Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 6

Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 6
6 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ I ERLENT Kosningavél Bush er farin að hökta BAKSVIÐ Næstu forkosningar repúblikana eru í Suður-Karólínu eftir hálfan mánuð, en demókratar takast ekki á að nýju fyrr en í mars. A1 Gore þykir enn mun líklegri til að ná útnefningu demókrata en Bill Bradley, en Ragnhildur Sverrisdóttir segir að George W. Bush verði að spýta í lófana ef hann ætli sér að koma í veg fyrir að John McCain steli útnefningu repúblikana við nefíð á honum. BILL Bradley heldur áfram að berjast fyrir útnefningu Demókrata, eft- ir að hafa tapað naumlega fyrir A1 Gore varaforseta í New Hampshire. Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir GEORGE W. Bush á veitingahúsinu Madden’s í New Hampshire, daginn áður en hann laut í lægra haldi fyrir John McCain. EGAR John McCain, öld- ungardeildarþingmanni frá Arizona, tókst að leggja krónprins repúblikana, George W. Bush ríkisstjóra í Texas, að velli í forkosningunum í New Hampshire sl. þriðjudag kom í Ijós að Bush er ekki jafn öruggur og talið var með útnefningu flokks síns sem fram- bjóðandi í forsetakosningunum næsta haust. Með hverjum deginum saxast á forskot Bush í Suður-Karólínu, þar sem næstu forkosningar repúblikana verða haldnar 19. febrúar. Innan Repúblikanaflokksins hafa tvær grímur runnið á stuðningsmenn Bush, sem gagnrýna hvemig hann hefur hagað baráttu sinni hingað til. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru hins vegar ekki eins uppteknir af slagnum á miili A1 Gore varaforseta og Bill Bradley, fyrrverandi öldungardeiid- arþingmanns frá New Jersey, því þrátt fyrir að Bradley hafi náð að velja Bush undir uggum í New Hampshire er varaforsetinn enn tal- inn mikiu sigurstranglegri. Þar að auki er mun lengra þar til þeir takast á að nýju í forkosningum; það verður ekki fyrr en þriðjudaginn 7. mars, svokallaðan Super Tuesday, þegar gengið verður til forkosninga í 15 ríkjum, þar á meðal því fjölmennasta, Kalifomíu. F orskotið í Suður-Karólínu horfið Staðan hjá repúblikönum er sú, að Bush sigraði í forkosningum í Iowa, þar sem MeCain lagði enga áherslu á að ná árangri og uppskar samkvæmt því. Hann sigraði hins vegar Bush léttilega í New Hampshire, en allar skoðanakannanir hafa hingað til bent tii þess, að Bush gæti gengið að sigri vísum í Suður-Karólínu. I desember mældist hann með 45 prósentustiga meira fylgi í ríkinu en McCain, í jan- úar hafði að vísu dregið nokkuð sam- an með þeim, því þá var munurinn 20 prósentustig, en á sl. fimmtudag vom birtar kannanh-,_sem sýna að forskot- ið hefur horfið. í annarri könnuninni, sem gerð var daginn eftir sigur McCain í New Hampshire, reyndist hann hafa fylgi 44% kjósenda, en Bush 39%. Hin könnunin sýndi Bush með 41% fylgi, en McCain 40%. í báð- um könnununum vora skekkjumörk- in um 4%, svo óhætt er að fullyrða að keppinautamir standi hnífjafnt að vígi. Fjölmiðlar höfðu eftir Bush að hann hefði engar áhyggjur af þessum könnunum, enda væri hann þess fuliviss að hann myndi sigra. Með sigrinum í New Hampshire náði McCain að vekja athygli á sér svo um munaði. Hann sópar að sér fylgi og fjárstuðningi, til dæmis söfn- uðust um 70 milljónir króna á netsíðu hans innan tveggja sólarhringa frá því að kjörkiefum í ríkinu var lokað. Bush hefur bragðist við þessari ógnun með því að ráðast harkalegar gegn McCain en hann hefur gert hingað tfl. Stuðningsmenn hans era ánægðir með þá þróun mála, enda hafa heyrst óánægjuraddir úr þeirra hópi með frammistöðu Bush, sem þykir hafa tiplað um í varkámi. Sumir hafa reyndar gengið svo langt að segja hann hafa verið svo öraggan um útnefningu flokks síns að hann hafi ekki talið sig þurfa að leggja neitt á sig, aðeins hafa sig hægan, þiggja út- nefninguna og vonandi embætti for- seta í haust. Að vísu hafa engir áhrifa- menn innan flokksins lýst því yfir, enn sem komið er, að þeir séu hættir að styðja hann, en McCain heldur því fram að á síðustu dögum