Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 28

Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 28
28 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ h að fá hann lánaðan í 3 ár. Hann kveðst ekkert hafa langað til að fara frá íslandi, það var svo margt skemmtUegt að gerast hér á þeim tíma, og hann var búinn að segja nei við þá í Róm. Þá fóru þeir fram á það við Pálma Jónsson landbúnaðarráð- herra að fá Björn Sigurbjömsson lánaðan í þrjú ár, því það vantaði for- stjóra við þessa deild sem hann hafði verið í. Honum var boðið leyfi frá störfum hér í þann tíma og Gunnar Ólafsson tæki við á meðan. Fyrir þennan þrýsting sló hann tiL „Maður ræður aldrei sínum næturstað,“ segir Bjöm. Eftir þijú árin í Vín var sama sagan, hann var aftur byijaður á svo mörgu spennandi að hann gat ekki farið heim. Og árin þijú urðu í það sinn að 12 ámm. Hvaða verkefni vom svona spenn- andi? ,AHt milli himins og jarðar, mikið í jurtakynbótum,“ svarar hann að bragði. „Þá vom þessi afbrigði með stökkbreytingum með geislum, sem við höfðum verið að styðja við, komin í nær öllum tegundum nytja- plantna. Eg get t.d. nefnt að hvert einasta byggafbrigði Evrópu sem bjór er búinn til úr kemur frá stökk- breytingu af völdum geisla, sem styttir stráið. Nær allt pasta sem framleitt er úr hveiti er af stökk- breyttum genum. Piparmyntan í tannkreminu var af plöntu sem þá var að deyja út vegna sveppasjúk- dóms, en við stökkbreytingu með geislun kom fram algert ónæmi fyrir sveppnum og á því byggist núna öll framleiðslan. Við komum víða við.“ Þetta eru ekki erfðabreytingar og Bjöm telur gott að það komi fram. „Venjuleg þróun í náttúrunni byggist á stökkbreytingum, úrvali og víxlun- um. Þetta er bara eðlileg þróun, Darwins-þróunin. Stökkbreyting verður til að miklu leyti vegna geisla frá sólinni. Meðan við erum að tala saman eru stökkbreytingar í líkama okkar fyrir áhrif frá sérstökum geisl- um sólar eða utan úr geimnum. Þessi aðferð okkar gerir ekki annað en að herða á þessari þróun og gera hana hraðari. Þessar stökkbreytingar eru því fullkomlega eðlilegar.“ Erfðabreyttar lífverur Erfðabreyttar lífverur komu til í kjölfarið. „Þegar ég kom sem for- stjóri til Vínar 1983 var að byrja tækni sem heitir líftækni. Tvær stofnanir voru að byrja á því hjá Sam- einuðu þjóðunum. Fyrir utan FAO var það Alþjóðaiðntæknistofnunin UNIDO. Ég man að 1984 flutti ég á Filippseyjum fyrirlestra fyrir FAO, UNIDO og IAEA-kjamorkustofnun- ina um líftækni í plöntukynbótum. Síðan var stofnuð sérstök líftækni- nefnd innan FAO með öllum deildum og ég var formaður hennar mörg fyrstu árin. Þetta starf leiddi af sér þessar erfðabreyttu lííverur. Rann- sóknarstofunni okkar, sem er fyrir utan Vín, var breytt frá að vera bara með geisla og geislavirk efni í að vera líka líftæknistofnun á vegum Samein- uðu þjóðanna. Hún skipuleggur og styður aðra um allan heim. Banda- ríkjamenn er fremstir í þessum erfðabreyttu lífverum, sem verið er að deila um núna, en þær eru lítið í Evrópu. Kemur til af því að svo dýrt er að framleiða þær og koma á mark- aðinn að það eru aðeins þessi risa- stóru efnafyrirtæki, eins og Monsan- to og Dupont og Pioneer, sem geta kostað milljörðum til rannsóknanna. Sameinuðu þjóðimar ráða lítið við það. Hafa enga peninga í slíkt. Við vorum með námskeið og styrktum unga vísindamenn til að þróa þetta, sem er reyndar notað á miklu fleiri