Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 8

Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ V erkamannasambandið og Flóabanda- Grétar vantar líka að fá mokað í skjóðuna sína. NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari meö 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið Þau hrífa bæði augu og eyru NS-9 hljómflutníngstaeki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið 69»90Cí; kr.stgr. NSDV-1 Hljómtækjablaðamenn voru ekki I vafa um hverjum ætti að veita EISA verðlauninn þetta árið. Pioneer NSDV-1 er fyrirferðarlrtil, glæsilega hönuð og hugsuð fyrir þá sem eru kröfuharðir á hljóð- og myndgæði. Pioneer NSDV-1 eru hijómtæki framtíðarinnar og allt I senn: útvarp/cd og DVD, fimm : hátalarar + djúpbassi. Dolby digital (AC-3) hljóði. 5X30 Rms W magnara 189.900 kr. stgr. 11 ||dolby| dioital Það <sr 3. áta ábyrgð á Píon&sr hjá Bræðrunum Qrm&son, þegar hljómtæki skipta máli bræðurnir tjlOKMSSON Lágmúlo 8 • Slmi 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Ljóðasamkeppni Ibúasamtaka Vesturbæjar Hægt að velja um þrjú yrkisefni Ibúasamtök Vestur- bæjar standa um þessar mundir fyrir ljóðasamkeppni meðal Vesturbæinga. Þessi sam- keppni er í tengslum við Reykjavík, menningar- borg árið 2000. Ása Helga Ragnarsdóttir kennari er í stjórn íbúasamtaka Vest- urbæjar og hefur umsjón með ljóðasamkeppninni. „Við erum með þrjú við- fangsefni til að yrkja um. Þau er; Gatan mín, kirkju- garðurinn og höfnin. Það verður ljóðadagskrá við þessa staði þegar úrslitin verða tilkynnt. Vegleg peningaverðlaun eru í boði. Samkeppnin er ald- ursskipt þannig að börn, ungt fólk og fullorðið fólki keppir innbyrðis. Verð- launin eru sem fyrr sagði peningar og eru upphæðirnar 30 þúsund krónur í hverjum aldurs- flokki. Skilafresturinn rennur út 15. mars nk. og þeir sem vilja taka þátt í ljóðasamkeppninni eiga að setja ljóð sín í umslag og merkja þau með dulnefni og fæð- ingarári. Síðan eiga skáldin að setja nafn, símanúmer, fæðingar- ár og heimilisfang í annað umslag sem er lokað og þetta umslag og ljóðið setja skáldin síðan saman í umslag sem merkt skal vera: Vesturbæjarsamtökin pósthólf 438,121 Reykjavík." -Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin standa fyrir Ijóðasam- keppni? „Já, þetta er í fyrsta skipti sem staðið hefur verið að slíku, en við höfum hins vegar verið með aðrar uppákomur, svo sem alls konar fjölskylduhátíðir, til að hlúa að fjölskyldunni.“ • -Áhúní vök að verjast í Vest- urbænum? „Nei, hreint ekki, þetta er bæði grænt og vænt hverfí en það er alltaf gott að minna á mikilvægi þess að vera saman.“ - Eru þetta fjölmenn samtök? „Já, allir eru í þeim sem búa í vesturbæ Reykjavíkur, en auðvit- að eru íbúarnir misjafnlega virk- ir. Við höfum haldið fundi á Kaffi Reykjavík og í Naustinu, þar sem þeir staðir eru í okkar hverfi og við fáum þar góða þjónustu." -Hver átti hugmyndina að ljóðasamkeppninni? „Hugmyndin kom upp á stjórn- arfundi og við ákváðum að sækja um styrk til Reykjavíkur menn- ingarborgar og urðum satt að segja hissa þegar við fengum styrkinn. Við ákváðum þá að reyna að standa veglega að þess- ari keppni. Við vonumst til að fólk opni skúffurnar sínar og dragi upp ljóðin sem það hefur geymt þar lengi.“ - Eru mörg Ijóðskáld búsett í Vesturbænum? „Já, þau eru nokkur, ________ Þórarinn Eldjárn er í dómnefnd hjá okkur, Sjón býr í okkar hverfi, Didda og Þór- unn Valdimarsdóttir Ása Helga Ragnarsdóttir ► Ása Helga Ragnarsdóttir fæddist í Reylqavík 1949. Hún lauk kennaraprófi 1996 en hafði áður lokið prófí frá Leiklistar- skóla íslands 1976. Hún starfaði sem umsjónarmaður barnatíma Sjónvarps í þijú ár, hún var einn- ig lengi dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, hún hefur einnig um árabil kennt leiklist en starfar nú sem grunnskólakenn- ari í Háteigsskóla. Ása er gift Karli Gunnarssyni líffræðingi og eiga þau samtals fjögur böm. búa líka í Vesturbænum og marg- ir fleiri, Ólína Þorvarðardóttir, formaður samtakanna, hefur einnig samið ljóð. Við í stjórninni búumst við fjörugri keppni." -Eru Ijóð farin að berast til ykkar? „Já, við höfum þegar fengið mörg ljóð frá nemendum Vestur- bæjarskóla, eldri borgum og nokkur frá Menntaskólanum í Reykjavík." - Er Vesturbærinn góð upp- spretta fyrir Ijóð og listir að þínu mati? „Tvímælalaust. Hér býr gott fólk og umhverfið býður upp á skemmtilega ljóðagerð. Hér í Grjótaþorpinu sem ég bý er Unu- hús þar sem helstu skáld þjóðar- innar voru tíðir gestir. Fjalakött- urinn sálugi var hér á næsta leiti og margir hafa ort um hann. Tómas Guðmundsson gekk hér um götur og orti um Vestur- bæinn. Vesturbærinn hefur lengi verið skáldum hugleikinn." __ -Hver eru helstu baráttumál íbúasamtaka Vesturbæjar? „Við höfum aðallega lagt áherslu á verndun gamalla húsa, umhverfismál, svo sem hraða- hindranir, til að koma í veg fyrir ógætilegan akstur. Við höfum einnig viljað stuðla að skynsam- legri nýtingu auðra lóða.“ -Er byggðin ekki afar þétt í ykkar hverfi? „Jú, en það þarf ekki að vera verra. Það er í lagi að byggð sé þétt, svo framarlega sem hún er skipulögð af skynsemi, himinhá steinhús sóma sér illa við hliðina á litlum og sætum timburhúsum. Það þarf að gæta samræmis í byggðinni.“ - Hvernig hefurgengið að gera Grjótaþorpið barnvænt? ________________ „Það hefur gengið Áhersla lögð veL Grjótaþorpið er á verndun lokaðra en áður var _ éamalla húsa minni ágangur og gamana nusa færri 0pin svæði Hér er yndislegt að búa, náungakærleikur er í fyrirrúmi. Þetta er raun lítið þorp þar sem allir þekkja alla. Þegar maður býr í miðbænum býst maður við að þar sé meiri hávaði en í út- hverfum og sættir sig við það. Það er notalegt að búa í Grjóta- þorpinu með öllum þess kostum og göllum - ég vil hvergi annars staðar vera. www.ormsson.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.