hafi hann fengið fjárframlög í kosningasjóði frá mönnum, sem áður studdu Bush. í gagnrýni Bush á McCain felst meðal annars, að sá síðamefndi hafi enga þekkingu hafa á varnarmálum og að hann væri of fijálslyndur fyrir kjósendur Suður-Karólínu. McCain varð ekki seinn til svara og stakk upp á að þeir myndu hittast í sjónvarpssal og ræða varnarmál og utanríkis- stefnu. Bush þyrfti bara að velja stað og stund, sjálfur væri hann tilbúinn að greiða útsendingarkostnaðinn. Bush hefur enn engu svarað, en svör McCain náðu tilgangi sínum, að rifja upp klaufalega tilburði Bush í um- ræðum um utanríkismál, þar sem margir telja hann ekki upplýstan sem skyldi. Fréttaskýrendur segja einnig, að hann ætti að fara varlega í að daðra jafn opinberlega við flokks- menn yst til hægri í flokknum og hann hefur gert undanfama daga í Suður-Karólínu, því það yrði áreiðan- lega rifjað upp í slagnum um forseta- embættið og hann myndi þá missa kjósendur af miðjunni tii demókrata. Bush hefur einnig verið gagnrýnd- ur fyiár að stinga höfðinu í sandinn eftir slæma útreið í New Hampshire. Hann og fylgismenn hans kenni flestu öðra um tapið en sjálfum sér, sem þýði að þeir geti ekki fundið lausn á vandanum og fylgið haldi því áfram að hrynja af ríkisstjóranum. Los Angeles Times hefur eftir Tony Fa- brizio, sem starfaði að misheppnuðu framboði Elizabeth Dole, að Bush hefði ekki enn gefið kjósendum góða ástæðu til að kjósa sig. Frambjóða- ndinn gæti ekki eingöngu sent frá sér þau skilaboð að hann hefði nægt fé, fjölda stuðningsmanna innan flokks- ins og væri því óhjákvæmilegur kost- ur. McCain hleypt að í New York Þrátt fyrir að kosningavél Bush sé farin að hökta er of snemmt að reikna með að hún stöðvist á næstunni. Hann hefur enn Repúblikanaflokkinn á bakvið sig, þótt stuðningur flokks- ins hafi á stundum gert honum meira ógagn en gagn. Sú er a.m.k. raunin í New York, þar sem flokkurinn reyndi að koma í veg fyrir að nafn McCain birtist á kjörseðlum. Vegna flókinna reglna flokksins um skráningu fram- bjóðenda og tímamörk tókst McCain ekki að fá því framgengt að vera á kjörseðlum nema í 14 af 31 kjördeild. Harm höfðaði mál, þar sem hann taldi reglumar ganga gegn stjórnar- skránni, en á fimmtudag sendi flokk- urinn frá sér tiikynningu þar sem hann féll frá reglunum. Þessi hugar- farsbreyting var ekki síst vegna þess, að Bush og fylgismenn hans lögðu hart að flokknum að hleypa McCain að, enda umræða í fjölmiðlum öll á þá lund, að baráttan væri óréttlát ef menn skýldu sér á bakvið snúnar flokksreglur af þessu tagi. Þingmenn repúblikana, sem áður fylktu sér að baki Bush, era nú marg- ir á báðum áttum. Bush þarf að vinna sannfærandi sigur í Suður-Karólínu, ef honum á að takast að halda stuðn- ingi þeirra og sannfæra kjósendur um leið um sterka stöðu sína. Tapi hann er líklegt að áhrifamenn innan flokksins snúi við honum baki. Þá myndi hann lenda í veralegum vanda í forkosningum repúblikana í næstu sex ríkjum og ekki síst á Super Tues- day sjálfum, 7. mars. Miðað við skoð- anakannanir hefur hann sterkari stöðu en McCain í stærstu n'kjunum, til dæmis Kalifomíu. Þar líður McCa- in fyrir þá staðreynd, að eingöngu flokksbundnir repúblikanar geta kos- ið, en hann hefur náð miklu fylgi frá óháðum kjósendum. Takist McCain hins vegar að sigra í Suður-Karólínu er líklegt að margir flokksmenn í Kal- ifomíu og öðram stóram ríkjum myndu hætta að líta við Bush og kjósa hann í staðinn. Róðurinn verður McCain ábyggi- lega þungur, því kjósendur í Suður- Karólínu era ekki eins ginnkeyptir fyrh- einföram eins og honum og era hallir undir þá skoðun Bush, að McCain sé frjálslyndari en hollt sé. Hlutfall óháðra kjósenda, sem veittu McCain brautargengi í New Hampshire, er mun lægra í Suður- Karólínu og kristnir íhaldsmenn era þar fjölmennari, eða um þriðjungur kjósenda. Þeir era tvímælalaust hall- ari undir Bush. Gore sterkari en Bradley herbúðum demókrata er stund milli stríða. Þeir héldu að vísu for- kosningar í Delaware i gær, laugar- dag, en þær era ekki bindandi og hvoragur frambjóðenda, A1 