sviðum en til jurtakynbóta.11 Tvöfalda þarf matvælaframleiðsluna Hvernig líst Bimi þá á hvemig þetta er að þróast? Mér líst vel á það svo fremi að rannsakað sé hvaða áhrif þetta hafi, svarar hann að bragði. „Þetta er ekki spuming um að vera jákvæður eða neikvæður. Ef maður hugsar fram í tímann þá er búist við að mannkynið, sem nú er 6 milljarð- ar, verði árið 2050 orðið tíu milljarð- ar. Þá segir FAO að verði að tvöfalda matvælaframleiðsluna til að fæða þetta fólk. Til að gera það þarf t.d. að tvöfalda áburðarnotkun, tvöfalda vatnsnotkun í áveitur og tvöfalda notkun á skordýraeitri. Þannig er framtíðarspáin. Hættan er talin hggja í því að þeg- ar tekið er gen frá skordýri eða bakt- eríu eða nautgrip og sett yfir í hveiti- plöntu, þá gæti genið hegðað sér einhvem veginn öðm vísi þar. Fólk er hrætt við það þegar gen er flutt milli fánu og flóm, en ekki bara flutt innan t.d. hveitiplöntunnar. Ég er það auð- vitað líka. Ég get nefnt þér dæmi um hvemig þetta virkar. Þegar tekið var gen úr svonefndum glow-worm eða eldflugu, sem kveikir á sér og lýsir í myrkri, og sett í tóbaksplöntu, þá gat maður séð hana í dimmu herbergi. Þetta sýnir að genið úr skordýrinu er orðið hluti af erfðaefni plöntunnar. En þetta skaðar ekki. Menn em hræddir við þetta, en það hefur ekk- ert komið fram sem sýnir að ástæða sé til. Gagnrýni fólks beinist að því sem t.d. stórfyrirtækið Monsanto er að gera. Þetta fyrirtæki framleiðir roundup, öflugt illgresislyf og gott, sem mikið er notað héma t.d. í skóg- rækt. Það drepur allt en gufar strax upp og skilur ekki eftir sig nein áhrif. En ef maður er með sojaakur fullan af Ulgresi og dreifii- þessu þá drepur það allt, sojabaunimar líka. Það sem þeir hafa gert er að setja gen úr ein- hverju sem gerir sojaplöntuna ónæma fyrir roundup. Það verður þá eina plantan sem þolir roundup og þeir geta selt miklu meira af því. Þá ertu komin í genabreytta lífvem ónæma fyrir roundup, eins og flestar sojabaunir era nú í Bandaríkjunum. Bóndinn sáir í akur sinn, setur lyf ið á akurinn og allt deyr annað en soja- baunimar." Hver getur haft stjórn á þessu? „Viðkomandi stjómvöld verða að gera það,“ segir Bjöm. „Bandaríkm gera það og hafa gefið leyfi fyrir þessu. En þeir gera það fyrst eftir að vera búnir að gera alveg gífurlega viðamiklar rannsóknir og tUraunir og finna ekki að það skaði eitt eða neitt. Fólk bara trúir því ekki fremur en geislun matvæla, sem hvergi hefur sannast að hafi nokkur áhrif á heUs- una. En sumt fólk heldur að eitthvað sé að geisluðum matvælum og vUl ekki borða þau. Fer þó með matinn sinn í gegnum leitartækin á flugvöll- um, þar sem þau em geisluð með röntgengeislum. Ef gen er sett í plöntu og hún framleiðir eitur gegn skordýrum telur fólk hættu á að það geti haft áhrif á heilsuna. En Banda- ríkjamenn hafa gert miklar rann- sóknir á þessu án þess að finna nokk- uð hættulegt við það.“ Ef aðeins stóra risarnir ráða við þessar viðamiklu rannsóknir vegna erfðabreytinga, em þær þá bjargráð- ið tU að geta aukið matvælafram- leiðsluna í heiminum og bjargað kom- andi kynslóðum frá hungri? „Þeir selja auðvitað þetta fræ um allan heim og hver sem er getur keypt það. En það sem þeir gerðu núna, þessir skrattar, var að setja inn í sumar af þessum nytjaplöntum gen, sem gera það að verkum að t.d. sojafræið hefur þá eiginleika að hægt er að búa tU sojasósu úr fræjunum en þau spíra ekki. Það er kallað „terminator“-gen. Þannig að bóndinn verður á hverju ári að kaupa nýtt fræ. Þú getur ímyndað þér að Greenpeace og marg- ir aðrir em að springa af gremju. En maður á samt kost á að kaupa þetta fræ, sem kemur tU góða. Þeir sem setja milljarða inn í þetta verða að fá sína mUljarða tU baka. Annars mundu þeir ekki gera þetta. Það get- ur verið að það borgi sig, það kostar líka að kynbæta. Og einkaréttur þeirra á þessu rennur auðvitað út.