Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 6

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 6
6 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Seinni dagur tveggja daga opinberrar heimsóknar forseta Islands í Rangárvallasýslu Ferðin gefur sterk skilaboð um bjartsýni SEINNI dagur opinberrar heim- sóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, í Rangárvallasýslu hófst í Odda á Rangárvöllum í gær- morgun. Þar tók sr. Sigurður Jóns- son á móti forseta og fylgdarliði og bauð til kirkju. Sr. Sigurður rakti sögu staðarins og sýndi gamla kirkjudýrgripi og stjómaði helgi- stund. Að henni lokinni var gengið á Gammabrekku ofan kirkjunnar og horft yfir sveitina. Eftir heimsóknina að Odda var ekið að Hrossasæktarbúinu í Odd- hóli þar sem hjónin Sigurbjöm Bárðarson og Fríða Steinarsdóttir og fjölskylda þeirra tóku á móti gestum og sýndu þeim hesthús sitt og reiðhöll. Fyrsta hrossið sem mætti forseta og fylgdarliði var sér- lega gæft vikugamalt folald sem leyfði öllum sem vildu að klappa sér og strjúka. Nemendur skóla og leikskóla léku listir sínar fyrir forsetann Næst var leikskólinn Heklukot á Heilu heimsóttur. Bömin höfðu beðið forsetans með mikilli eftir- væntingu og stilitu sér upp með fána í hönd og sungu Við göngum mót hækkandi sól hástöfum fyrir gesti. Þá var gengið yfir í gmnnskól- ann þar sem Sigurgeir Guðmun- dsson skólastjóri og Helga Sæ- mundsdóttir, nemandi í sjöunda bekk, buðu gesti velkomna. Helga las ljóð og stúlkur úr áttunda og níunda bekk sungu ísland farsælda frón. Auk þess fluttu nemendur í öðmm bekk tvær bráðskemmtileg- ar frumsamdar þulur. Önnur var um lífið árið 1000 og við flutning hennar dönsuðu þau hringdans klædd gamaldags þjóðlegum klæð- um. Hin var um lífið árið 2000 og þá settu þau upp sólgleraugu og der- húfúr og röppuðu. Næst var haldið að Laugalandi í Holtum og litið inn í leikskólann Laugaland. Þar sýndu leikskóla- böm forsetanum tölvukunnáttu sína en leikskólinn er með tvær tölvur ætlaðar böraunum. Meðal þeirra sem ræddu tölvunotkun sína við forsetann var Helga Simna Sig- urjónsdóttir, þriggja ára. Hann spurði hana meðal annars hversu lengi hún hefði kunnað á tölvur og hún svaraði, „í ár!“. Börnin sungu fyrir forsetann í kveðjuskyni og léku sjálf undir á sflafóna. Forseti og fylgdarlið snæddu há- degisverð með nemendum Lauga- landsskóla sem sýndu fjölbreytt skemmtiatriði að máltiðinni lokinni. Krakkar úr öðmm og þriðja bekk sungu lög úr Kardimmommubæn- um með leikrænum tilþrifum, krakkar úr fyrsta til sjötta bekk sungu Einu sinni á ágústkveldi og Litlu fluguna af miklum krafti og stúlkur úr fjóröa og fímmta bekk sýndu afar skemmtilegan og fram- legan dans. Fjölbreytileiki í atvinnulífi og menntastarfi sýslunnar Næst var haldið í Kartöfluverk- smiðju Þykkvabæjar og þar tóku starfsfólk og böm úr sveitinni á móti forseta og fylgdarliði. Farin var skoðunarferð um verksmiðjuna og fengu gestir að bragða á fram- leiðslunni. Þá var farið sfjórnstöð flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu skoðuð og farin skoðunarferð um glerverksmiðjuna Samverk þar sem fylgst var með gerð glerrúða, spegla, myndaramma og annarra glermuna. Landgræðslan í Gunnarsholti var næsti áfangastaður, en þar tók Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri á móti forseta og fylgdarliði. Magnús Jóhannsson, sérfræðingur á fræverkunarstöðinni, fór fyrir skoðunarferð þar sem sjá mátti hvernig fræin em þurrkuð, sigtuð og loks húðuð með rakadrægum efnum svo þau verði hentugri til sáningar. Dvalarheimilið Lundur var því næst heimsótt og heilsaði forseti upp á heimilisfólk og starfs- fólk. Heimsókn forsetans lauk svo með fjölskyldusamkomu í íþrótta- húsinu á Hellu þangað sem íbúar sýslunnar fjölmenntu. Ólafur Ragnar sagði að það sem sér fyndist hafa sett sterkastan svip á heimsóknina væri sá fjölbreyti- leiki í atvinnulffí og menntastarfí sýslunnar sem við blasti. „í raun og vem fínnst mér þessir tveir dagar hér hafa verið sterk skilaboð um bjartsýni. Hér er fólk að leggja gmndvöll að framtíðinni og öflugu mannh'fí í sýslunni og er staðráðið í að láta það takast. Hvar- vetna sem við höfum komið em menn í fremstu röð, bæði hvað varð- ar vinnubrögð og tækni og það sýn- ir okkur að víglínan í framfömnum á íslandi er ekki bara á höfuðborg- arsvæðinu, hún er um allt land,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. MJ í.otl veganesli \vjfi tt'sLimonlið skapnr rum i dnillcjui lifi hoimsins. nr) engri dnnairi