Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 19

Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 1 9 Italskur veit- ingastaður í hjarta bæjarins Morgunblaðið/Margrét Þóra Á nýja veitingastaðnurn, La Vita é Bella, sem opnaður hefur verið þar sem áður var hið fornfræga veitingahús Smiðjan. Frá vinstri: Guðmund- ur Karl Tryggvason, Hallgrúnur Arason og Stefán Gunnlaugsson. Héraðsdómur Norð- urlands eystra Fangelsis- dómur vegna tveggja árása RÚMLEGA tvítugur maður á Húsa- vík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir, en þar af eru 4 mánuðir skilorðsbundnir tii þriggja ára. Þá var honum gert að greiða tvítugum manni um 125 þús- und krónur í bætur ásamt dráttar- vöxtum auk þess að greiða sakar- kostnað. Maðurinn var annars vegar ákærð- ur fyrir að kasta grjóti að dyraverði við veitingastaðinn Gamla Bauk í lok ágúst á síðasta ári með þeim afleið- ingum að hann hlaut mar og eymsl á bringu, en hins vegar fyrir að hafa í október á liðnu ári kastað bjórflösku í ungan mann á Húsavík með þeim af- leiðingum að hann hlaut tvo skurði í andliti sem sauma þurfti saman, glóð- arauga á báðum augum og þrota. Sá er fékk bjórflöskuna í andlitið krafð- ist 420 þúsund króna miska- og skaðabóta. Ákærði viðurkenndi brot sín ský- laust fyrir dómi. Hvað fyrra brot sitt varðar kvaðst hann hafa átt í orða- skaki við dyravörðinn og í kjölfar þess í ölvunarástandi og reiðikasti hent að honum grjóti. Um síðamefnda atvikið sagði hann að maðurinn hefði komið að bifreið sem hann var farþegi í og neitað að víkja úr vegi. Hann hefði því rokið út úr bifreiðinni og þeir tveir tekist á um stund en áflogunum lauk með því að ákærði kastaði bjórflösk- unni sem hitti manninn í andlitið. Maðurinn hefur þrívegis hlotið refsidóma og jafnoft gengist undir sektargreiðslur með sáttargjörðum. Hann var dæmdur í mars 1998 í skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra og með athæfi sínu rauf hann það skilorð. í dómi kemur fram að báðar hafi árásimar verið háskalegar. Maðurinn hafi lýst yfir iðran sinni og leitað sér aðstoðar og því virðist hafa orðið við- horfsbreyting hjá ákærða. -----FH------- Skíðasvæði Ólafsfirðinga vinsælt hjá ferðamönnum ÓlafsQBrður. Morgunblaðið. UM það bil sextíu nemendur úr Verslunarskóla Islands vora nýverið í skíðaferð í Ólafsfirði. Verslingar vora hæstánægðir með ferðina enda fengu þeir frábært skíðafæri í Tinda- öxl, skíðasvæði Ólafsfirðinga, og skemmtu sér hið besta bæði á skíð- um og brettum. Á laugardagskvöldið skemmtu þeir sér síðan vel í skíðaskálanum og var umgengni og hegðun nemenda Verslunarskólanum til sóma. Rafn Amason, formaður íþrótta- ráðs nemenda, var ánægður með ferðina og sagði Ólafsfjörð frábæran skíðastað og var ánægður með mót- tökur heimamanna. Fleiri skólar og félög vítt og breitt um landið eru væntanleg í skíðaferð til Ólafsfjarðar á næstunni og er greinilegt að Ólafsfirðingum ætlar að takast að laða til sín ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Framundan er aðalferðamannatíminn, páskarnir, en í fyrra var krökkt af fólki í Ólafs- firði, mestmegnis skíðafólki. Fyrir- huguð er samvinna milli skíðasvæð- anna í Ólafsfirði, Dalvík og Hlíðarfjalli við Akureyri, þannig að fólk annars staðar á landinu getur hugsað sér gott til glóðarinnar. NYR veitingastaður, La Vita é Bella hefur verið opnaður þar sem áður var veitingastaðurinn Smiðj- an. Þeim stað var lokað um áramót og síðan hefur verið unnið hörðum höndum við breytingar. Á nýja veit- ingastaðnum er lögð áhersla á ít- alska matseld, eins og reyndar nafn hans gefur til kynna. Guðmundur Karl Tryggvason yf- irmatreiðslumaður sagði að vissu- lega væri mörgum eftirsjá að Smiðjunni, enda hefði staðurinn verið rekinn í um tuttugu ár. „En okkur fannst vera þarna ákveðið gat í matargerð í bænum, þar sem ítalska matarhefðin er og ákváðum að fylla upp í það,“ sagði Guðmund- ur Karl. Ágúst Þór Bjarnason, sem hefur sérhæft sig í ítalskri matar- gerð, hefur yfiramsjón með eldhús- inu. Á veitingastaðnum eru sæti fyrir um 45 manns og þá er bar á efri hæð sem tekur um 20-25 manns í sæti en þar gefst gestum kostur á að fá sér drykk fyrir matinn eða dreypa á kaffisopa á eftir. Guðmundur Karl sagði að áhersla væri lögð á fjölbreyttan matseðil, en í boði væri léttur og braðmikill matur að hætti ítala á hóflegu verði. „Fólk vill nú frekar fara oftar út að borða, fá léttan mat á góðu verði heldur en að fara upp- ábúið á fínni staði og við eram að mæta þeim kröfum með þessum stað,“ sagði hann. Áhersla er lögð á frjálslegra og léttara yfirbragð en var á Smiðjunni, sem hentar ungu fólki á öllum aldri, eins og Guð- mundur Karl orðaði það. „Við eram bjartsýnir á að Akureyringar kunni að meta stað eins og þennan." Auk þess sem á matseðli er fjöl- breytt úrval af pítsum og pastarétt- um er þar einnig að finna fisk- og kjötrétti af ýmsu tagi. Opið verður fyrst um sinn frá kl. 18 á kvöldin, en þegar nær dregur sumri verður af- greiðslutíminn lengdur og þá opið frá hádegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.