“ Því má skjóta hér inn í að Bjöm Sigurbjömsson mun flytja fyrirlestur á ráðstefnu sem umhverfisráðuneytið efnir til 9. mars um þessi efni og nefn- ist fyrirlesturinn: Hugsanlegur ávinningur af erfðabreyttum matvæl- um. Verður það gott innlegg í þessa umræðu sem nú fer fram frá manni með svo mikla þekkingu á málinu. Margar aðrar nytjaplöntur em framleiddar eftir svokallaða kyn- blöndun, svo sem allur maís. Þá er víxlað tveim línum sem búið er að skyldleikarækta og maður fær þennan risamaís, sem má svo aftur víxla og fá súperrisa. Þetta er bara víxlun. • En bóndinn verður engu að síður að kaupa fræið á hverju ári því hann er ekki með þessar línur. Hann fær ekkert öðra vísi. Það em stöm fyrir- tækin sem framleiða þessar skyld- leikaræktuðu línur. Þannig er maís- inn í dag. Þá em þeir alltaf að selja árlega því bóndinn getur ekki not- að sitt eigið fræ. Svona hrísgrjón rækta Kínverjar líka. Gegn sam- eiginlegum óvini Dr. Björn á skjöld frá Gaddafí Líbýuforseta sem þakklæti fyrir verkefni um útrýmingu á skaðræðisflugum. Elín Pálmadóttir spurði út í það forvitnilega mál, sem sýnir hvernig hægt er að nota geislunartækni til að gera meindýr ófrjó. Alíka aðstoð gat líka þjappað saman í sátt öllum stríðandi þjóð- um fyrir botni Miðjarðarhafsins gegn sam- eiginlegum óvini, skæðri ávaxtaflugu. Miðjarðarhafsávaxtaflugan Skrúfuflugan verpir í sár. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bjöm með skjöldinn sem Gaddafi Líbýuforseti veitti honum í þakklætis- skyni fyrir útrýmingu á hinni hættulegu skrúfuflugu þar í landi 1989. Ófijóar púpur f pappakössum settar um borð í flugvél, sem flytur þær þangað sem þeim er dreift til ástarfunda við frjóu skaðræðisflugurnar. ÞESSI aðferðafræði var þróuð fyrir mörg meindýr. Aðferðin er að byggja mjög stórar verksmiðjur, sem framleiða flugur. Sú sem Bjöm heimsótti síðast meðan hann var forstjóri deildar FAO og IAEA um notkun geisla og geislavirkra efna í Vín, er í Mexíkó og framleiddi á viku 7 tonn af lirfum af skæðustu ávaxtaflugu sem til er í' heiminum. Hún ræðst á alla ávexti, klekur þar ormum sfnum, sem eta allt innan úr ávöxtunum. Þarf þá kannski að sprauta yfir þá baneitraðum skor- dýralyfjum 10 sinnum yfir vaxtar- túnann. Er bannað að flytja ávexti til Bandaríkjanna, Kanada og margra Evrópuríkja frá slíkum svæðum. Ávaxtaflugan barst frá Miðjarðarhafinu til Mið-Ameríku. „Við fréttum fyrst af henni 1966, þá í Costa Rica og stungum strax upp á aðgerðum til að stöðva hana,“ segir Bjöm. „En allir töldu lítinn vanda að losna við smásmit. Síðan dreifðist hún um alla Mið-Ameríku og var komin inn í Mexíkó. Þá sögðu Bandaríkjamenn stopp, ekki meiri innflutning þaðan, sem var millj- arða dollara tap. Þá leituðu Mexík- anar til okkar í Vín og báðu um hjálp. Við sendum sérfræðinga til þeirra og þeir byijuðu að reisa verksmiðju og framleiða þessa flugu. Þegar hún er komin á púpu- stigið er hún sett í geislun. Notaðir gammageislar til að