Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reynt að glæda bjartsýni manna Halldór Ásgrímsson gerði það sem liann gat til að auka Austfirðing- um bjartsýni á að virkj- un og álver risi á Aust- urlandi. / Þetta var ■ ■ «i "im w* 1 l\JD ■—' bara allt of lágt fyrir mig, það er alveg óhætt að hækka í 240 eða meira, Davíð mim Eymundur t Vallornesi verSur ó Græna forginu U. 13-17 íaugcrdog 09 swnnudag MikiB tfrvcxE af lífrækt ræktubu grænmefi og óvoxtum. Vínber, epli, appelsínur, perur, banonar, gulræfur, rófur, avacato. Einnig Itfræn mfólk, sultur, pasta og brauó. Japönsk menningarmiðstöð stofnuð Japanir ekki svo ólíkir okkur Berglind Jónsdóttir APÖNSK menning- armiðstöð var stofn- uð í síðustu viku og japönsk kvikmyndavika hófst í Háskólabíói í gær með sýningu á myndinni Lost in the Wildemess. A morgun verður sýnd myndin Kids retum og síð- an fjórar aðrar japanskar myndir daglega til fimmtu- dags. Þær verða kynntar í auglýsingum frá bíóinu. Þetta er fyrsti viðburður- inn á vegum Japönsku menningarmiðstöðvarinn- ar, sem sett var á stofn að tilhlutan Ólafs B. Thors, aðalræðismanns Japans, og stjórnar Islensk-jap- anska félagsins. Berglind Jónsdóttir á sæti í stjóm Islensk-japanska félags- ins. Hún var spurð hver væri til- gangurinn með stofnun Japönsku menningarmiðstöðvarinnar. „Japanska menningarmiðstöðin (JAM) er fyrsti vísir að japönsku sendiráði hér á landi. Ætlunin er að Japanska menningarmiðstöðin veiti upplýsingar um Japan hveij- um þeim sem þarf og þjónustu í sambandi við málefni sem snerta Japan.“ - Varmikil þörf á stofnun slíkr- ar miðstöðvar - er áhugi á Japan mikill hér? „Já, Japan er ekki Iengur eins fjarlægt og áður - áhuginn á því er mikill svo sem sjá má á stofnun veitingastaða sem bjóða upp á japanskan mat, t.d. 2 fiskar. Sam- kvæmt kynnum mínum af Japön- um em þeir ekki svo ólíkir okkur. Ólafur B. Thors sinnti áður öllum fyrirspumum varðandi Japan og vora umsvifin orðin slík að sýnt þótt að stofna yrði einhvers konar miðstöð. Þegar Obuchi forsætis- ráðherra, sem verið hefur hel- sjúkur undanfarna daga, kom hingað til lands sl. sumar varð að samkomulagi milli hans og Davíðs Oddssonar að japanskt sendiráð yrði opnað hér á landi og stofnun Japönsku menningarmiðstöðvar- innar er eins og fyrr sagði íyrsti vísir að því.“ - Er blómleg starfsemi hjá ís- lensk-japanska félaginu? „Já, Islensk-japanska félagið hefur verið starfandi í fjöldamörg ár; gefin hafa verið út fréttabréf og staðið íyrir ýmsum menningar- viðburðum tengdum Japan og haldin námskeið um t.d. japanska matargerð og hvemig á að hirða bonsai-tré, en sérstakur bonsai- klúbbur er starfræktur innan fé- lagsins; honum veitir forstöðu Páll Kristjánsson. Þess má geta að opnaður var bonsai-garður í Hell- isgerði í Hafnarfirði. Formaður íslensk-japanska félagsins er Gunnhildur Gunnarsdóttir arki- tekt. Hún hefur unnið mikið og öt- ult starf í þágu félagsins. Hún hannaði m.a. skrifstofu Japönsku menningarmiðstöðvar- innar sem staðsett er í Húsi verslunarinnar á 13. hæð og opin mánu- daga og miðvikudaga klukkan 14 til 17 og fimmtudaga milli 17 og 19. Opið hús er hjá Jap- önsku menningarmiðstöðinni síð- asta fimmtudag í hverjum mánuði frá klukkan 19 - nema yfir sumar- mánuðina. Lausráðinn starfsmað- ur skrifstofunnar er Japaninn Yoshihiko Yura sem búsettur hef- ur verið hér á landi í mörg ár.“ - Eru margir í íslensk-jap- anska félaginu? „Skráðir era talsvert yfir hundrað félagsmenn; flestir þeirra em íslendingar en allir Japanir sem búsettir eru hér ► Berglind Jónsdóttir fæddist 17. desember 1967 í Reykjavík. Hún stundaði nám í Verslunar- skóla íslands og í Fjölbrautar- skólanum í Breiðholti. Hún fór til Japan 1989 til að starfa sem fyr- irsæta og var þar við fyrirsætu- störf til 1996; þá fór hún til sömu starfa í Hong Kong og Singa- pore. Árinu 1997 varði Berglind í Egyptalandi. Hún flutti heim til íslands í janúar 1998 og starfaði það árið hjá Jöfri en höf störf hjá Háskólabíói í mars 1999. Maður Berglindar er Ríkharð Sigurðs- son framkvæindastjóri. Þau eiga hvort um sig eina dóttur. verða sjálfkrafa félagsmenn. Þess má geta að séra Miyako Þórðar- son hefur verið Japönum búsett; um á Islandi sérlega hjálpleg. I stjóm félagsins sitja, auk mín og Gunnhildar Gunnarsdóttur for- manns, þeir Yoshihiko Yura, Gísli Pálsson og Smári Baldursson. Hingað til hefur ekki verið að- staða til þess að halda félagsfundi nema hér og þar um bæinn en nú hefur félagið fengið aðstöðu í húsakynnum Japönsku menning- armiðstöðvarinnar.“ - Eru það frægar japanskar myndir sem Háskólabíó er að sýna þessa dagana? „Já, þetta er úrval af gæða- myndum sem fengnar era héðan og þaðan gegnum japanska send- iráðið í Ósló. Þar starfar kona að nafni Shimizu sem hefur umsjón með málefnum okkar hér. Hún kom hingað fyrir tveimur vikum vegna undirbúnings við stofnun Japönsku menningarmiðstöðvar- innar og til að undirbúa komu jap- anska sendiherrans í Ósló hingað. Kvikmyndimar sem verið er að sýna vom allar gerðar á tíu ára tímabili, frá 1986 til 1996. Þær eru teknar á 16 millimetra filmu, sem gerir okkur vissulega erfitt iyrir. Það verður að sýna myndirnar á 16 millimetra vél, sem er talsvert mál, en einn af sýning- armönnum Háskóla- bíós, Guðjón Baldurs- son, sér um sýningar á öllum sex japönsku myndunum." - Hvað er svo fram- undan? „Nú hefjumst við handa við að standa fyrir menningar- og listv- iðburðum tengdum Japan, ásamt fyrirlestrum og námskeiðum af ýmsu tagi sem vekja áhuga á jap- anskri menningu. Félagið hefur haft lítil fjárráð og öll vinna tengd starfinu er því unnin af sjálfboða- liðum, en vissulega hefur félagið notið velvildar ýmissa fyrirtækja og stofnana í þeirri viðleitni sinni að kynna japanska menningu á íslandi.“ Fyrsti vísir aðjapönsku sendiráði hér á landi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.