Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra átti fundi með viðskiptaaðilum f Kanada Opnaði heimasíðu sem er ætlað að tengja fsland við Ameríku Ottawa. Morgunblaðið. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær fund með viðskiptaaðilum frá íslandi og Kan- ada. Við það tækifæri opnaði hann heimasíðu sem er ætlað að vera vettvangur fyrir tengsl ís- lands við N-Ameríku. Davíð sagðist fagna þessu framtaki sem er samvinnuverkefni íslenskra stjórnvalda og íslenskra fyrirtækja. Á fundinum kom fram að viðskipti íslands og Kanada hafa verið að aukast á síðustu árum og vonast er til að þau eigi enn eftir að aukast. Binda menn vonir við að opnun íslensks sendi- ráðs í Ottawa í Kanada í byrjun næsta árs eigi eftir að styrkja og efla viðskipti landanna. Heimasíðan sem forsætisráðherra opnaði í gær ber nafnið www.icelandnaturally.com. Þar er að finna fjölbreyttar upplýsingar um ísland. Magnús Bjarnason, viðskiptafulltrúi á við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sagði að heimasíðunni væri ætlað að vera vettvangur fyrir ítarlega kynningu á íslandi með sérstaka áherslu á viðskipti. Fyrirtækjum gæfist kostur á að kynna starfsemi sína með því að tengja heimasíður sínar við icelandnaturally. Sem dæmi nefndi hann að fólki gæfist kostur á að kynna sér íslenska ferðaþjónustu, verð á hótel- gistingu o.s.frv. Þarna væri að finna ítarlega kynningu á íslenskum fiskafurðum og íslensku lambakjöti og fjölbreyttar mataruppskriftir væri að finna á síðunni. Mikil umfjöllun í fjölmiðlum í Kanada Magnús sagði að á síðunni yrði hægt að lesa umfjöllun um ísland í N-Ameríku. ísland hefði fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum í Kanada í þessari viku í tengslum við upphaf hátíðarhalda í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna. Hægt væri að kynna sér þessa umfjöllun með því að tengjast heimasíðunni. Þar væri einnig að finna upplýsingar um menningarviðburði sem efnt verður til í tengslum við landafunda- afmælið. Magnús sagði að í upphafi yrði lögð mikil áhersla á að kynna heimasíðuna í N-Ameríku. Fólki gæfist kostur á að skrá sig á síðuna og það fengi síðan tölvupóst með upplýsingum um leið og þær bærust inn á síðuna. Meðan á kynn- ingunni stæði yrði efnt til happdrættis þar sem allir sem hefðu skráð sig yrðu þátttakendur. Meðal vinninga verða sjö daga ferðir til íslands, miðar á menningarviðburði eins og tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar og tónleika Bjarkar og Gus-Gus. Heimasíðan er kostuð af stjórnvöldum, Flug- leiðum, SÍF, Icelandic Seafood og Bændasam- tökunum. Magnús sagði að fleiri fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að koma til samstarfs við heima- síðuna. Svavar Guðnason útgerðarmaður V atney rarinnar Einkamál höfðað á hendur ríkinu SVAVAR Guðnason útgerðar- maður, sem var sakfelldur fyrir ólöglegar veiðar í Vatn- eyrardóminum, hefur ákveðið að höfða einkamál á hendur íslenska ríkinu. Hann segir Hæstarétt að engu leyti hafa tekið á þeirri málsvörn sinni að hann hafi orðið að hætta viðskiptum við Kvótaþing þar sem þau hafi ekki þjónað tilgangi sínum. Hann hafi sótt um kvóta nokkrum sinnum, en verið synjað. „Það var ástæðan fyr- ir því að ég var kvótalaus þegar ég stundaði veiðarnar sem Hæstiréttur sakfelldi fyrir,“ segir Svavar. Svavar hyggur á fund með lögmanni sínum, Magnúsi Thoroddsen, í dag. Hann mun einnig fá álit annarra lög- fræðinga á málinu. Hann seg- ist eiga von á því að málið fari í réttan farveg í næstu viku. Hafin hefur verið lands- söfnun til styrktar Svavari, fyrir málskostnaði og frekari málarekstri. Morgunblaðið/Jónas Fagradai Yiann og Oliver Pezeron voru að vonum glöð eftir björgunaraðgerðirnar enda var útlitið orðið dökkt hjá þeim. Bjargað á miðri leið yfir landið FRÖNSKUM hjónum, Oliver og Yiann Pezeron, sem voru á leið á skíðum þvert yfir landið, var bjarg- að til byggða á miðri leið eftir dag- langan barning við íslenskt veður- far á fimmtudag. Þau hrepptu ill- viðri í námunda við Jökulheima við Tungnaárjökul þar sem vindur fór í 28 metra á sekúndu og feykti Yiann um koll með þeim afleiðingum að hún meiddist á olnboga og gat því ekki brúkað skíðastaf sinn. I fram- haldi af óhappinu