Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 22

Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ h LISTIR Dúntekja á Islandi MYIVDLIST Listasafn fslands RONIHORN LJÓSMYNDIR Sýningfin er opin alla daga nema mánudaga frá 11 til 17 og stendur til 5. mars. ÞAÐ ER gaman að sjá á Lista- safni íslands sýningu á verkum Roni Horn því hún er orðin þekkt um víða veröld fyrir ljósmynda- verk sín frá íslandi. í um tuttugu og fímm ár hefur hún komið hing- að og myndað og síðan birt myndir sínar á sýningum og í röð bóka sem gefnar eru út beggja vegna Atlantshafsins. Myndröðin sem nú er til sýnis nefnist PI og er skrá- setning á því sem listakonan upp- lifði á nyrstu annesjum Islands, rétt undir heimskautsbaug, þar sem samband mannsins og villtrar náttúrunnar er nánara en annars staðar. Þar myndar hún í landi æðar- og dúntekjubænda og sýnir eins og áður tilgerðarlausar og beinskeyttar ljósmyndir af náttúru og fólki í langri röð sem hengd er hring- inn í kringum sýning- arsalinn en myndar í raun óendanlegan hring því með endurtekningum á myndum og myndefni er röðin látin vinda upp á sig og snúast um sjálfa sig og efnið. Inn á milli myndanna úr æðarvarpinu og af dúntekjubændunum má svo sjá myndir af ljós- hærðri bandarískri leikkonu úr einni af sápuóperunum sem nú eru sýndar daglega í sjónvarpi hér á íslandi. Verk eftir Roni Horn hafa áður sést á Islandi, á Nýlistasafninu, í sýningarsalnum Annari hæð, sem því miður er ekki lengur til, og í Galleríi i8 í Ingólfsstræti, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er tekin til sýningar í stóru safni hér á landi með tilheyrandi textaútgáfu og kynningu. Verk hennar hafa hins vegar verið sýnd í þekktustu sýningar- sölum í Bandaríkjun- um og í Þýskalandi og verið valin á samsýningar á borð við Documenta í Kassel og tvíæringana í Feneyjum og í Sydn- ey. Um þessar mynd- ir hefur líka mikið verið fjallað í bókum og tímaritum þar sem gjarnan er rætt um hið nána samband sem listakonan hefur myndað við Is- land, Islendinga og íslenska nátt- úru. Það er ekki gott að segja hvað dregur Roni frá fjölbreytilegu menningarlandslagi New York hingað norður í fásinnið en það er óhætt að segja að í myndröðum sínum og bókum hafí hún birt nýja sýn á umhverfið hér, sýn sem okk- ur Islendingum sjálfum hefði lík- lega annars aldrei birst. En þrátt fyrir það er Island aðeins vett- vangur þessara mynda, en ekki raunverulegt viðfangsefni þeirra. Myndirnar eru teknar hér á ís- landi og Island myndar eins konar ramma utan um myndraðir Roni Horn, en það sem heillar fyrst og fremst í verkum hennar er hin formræna skynjun og agaða fram- setning þar sem hugmyndalist og naumhyggja mætast. Þannig hafa verk hennar inntak og aðdráttarafl óháð myndefninu og ná að tala til fólks hvar sem það er í heiminum. Sýningin í Listasafni íslands er gott dæmi um það og löngu tíma- bær framsetning á þessari merki- legu listakonu sem svo lengi hefur unnið hér. Jón Proppé Stríð og friður í nýrri út- gáfu Moskvu. AP. STRÍÐ og friður, eitt þekktasta verk rússneskrar bókmenntasögu, er nú fáanlegt í nýrri og styttri útgáfu sem er ekki nema um 800 síður að lengd. Dagblaðið Moscow Times sagði útgáfuna vera fyrstu drög Leo Tolst- oys