Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 31

Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 31 hverfi hér á íslandi. Sjávarútvegur- inn stendur vel að vigi og útgerðar- menn eru upp til hópa afar jákvæðir gagnvart þróun framleiðslunnar. Oflugt þróunarstarf fer fram í nánu samstarfi fyrirtækisins og sjávarútvegsins. Við tökum við hug- myndum og ábendingum, þróum vöruna, fáum sjómenn til að prófa hvernig hún reynist, tökum við at- hugasemdum, þróum vöruna áfram og þannig koll af kolli þar til varan er fullhönnuð," segir Hjörleifur og bætir við að sér hafi komið skemmtilega á óvart þegar hann réðst til fyrirtækisins hversu öflugt þróunarstarf færi fram innan þess. „Hér hefur gjaman verið litið svo á að vöruþróun dagsins í dag sé fjör- egg framtíðarinnar. Okkur hefur fundist að útgerðarmenn um heim allan hugsi á svipuðum nótum og geri sér grein fyrir því hve vöruþró- un veiðarfæra er mikilvæg fyrir rekstur þeirra." Þantroll lofar góðu Nýjasta afurðin frá Hampiðjunni er svokallað þantroll. Þantroll byggjast á svokallaðri þantækni. „Þantæknin felst í því að kaðlar og garn eru snúin með sérstökum hætti í svokallað þannet sem síðan er raðað eftir ákveðnu mynstri í trollið. Með því þenjast möskvarnir betur út og halda netinu stöðugra í sjónum en ella,“ segir Hjörleifur og tekur fram að rými í trollinu aukist aftur að poka. I vélhnýttum hluta trollsins sé netið hnýtt á þann hátt að mótstaða í því verði allt að 20% minni en í venjulegu neti. „Þantroll til uppsjávarveiða hefur verið fullhannað og er notað með góðum árangri í þremur skipum. Markaðssetning er að hefjast og gengur ágætlega á Noregs- og Shetlandseyjum." Annað dæmi um einfalda og hagnýta nýjung er yfirfléttun á fót- reipiskeðjum Gloríanna. „Fótreipis- keðjur Gloríanna hafa lengst af ver- ið klæddar í slöngur. Þeim hefur verið smokrað yfir keðjurnar með talsverðri fyrirhöfn og hefur tilgangurinn verið að verjast nún- ingi og eins að koma í veg fyrir að hlekkir narti og klípi í trollið. Við sáum möguleika á því að nota nýja fléttivél til að flétta yfir keðjurnar með sterku garni. Yfirfléttun keðj- anna hefur líkað ljómandi vel, fót- reipið verður ekki eins stamt og fyrr og rennur því betur eftir dekki skipanna. Ennfremur virðist yfir- fléttunin endast betur en slöngurn- ar.“ Útlendingar í grunnframleiðslu Hjörleifur segir að sér líki mjög vel að starfa hjá fyrirtækinu. „Ég er heppinn að hafa komið hingað að góðu búi og fá tækifæri til að vera með í áframhaldandi vöruþróun og stækkun fyrirtækisins. Eins hefur mér líkað afar vel við starfsfólkið. Hingað kom ég eftir að hafa starfað hjá Eimskip í 15 ár. Hjá Hamp- iðjunni ríkir jafnvel enn meiri stöð- ugleiki í starfsmannahaldi. Nánustu samstarfsmenn mínir hafa starfað hjá fyrirtækinu á bilinu 15 til 30 ár. Fyrir nokkru hætti hjá fyrirtækinu sölustjóri þess eftir 59 ára starf. Það er ánægjulegt að vita til þess að fólk kýs almennt að eyða hér starfsævinni og fyrirtækinu virðist takast að nýta hæfileika þess. Þegar frekar er spurt um grunn- framleiðsluna viðurkennir Hjörleif- ur að illa hafi gengið að ráða starfs- fólk undanfarin ár. „Okkur hefur gengið erfiðlega að fá fólk til starfa upp á síðkastið. Með góðærinu á ís- landi hafa sprottið upp alls kyns ný atvinnutækifæri og svo virðist sem fyrirtæki í frumframleiðslunni eigi erfitt með að keppa við slíkt. Við teljum okkur þó bjóða upp á skemmtilegan vinnustað þar sem aðbúnaður og öryggiskröfur eru til fyrirmyndar. Við höfum m.a. brugðist við skorti á starfsmönnum með því að ráða útlendinga til starfa. Núna starfa um 25 útlendingar hjá fyrir- tækinu á Bíldshöfða og eru Filipps- eyingar um helmingur hópsins. Fyrirtækið hefur flutt starfsmenn- ina inn í samvinnu við Filippsey- ingafélagið á íslandi." Hjörleifur segir að þessir erlendu starfsmenn hafi reynst fyrirtækinu einstaklega vel. „Ljómandi góðir starfsmenn." Randulfssjóhús á Eskifirði friðað SAMKVÆMT nýjum tillögum húsafriðunarnefndar og ákvörð- unar menntamálaráðherra hefur Randulfssjóhús á Eskifirði nú verið friðað. Húsið var byggt árið 1890 og er einlyft timburhús. Það var flutt inn frá Noregi og er með áfastri bryggju. Að mati húsafriðunarnefndar er húsið í sérfiokki sem vel varð- veitt sjóhús frá 19. öld. Sjóhúsin eru flest horfin í dag og hefur þetta hús því mikið fágætisgildi. í húsinu er nú starfrækt sjóminja- safn. Ljósmynd/Magnús Skúlason Randulfssjóhús á Eskifírði. mbl.is __ALL.-na.f= £/TTH\SAO AJÝTT Gegnheill kirsuberjaviður með fulningum * Rosemary Gegnheil Ijós eik með bogadregnum fulningum Teba ofn með keramik helluborði. Burstuð stáláferð. Blástursofn, undir- og yfirhiti,grill og grillteinn. Verð áður: 73.600 Zanussi veggháfur úr ryðfrlu stáli. Sogar 550 rúmmetra á klst. Hljoðlátur. Verð áður: 32.900 Falleg og ódýr innrétting í ýmsum litaútfærslum Suöurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 SAMH Zanussi eldavél með 4 hellum. Ofninn með undir- og yfirhita ásamt grilli. HxBxD: 85x59,5x60 cm Verð áður: 52..500 Zanussi uppþvottavél manna stell. 4 þvottakerfi. Hljóðlát. Verð áður: 55.900 Stór Zanussi kæli- og frysti- skápur. Kælirými er 195 lítrar og frystir 105 lítrar. HxBxD: 179 x 59.5 x 60 cm. Verð áður: 69.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.