Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 74
MORGUNBLAÐIÐ
74 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
stendur í stað ,{ nýtt á lista
Vikan 26.01.-01.02.
% 1. Sex Bomb
Tom Jones
'f' 2. Dolphins Cry
Líve
3. Bad Touch
BloodhoundGang
'fr 4. Vínrauðvín
Ensími
fh 5. Okkar nótt
Sálin hans Jóns míns
v> 6. Sexx Laws
Beck
f 7. Crushed
Limp Bizkit
%■ 8. Born to make you happy
Britney Spears
9. I Learned From the Best
Whitney Houston
f 10. WhataGirl Wants
Christina Aquilera
11. Otherside
Red Hot Chili Peppers
‘f' 12. The Great Beyond
R.E.M
f' 13. BreakOut
Foo Fighters
't/ 14. Dusted
Leftfield
T 15. Jesus Online
Bush
/ 16. Mixed Bizniz
Beck
17. Into the Void
Nine inch nails
V 18. Parasito
Molotov
;v- 19. Whatlam
Tln Tin Out & Emma B.
V 20. So long
Everlast
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
® mbl.is TÚPP 5D
skjAreinn
FÓLK í FRÉTTUM
Töfrar á N etinu
VILTU vita allt um galdra,
töfrabrögð og sjónhverfing-
ar? Viltu verða töframaður
og slá um þig með spilagöldrum í veislum og meðal
starfsfélaganna? Þá ættirðu að nota Netið þér til fram-
dráttar og kynna þér það fjölbreytta úrval af vefsíðum
sem lúta að þessum málaflokki.
Með því að ferðast um Netið undir leitarorðunum
„magic+tricks“ opnast fyrir manni nýr heimur töfra og
sjónhverfinga og í ljós koma spjallrásir, heimasíðuhring-
ir, póstlistar, tímarit helguð töfrabrögðum og margt ann-
að sem kemur upp um þann fjölda einstaklinga um heim
allan sem lifir og hrærist í heimi töfra, galdra og sjón-
hverfinga. Ungir sem aldnir töframenn hafa sínar eigin
heimasíður sem gaman er
að heimsækja og er í því
sambandi nauðsynlegt að
benda á þann besta og
mesta í dag, sjálfan David
Copperfield, en opinber
heimasíða hans er á slóð-
inni http://www.dcopperf-
ield.com/. Hún er auðvitað
töfrandi - eins og honum
einum er lagið.
Fyrir þá sem áhuga hafa
á að læra einfalda jafnt sem
flókna spilagaldra er úr
mörgum skemmtilegum
síðum að velja, en hér skal
bent á http://www.web.sup-
erb. net/cardtric/tricks. h tm
og http://www.geocities,-
com/TimesSquare/4608/
sem eru uppfullar af alvöru
göldrum með spil og smá-
peninga sem auðvelt og
fljótlegt er að læra. Þar er
hægt að finna spilagaldra
fyrir byrjendur jafnt sem
lengra komna og einnig
galdra þar sem aðrir hlutir
eru notaðir til að koma
spenntum áhorfendum á
óvart. Einnig er síðan
http://www.teleport.com/~jrolsen/ feykilega skemmti-
leg, en á henni er að finna minnisgaldra af ýmsum toga
og kemur Simpson-fjölskyldan þar meðal annars við
sögu.
Fyrir þá sem vilja kynna sér sögu töfrabragða er síðan
http://www.uelectric.com/pasttimes/ tilvalin, en þar er
farið yfir feril fremstu sjónhverfingasnillinga og töfra-
manna sögunnar og er Houdini, meistarinn sjálfur, með-
al þeirra. Einnig er hægt að skoða á Netinu margar síður
sem sérstaklega eru tileinkaðar honum og hans brögð-
um, en hann var uppi um síðustu aldamót og hefur eng-
inn töframaður enn komið
fram á sjónarsviðið sem
kemst með tærnar þar sem
hann hafði hælana hvað
dulúð varðar. Voru það
galdrar eða voru brögð í
taíli? Þú gætir komist að
því! A pasttímes-síðunni er
einnig hægt að kíkja í
töfrakassa gömlu meistar-
anna og sjá hvaða hjálpar-
tæki þeir studdust við á
sínum tíma. Auðvitað er
reynt að giska á leyndar-
málin að baki töfrabrögð-
unum sem mörg hver eru
þó enn í dag óleyst ráðgáta.
Síðan http://www.qtm,-
net/~geibdan/magician/
links.html er góður upp-
hafspunktur í ferðalagi um
heim töfranna á Netinu því
á henni er listi yfir margar
verulega fróðlegar síður
töframanna, verslana með
töfrabækur og fleira ghmr-
andi gaman. Byrjaðu að
vafra!
Forvitnilegar vefsíður
Michel Colas förðunarmeistari
og Helga Sigurbjörnsdóttir
kynna vor- og sumarlitina 2000
ásamt nýju ilmvatni d'Amour
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ,
Glæsibæ, ...............kl. 1 1.00 til
Clara Kringlunni,....... kl. 1 1.00 til
Snyrtistofan Guerlain,
Óðinstorgi.............. kl. 1 1.00 til
Oculus, Austurstræti, .. kl. 11.00 til
Andorra, Hafnarfirði, .. kl. 11.00 til
Tímapantanir.
MYNPBONP
Unglingamynd
fyrir fullorðna
Farðu
(Go)____________
Gamanmynd
★★★
Leikstjóri: Doug Liman. Hand-
ritshöfundur: John August. Kvik-
myndataka: Doug Liman. Aðal-
hlutverk: Sarah Polley, Demond
Askew, Katie Holmes og Jay Mohr.
(98 mín) Bandaríkin. Skífan, janúar
2000. Bönnuð innan 16 ára.
ÞESSI frísklega glæpablandna
gamanmynd er nýjasta aftn-ð leik-
stjórans Doug Liman sem vakti
mikla athygli með hinni frábæru
kvikmynd Swingers. Myndin er í alla
staði vel gerð og fer skemmtilega
með hinn brotakennda frásagnarstíl
sem Quentin Tarantino gerði frægan
um árið. Farðu gerist í heimi ung-
menna, sem basla í
láglaunastörfum,
skemmta sér og
eru í mismiklum
tengslum við undir-
heima stórborgar-
innar. Frásögnin
skiptist í þrjá hluta
sem hver um sig
segir frá afmörkuð-
um persónum sem
síðan tengjast sam-
an í lokin. Fléttan er skemmtileg,
lipurlega unnin og gæðir heildina
léttleika með því að slá á létta
strengi í lokin. Þetta er því engin al-
vöru glæpamynd, frekar mætti kalla
hana unglingamynd fyrir fullorðna.
Farðu skartar safni ungra og ferskra
leikara, Sarah Polley úr úrvals-
myndinni „The Sweet Hereafter“
leikur alvörugefna stúlku með ríka
sjálfsbjargarviðleitni og Desmond
Askew er bráðfyndinn í hlutverki
Bretans Simon sem þjáist af krón-
ískri óskynsemi. Farðu er athyglis-
verð kvikmynd og því verður áhuga-
vert að fylgjast með leikstjóranum
Doug Liman í framtíðinni.
Heiða Jóhannsdóttir