Morgunblaðið - 06.02.2000, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Veðjað á
vísindin?
Margt bendir til þess að rannsóknir í læknisfræði standi
vel hér á landi. Þrátt fyrir að fjármagn sé af skornum
skammti gefur alþjóðlegur samanburður tilefni til
bjartsýni, en mjög skortir þó á að grunnrannsóknum sé
nægilegur gaumur gefínn. Þetta er meðal þess sem fram
kemur í úttekt Björns Inga Hrafnssonar, en þar er rætt
við tólf prófessora og þrjá dósenta í læknadeild Háskól-
ans um aðstæður og horfur í læknisfræðirannsóknum
hér á landi auk þess sem rifjaðar eru upp niðurstöður
nýlegrar skýrslu um stöðu grunnvísinda hér á landi.
THYGLISVERÐAR niðurstöður
rannsóknar um stöðu grunnvísinda
á íslandi voru kynntar á ráðstefnu
Rannsóknarráðs íslands (Rannís)
skömmu fyrir áramót. Þórólfur Þórlindsson og
Inga Dóra Sigfúsdóttir kynntu þá skýrslu sína
um stöðu íslenskra grunnvísinda þar sem m.a.
kom fram að ef litið er á birtingar íslenskra vís-
indamanna í ritrýndum erlendum tímaritum og
hversu oft er vísað til íslenskra vísindamanna í
öðrum greinum kemur í Ijós að íslenskir vís-
indamenn standa nágrannaþjóðunum ekki að
baki miðað við höfðatölu. Á sama tíma er ís-
lenskt fjármagn til rannsókna mun minna en
hjá nágrannaþjóðunum. Morgunblaðið greindi
frá fundinum á sínum tíma og kom þar m.a.
fram að þessi niðurstaða hefði virst koma ýms-
um fundarmönnum á óvart og reynt hefði verið
að leita skýringa á því hvers vegna íslenskir
vísindamenn stæðu svo framarlega sem raun
ber vitni.
Meira fjármagn íVísindasjóð
Á fundinum kom m.a. fram að sá mælikvarði
sem notaður hefði verið til að meta árangur vís-
indamanna væri að rannsaka fjölda og gæði
birtra greina í ritrýndum tímaritum og eins til-
vitnanir í vísindamenn. Við slíkt árangursmat
hefði verið stuðst við gögn úr NSI (National
Seience Indicators Database) gagnagrunninum
en þar kom fram að ef litið væri til birtingar
greina eftir íslenska vísindamenn í ritrýndum
tímaritum kæmi fram að íslenskir vísindamenn
væru í tólfta sæti væri miðað við höfðatölu,
næst á eftir Bandaríkjunum og Noregi. Þegar
litið er til tilvitnana í íslenska vísindamenn er
árangurinn enn betri.
I skýrslunni eru einnig skoðuð afköst ís-
lenskra vísindamanna í einstökum fræðigrein-
um og kemur þá í ljós að vísindagreinamar
standa með mismunandi hætti. Fjöldi birtra
greina í erlendum fagtímaritum er mest í klín-
ískri læknisfræði og jarðvísindum en engar í
lögfræði svo dæmi sé tekið. Ástæða þess er
meðal annars að fagleg umræða í lögfræði eins
og mörgum hugvísindum fer frekar fram í ís-
lenskum tímaritum en erlendum.
Þegar niðurstöður skýrsluhöfunda voru
kynntar sagði Þórólfur Þórlindsson m.a. að for-
gangsatriði væri að veita meira fjármagn í Vís-
indasjóð, mótuð yrði stefna í grunnvísindum
þar sem Háskólinn legðí meiri áherslu á að
vera rannsóknarháskóli og mikilvægi mennt>
unar ungra vísindamanna og að þeim væri gef-
inn kostur á að hefja rannsóknir hér að námi
loknu. Þá lagði Þórólfur áherslu á mikilvægi
þess að stjórnmálamenn kæmu að stefnu-
mörkun í þessum efnum án þess þó að skerða
akademískt frelsi.
