Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 4

Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 4
4 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VKAN 30/1 - 5/2 ► FJÖLSKIPAÐUR dóm- ur Héraðsdóms Reykja- víkur fann Þórhall Ölver Gunnlaugsson á þriðjudag' sekan um morðið á Agn- ari W. Agnarssyni í júlí sl. og dæmdi ákærða í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og þjófnað. Þórhallur Öl- ver hefur áfrýjað dómn- um til Hæstaréttar. ► NÍTJÁN hross drápust í eldsvoða að Bliðubakka í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudags og var gæðing- urinn Váli frá Nýjabæ meðal þeirra en hann var metinn á 1,5 milljónir króna fyrir tveimur árum. Flest hrossanna voru ótryggð. ► STJÓRN Fjárfestingar- banka atvinnulífsins mun leggja til á aðalfundi fé- lagsins siðar í þessum mánuði að greiddur verði 18% arður til hluthafa fé- lagsins á árinu 2000 eða scm nemur 98% af hagn- aði félagsins á árinu 1999. Arðgreiðslan mun nema 1.180 milljónum króna en það er hæsta arðgreiðsla sem félag, með hlutabréf sín skráð á VÞI, hefur innt af hendi til hluthafa sinna. ► SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórn- ar á föstudag lagafrum- varp sem gerir ráð fyrir að refsingar við vörslu barnakláms verði hertar. Þorsteinn Vilhelms- son seldi hlut sinn í Samherja KAUPÞING hf. keypti í vikunni 21,6% hlut Þorsteins Vilhelmssonar og fjölskyldu hans í Samherja hf. á geng- inu 10,6 eða fyrir rúmlega þrjá millj- arða króna. A föstudag keyptu síðan tvö félög, Gaumur og Skel, í eigu Bón- usfjölskyldunnar, 10% hlut í Samherja af Kaupþingi. Einnig keypti þá fjár- festingarfélagið Fjörður 2,91% í Sam- herja en félagið er innherji í Samherja, og í eigu Samherjafrændanna Krist- jáns Vilhelmssonar, Þorsteins Más Baldvinssonar og Finnboga A. Bald- vinssonar. V erklagsreglur fjármálafyrirtækja í brennidepli FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur gert athugasemdir við framkvæmd á verklagsreglum um viðskipti starfs- manna og stjórnenda sex fjármálafyr- irtækja og varða athugasemdirnar brot á reglum um bann við viðskiptum með óskráð verðbréf og eftir atvikum öðrum ákvæðum viðkomandi verklags- reglna. Átti Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fund með formönn- um bankaráða og aðalbankastjórum Landsbanka og Búnaðarbanka á mánudag og lýsti mikilli óánægju sinni með framkvæmd verklagsreglna um verðbréfaviðskipti stjórnenda og starfsmanna. Útilokaði ráðherrann ekki að á þessum málum yrði tekið með lagasetningu. Á þriðjudag sendu Samtök verðbréfafyrirtækja Fjár- málaeftirlitinu síðan tillögur að nýjum verklagsreglum. 257 manns farast í tveimur flugslysum 169 manns fórust og tíu komust lífs af þegar farþegaþota af gerðinni Airbus 310 hrapaði í Atlantshafið úti fyrir Fílabeinsströndinni á sunnudagskvöld. Kafarar fundu „svörtu kassana" svo- kölluðu, hljóðrita og flugrita þotunnar, á 50 m dýpi um 1,5 km frá flugvellinum í Abidjan á föstudag. 86 lík hafa fundist en 83 er enn saknað. Þotan var í eigu Kenya Airways og talsmenn flugfé- lagsins sögðu að ekkert væri vitað um orsakir slyssins og ekki væri vitað til þess að bilun hefði orðið í þotunni. Rúmum sólarhring síðar steyptist þota Alaska Airlines af gerðinni MD-83 í sjóinn um 32 km frá alþjóðaflugvellin- um í Los Angeles. 88 manns voru í þot- unni og voru allir taldir af. Flugriti þotunnar fannst á 210 m dýpi á hafsbotninum á fimmtudags- kvöld og dvergkafbátur hafði áður fundið hljóðritann. Nokkrum mínútum áður en þotan hrapaði hafði flugmaður hennar óskað eftir heimild til að nauðlenda henni vegna bilunar í hæðarstýriskambi, hreyfanlegu vængildi í stéli þotunnar sem hjálpar flugmönnum að halda henni stöðugri og hækka eða lækka flugið. Umdeild stjórn í Austurríki THOMAS Klestil, forseti Austurríkis, staðfesti á föstudag myndun nýrrar ríkisstjómar Þjóðarflokks austur- rískra íhaldsmanna og hins umdeilda Frelsisflokks þrátt fyrir hávær and- mæli víða um heim og viðvaranir Evrópusambandsins, sem hótaði Aust- urríki pólitískri einangrun ef Frelsis- flokkurinn kæmist til valda. Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur verið sakaður um að hafa gert lítið úr glæpum nasista. ► TSJETSJENAR skýrðu frá því á þriðjudag að þorri skæruliða þeirra í Grosní, eða um 2.000 manns, hefði farið úr borginni og komist heilu og höldnu til nágranna- bæjarins Alkhan-Kala. Rússar sögðu hins vegar á fimmtudagað 1.500 skæruliðanna hefðu fallið þegar þeir hefðu reynt að flýja Grosní. Rússneski herinn hefur mætt lítilli andstöðu í borginni eftir undanhaldið. ► JOHN McCain, öld- ungadeildarþingmaður frá Arizona, vann óvænt- an stórsigur á þriðjudag í forkosningum repúblik- ana í New Hampshire vegna forsetakosning- anna í nóvember. Fékk hann 49% atkvæðanna en helsti keppinautur hans, George W. Bush, ríkis- stjóri Texas, aðeins 31%. Bush hefur hingað til ver- ið talinn nær öruggur um að verða tilnefndur for- setaefni repúblikana en með sigrinum í New Hampshire er nú McCain talinn geta gert sér raun- hæfar vonir um að hreppa tilnefninguna. ►SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var á fimmtudag, bendir til þess að Esko Aho, frambjóðandi í finnsku forsetakosning- unum sem verða í dag, hafi sótt í sig veðrið og saxað á forskot Taija Hal- onen utanríkisráðherra. Aho var með 49% fylgi og Halonen 51%. Nýtt hótel mun brátt rísa á Tálknafírði Samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna Tálknafírði. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra tók, síðdegis á föstudag, fyrstu skóflustunguna að nýju hót- eli, sem fyrirhugað er að rísi á Tálknafirði. Það er hlutafélagið Þingból ehf. sem stendur fyrir byggingunni. Félagið var stofnað fyrir skömmu og er að mestu í eigu heimaaðila. Forsvarsmaður fyrir- tækisins er Gunnar Egilsson veit- ingamaður í Hópinu á Tálknafirði. Kostar 160 milljónir Áætlaður byggingakostnaður er 160 milljónir króna og hefur Byggðastofnun veitt lán til fram- kvæmdarinnar upp á 60 milljónir. Arkitektar byggingarinnar eru Guðrún Stefánsdóttir, Inga Sigur- jónsdóttir og Gunnlaugur Bjöm Jónsson. Gert er ráð fyrir því að fyrsti hluti hótelsins verði tckinn í notkun í byijun júní. Hótelið verð- ur 1200 fm að grunnfleti á tveimur hæðum, með 40 tveggja manna herbergjum, veitingasölum og að- stöðu til ráðstefnuhalds. Ekki hef- ur verið tekin formleg ákvörðun um nafn á hótelið. Fjölmargir fylgdust með þegar samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Björa Óli Hauks- son, sveitarstjóri flutti stutt ávarp, bauð gestina velkomna og afhenti Sturlu Böðvarssyni skófluna góðu, sem notuð var til verksins. Eftir að ráðherra hafði tekið skóflustung- una fór séra Sveinn Valgeirsson með stutta bæn og blessunarorð. Þá var öllum viðstöddum boðið í kaffísamsæti á veitingastaðnum Hópinu. Þar voru flutt stutt ávörp, þar sem framkvæmdaaðilum, íbú- um Tálknafjarðar og Vestfirðing- um öllum var óskað til hamingju með þennan áfanga og þeim óskað alls hins besta við uppbygginguna. Vestfirðir eiga ekki minni möguleika Samgönguráðherra hafði m.a. orð á því, að fyrirhugað væri mikið kynningarstarf, þar sem hreinleiki íslenskrar matvælaframleiðslu og íslenskrar náttúru yrði haft í önd- vegi. Þar myndu leggjast á eitt op- inberir aðilar, matvælafyrirtæki, dreifíngaraðilar íslenskrar vöru erlendis o.fl. Mörg svæði á lands- byggðinni, þar á meðal Vestfírðir, ættu síst minni möguleika en hefð- bundnir ferðamannastaðir í sam- keppni um ferðafólk, þegar stór- brotin og óspillt náttúra væri annars vegar. Einar Kristinn Guðfinnsson flutti kveðjur frá þingmönnum kjördæm- isins og óskaði hlutaðeigandi til hamingju með framkvæmdina. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Björn Óli Hauksson sveitarstjóri fól Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra að taka fyrstu skóflustunguna að hóteli á Tálknafirði og af- henti honum viðeigandi skóflu til verksins. Hilmar Örn Benediktsson fékk sér kríu þegar ræðuhöldin stóðu enn eftir að hann var búinn með kökuna í kaffisamsæti sem haldið var í Hópinu. Gullfallegar gjafabækur Bráðskemmtilegar bækur með fjörugum myndskreytingum, hlýjum og hnyttnum texta. Tilvaldar til að gleðja hjarta mömmu og elskunnar þinnar. Verð 990 kr. Mál og menningl malogmenning.is I Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Siðumúla 7 • Slml 510 2500 Missti stjórn á bílnum í hálku ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Ólafsfjarðarvegi sökum hálku um klukkan ellefu á föstudagskvöld og fór bíllinn út af veginum á móts við Möðruvelli við Hörgárdal. Slas- aðist maðurinn, sem var ekki í bílbelti, nokkuð á höfði og var fluttur á slysadeild en farþegi í bílnum, sem var í bílbelti, slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri var fljúgandi hálka á Ak- ureyri og í nágrenni í gær- morgun og fyrrinótt, einkum í Öxnadal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.