að Stríði og friði, sem hann síðar lengdi og endurskrifaði áður en hún var gefín út. Bókin hefur lengi verið misvinsæl skyldulesning rússneskra skólabarna sem hafa þurft að stauta sig í gegnum 1.600 síðna skáldverk, gjarnan sem hluta af lokaprófi. En Stríð og friður veitir yfirgripsmikla mynd af rússnesku þjóðfélagi og hruni þess á tímum Napóleonsstríð- anna 1812. Igor Zakharov, útgefandi nýju bókarinnar, sagði hana taka hefð- bundnu útgáfunni fram. Hún væri styttri, það væru færri bardagasen- ur í henni og þess utan væri endirinn betri. „Þetta er ósvikinn Tolstoy sem er hrein ánægja að lesa. Ég skil bara ekki hvernig við gátum haldið áfram að lesa hefðbundnu útgáfuna," sagði Zakharov. Þessi útgáfa bókarinnar er að sögn Moscow Times sett saman úr bréfum Tolstoys frá því í byrjun níunda áratugar nítjándu aldarinn- ar. Viðbrögð fræðimanna við bókinni hafa þó verið misjöfn og segja sumir hana meinlausa á meðan aðrir draga í efa að um nákvæma endurgerð fyrstu útgáfu bókarinnar sé að ræða. ------------------ Nýju ári fagnað LÍTIL stúlka í þorpinu Fengxiang í Kína límir hér úrklippu á glugga. Úrklippan er verk bóndans Li Ke sem jafnframt telst meistari þessar- ar fomu kínversku list.ar. Úrklippur hans hafa getið sér svo gott orð að verk hans hafa verið sýnd bæði í Frakklandi og Japan. Heima fyrir er hins vegar lítill áhugi á að viðhalda úrklippugerð- inni og fínnur Li Ke engan arfbera að þessari fomu list. Það er gömul kínversk hefð í Shanxi-héraðinu að fagna nýju ári með klippimyndum. Húpurinn sem tekur þátt í sýningunni í íslensku úpemnni. ^Dans og tónlist í Islensku óperunni VEGNA áskorana verður menning- ardagskrá Listdansskúla Islands og Túnskúla Sigursveins D. Kristins- sonar endurtekin í íslensku úper- unni þriðjudagskvöldið 8. og mið- vikudagskvöldið 9. febrúar kl. 20.30. Nemendur í framhaldsdeild Listdansskúlans og Hljúmsveit Tún- skúlans flytja þar ballettinn Get- urðu leikið? eftir Láru Stefánsdútt- ur og John Speight. Hljúmsveitarstjúri er Guðni Franz- son. Ennfremur verður fluttur ball- ett Margrétar Gisladúttur, Spcgill sálarinnar, og túnlistarhúpurinn Quintus Antiqua flytur túnlist frá endurreisnartfmanum. Ballettinn Geturðu leikið? er samvinnuverkefni Listdansskúlans og Túnskúlans og var saminn með tilstyrk framkvæmdanefndarinnar um Reykjavík - menningarborg ár- ið 2000. Aðgöngumiðar verða til sölu samdægurs í íslensku úperunni. Hvít, Blá og Rauð sýning í Nýlista- safninu í TILEFNI menningarborgar- árs verður efnt til þriggja óvenju veigamikilla sýninga í Nýlistasafninu, auk annarrar dagskrár. Sú fyrsta, Hvít, verð- ur opnuð í mars og er í umsjú Ingólfs Arnarsonar, sem þar mun sýna ásamt Andreas Karl Schulze, Robin von Harreveld og Hilmari Bjarnasyni. Onnur í röðinni er sýningin Blá, sem hefst í maí og verður framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Um- sjón með þeirri sýningu hefur Pétur Arason en þar sýna bresku listamennirnir Sarah Lucas, Gillian Wearing, Mich- ael Landy og Andy Fairhurst. Þriðja sýningin, Rauð, verð- ur opnuð í október og er tileink- uð lífí og list Rósku. Umsjónar- maður sýningarinnar er Hjálmar Sveinsson. —.- Reuters \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.