Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 12
12 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBL.^ÐIÐ
FRETTIR
Finnska vísindaundrið
VIÐMÆLENDUR Morgun-
blaðsins nefndu margir
gríðarlegar framfarir Finna
í visindaheiminum á undan-
förnum árum. Töldu þeir
einsýnt að Islendingar gætu
Iært margt af frændum vor-
um, sem í miðri efnahag-
skreppunni, sem hðfst
skömmu áður en Sovétríkin
liðuðust í sundur, hefðu
ákveðið að margfakla fram-
lög til vísindastarfsemi,
einkum þó grunnrannsókna,
og við það hefði allt vísinda-
starf í landinu tekið vaxtar-
kipp.
Stórfyrirtækið Nokia er
líklega besta dæmið um há-
tæknifyrirtæki sem sprottið
er upp úr þeim fijóa jarð-
vegi sem verið hefur í
finnskum grunnrannsókn-
um síðasta hálfan annan
áratug eða svo. Stórfyrir-
tækið, sem áður var einkum
þekkt fyrir stígvélafra-
mleiðslu sína, hefur á allra
sfðustu árum þanist út á
heimsvísu, einkum vegna
þeirrar þekkingar og þess
forskots sem finnskir vís-
indamenn tóku í heimi
fjarskiptanna. Nokia-
farsfma þekkja nú flestir og
aðra hátækniframleiðslu
fyrirtækisins.
Finnar hafa einnig tekið
stórt stökk fram á við í lyfja-
iðnaði svo eftir hefur verið
tekið. Finnsk fyrirtæki eru
nú mörg í fararbroddi í
rannsóknum og þróun nýrra
lyíja.
Islenskir læknar telja
finnska dæmið kjörna ám-
inningu til stjórnvalda hér á
landi. Hugsanlegur ávinn-
ingur þess að auka framlög
til rannsókna sé mikill og
fjárhagslegt mikilvægi öfl-
ugra vísindastofnana og fyr-
irtækja muni aukast enn
frekar á komandi árum.
í öðru lagi má nefna sérstöðu okkar á ýmsum
sviðum sem gefur í sjálfú sér mjög verðug
rannsóknarefni. Ekki þarf að fjölyrða um
erfðafræðina, en fleira mætti nefna, t.d. rann-
sóknir í faraldsfræði. Á því sviði eru ýmis tæki-
færi vegna þess að með tiltölulega auðveldum
hætti er unnt að ná til þorra þjóðarinnar og án
þess að velja úr einhverja sérstaka hópa er
unnt að rannsaka útbreiðslu og gang sjúkdóma
í þjóðfélaginu eins og það leggur sig, leita að
orsakavöldum og meta árangur meðferðar.
Síðan mætta telja hinn almenna áhuga og
vilja almennings til þátttöku í ýmiskonar rann-
sóknum. Þetta hef-
ur verið talsvert
nýtt, t.a.m. við
prófanir á nýjum
lyfjum og þar hefur
verið eftir því tekið
hversu tiltölulega
auðvelt hefur
reynst að fá Islend-
inga til þátttöku.
Greinilegt er að
áhugi er fyrir heil-
brigðisvísindum og
að fólk er tilbúið að
leggja sitt af mörk-
um.“
Sem styrkleika
nefnir Guðmundur
einnig til sögunnar
almenna tölvuvæð-
ingu hér á landi. Hún hafl rofið einangrun ís-
lensks vísindasamfélags. „Fyrir fimmtán árum
hefðu hin litlu og vanmáttugu bókasöfn hér á
landi verið talin alvarleg hindrun. í dag held ég
að áhyggjur af slíku séu óþarfi. Tölvutengsl við
gagnabanka og erlend bókasöfn leysa þetta
mál og í raun má fullyrða að öll landamæri séu
úr sögunni.“
Að síðustu nefnir Guðmundur til sögunnar
lífsviðhorf íslendinga sem lýsi sér í viðkvæðinu
„Þetta reddast“. Þetta lífsviðhorf hefur e.t.v.
stuðlað að árangri í íslenskum rannsóknum
þrátt fyrir litla fjármuni og takmarkaða að-
stöðu.“
Smæð samfélagsins
Helstu veikleika í íslenskum heilbrigðisvís-
indum taldi hópurinn vera smæð samfélagsins,
smæð stofnana, rannsóknarhópa og sjóða.