Skortir vísindalega þekkingu á
gagnsemi úrræða
Viðmælendur Morgunblaðsins virðast flestir
þeirrar skoðunar að rannsóknir í læknisfræði
standi betur hér á landi en vænta mætti í ljósi
skorts á aðstöðu og fjármagni.
„Sagan hefur kennt okkur að margt af því
sem talin var góð og gild læknisfræði hér áður
fyrr reyndist það alls ekki þegar betur var að
gáð,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófess-
or og forseti læknadeildar Háskólans. Hann
segir að í sumum tilvikum hafi meðferð sjúkl-
inga alls ekki verið studd neinum vísindalegum
rökum, svo sem blóðtaka við nær öllum sjúk-
dómum hér fyrr á
öldum. I öðrum til-
vikum höfðu mönn-
um yfirsést hugs-
anlegar
aukaverkanir lyfja-
meðferðar svo sem
lyfsins thaledomid,
sem notað var sem
svefnlyf, en olli
vanskapnaði á
fóstrum ef þungað-
ar konur tóku lyfið
snemma í með-
göngunni.
Jóhann segir að
rannsóknir lækna
hér á landi verði
t.d. að reyna að
finna orsakir þess að um 30% barna á aldrinum
1^4 ára eru með rör í eyrum. Það er miklu
stærra hlutfall en erlendis. Þá er stórt hlutfall
fullorðinna á þunglyndislyfjum. Orsaka við
slíku verður að leita.“
„Á síðustu áratugum hafa menn gert sér æ
betur ljóst að það skortir vísindalega þekldngu
á gagnsemi ýmissa úrræða sem beitt er í lækn-
isfræði nútímans. Það hefur einnig komið í ljós
að oft er beitt læknisaðferðum sem búið er að
sanna með vísindalegum rannsóknum að geri
ekkert gagn. Til eru fjölmörg dæmi af þessu
tagi sem styðja nauðsyn þess að stunda rann-
sóknir í læknisfræði," segir Jóhann.
Framlag íslenskra lækna til fræðastarfa
íslenskir læknar stíga sín fyrstu spor á vís-
indasviðinu á 4 ári í læknadeild. Flestir fara
síðan erlendis til frekara sérnáms. Jóhann seg-
ir að þar haldi margir áfram fræðastörfum á
virtum háskólastofnunum. Þeir afli sér mikil-
vægrar reynslu og tengsla við erlenda vísinda-
menn og margir þeirra haldi áfram fræðastörf-
um eftir að þeir koma aftur heim.
„Eg tel afköst íslenskra fræðamanna í lækn-
isfærði í raun undraverð í alþjóðlegu samhengi
og miðað við höfðatölu en þá tel ég með allt
framlag þeirra til vísinda bæði innan lands og
utan,“ segir hann.
Forseti læknadeildar segir að margir hafi
velt því fyrir sér hvort það sé eitthvert vit í því
að stunda grunnrannsóknir hér á landi, þar eð í
mörgum tilvikum sé mun ódýrara að gera slík-
ar rannsóknir erlendis á stórum rannsóknar-
stofum, útbúnum nýjustu og bestu rannsóknar-
tækjum sem völ er á. „Þessu er auðvelt að
svara. Fyrir utan sjálíar niðurstöður rannsókn-
anna skapa umsvifin í kringum rannsóknar-
starfsemina þekkingu og reynslu sem ekki er
hægt að fá með öðrum hætti og nýtist einkum í
því landi sem rannsóknimar eru stundaðar.
