verið gegnumgangandi í mannlegu samfélagi frá
upphafi vega. „Hann er að fjalla um leiðtoga-
ímyndina, múgæsingu og hvernig fólk getur slit-
ið af sér öll bönd og breyst í villidýr." Ásthildur
Morgunblaðið/Golli
Salka og Ásthildur eru í sljórn leikfélags MH.
Ásamt því að leika í verkinu þýddi Salka það.
Morgunblaðið/Golli
Blásið í lúður á Paradísareyjunni.
segir að ýmislegt í verkinu eigi sér ákveðnar
hliðstæður í dag eins og til að mynda einelti.
Eins og fyrr segir tekur 31 leikari þátt í sýn-
ingunni og eru þá ótaldir allir þeir sem koma að
verkinu með öðrum hætti, svo sem við sviðs-
vinnu, förðun og allt það sem þarf að sinna í leik-
húsuppfærslum. Þær Salka og Ásthildur segja
að mikill áhugi sé á leiklist í MH og í ljósi þessa
hafi verið ákveðið að leyfa öllum sem vildu að
taka þátt í uppsetningunni.
Stefnt er að því að sýna leikritið átta sinnum í
Tjarnarbíói. Fyrsta sýningin verður næsta laug-
ardag og önnur sýning á sunnudag.
' '-'vM
Útsala
Meiri lækkun
Ifl WICCL T/ Matíníque
KRINGLUNNI
Agnar Már Magnússon píanóleikari
á leið til New York
New
York-
veisla í
Iðnó
AGNAR Már Magnússon
pianóleikari heldur kveðju-
tónleika í Iðnó í kvöld en
hann er á leið til borgar-
innar sem aldrei sefur, New
York, á næstunni. Agnar
nam píanóleik við FIH og f
Amsterdam, þaðan sem
hann útskrifaðist síðastliðið
vor. f New York stefnir
hann á enn frekara nám.
Þar mun hann m.a. sækja
einkatíma hjá hinum kunna
píanóleikara Larry Gold-
ings, auk þess sem hann
mun vitanlega freista gæf-
unnar í þessari litríku borg.
Agnar hefur getið sér
gott orð sem lunkinn cfjass-
ari og spilað með mörgum
hæfileikaríkum listamönn-
um í gegnum árin. Nú hafa
margir af þessum sam-
starfsmönnum hans og vin-
um ákveðið að veita honum
ofurlitla aðstoð í að komast
utan og gera það með því að
troða upp með honum á tónleikun-
um. Þetta er frítt föruneyti lista-
manna sem koma úr öllum áttum:
Andrea Gylfadóttir, Anna Sigríður
Helgadóttir, Gospelsystur, Gunn-
laugur Guðmundsson, Hinrik Ólafs-
son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir,
Laufey Brá Jónsdóttir, Margrét Eir
Hjartardóttir, Margrét Pálmadótt-
ir, Maríus Sverrisson, Matthías
Helmstock og síðastur en alls ekki
sístur Ragnar Bjarnason. Megin
markmið tónleikanna er skemmt-
unin, að þar finni flestir eitthvað
við sitt hæfi og er rauði þráðurinn
sjálft stóra eplið, New York, sem er
vel við hæfi. Til þess að fullkomna
kvöldið mun Ragnar stórsöngvari
Bjarnason að sjálfsögðu sýna það
enn og sanna að enginn syngur bet-
ur sjálft einkennislag borgarinnar
björtu
MYNPBONP
Dauflegur
Shakespeare
Draumur á Jónsmessunótt
(A Midsummer Night’s Dream)
Gamanleikur
★★
Leikstjórn og handrit: Michael
Hoffman. Kvikmyndataka: Oliver
Stapleton. Aðalhlutverk: Kevin
Kline, Michelle Pfeiffer, Rupert
Everett, Stanley Tucci, Calista
Flockhart og Christian Bale. (116
mín.) Bandarikin. Skífan, janúar
2000. Öllum leyfð.
AF einhverjum ástæðum kjósa
aðstandendur þessarar nýjustu upp-
færslu á Jóns-
messudraumi að
láta atburði eiga
sér stað í Toscana-
héraði á 19. öld. Ef
til vill er markmið
þessarar tilfærslu
frá Grikklandi hinu
forna til Ítalíu á
tímum reiðhjólsins
að gera kvikmynd-
ina aðlaðandi í aug-
um bíógesta og tengja hana um leið
við aðra vinsæla kvikmyndaútfærslu
á Shakespeare-gamanleik, þ.e. Ys og
þys út af engu, í leikstjórn Kenneths
Branaghs, sem tekin var í hinu róm-
antíska umhverfi héraðsins. Jóns-
messudrauminn sem hér um ræðir
skortir hins vegar mikið af þeirri lip-
urð er einkenndi uppsetningu Bran-
aghs. Ævintýrið kemst aldrei al-
mennilega af stað og kómedían nær
aldrei að lifna við. Þrátt fyrir bráð-
skemmtilegt og fjölbreytt leikaraval
er samstillingu leikara ábótavant og
virðist glíman við texta meistarans
hafa verið látin eftir hverjum að
leysa úr eftir bestu getu. í lokaatrið-
inu tekst reyndar vel til. Þessi kvik-
myndaútfærsla er litfögur og áferð-
arfalleg en tekst engan veginn að
gæða verk Shakespeares lífi.
Heiða Jóhannsdóttir
Frábær flétta
Koss Júdasar
(Judas Kiss)
D r a m a
Leikstjóri og handrit: Sebastian
Gutierez. Tónlist: Christopher
Young. Kvikmyndataka: James
Chressanthis. Áðalhlutverk: Simon
Baker-Denny, Gil Bellows, Emma
Thompson. (100 mín) Bandaríkin.
Myndform, 1999. Bönnuð börnum
innan 16 ára.
UNG kona og elskhugi hennar,
sem hafa aflað tekna með því að
kúga fé af mönn-
um vegna kynlífs-
hneyksla, fá hug-
mynd sem ætti að
gera þau fjárhags-
lega vel stæð um
ókomna tíð. Eins
og í öllum góðum
myndum gengur
þetta engan veg-
inn upp og enginn
virðist vera þar sem hann er séður.
Koss Júdasar kemur virkilega
skemmtilega á óvart. Söguþráður-
inn dregur áhorfandann um marga
króka og kima þar til sagan liggur
ljós fyrir. Frammistaða leikara í
myndinni er vel yfir meðallagi. Gil
Bellows í hlutverki fjarskiptasnill-
ings sem hjónakornin ráða til sín
er gjörólíkur persónu sinni í „Ally
McBeal". Alan Rickman og Emma
Thompson koma með blæ kunn-
ingsskapar inn í myndina en þau
léku saman í „Sense and Sensibili-
ty“. Að lokum er það Carla Gugino
sem slær enga feilnótu í vanda-
sömu hlutverki.Það er óskandi að
leikstjórinn og handritshöfundur-
inn Gutierez haldi áfram að gera
svona gæðamyndir.
Ottó Geir Borg