Mjög oft standi peninga- og aðstöðuleysi nauð-
synlegum framförum fyrir þrifum.
„Hér á landi vantar dýrmæta hlekki í rann-
sóknarhópana. Stór hluti af unga fólkinu, dokt-
orsefni og unglæknar í framhaldsnámi, dvelja
árum saman erlendis við nám og störf. Þetta er
það verð sem við greiðum fyrir hina alþjóðlegu
menntun og alþjóðlegu tengsl. Því eru tvær
hliðar á því máli og í raun einnig í viðhorfinu
„Þetta reddast“, það getur bæði verið veikleiki
og styrkleiki.“
Sóknarfæri fyrir heilbrigðisvísindi voru
nefnd til sögunnar, ekki síst þar sem við ís-
lendingar værum rík þjóð og gætum aukið tals-
vert framlög til rannsókna án þess að herða
sultarólina. Næðist almenn viðurkenning á því
að fjárveitingar til rannsókna væru góð fjár-
festing og líklegar til að skila samfélaginu ríku-
legum arði væri unnt að styrkja að mun mikil-
vægustu vísindasjóðina.
„Sú gríðarlega tækni- og iðnþróun sem er að
verða í kringum heilbrigðisþjónustuna er jarð-
vegur arðbærrar nútímalegrar atvinnu-
sköpunar. Þetta sjáum við á nokkrum þeim fyr-
irtækjum sem eru í örustum vexti og mest
spennandi fyrir fjárfesta í dag, t.d. Islenska
erfðagreiningu, Urði, Verðandi og Skuld,
Flögu og Össur,“ segir Guðmundur. Vinnuhóp-
urinn ræddi einnig hugsanlegar skipulags-
breytingar innan heilbrigðiskerfisins sem fælu
í sér ný tækifæri með stærri og öflugri stofnun-
um, eflingu Háskólans og tengdra stofnana.
Loks er ljóst að þverfaglegar rannsóknir bjóða
upp á ríkuleg tækifæri í heilbrigðisvísindum
því mjög fijór jarðvegur er á landamærum
heilbrigðisvísinda og annarra vísinda. Þar
mætti nefna sem dæmi læknisfræði og verk-
fræði, sem t.d. fyrirtækið Flaga væri sprottið
upp úr og eins samstarf erfðafræði og lyfja-
fræði, sem erfðafræðifyrirtækin byggðu grunn
sinn á.
Hnignun vi'sindaþekkingar
Andstætt þeirri trú sem almennt er talið að
fólk hafi á framþróun vísindanna, segir Guð-
mundur að athygli veki hversu erfitt sé að fá
kennara til kennslu í stærðfræði og öðrum vis-
indagreinum og sárafáir séu að búa sig undir
kennslustörf í þessum greinum. Þetta eigi við
nánast á öllum skólastigum. „Vissulega má
kenna góðu atvinnuástandi hér um að ein-
hveiju leyti, en þessi vandi einskorðast alls
ekki við Island. Hér er því líklega einnig um að
kenna þeim miklu kröfum sem gerðar eru í vís-
indanámi og því miður gangi ekki öllum nægi-
lega vel að standast þær. Nauðsynlegt er að
styrkja þennan grunn því hann er jarðvegur
allrar vísindastarfsemi."
Guðmundur bætir því við að kostnaður
stofnana og fyrirtækja við að vera samkeppnis-
fær aukist sífellt. Kröfurnar séu að aukast og
samkeppni eftir vinnuafli sé meiri nú en
nokkru sinni. „Þetta kemur ungu fólki vel sem
er að snúa heim frá námi í útlöndum. Hins veg-
ar er ástæða til að bæta enn frekar aðstöðu
þeirra sem vilja snúa heim og iðka vísindi sín
hér,“ sagði Guðmundur.
Of mikil vinnubyrði
Brynjólfur Ámi Mogensen, dósent og for-
stöðulæknir á slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss
Reykjavíkur, segir nauðsynlegt að styrkja
bæði grunn- og klínískar rannsóknir. Brýnt sé
einnig að sjá til þess að þeir sem áhuga og getu
hafi til rannsókna fái að stunda þær. Slíku sé
ekki að heilsa í dag þar sem of mikil vinnubyrði
margra lækna á öðrum sviðum hamli nauðsyn-
legri framþróun. „Það er áberandi hvað menn
vinna mikinn hluta sinna rannsókna af vilja og
áhuga í frítíma sínum. Þessu þyrfti að breyta
svo enn meiri alvara færðist í rannsóknir," seg-
ir Brynjólfur.
