Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 1

Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 1
31. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flugrnaður EgyptAir óskar eftir hæli í Bretlandi Kveðst hafa upplýsing- ar um flugslysið Kaíró. AFP. FLUGMAÐUR EgyptAir hefur óskað eftir hæli í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður og kveðst hafa upplýsingar um hvers vegna þota flugfélagsins hrapaði í At- lantshafið undan austurströnd Bandaríkjanna 31. október með þeim afleiðingum að 217 manns fórust. Stjórnarformaður EgyptAir, Mohammed Fahim Rayyan, skýrði frá því að flugmaðurinn hefði ósk- að eftir hæli í Bretlandi á föstudag en fullyrti að hann tengdist á eng- an hátt flugslysinu og hefði enga vitneskju um orsakir þess. Talsmaður breska innanríkis- ráðuneytisins staðfesti að Egypti hefði óskað eftir hæli í Bretlandi á Heathrow-flugvelli en greindi ekki frá ástæðu beiðninnar. „Innflytj- endayfirvöld hafa tekið beiðnina fyrir,“ bætti hann við. Kvartaði yfir því að viðhaldi vélanna væri ábótavant Flugmaðurinn heitir Hamdi Hanafi Taha, er 49 ára og hefur flogið Airbus þotum. Hann var í áhöfn þotu sem kom til Heathrow á föstudagsmorgun og hafði sam- band við flugumferðarstjóra þegar hann var einn í flugstjórnarklefan- um til að óska eftir því að lög- reglumenn tækju á móti honum á flugvellinum þar sem hann hefði upplýsingar um hvers vegna þotan hrapaði í Atlantshafið. Egypska ríkisfréttastofan MENA sagði að flugmaðurinn hefði átt í deilu við EgyptAir og lagt fram „ákveðnar kröfur um peninga og starf“. Eiginkona flug- mannsins sagði að hann hefði hegðað sér undarlega og verið taugaóstyrkur síðustu daga. Enn- fremur var haft eftir henni að hann hefði kvartað yfir því að viðhaldi flugvéla EgyptAir væri ábótavant. Bandarískir og egypskir rann- sóknarmenn hafa ekki komist að niðurstöðu um hvað olli því að þota EgyptAir hrapaði í sjóinn á leið frá New York til Kaíró. Bandaríkja- menn hafa rannsakað þá tilgátu að flugmaðurinn hefði stýrt þotunni niður til að svipta sig lífi en Egypt- ar segja að enginn fótur sé fyrir henni. Veðjað á vísindin? Fjölmenn mótmæli á Torgi hins himneska friðar í Peking Hundruð félaga í Fal- un Gong handtekin Peking. AFP. KÍNVERSKA lögreglan var í gær sögð hafa hand- tekið hundruð félaga í andlegu hreyfingunni Falun Gong, sem hefur verið bönnuð í Kína, þegar þeir söfnuðust saman á Torgi hins himneska íriðar í Peking til að mótmæla barininu með friðsamlegum hætti. Fjölmennt lið lögreglumanna var á torginu vegna mótmælanna. Lögreglumenn gengu í skrokk á öllum þeim sem hófu hugleiðsluæfingar, sem félagar í Falun Gong iðka. Þeir hrópuðu á ferðamenn, sögðu þeim að skipta sér ekki af bar- smíðunum og kröfðust þess að þeir afhentu filmur með myndum af handtökunum. Ljósmyndurum er- lendra fjölmiðla var hótað handtöku ef þeir færu ekki af torginu. Mótmælin hófust skömmu fyrir miðnætti í fyrra- kvöld þegar Kínverjar fögnuðu því að nýtt ár væri gengið í garð samkvæmt kínverska tímatalinu. Embættismaður í Xaio Tangshan-fangelsinu í norðurhluta Peking staðfesti að félagar í Falim Gong væru þar í haldi en vildi ekki greina frá því hversu margir þeir væru. Frank Lu, leiðtogi mannréttindahreyfingar sem er með höfuðstöðvar í Hong Kong, kvaðst hafa fengið upplýsingar um að a.m.k. 300 félagar í Falun Gong hefðu verið handteknir, þeirra á meðal nokkrir Vesturlandabúar. LangQ ölmennustu mótmælin frá því í október Þetta eru langfjölmennustu mótmæli félaga í Falun Gong frá því um miðjan október þegar þús- undir manna voru handteknar fyrir að mótmæla nýjum lögum um hert eftirlit með hreyfingunni. Hannah Li, sem tók þátt í mótmælum Falun Gong, sagði að tugir félaga hreyfingarinnar frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Hong Kong hefðu komið til Peking í því skyni að mótmæla banninu við hreyfingunni. Að minnsta kosti einn bandarísk- ur ríkisborgari, Auo Yan, hefði verið handtekinn á flugvellinum í Peking og talið væri að honum hefði verið vísað úr landi. Kínversk yfirvöld hafa viðurkennt að 35.000 fé- lagar í Falun Gong hafi verið handteknir frá því í júh' og þar til í nóvember þegar hreyfingin var bönnuð. Tugir forystumanna hreyfingarinnar hafa verið dæmdir í allt að 18 ára fangelsi. Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins hafa sagt að honum stafi meiri hætta af Falun Gong en nokkurri annarri hreyfingu í Kína frá mótmælum lýðræðissinna í Peking árið 1989. Ar drekans gengið í garð ÁR drekans gekk í garð í gær sam- kvæmt kínverska tímatalinu og mikil hátíðahöld voru því í Kína og fleiri löndum Asíu. Fögnuðurinn var þó lfklega mestur meðal kín- verskra íbúa Indónesfu sem fengu að fagna nýju ári utandyra í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Suharto, fyrr- verandi einræðisherra landsins, setti lög sem kváðu á um að Kín- verjar mættu aðeins halda upp á áramótin samkvæmt kinverska tfmatalinu heima hjá sér eða í hof- um sínum. Lögin hafa nú verið afnumin og fbúar Jakarta gátu því fylgst með ýmsum kynjaverum á götum borgarinnar, eins og þessu dansandi ijóni. Einn af frum- kvöðlum grænu byltingarinnar Hótar að lama ESB Klagenfurt. AFP. JÖRG Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins í Austurríki, ýjaði að því í gær, að hann myndi koma í veg fyrir að Evrópusambandið (ESB) gæti tekið ákvarðanir ef aðildarríki þess héldu áfram refsiaðgerðum gegn Austurríki. „Stefna ESB er aðeins ákveðin í ráðherraráðum, þar sem ákvarðanir þurfa að vera samþykktar einróma," sagði hann og bætti við að ESB myndi fljótt komast að því hvemig það væri að hafa ráðherra Frelsis- flokksins í ráðunum. „Þeir eiga eftir að sitja með okkur á fundum, og ef ekki, verða engar ákvarðanir teknar í ESB.“ I-------------:-----------H Sumarhúsa- eigendur á Spáni Alicante _ um Madríd fyrir aðeins 32.500kr^ Beint flug til Madrid allamánudaga fiá 12. júní ul 4. sept *Innifalið: flug báðar leiðir og flugvallarskattar. www.icelandamís iCELANDAIR jfii'' MORQUNBLAÐK) 6. FEBRÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.