gera hana ófrjóa. Si'ðan er flugunum pakkað í poka, settar upp í flugvél og sendar á svæðið þar sem þetta meindýr er. Áður er búið að mæla hve mikið af meindýrinu er á svæðinu, t.d. 10 þúsund flugur á ferkílómetra. Þá verður að dreifa 10-15 sinnum fleiri ófrjóum flugum þar yfir. Ef dreift er 100 þúsund flugum hvaða mögu- leikar eru þá á því að fijó fluga hitti aðra frjóa flugu? Þeim fækkar um 90% og eftir að hafa að 30 dögum liðnum sleppt aftur ófijóum yfir 1.000 flugur og enn yfir 100 er eng- inn möguleiki á að þær geti tímgast. Það tekur ekki nema 5 kynslóðir á einu ári að útrýma flugunni, þó að haldið sé áfram til öryggis. Ekkert eitur er notað, flugumar einfald- lega hverfa.“ Miðj arðarhafsfulltrúarnir íbræðralagi Þegar Björn kom 1983 til Vínar- borgar eftir að hafa starfað á ísl- andi um hríð var búið að reisa fyrr- nefnda verksmiðju og Mexíkóstjórn tilkynnti árið 1986 að engin áva- xtafluga væri Iengur til. „Við byij- uðum að senda ófrjóar flugur til Los Angeles, þar sem var vandræða- ástand vegna þess að skordýraeitri var dreift yfir borgina, því flugan var ógnun við alla ávaxtaframleiðsl- una í Kalifomíu. Fólk var ævareitt. í Guatemala var byggð fluguverks- miðja og búið er að hreinsa upp þar. Þegar ég var í Vín í sumar frétti ég að sama væri að segja um Chile og Argentínu, sem voru að sligast und- an þcssari plágu og verið að hreinsa Perú án eiturefna. „Það skemmtilegasta var að 1994, þegar ég kallaði saman í Vín- arborg fund um að reisa verksmiðju til að útrýma þessari flugu í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafsins, voru sérfræðingarnir frá Egypta- landi, Gasa, Palestínu, ísrael, Jórd- aníu, Líbanon og Sýrlandi allir eins og bræður. Þeir áttu þarna allt í einu sameiginlegan óvin. Talsmað- ur þeirra var Israelsmaður, því allir treystu honum. Ég hringdi út nú í desember og var sagt að þetta gengi mjög vel. Þeir væru að ná samstöðu um að skipuleggja þetta verkefni. Ekki var búið að ákveða hvar verksmiðjan yrði, en líklega á Kýpur. Flugan hefur líka fundist á suðurströnd Tyrklands, grísku eyj- unum og jafnvel á Kaprí á Ítalíu. Hvað um það, þetta hefur sparað milljarða dollara, því ef maður losn- ar við fluguna þarf varla nokkurt skordýraeitur. En hvað sögðu framleiðendur skordýraeiturs við þvf? Björn segir þá hafa mætt gífurlegri mótstöðu, fengu hvergi greiða götu. Aðal- erfiðleikarnir við að koma þessu í framkvæmd vora að komast fram hjá áhrifum þessara framleiðenda. Hann nefnir aðra skæða flugu, skrúfufluguna, sem ræðst á dýr og menn. Hún verpir í sár, jafnvel nafl- astreng nýfædds barns. Lirfurnar skrúfa sig inn í holdið og það versta er að hún framleiðir um leið deyfi- efni, svo manneskja verður ekki vör við neitt nema smáþrota, fyrr en allt er morandi í ormum undir. Kemur fyrir að kinnin detti þá af mann- eskju og skepnur falla unnvörpum. Þessi skrúfufluga er landlæg í Norður- og Mið-Ameríku. Tókst að útrýma flugunni þar með ofan- greindri aðferð. Líka í Mexíkó þeg- ar verksmiðja hafði verið reist þar. Svo gerðist það 1989 að geitur, lömb og nautgripir fara að falla unnvörpum í Líbýu og kemur í ljós að skrúfuflugan hefur að öllum lfk- indum borist þangað frá Mið- Ameríku. Líbýumenn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, en sjúkra- húsin vora að fyllast af fólki með orma. „Líbýa átti þá í stríði við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.