Hann segir einkar athyglisvert hve mikið af
athyglisverðum rannsóknum hafi í raun komið
frá læknadeild með hliðsjón af því hve fámenn
deildin og raunar þjóðin sé. Þetta sýni hve
framsæknin sé mik-
il. „Við höfum alls
ekki úr sama fjár-
magni að spila og
aðrar þjóðir en
engu að síður hefur
svo vel tekist til.
Fjármögnun verk-
efna er þó enn
stærsti höfuðverkur
íslenskra vísinda-
manna, þótt það
hafi sem betur fer
breyst nokkuð til
batnaðar hin síðari
ár. Rannís hefur
styrkst nokkuð og
nú er einnig svo
komið að góð verk
geta fengið fé úr
sjóðum Evrópusambandsins ef um fjölþjóða
rannsóknir er að ræða. Einnig virðast einhveij-
ir gluggar vera að opnast til Bandaríkjanna í
þessum efnum,“ segir hann og telur framtíðina
að nokkru leyti bjarta vegna þessa.
„Við sem vinnum við slys og forvamir þeirra
höfum mjög mikinn áhuga á að koma upp góð-
um gagnabanka um slys sem nýtta mætti til að
auka þekkingu á slysum og orsökum þeirra.
Slík vinna er einn angi grunnrannsókna sem
afar brýnt er að verði hafðar til vegs og virð-
ingar hér á landi. Séu niðurstöður slíkra rann-
sókna þróaðar áfram yfir í hagnýt gögn má
fara að reikna ágóða af þeim í háum tölum.
Heildarkostnaður vegna slysa hér á landi á ári
er milli 20 og 30 milljarðar króna. Það er því
auðvelt að sjá nytsemdina í rannsóknum til for-
varna í þeim málaflokki,“ segir Brynjólfur.
Frumkvæðið áfram
í höndum fslenskra lækna
Gunnar Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir
lyflækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur,
segir að þrátt fyrir aukna erlenda samvinnu,
sem sé oft æskileg og nauðsynleg, hljóti frum-
kvæði að læknisfræðilegum rannsóknum áfram
að verða í höndum íslenskra lækna og vísinda-
manna.
„Læknadeild Háskóla íslands ætti að vera
kjaminn í slíku rannsóknarumhverfi ásamt
sjúkrahúsunum í Reykjavík og FSA. Sjálf-
stæðar rannsóknarstofnanir gegna auðvitað af-
ar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi á af-
mörkuðum sviðum, t.d. Rannsóknarstöð
Hjartavemdar og Rannsóknastofa Krabba-
meinsfélagsins. Sjálfstæð fyrirtæki koma
væntanlega í vaxandi mæli inn á þetta svið eins
pg við höfum séð með góðum árangri, t.d. hjá
ÍE, Flögu, UVS og fleirum. Þessi fyrirtæki
hafa einmitt undirstrikað að hingað til hafa
rannsóknareiningamar verið of litlar og van-
máttugar," segir hann og nefnir aukinheldur að
íslenskur lyijaiðnaður gæti orðið mikilvægur
þátttakandi í slíku samstarfi.
Til að efla klín-
ískar rannsóknir
telur Gunnar
nauðsynlegt að
tvinna saman
starfsemi sjúkra-
húsanna við
læknadeild Há-
skóla íslands mun
meir en verið hef-
ur. Með því fengi
rannsóknarvinna
meiravægiídag-
legt starf sjúkra-
húsanna og betur
yrði gert ráð fyrir
slíkri vinnuí
skipulagningu og
áætlunum þeirra
„Framhaldsnám íslenskra lækna hefur farið
að mestu fram erlendis og mun gera það áfram
vegna takmarkaðs sjúklingafjölda hérlendis.