Nýjasta og gleggsta dæmið hér á landi er
stofnun og starfræksla fyrirtækisins Islensk
erfðagreining (ÍE). Menn mega heldur ekki
gleyma því að Island og íslendingar eru ein
allsherjar rannsóknarstofa út af fyrir sig, með
aðstöðu sem á sér enga líka erlendis. Þetta á
einkum við um faraldsfræðilegar rannsóknir,
vel afmarkaða íbúakjama, og gott þjóðfélags-
kerfi sem oft leyfir úrvinnslu á tölvutækum
gögnum sem þegar em fyrir hendi.“
Jóhann bendir á að akademískum störfum sé
að jafnaði skipt í fjóra aðal þætti, þ.e. rann-
sóknir, kennslu, stjómun og þróun fræðasviðs-
ins. „Þessi samsetning er ekki nein tilviljun,
heldur byggist hún á reynslu. Það er því vart
hægt að tala um fræðastörf innan læknadeildar
án þess að minnast á mikilvægi hinna þáttanna.
Það er mjög mikilvægt að fræðimenn hafi eða
fái tækifæri til þess að koma niðurstöðum sín-
um á framfæri. Það geta þeir gert með kennslu
eða fræðimennsku ýmiskonar og einnig með
því að hafa ítök í stjórnum stofnana, bæði innan
og utan háskólans. Þannig fara þessir þættir
best saman eins og bland í poka,“ segir hann og
leggur áherslu á nauðsyn þess að við höldum
áfram á sömu braut og reynum að efla aðstöðu
og afköst fræðimennsku í læknisfræði hér á
landi með því að hlúa að þeim fræðimönnum
sem fyrir eru og laða til okkar vísindamenn
erlendis frá.
Mjög fá rannsóknarteymi
Þórður Harðarson, prófessor og sérfræðing-
ur í lyflæknisfræði, segir rannsóknir í læknis-
fræði standa með allmiklum blóma í dag. ,A
þingi Rannís var talið, að mest rannsóknar-
virkni hér á landi væri á sviðum jarðvísinda og
klíniskrar læknis-
fræði. Á þeirri hlið
rannsókna, sem
snýr að sjúkling-
um eða heilbrigð-
um einstaklingum
eftir atvikum klín-
iskum rannsókn-
um, er góður
skriður. Glögg
dæmi um það eru
rannsóknir tengd-
ar Hjartavemd og
Krabbameinsfé-
laginu. Báðar
þessar stofnanir
hafa komið sér
upp gagnagrunn-
um, sem henta vel
til faraldsfræði-
rannsókna og erfðarannsókna, og báðar hafa
nýlega laðað til sín alþjóðlega rannsóknar-
styrki frá virtum aðilum í stærri stíl en áður
hefur þekkst.“
Þórður bendir á að á sjúkrahúsunum í
Reykjavík fari einnig fram klínískar rannsókn-
ir í ríkum mæli. „Þær njóta óbeins stuðnings
með vinnuframlagi ýmissa starfshópa og
stuðningi stoðdeilda sjúkrahúsanna. Af þessu
hlýst kostnaðarauki hjá sjúkrahúsunum, en
slíkt hlýtur að teljast eðlilegt, og tíðkast alls
staðar á háskólasjúkrahúsum nágrannaland-
anna. Þar er víða talið að kennslu- og vísinda-
hlutverk háskólasjúkrahúss auki útgjöld þess
um 15-25%. Flestir læknar sjúkrahúsanna
leggja hluta af launum sínum í vísindasjóð
gegn mótframlagi spítalanna, en slíka sjóði
þyrfti að efla. Þá leggja fyrirtæki töluvert af
mörkum.
Á sviði grunnrannsókna er annað upp á ten-
ingnum. Mjög fá rannsóknárteymi hérlendis
hafa náð þeirri stærð og styrk að niðurstöður
þeirra nái alþjóðamáli. Meðal undantekninga
má nefna rannsóknarstarfsemi á Keldum,
nokkrar rannsóknarstofur Landspítalans og
örfáar aðrar stofnanir.“
Að sögn Þórðar hafa styrkveitingar hins op-
inbera hins vegar dregist saman með hverju
ári. ,Aðgangur að erlendu styrkjafé er takmar-
Þórður
Harðarson