Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 80
OLI.VER Á MYNDBANDI 3. FEB. PlnrgwMnMlí iy\ I TraustsHá |fSLGC& íslenskam r\/ múrvörur1 Síðan 1972 Leitið tilboða! ■■ StBÍnprýöÍ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA S691122, NETFANG: RITSTJ{S>MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTII FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Sameinað mjólkursamlag í Eyjafírði og S-Þingeyjarsýslu Bændur eignast þriðjung' hlutafjár SAMVINNUFÉLAG mjólkur- framleiðenda í Eyjafirði og S-Þing- eyjarsýslu mun eignast allt að 34% í félagi sem yfirtekur eignir og rekstur mjólkursamlaganna á Ak- ureyri og á Húsavík. Ekki er full samstaða meðal framleiðenda um niðurstöðuna, meðal annars vegna þess að KEA skerðir eigið fé mjólk- ursamlags síns um hálfan milljarð. Lengi hefur verið deilt um eign- arhald á mjólkursamlögunum á Ak- Vureyri og Húsavík. Fyrirtækin hafa verið skráð eign kaupfélaganna en bændur gert kröfu um beinan eign- arhlut. Fyrirhugað er að stofna eitt hlutafélag um reksturinn og hafa staðið yfir viðræður við kúabændur um aðild þeirra. 500 milljónir teknar Stjórn KEA samþykkti í gær að heimila stjórnarformanni og kaup- félagsstjóra að ganga frá samning- um við bændur um allt að 34% eignaraðild framleiðendasamvinnu- félags kúabænda að hinu nýja mjólkurfélagi, á móti 66% eign KEA, gegn viðskiptasamningum sem skuldbinda þá til að leggja alla mjólk í samlagið í fimm ár. Jafnframt verður gert hluthafa- samkomulag þar sem bændum eru tryggð jöfn áhrif á við kaupfélagið á stjórnun félagsins, um kauprétt bænda að hlut KEA og að greiðslur á samkeppnishæfu hráefnisverði hafi forgang fram yfir arðgreiðslur til hluthafa. Ekki er full samstaða meðal mjólkurframleiðenda um ágæti þessa samkomulags. Hópur bænda krefst meirihlutaeignar bænda að mjólkurfélaginu. Þá gera menn úr hópnum athugasemdir við að KEA muni taka til sín 500 milljónir af eigin fé mjólkursamlags síns, áður en það verður lagt inn í nýja félag- ið. ■ KEA skerðir/40 Varavöllur í Keflavík fyrir geimskutluna f NÆSTU ferð geimskutlunnar bandarísku verður Keflavíkur- flugvöllur einn af tíu varaflugvöll- um fyrir hana á norðlægum slóð- um. Sérstakt námskeið var haldið hjá varnarliðinu í gær af því til- efni. Geimskutlan flýgur í upphafi ferðar sinnar um norðlægar slóðir áður en hún kemst út fyrir gufu- hvolfið. Eru þá tilteknir nokkrir varaflugvellir fyrir hana ef eitt- hvað fer úrskeiðis í skotinu og hún þarf að lenda skyndilega. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varn- arliðsins, tjáði Morgunblaðinu að fulltrúi björgunarliðs geimskutl- unnar hefði komið hingað til lands og farið yfir ýmis atriði með vamarliðinu og slökkviliði þess. Geimskutlan þarf 8.500 feta langa flugbraut en brautir Kefla- víkurflugvallar eru 10 þúsund feta langar og búa yfir öllum nauðsynlegum aðfiugsbúnaði fyrir geimskutluna. Farið var yfir ýmis atriði er varða sjálfa móttökuna, svo sem hvernig geimfararnir eru aðstoðaðir við að komast út úr skutlunni og hvernig þeim er einnig hjálpað úr búningum sín- um. Á myndinni er Doug Hutten- locker, framkvæmdastjóri björg- unar geimskutlunnar, að ræða við slökkviliðsmenn og starfsmenn vamai-liðsins og þjálfa þá í við- brögðum við móttöku geimskutl- unnar ef til lendingar kemur á Keflavíkurflugvelli. ASI vill ræða , við ríkisstjórn um skattamál FORYSTUMENN landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusam- bands Islands ákváðu í gærmorgun að óska eftir fundi með ríkisstjórn- inni til að kynna henni ýmis sjónar- mið samtakanna varðandi skattamál. Er óskað eftir slíkum viðræðum hið fyrsta. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, sagði að félögin innan ASÍ væru sammála um að setja fram nokkur atriði varðandi skattamál í tengslum JKVÍð kjarasamninga sem í hönd fara. Fá ætti fund með fulltrúum ríkis- stjórnarinnar til að leggja fram kröf- ur um hækkun skattleysismarka og að dregið yrði úr tekjutengingu barnabóta. „Við höfum ekki mótað nákvæmar kröfur ennþá en hug- myndin er að fara á fund stjórnvalda og lýsa hugmyndum okkar,“ sagði Ari í samtali við Morgunblaðið í gær. Jafnframt ætti að ræða um full- gildingu á einni samþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar sem snýr að reglum um uppsagnir. Kvaðst hann vona að af þessum umræðum gæti orðið einhvem næstu daga. Samherji selur í Skagstrendingi Morgunblaðið/Jón Svavarsson SAMHERJI hf. á Akureyri hefur selt 40,5% eignarhlut sinn í útgerð- arfélaginu Skagstrendingi. Kaup- endur eru Burðarás, Búnaðarbank- inn, Olís, Tryggingamiðstöðin og Höfðahreppur sem höfðu samráð um ^Vvkaupin. samkvæmt heimildum N T^Iorgunblaðsins. Kaupverð er um 1.334,5 milljónir. Söluhagnaður Sam- herja eru tæplega 300 milljónir. Eftir viðskiptin á Burðarás 33,4% í Skagstrendingi og er stærsti hlut- hafinn. Höfðahreppur á nú 26%, Tryggingamiðstöðin 12,3%, Búnað- arbankinn 10% og Olís 8%. Þorsteinn Már Baldvinssson, forstjóri Sam- herja, segir að Burðarás og Höfða- hreppur hafi viljað halda Samheija frá því að hafa eðlileg áhrif á rekstur Skagstrendings miðað við eignar- hlut. Fjármunum fyrirtækisins hafi því verið betur borgið annars staðar. ■ Burðarás/B2 I F(u&fr^(si • Á I C I A M n l A ISLANDÍ/ Við ftjúgum til London og Kaupmannahafnar i allt sumar - á daginn! Netferðir eru á www.visir.is f>ú getur bókað aUan sólarbringinn Samvinnuferðir Landsýn Óttast að hafís færist nær siglingaleiðum HAFÍS er nú í um 23 til 29 sjómílna fjarlægð frá landi á Vestfjörðum að því er fram kom í ískönnunarflugi Landhelgisgæslu íslands í gær. Kom í ljós að ísinn er 23 til 29 sjó- mílur norður af Hornströndum og 24 sjómílur norður af Skagatá. Þór Jakobsson, veðurfræðingur og verkefnisstjóri hafísrannsókna Veð- urstofu íslands, segir að ísröndin sé nær landi nú en í meðalári vegna langvarandi vestanáttar undanfarn- ar vikur. Óhagstætt veðurútlit Hann segir útlit fyrir að ísinn muni áfram berast austur á bóginn með straumnum og varar við því að hann geti borist nær siglingaleiðum á laugardag vegna þess að líkur séu á norðaustan hvassviðri á þessum slóðum um helgina. „Enn er hægt að sigla norður fyr- ir Horn,“ segir Þór en vegna veður- útlitsins um helgina sé spurning hvort ísinn geti færst nær landi og orðið sjófarendum til ama. Hann bendir því skipstjórnarmönnum á að fara að öllu með gát. „Það er full ástæða til þess að vara við að sigl- ingaleiðir geti orðið varasamar," segir hann. Að sögn Þórs er ísinn undan Vest- Q'örðum all þéttur en samkvæmt mælingum Landhelgisgæslunnar mældist þéttleikinn 7-9/10 næst ís- brúninni að vestanverðu en eftir því sem austar dró var brúnin gisnari eða um 5-7/10 og allt niður í 2-3/10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.