Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 1 9 Italskur veit- ingastaður í hjarta bæjarins Morgunblaðið/Margrét Þóra Á nýja veitingastaðnurn, La Vita é Bella, sem opnaður hefur verið þar sem áður var hið fornfræga veitingahús Smiðjan. Frá vinstri: Guðmund- ur Karl Tryggvason, Hallgrúnur Arason og Stefán Gunnlaugsson. Héraðsdómur Norð- urlands eystra Fangelsis- dómur vegna tveggja árása RÚMLEGA tvítugur maður á Húsa- vík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir, en þar af eru 4 mánuðir skilorðsbundnir tii þriggja ára. Þá var honum gert að greiða tvítugum manni um 125 þús- und krónur í bætur ásamt dráttar- vöxtum auk þess að greiða sakar- kostnað. Maðurinn var annars vegar ákærð- ur fyrir að kasta grjóti að dyraverði við veitingastaðinn Gamla Bauk í lok ágúst á síðasta ári með þeim afleið- ingum að hann hlaut mar og eymsl á bringu, en hins vegar fyrir að hafa í október á liðnu ári kastað bjórflösku í ungan mann á Húsavík með þeim af- leiðingum að hann hlaut tvo skurði í andliti sem sauma þurfti saman, glóð- arauga á báðum augum og þrota. Sá er fékk bjórflöskuna í andlitið krafð- ist 420 þúsund króna miska- og skaðabóta. Ákærði viðurkenndi brot sín ský- laust fyrir dómi. Hvað fyrra brot sitt varðar kvaðst hann hafa átt í orða- skaki við dyravörðinn og í kjölfar þess í ölvunarástandi og reiðikasti hent að honum grjóti. Um síðamefnda atvikið sagði hann að maðurinn hefði komið að bifreið sem hann var farþegi í og neitað að víkja úr vegi. Hann hefði því rokið út úr bifreiðinni og þeir tveir tekist á um stund en áflogunum lauk með því að ákærði kastaði bjórflösk- unni sem hitti manninn í andlitið. Maðurinn hefur þrívegis hlotið refsidóma og jafnoft gengist undir sektargreiðslur með sáttargjörðum. Hann var dæmdur í mars 1998 í skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra og með athæfi sínu rauf hann það skilorð. í dómi kemur fram að báðar hafi árásimar verið háskalegar. Maðurinn hafi lýst yfir iðran sinni og leitað sér aðstoðar og því virðist hafa orðið við- horfsbreyting hjá ákærða. -----FH------- Skíðasvæði Ólafsfirðinga vinsælt hjá ferðamönnum ÓlafsQBrður. Morgunblaðið. UM það bil sextíu nemendur úr Verslunarskóla Islands vora nýverið í skíðaferð í Ólafsfirði. Verslingar vora hæstánægðir með ferðina enda fengu þeir frábært skíðafæri í Tinda- öxl, skíðasvæði Ólafsfirðinga, og skemmtu sér hið besta bæði á skíð- um og brettum. Á laugardagskvöldið skemmtu þeir sér síðan vel í skíðaskálanum og var umgengni og hegðun nemenda Verslunarskólanum til sóma. Rafn Amason, formaður íþrótta- ráðs nemenda, var ánægður með ferðina og sagði Ólafsfjörð frábæran skíðastað og var ánægður með mót- tökur heimamanna. Fleiri skólar og félög vítt og breitt um landið eru væntanleg í skíðaferð til Ólafsfjarðar á næstunni og er greinilegt að Ólafsfirðingum ætlar að takast að laða til sín ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Framundan er aðalferðamannatíminn, páskarnir, en í fyrra var krökkt af fólki í Ólafs- firði, mestmegnis skíðafólki. Fyrir- huguð er samvinna milli skíðasvæð- anna í Ólafsfirði, Dalvík og Hlíðarfjalli við Akureyri, þannig að fólk annars staðar á landinu getur hugsað sér gott til glóðarinnar. NYR veitingastaður, La Vita é Bella hefur verið opnaður þar sem áður var veitingastaðurinn Smiðj- an. Þeim stað var lokað um áramót og síðan hefur verið unnið hörðum höndum við breytingar. Á nýja veit- ingastaðnum er lögð áhersla á ít- alska matseld, eins og reyndar nafn hans gefur til kynna. Guðmundur Karl Tryggvason yf- irmatreiðslumaður sagði að vissu- lega væri mörgum eftirsjá að Smiðjunni, enda hefði staðurinn verið rekinn í um tuttugu ár. „En okkur fannst vera þarna ákveðið gat í matargerð í bænum, þar sem ítalska matarhefðin er og ákváðum að fylla upp í það,“ sagði Guðmund- ur Karl. Ágúst Þór Bjarnason, sem hefur sérhæft sig í ítalskri matar- gerð, hefur yfiramsjón með eldhús- inu. Á veitingastaðnum eru sæti fyrir um 45 manns og þá er bar á efri hæð sem tekur um 20-25 manns í sæti en þar gefst gestum kostur á að fá sér drykk fyrir matinn eða dreypa á kaffisopa á eftir. Guðmundur Karl sagði að áhersla væri lögð á fjölbreyttan matseðil, en í boði væri léttur og braðmikill matur að hætti ítala á hóflegu verði. „Fólk vill nú frekar fara oftar út að borða, fá léttan mat á góðu verði heldur en að fara upp- ábúið á fínni staði og við eram að mæta þeim kröfum með þessum stað,“ sagði hann. Áhersla er lögð á frjálslegra og léttara yfirbragð en var á Smiðjunni, sem hentar ungu fólki á öllum aldri, eins og Guð- mundur Karl orðaði það. „Við eram bjartsýnir á að Akureyringar kunni að meta stað eins og þennan." Auk þess sem á matseðli er fjöl- breytt úrval af pítsum og pastarétt- um er þar einnig að finna fisk- og kjötrétti af ýmsu tagi. Opið verður fyrst um sinn frá kl. 18 á kvöldin, en þegar nær dregur sumri verður af- greiðslutíminn lengdur og þá opið frá hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.