Gore eða ! Bill Bradley, lagði nokkra áherslu á kosningabaráttu þar. Þeirra hugur er bundinn við Super Tuesday, 7. mars. Báðir héldu þeir frá New Hampshire til New York, en gerðu stutt stopp þar og fóra til Kalifomíu, Gore til Los Angeles í suðurhlutanum og Bradley til San Francisco 1 norðri. Líklega verða þeir mikið á ferðinni í ríkinu fram að forkosningunum, enda hefur ekkert ríki fleiri fulltrúa á landsfundi Demókrataflokksins í ágúst. Þessa ! fulltrúa slást þeir um, því landsfun- durinn velur forsetaframbjóðandann, líkt og hjá Repúblikönum. Gore þykir enn mun sigurstrang- legri hinn 7. mars en Bradley, sem neitaði að gefast upp þrátt fyrir tap í New Hampshire, enda var mjótt á mununum. Varaforsetinn stendur sérstaklega vel að vígi í Kaliforníu, Ohio og New York og hæpið að Brad- ley nái að vinna þann mikla mun upp. í New Hampshire sótti Bradley fylgi sitt að miklu leyti til hvítra, háskóla- menntaðra kjósenda, sem hafa ekki eins mikið vægi í mörgum öðram ríkj- um. Gore á nánast allt fylgi hefðbund- inna kjósenda Demókrataflokksins, hvítra kjósenda í verkalýðsstétt og fé- laga í stéttarsamtökum, til dæmis kennara. Demókratar hafa, líkt og repúblikanar, fremur ama af jafnri samkeppni um útnefninguna en hitt. Flokksmenn beggja flokka h'ta svo á, að því lengri túni sem líði án þess að afgerandi iiiðurstaða fáist, þeim mun minni líkur eigi frambjóðandinn á að koma fram sem hinn sterki leiðtogi flokksins að hausti. Þetta ætlaði Repúblikanaflokkurinn að koma í veg fyrir, með því að styðja við bakið á Bush, en McCain hefur hleypt öllu í uppnám. Nákvæmlega sömu sögu er að segja af demókrötum, þar sem varaforsetinn hefði af mörgum verið talinn sjálfsagður arftaki Clintons, ef Bradley hefði setið heima. Vissulega voru svo ýmsir minni spámenn í báð- um flokkum, sem vildu láta til sín taka í slagnum, en Gore og Bradley vora þeir einu sem héldu í forkosningar demókrata og þeir repúblikanar, sem börðust gegn Bush og McCain, eru óðum að týnast á brott eftir misháðu- lega útreið í forkosningunum. Gore sækir að Bush í könnunum Þegar kjósendur hafa verið spúrðir i skoðanakönnunum hvor þeir telji að fari með sigur af hólmi í forsetakosn- ingunum næsta haust, Bush eða Gore, hefur Bush ávallt haft vinning- inn. Það er ekki að ástæðulausu að áhrifamenn í flokknum hafa fylkt sér um hann, Bush hefur verið maðurinn sem á að endurheimta Hvíta húsið. Þessar kannanir gerðu það einnig að verkum, að fjöldi demókrata ákvað að styðja Bradley, af ótta við að Gore myndi missa Hvíta húsið í hendur repúblikana. En nú hefur Gore styrkst mjög í hnífjafnri baráttunni við Bradley í New Hampshire og sýnt mikinn eldmóð og um leið unnið á í skoðanakönnunum um næsta forseta. I nýjustu könnuninni, sem unnin var á vegum Wall Street Journal og NBC, kom í ljós að Gore var aðeins þremur prósentustigum frá Bush. Á næstu vikum er líklegt að Gore sígi framúr, eftir sigurinn í New Hampshire þar sem Bush tapaði. Þá fer nú fyrst að fara veralega um ríkis- stjórann frá Texas og fylgismenn hans. Þrátt fyrir að landsfundur repúblikana verði ekki haldinn fyrr en í lok júlí í Ffladelfíu og landsfun- dur demókrata í Los Angeles um miðjan ágúst telja flestir, að um miðj- an mars, eftir forkosningarnar á Sup- er Tuesday, verði í raun Ijóst hverjir verði frambjóðendur flokkanna í for- setakosningunum í nóvember. Brad- ley getur neitað að horfast í augu við stöðu sína, eða öllu heldur haídið áfram að vona, þar til niðurstöðumar í ríkjunum fimmtán liggja fyrir, þar sem allt bendir til að Gore varaforseti fari með sigur af hólmi. Hvemig sem fer hjá McCain og Bush í Suður- Karólínu muni þriðjudagurinn 7. mars endanlega skera úr um hvor þeirra standi sperrtur á landsfundi og þiggi útnefningu Repúblikanaflokks- ins. FLESTAR VERSLANIR frá kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæðið frá kl. 11.00-21.00 alla daga. KrÍKq(cKK P H R 5 E MI J fl R T H Ð 5 L (E R UPPlÝSINBRSlMI 5 B 8 7 7 8 B SKRIFSTDFUSlMI 5 6 8 8 2 8 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.