Hins vegar væri æskilegt að seinni hluti slíks
framhaldsnáms sem oft er hluti af doktorsnámi
flyttist hingað svo að þessi rannsóknarvinna ís-
lenskra lækna og vísindamanna nýttist hér á
landi og styddist við íslenskan efnivið. Til þess
að svo verði þyrfti að stofna ákveðinn fjölda af
rannsóknarstöðugildum, t.d. 10 stöður til 2-3
ára, sem ætlaðar væm til afmarkaðra rann-
sóknarverkefna. Þessar stöður gætu verið
kostaðar að hluta af einkafyrirtækjum eða vís-
indasjóðum. Um þessar stöður gætu sótt ein-
staklingar, stofnanir eða deildir og þær yrðu
veittar af læknadeild eftir gæðum rannsóknar-
verkefnanna. Slíkar stöður myndu án efa fylla
talsvert upp í áberandi skarð í læknisfræðUeg-
um rannsóknum á íslandi í dag.“
Gunnar bendir á að vissulega þyrfti þar fyrir
utan að efla Rannís svo unnt yrði að veita rann-
sóknarstyrki á sviði læknisfræði til nokkurra
ára í senn. Slíkt gerði kleift að vinna markviss-
ara en hingað til að áhugaverðum íslenskum
verkefnum.
Forsendur framfara
Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir
Bamaspítala Hringsins, segir að aldrei verði
mikilvægi rannsókna í læknisfræði ofmetið.
Grunnrannsóknir og klínískra rannsóknir era
einfaldlega forsendur framfara í greininni, að
hans mati, og varða því mannkyn allt.
„Það er ekki svo langt síðan menn deildu um
lögun jarðar, upprana tegundanna og tilvist
himintunglanna. Það er líka skammt síðan
menn áttuðu sig á að líf kviknar ekki af sjálfu
sér, fundu bakteríur og áttuðu sig síðan á
möguleikum á markvissri meðferð, t.d. með
sýklalyfjum. Þetta tökum við sem eðlilegan
sannleika í dag. Stöðugt vakna þó nýjar spum-
ingar og ögrandi verkefni sem leita þarf lausna
á,“ segir hann.
Ásgeir segir að færa megi þrenns konar rök
fyrir því að rann-
sóknarstarfsemi á
háskólasjúkrahúsi
verði að vera öflug.
„Fyrst verður að
telja öflun þekking-
ar. Grunn- og klín-
ískar rannsóknir
skapa grunninn að
nýrri þekkingu
sem bætir meðferð
sjúkdóma. Á ís-
landi má nefna
rannsóknarstofn-
anir eins og Keld-
ur, IE, sjúkrahúsin
og læknadeild.
Okkur er nauðsyn
að þekkja íslensk-
ar aðstæður svo
bregðast megi við á réttan hátt. Þannig verða
menn t.d. að þekkja hvaða sjúkdómar era al-
gengir á íslandi og hveijar era orsakir þeirra.
Slíkar rannsóknir verða ekki beint yfirfærðar
frá erlendum stofnunum þar sem aðstæður eru
aðrar. Sem dæmi má nefna að okkur er nauð-
Brynjólfur
Mogensen
Gunnar
Sigurðsson
synlegt að vita hverjar era algengustu bakter-
íutegundir sem valda sýkingum hjá bömum og
hvaða meðferð virkar best. Fjölmörg dæmi af
svipuðum toga mætti nefna. Grunnrannsóknir
um tilurð sjúkdóma eða viðhald heilsu era einn-
ig mikilvægar. Okkur ber auk þess skylda til að
stuðla að aukinni þekkingu í læknisfræði í
hehninum þar sem því verður við komið,“
í öðra lagi nefnir Ásgeir til sögunnar mat á
árangri og stöðu. „Rannsóknir í læknisfræði
era öragg aðferð til að meta árangur starfsins,
stöðu læknisfræði og þjónustu við sjúklinga á
íslandi. Á þann hátt má bera árangur hér á
landi saman við önnur lönd og grípa til viðeig-
andi ráðstafana þegar nauðsyn ber til.“
Þriðjaog síðasta atriðið er svo kennsla og
þjálfun. Ásgeir segir að ekki megi vanmeta þá
þætti í læknisfræði og heilbrigðisvísindum.
Rannsóknir séu mikilvægur þáttur kennslunn-
ar enda þjálfist viðkomandi í öguðum og
markvissum vinnubrögðum og verði betur í
stakk búinn til að meta rannsóknarniðurstöður
annarra. ,Á þann hátt má segja að rannsóknir
séu einnig nauðsynlegar rannsóknanna vegna.“
Ásgeir segir að þótt færa megi rök fyrir því
að rannsóknir í læknisfræði séu nokkuð góðar
á íslandi sé metnaður okkar þó miklu meiri og
nauðsynlegt að nýta betur þau tækifæri sem
hér era fyrir hendi. „Fjárskortur hefur þó ver-
ið alvarlegur dragbítur á framgang rannsókna
á íslandi. Augu manna hafa nú opnast fyrir því
að rannsóknir geta einnig skilað miklum hagn-
aði, bæði í auram talið sem og í bættum árangri
lækninga," segir hann.