örmagnaðist hún og hringdi þá maður hennar í landsstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem hafði undir höndum ferðaáætlun þeirra. Björg- unarsveit frá Skaftártungu fór á 4 vélsleðum til bjargar og síðar bætt- ist við aðstoð björgunarsveitar- manna frá Vík í Mýrdal. Fyrir óvænta tilviljun voru starfsmenn Landsvirkjunar hins vegar staddir í námunda við fólkið og óku því til baka í skála ( Jökulheimum. Hjónin voru orðin rennandi blaut eftir að hafa lent í ausandi rigningu og var færið orðið þungt vegna krapa. Hálftíma eftir að komið var með þau í Jökulheima komu björgunar- sveitarmenn þangað og fluttu hjón- in heilu og höldnu til Víkur í Mýr- dal. Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Haraldur kominn inn á varhugavert vakasvæði HARALDUR Örn Ólafsson pólfari átti góðu gengi að fagna á fimmtudag er hann gekk 16,5 kílómetra og mjak- aði sér norður yfir 85. breiddargráðu. Hann hefur lagt 226 km að baki á 29 dögum, þar af 140 km á 10 dögum og á eftir um 540 km á pólinn. Hann er kominn inn á varhugavert vakasvæði sem krefst ítrustu var- kámi, enda stendur pólförum mest ógn af vökum, ekki síst ef þeir eru einir á ferð. Fréttir hafa borist af pól- förum í a.m.k. þremur leiðöngrum sem hafa dottið í vök nýlega en verið bjargað af félögum sínum. Einn leið- angursmaður í breskum leiðangn hefur lent tvisvar ofan í vök. Færið erfitt í byijun dags Haraldur sagði í samtali við bak- varðasveit sína í hádeginu í gær að færið hefði verið erfitt til að byija með deginum áður en það skánaði er á daginn leið. „ísinn var úfinn og seinfarinn en færið skánaði um mið- bik dagsins og varð þá mjög gott,“ sagði Haraldur. „Margar opnar vakir urðu á vegi mínum og ég kom fyrst að 3-4 metra breiðri nýrri vök með há- um bökkum. Ég komst yfir hana eftir miklar tafir við að ganga meðfram henni. Síðan varð á vegi mínum ein mjó vök sem égklofaði yfir. I dagslok kom ég síðan að 30 metra breiðri vök, gríðarlega stórri og mikilli. Ég gekk meðfram henni þar sem hún lá tölu- vert mikið í norður og síðar sveigði hún alveg til norðurs og lá samsíða mér. Hún lokaði sér að endingu og þa breyttist hún í íshrygg eins og títt er með vakir sem frjósa. Þessum um- myndunum fylgja læti og hamagang- ur þar sem mikil spenna er í ísnum- Mér líkaði ekki að tjalda í námunda við þetta svæði og bætti því við einni göngulotu og færði mig frá svæðinu.' Allur búnaður Haralds er í ágaetu lagi utan þess að sleði hans er orðinn nokkuð illa farinn. Miðað er við að senda honum matarbirgðir og nýjan sleða 17.-18. aprfl. Pálmi Jónsson formaður bankaráðs Búnaðarbanka íslands Núverandi staða bank- ans verður metin BANKARÁÐ Búnaðarbanka ís- lands hf. ákvað á fundi sínum í gær að hafið yrði endurmat á því hvort vænlegt væri að bankinn starfaði áfram sem óbreytt rekstr- areining á fjármálamarkaðnum í ljósi samruna Islandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, eða hvort rétt væri að hann leitaði samstarfs og samruna við aðra banka eða fjármálastofnanir. Pálmi Jónsson formaður banka- ráðs Búnaðarbanka íslands hf. segir í samtali við Morgunblaðið að bankaráðið telji ekki tímabært að skoða sameiningu Búnaðar- bankans og Landsbanka íslands hf. - þótt ráðið hafi út af fyrir sig tekið vel í yfirlýsingu bankaráðs Landsbankans um sameiningu bankanna - fyrr en farið hafi fram mat innan bankans á nýjum sam- keppnisaðstæðum. „Við teljum ekki tímabært að fara út í neinar slíkar viðræður fyrr en við höfum skoðað stöðuna heima hjá okkur og á okkar eigin forsendum," segir Pálmi. Stuðst við gögn um bankann í bókun bankaráðs segir að við þá vinnu, þ.e. við mat á stöðu Bún- aðarbankans, beri að hafa í huga hagsmuni hluthafa bankans, við- skiptavina hans og starfsmanna. Pálmi bendir á að við umrædda vinnu verði m.a. stuðst við ýrnis gi’unngögn svo sem skýrslu sern unnin var fyrir tveimur til þremui' árum um samkeppnisstöðu bank- ans og hugsanlegan ávinning af sameiningu bankastofnana. Aðspurður hvenær gert sé ráð fyrir að títtnefndri vinnu ljúki seg- ir Pálmi að ekki sé miðað við nein ákveðin tímamörk, en bætir því þ° við að ráðið „vilji auðvitað ekki að sú vinna taki margar vikur.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.