bok vcrOur t il |)ess i.iln.uV Sigurbifím HiiuH'sstni biskut) * VAKA- HELGAFELL Síóuniúla 0 • Simi SS0 3000 Morgunblaðið/Amaldur Bömin í Þykkvabæ tóku á móti forsetanum í kartöfluverksmiðjunni og gæddu sér á framleiðslunni með honum. Morgunblaðið/Amaldur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og sr. Sig- urður Jónsson gengu frá Oddakirkju á Rangárvöll- um upp á Gammabrekku ofan kirlgunnar og horfðu þaðan yfir sveitina. Morgunblaðið/Amaldur Ólafur Ragnar heimsótti hrossaræktarbúið í Odd- hóli og meðal hrossana sem honum voru sýnd var vikugamalt folald. Sigurbjörn Sigurbjörnsson 6 ára klappar folaldinu. Borgin býður út fj ölsky lduráðgj öf FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur vinnur nú að því að bjóða út fjölskylduráðgjöf á vegum íjöl- skylduþjónustunnar í borginni og vill að samið verði við Jóhann Loftsson sálfræðing um þjónustuna á grund- velli útboðs sem fram fór nýlega. Að sögn Helga Hjörvar, formanns fé- lagsmálaráðs, felur tilboðið í sér um þriðjungs spamað útgjalda vegna fjölskylduráðgjafar. í forvali voru limm aðilar, sálfræð- ingar og félagsráðgjafar, valdir til að taka þátt í útboðinu. Tilboð Jóhanns Loftssonar var lægst, 4.850 kr. á hvert viðtal. Alls gerir tilboðið ráð fyrri að samið verði um 1.600 viðtöl á ári. Önnur tilboð gerðu ráð fyrir kostnaði frá um 5.900-8.900 kr. á hvertviðtal. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem opinber fé- lagsþjónusta er með þessum hætti boðin út til sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði Helgi Hjörvar. Fjölskylduviðtölin verða liður í rekstri fjölskylduráðgjafar á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík og hafa að markmiði að gefa bamafjöl- skyldum kost á faglega sterkri, að- gengilegri og viðbragðsskjótri þjón- ustu með ijölskylduráðgjöf eða -meðferð á gmndvelli tilvísunar að loknu forviðtali hjá fjölskyldumiðstöð Félagsþjónustunnar. Þessi fjölskylduráðgjöf verður arftaki Samvistar, tilraunaverkefnis í fjölskylduráðgjöf sem Reykjavík og Mosfellsbær ráku saman frá 1996- 999 en síðan hefur slík þjónusta ekki verið veitt í borginni. Helgi sagði að kostnaður við Sam- vist hefði þótt nokkuð hár og því hefði verið ákveðið að leita annarra leiða. „Ef samið verður við lægstbjóðanda er útlit fyrir um þriðjungsspamað frá því sem var í tilraunaverkefninu," sagði Helgi. Á næstu vikum „Það sem fyrst og fremst vakir fyr- ir okkur er að veita sem mesta og besta þjónustu fyrir það skattfé sem til ráðstöfunar er og þetta er mjög spennandi nýjung í þeirri viðleitni kannski ekki síst vegna þess að útboð af þessu tagi geta gert fagfólki á þessu sviði kleift að setja upp eða koma á fót ráðgjafarfyrirtækjum sem þjóni neytendum félagsþjónust- unnar og almenningi," sagði Helgi og sagði gert ráð fyrir að viðtölin 1.600 sem samið verður um gætu gagnast til að taka á málum um 200 fjöl- skyldna. í plöggum frá Félagsþjónustunni kemur fram að meginhugmyndimar að baki fjölskylduráðgjöfinni séu m.a. að unnt sé að þjóna í auknum mæli fjölskyldum ungra vímuefnaneyt- enda og ofvirkra bama og að tryggð verði samþætting við aðra þjónustu. Helgi sagði að Innkaupastofnun borgarinnar mundi annast samninga við verktakann en gengi allt að ósk- um mætti búast við að hægt yrði að byija að veita þjónustu samkvæmt samningi innan nokkurra vikna. Mikil við- skipti á kvótaþingi MIKIL viðskipti voru á Kvóta- þingi í gær en þá seldust meðal annars 552 tonn af þorski og var meðalverðið 119,98 krónur. Þetta er mesta magn síðan 10. febrúar sl. en þá seldust 622 tonn af þorski og var meðalverðið 116,20 kr. Frá 1. apríl til og með 7. apríl seldust samtals 1.163.144 kg af þorski á Kvótaþingi og var meðal- verðið 120,21 krónur. 20 tonn seld- ust af ýsu í gær og samtals tæp- lega 70 tonn fyrrnefnda daga, en meðalverð vikunnar var 78,05 kr. á kflóið. -----M-«------ Síbrota- menn dæmdir í fangelsi TVEIR rúmlega fertugir síbrota- menn hafa verið dæmdir í 4 og 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófnað. Mennimir bmtust í október sl. inn í íbúðarhús við Laufrima í Reykjavík með því að spenna upp glugga og stálu margvíslegum hlutum úr inn- búi að verðmæti 550 þúsund krónur. Lögregla kom að mönnunum og handtók þá er þeir vom að bera þýfið út í bifreið. Annar mannanna, sá er dæmdur var í 18 mánaða fangelsi, neitaði sök en skýlaus játning hins var reiknuð honum til refsilækkunar og var hann dæmdur í fjögurra mán- aða fangelsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.