Kostnaður vaxið
en framlög staðið í stað
Eiríkur Steingrímsson, rannsóknar-
prófessor í lífefna- og sameindalíffræði, segir
að mjög margt gott sé gert í rannsóknum í
læknavísindum hér á landi og vísar m.a. í
skýrslu Rannís máli sínu til stuðnings.
„Það er því Ijóst að á íslandi starfa hæfi-
leikaríkir og metnaðarfullir vísindamenn með
menntun á við það sem best gerist. Þessi könn-
un gerði að vísu ekki grein fyrir því hvernig
rannsóknimar vora fjármagnaðar. Hins vegar
er alveg ljóst að umfang þessara rannsókna er
langt umfram það sem styrkir frá hinu opin-
bera vísindastyrkjakerfi, t.d. Vísindasjóði,
leyfa,“ segir Eiríkur og bendir á að kostnaður
við rannsóknir hafi farið vaxandi að undan-
fómu á meðan framlög til Vísindasjóðs hafi
staðið í stað.
„Það er hins vegar ýmislegt sem má betur
fara í umhverfi íslenskra vísinda til að efla megi
rannsóknir í læknisfræði enn frekar. Það þarf
að bæta til muna það umhverfi sem íslenskir
vísindamenn búa við til að skapa því möguleika
á að ná árangri á heimsmælikvarða."
Margfalda verður fjárframlög
Eiríkur sejgir að að sínu viti þurfi einkum að
laga femt. „I fyrsta lagi þarf að margfalda
fjárframlög til Vísindasjóðs. Öll nágrannaríki
okkar era að margfalda framlög hins opinbera
til ftjálsra vísindarannsókna. Einnig er marg-
földun í einkageiranum. Menn era að gera sér
grein fyrir því að þær efnahagslegu framfarii’
sem orðið hafa undanfarin ár eiga upptök sín í
þekkingariðnaði og því ber að styrkja hann
með öllum ráðum. Sem dæmi má nefna að
Bandaríkjastjóm hefur ákveðið að tvöfalda
fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar sinnar,
National Institutes of Health, á fimm árum.
Þeir hafa aukið framlögin um 15% nú í tvö ár í
röð og það er engin smáaukning. Það kerfi sem
Rannsóknarráð vinnur eftir við að útdeila
styrkjum - jafningjamatið - virkar, og er besta
leiðin til að tryggja gæði og eftirlit. Samkeppni
um styrkina tryggir gæði rannsóknanna. En
vegna þess hve Vísindasjóður hefur lítið fé milli
handanna hefur verið vaiin sú leið að láta
marga hafa litla styrki. Þetta er ekki rétta leið-
in. Betra er að láta bestu verkefnin hafa fullan
kostnað í lengri tíma og spyrja svo að leikslok-
um. Það er afar mikilvægt að vísindamönnum
sé gert kleift að vinna að rannsóknum þar sem
mestar líkur era á að þeir nái árangri og leyfa
þeim sjálfum að ráða hvers konar rannsóknir
þeir stunda. Það hefur margoft sýnt sig að það
boðar ekki gott að stýra rannsóknunum að of-
an.
I annan stað verður að afnema virðis-
aukaskatt af rannsóknarvöram og tækjum sem
notuð eru til rannsókna á rannsóknarstofnun-
um á borð við Háskólann, Keldur, Hjartavernd
og fleiri stofnunum sem ekki era reknar í hagn-
aðarskyni, sem á ensku er nefnt non-profit. Það
þekkist hvergi þar sem ég þekki til að stofnanir
sem þessar greiði virðisaukaskatt. Samkeppn-
isstaða okkar er erfið fyrir enda þurfum við að
greiða flutningsgjöld og tolla af allri vöru.“
Fjárhagslegur ávinningur
uppgötvana
Þriðji þátturinn sem Eiríkur nefnir eru
bókasafnsmálin. Ólíkt því sem vinnuhópur um
heilbrigðisvísindi undir stjóm Guðmundar Þor-
geirssonar hélt fram á þingi Rannís telur
Eiríkur að úr málefnum bókasafna verði að
bæta hið bráðasta. „Með tilkomu Netsins hafa