Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VKAN 30/1 - 5/2 ► FJÖLSKIPAÐUR dóm- ur Héraðsdóms Reykja- víkur fann Þórhall Ölver Gunnlaugsson á þriðjudag' sekan um morðið á Agn- ari W. Agnarssyni í júlí sl. og dæmdi ákærða í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og þjófnað. Þórhallur Öl- ver hefur áfrýjað dómn- um til Hæstaréttar. ► NÍTJÁN hross drápust í eldsvoða að Bliðubakka í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudags og var gæðing- urinn Váli frá Nýjabæ meðal þeirra en hann var metinn á 1,5 milljónir króna fyrir tveimur árum. Flest hrossanna voru ótryggð. ► STJÓRN Fjárfestingar- banka atvinnulífsins mun leggja til á aðalfundi fé- lagsins siðar í þessum mánuði að greiddur verði 18% arður til hluthafa fé- lagsins á árinu 2000 eða scm nemur 98% af hagn- aði félagsins á árinu 1999. Arðgreiðslan mun nema 1.180 milljónum króna en það er hæsta arðgreiðsla sem félag, með hlutabréf sín skráð á VÞI, hefur innt af hendi til hluthafa sinna. ► SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórn- ar á föstudag lagafrum- varp sem gerir ráð fyrir að refsingar við vörslu barnakláms verði hertar. Þorsteinn Vilhelms- son seldi hlut sinn í Samherja KAUPÞING hf. keypti í vikunni 21,6% hlut Þorsteins Vilhelmssonar og fjölskyldu hans í Samherja hf. á geng- inu 10,6 eða fyrir rúmlega þrjá millj- arða króna. A föstudag keyptu síðan tvö félög, Gaumur og Skel, í eigu Bón- usfjölskyldunnar, 10% hlut í Samherja af Kaupþingi. Einnig keypti þá fjár- festingarfélagið Fjörður 2,91% í Sam- herja en félagið er innherji í Samherja, og í eigu Samherjafrændanna Krist- jáns Vilhelmssonar, Þorsteins Más Baldvinssonar og Finnboga A. Bald- vinssonar. V erklagsreglur fjármálafyrirtækja í brennidepli FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur gert athugasemdir við framkvæmd á verklagsreglum um viðskipti starfs- manna og stjórnenda sex fjármálafyr- irtækja og varða athugasemdirnar brot á reglum um bann við viðskiptum með óskráð verðbréf og eftir atvikum öðrum ákvæðum viðkomandi verklags- reglna. Átti Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fund með formönn- um bankaráða og aðalbankastjórum Landsbanka og Búnaðarbanka á mánudag og lýsti mikilli óánægju sinni með framkvæmd verklagsreglna um verðbréfaviðskipti stjórnenda og starfsmanna. Útilokaði ráðherrann ekki að á þessum málum yrði tekið með lagasetningu. Á þriðjudag sendu Samtök verðbréfafyrirtækja Fjár- málaeftirlitinu síðan tillögur að nýjum verklagsreglum. 257 manns farast í tveimur flugslysum 169 manns fórust og tíu komust lífs af þegar farþegaþota af gerðinni Airbus 310 hrapaði í Atlantshafið úti fyrir Fílabeinsströndinni á sunnudagskvöld. Kafarar fundu „svörtu kassana" svo- kölluðu, hljóðrita og flugrita þotunnar, á 50 m dýpi um 1,5 km frá flugvellinum í Abidjan á föstudag. 86 lík hafa fundist en 83 er enn saknað. Þotan var í eigu Kenya Airways og talsmenn flugfé- lagsins sögðu að ekkert væri vitað um orsakir slyssins og ekki væri vitað til þess að bilun hefði orðið í þotunni. Rúmum sólarhring síðar steyptist þota Alaska Airlines af gerðinni MD-83 í sjóinn um 32 km frá alþjóðaflugvellin- um í Los Angeles. 88 manns voru í þot- unni og voru allir taldir af. Flugriti þotunnar fannst á 210 m dýpi á hafsbotninum á fimmtudags- kvöld og dvergkafbátur hafði áður fundið hljóðritann. Nokkrum mínútum áður en þotan hrapaði hafði flugmaður hennar óskað eftir heimild til að nauðlenda henni vegna bilunar í hæðarstýriskambi, hreyfanlegu vængildi í stéli þotunnar sem hjálpar flugmönnum að halda henni stöðugri og hækka eða lækka flugið. Umdeild stjórn í Austurríki THOMAS Klestil, forseti Austurríkis, staðfesti á föstudag myndun nýrrar ríkisstjómar Þjóðarflokks austur- rískra íhaldsmanna og hins umdeilda Frelsisflokks þrátt fyrir hávær and- mæli víða um heim og viðvaranir Evrópusambandsins, sem hótaði Aust- urríki pólitískri einangrun ef Frelsis- flokkurinn kæmist til valda. Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur verið sakaður um að hafa gert lítið úr glæpum nasista. ► TSJETSJENAR skýrðu frá því á þriðjudag að þorri skæruliða þeirra í Grosní, eða um 2.000 manns, hefði farið úr borginni og komist heilu og höldnu til nágranna- bæjarins Alkhan-Kala. Rússar sögðu hins vegar á fimmtudagað 1.500 skæruliðanna hefðu fallið þegar þeir hefðu reynt að flýja Grosní. Rússneski herinn hefur mætt lítilli andstöðu í borginni eftir undanhaldið. ► JOHN McCain, öld- ungadeildarþingmaður frá Arizona, vann óvænt- an stórsigur á þriðjudag í forkosningum repúblik- ana í New Hampshire vegna forsetakosning- anna í nóvember. Fékk hann 49% atkvæðanna en helsti keppinautur hans, George W. Bush, ríkis- stjóri Texas, aðeins 31%. Bush hefur hingað til ver- ið talinn nær öruggur um að verða tilnefndur for- setaefni repúblikana en með sigrinum í New Hampshire er nú McCain talinn geta gert sér raun- hæfar vonir um að hreppa tilnefninguna. ►SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var á fimmtudag, bendir til þess að Esko Aho, frambjóðandi í finnsku forsetakosning- unum sem verða í dag, hafi sótt í sig veðrið og saxað á forskot Taija Hal- onen utanríkisráðherra. Aho var með 49% fylgi og Halonen 51%. Nýtt hótel mun brátt rísa á Tálknafírði Samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna Tálknafírði. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra tók, síðdegis á föstudag, fyrstu skóflustunguna að nýju hót- eli, sem fyrirhugað er að rísi á Tálknafirði. Það er hlutafélagið Þingból ehf. sem stendur fyrir byggingunni. Félagið var stofnað fyrir skömmu og er að mestu í eigu heimaaðila. Forsvarsmaður fyrir- tækisins er Gunnar Egilsson veit- ingamaður í Hópinu á Tálknafirði. Kostar 160 milljónir Áætlaður byggingakostnaður er 160 milljónir króna og hefur Byggðastofnun veitt lán til fram- kvæmdarinnar upp á 60 milljónir. Arkitektar byggingarinnar eru Guðrún Stefánsdóttir, Inga Sigur- jónsdóttir og Gunnlaugur Bjöm Jónsson. Gert er ráð fyrir því að fyrsti hluti hótelsins verði tckinn í notkun í byijun júní. Hótelið verð- ur 1200 fm að grunnfleti á tveimur hæðum, með 40 tveggja manna herbergjum, veitingasölum og að- stöðu til ráðstefnuhalds. Ekki hef- ur verið tekin formleg ákvörðun um nafn á hótelið. Fjölmargir fylgdust með þegar samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Björa Óli Hauks- son, sveitarstjóri flutti stutt ávarp, bauð gestina velkomna og afhenti Sturlu Böðvarssyni skófluna góðu, sem notuð var til verksins. Eftir að ráðherra hafði tekið skóflustung- una fór séra Sveinn Valgeirsson með stutta bæn og blessunarorð. Þá var öllum viðstöddum boðið í kaffísamsæti á veitingastaðnum Hópinu. Þar voru flutt stutt ávörp, þar sem framkvæmdaaðilum, íbú- um Tálknafjarðar og Vestfirðing- um öllum var óskað til hamingju með þennan áfanga og þeim óskað alls hins besta við uppbygginguna. Vestfirðir eiga ekki minni möguleika Samgönguráðherra hafði m.a. orð á því, að fyrirhugað væri mikið kynningarstarf, þar sem hreinleiki íslenskrar matvælaframleiðslu og íslenskrar náttúru yrði haft í önd- vegi. Þar myndu leggjast á eitt op- inberir aðilar, matvælafyrirtæki, dreifíngaraðilar íslenskrar vöru erlendis o.fl. Mörg svæði á lands- byggðinni, þar á meðal Vestfírðir, ættu síst minni möguleika en hefð- bundnir ferðamannastaðir í sam- keppni um ferðafólk, þegar stór- brotin og óspillt náttúra væri annars vegar. Einar Kristinn Guðfinnsson flutti kveðjur frá þingmönnum kjördæm- isins og óskaði hlutaðeigandi til hamingju með framkvæmdina. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Björn Óli Hauksson sveitarstjóri fól Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra að taka fyrstu skóflustunguna að hóteli á Tálknafirði og af- henti honum viðeigandi skóflu til verksins. Hilmar Örn Benediktsson fékk sér kríu þegar ræðuhöldin stóðu enn eftir að hann var búinn með kökuna í kaffisamsæti sem haldið var í Hópinu. Gullfallegar gjafabækur Bráðskemmtilegar bækur með fjörugum myndskreytingum, hlýjum og hnyttnum texta. Tilvaldar til að gleðja hjarta mömmu og elskunnar þinnar. Verð 990 kr. Mál og menningl malogmenning.is I Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Siðumúla 7 • Slml 510 2500 Missti stjórn á bílnum í hálku ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Ólafsfjarðarvegi sökum hálku um klukkan ellefu á föstudagskvöld og fór bíllinn út af veginum á móts við Möðruvelli við Hörgárdal. Slas- aðist maðurinn, sem var ekki í bílbelti, nokkuð á höfði og var fluttur á slysadeild en farþegi í bílnum, sem var í bílbelti, slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri var fljúgandi hálka á Ak- ureyri og í nágrenni í gær- morgun og fyrrinótt, einkum í Öxnadal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.