Morgunblaðið - 08.04.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Löggæsla á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason (á miðri mynd) og Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri
Landspítala í Fossvogi, við undirritun löggæslusamningsins í gær. Til vinstri stendur Ingimundur Einarsson
varalögreglustjóri í Reykjavík.
Lögreglumaður á staðnum
vegna vaxandi ofbeldis
Fjármálaráðherra um skýrslu
nefndar um virðisaukaskatt
Sýmr að breyt-
ingin var rétt og
skynsamleg
BÆTT hefur verið úr brýnni þörf
fyrir löggæslu á slysa- og bráða-
móttöku Landspítala í Fossvogi
með nýju samkomulagi Lögreglu-
stjórans í Reykjavík og spítalans
þar að lútandi.
Tilefni samkomulagsins er vax-
andi ofbeldi gagnvart starfsfólki
og skjólstæðingum slysa- og
bráðamóttökunnar, aðallega af
hálfu eiturlyfjafíkla sem eins og
aðrir leita aðhlynningar á deild-
inni.
Kerfisbundin löggæsla á deild-
inni hefur verið baráttumál starfs-
fólks hennar um árabil og var lýst
yfír mikilli ánægju með samkomu-
lagið við undirritun samkomulags-
ins í gær. Samkvæmt því verður
einkennisklæddur lögreglumaður
hafður til staðar um nætur og
helgar með allan venjulegan búnað
lögreglumanns, s.s. úðavopn, hand-
járn og kylfu. Vakthafandi lög-
reglumanni verður m.a. falið að
annast öryggi starfsfólks og skjól-
stæðinga deildarinnar og sjá til
þess að vinnufriður haldist. Hann
verður jafnframt tengiliður deild-
arinnar við lögregluna og kallar
eftir liðsauka þegar þörf krefur.
Regluleg viðvera lögreglumanns
verður frá 23.30 til 5 að morgni
alla virka daga nema föstudaga en
þá hefst vaktin klukkan 22 og lýk-
ur klukkan 11 næsta dag. Vakt
hefst aftur klukkan 17 á laugar-
degi og stendur óslitið til klukkan
11 morguninn eftir. Klukkan 17 á
sunnudegi byrjar vaktin aftur og
stendur til klukkan 5 að morgni
mánudags.
GEIR H. Haarde fjármálaráðheira
telur að ný skýrsla um störf nefndar
sem skipuð vai’ í byijun árs 1999 til að
gera athugun á fyrirkomulagi virðis-
aukaskatts og meta hvort reynsla af
innheimtu gefi tilefni til breytinga,
sýni að þetta kerfi hafi fyllilega sann-
að sig.
„Eg tel að að þetta sé mjög góð og
gagnleg úttekt eftir tíu ára reynslu af
þessu skattkerfi,11 sagði Geir, sem var
formaður virðisaukaskattsnefndar-
innar, sem á sínum tíma samdi lögin.
„Hún sýnir að við, sem vorum í þeim
hópi, sem vildu gera þessa breytingu,
höfðum rétt fyrir okkur. Þetta stað-
festir að breytingin hafi verið rétt og
skynsamleg og þessi skattfram-
kvæmd sé mun hagkvæmari og betri
en gamli söluskatturinn. Það er stóra
niðurstaðan."
í skýrslunni segir að skil á virðis-
aukaskatti hafi batnað á síðustu árum
og hafi verið um 94% árið 1998. Þó
verði ríkissjóður af fjórum til fimm
milljörðum króna árlega.
Geir kvaðst ekki vita á hvaða svið-
um það væri sem mest væri um van-
skil og bætti við að væri það vitað
væri heimtur sennilega enn betri en
raun bæri vitni. Hann sagði að senni-
lega stæðu sennilega nokkuð vel hvað
snerti innheimtu á skatti miðað við
nágrannalöndin.
I skýrslunni eru taldar upp helstu
undanskotsleiðir og hvers konar að-
ferðir eru notaðar. Erfiðleikum er
hins vegar bundið að beina því að
ákveðnum rekstraraðilum, þótt fram
komi að meiri tilhneiging kunni að
vera í ákveðnum greinum atvinnu-
rekstrar, þar á meðal byggingastarf-
semi, veitingastarfsemi, bifreiðaþjón-
ustu og ýmissi persónulegri þjónustu.
í skýrslunni kemur einnig fram að
virðisaukaskattskyldum aðilum hafi
fjölgað mjög á undanförnum árum.
Þeir hafði verið liðlega 26 þúsund árið
1991, en 34 þúsund 1998, sem er 29%
aukning. Geir sagði að þessi aukning
hefði aðallega orðið á undanförnum
árum og mætti rekja til efnahagsum-
hverfisins.
„Hér er mikil uppsveifla og margs k
konar nýir aðilar að hasla sér völl í
rekstri," sagði hann. „Það er í sjálfu jj
sér mjög ánægjulegt að þessum aðil- i
um skuli fjölga."
Geir sagði að eitt vandamál í þessu
væri hins vegar svokölluð gerviverk-
taka fólks sem í raun ættu að teljast
venjulegir launþegar. Slík verktaka
væri mjög varasöm bæði fyrir þá,
sem stunduðu slíkt, og þá, sem
keyptu þjónustu af slíkum aðilum.
I skýrslunni er einnig talað um að L
fjölga þurfi starfsmönnum hjá skatt- g
heimtunni og er því borið við að þess 1
þurfi vegna fjölgunar virðisauka- f
skattskyldra aðila fremur en tO að
hækka innheimtuhlutfallið.
Geir sagði að ekki mætti gera ráð
fyrir því að útrýma mætti undan-
slætti alveg en hins vegar væri það
rétt að hver starfsmaður skattkeríís-
ins væri býsna drjúgur og það væri
góð fjárfesting að efla eftirlit í kerf-
inu og ekki síst leiðbeiningarstarf.
Hann sagði að það væri mjög mikil-
vægt að fólk fengi réttar leiðbeining- 8
ar og nauðsynlegt að þeir, sem færu §
út í virðisaukaskattskylda starfsemi,
færu rétt að frá upphafi.
„Það er nauðsynlegt að kerfið sé
notendavænt þannig að fólk þurfi
ekki að óttast það,“ sagði fjármála-
ráðherra. „Það vilja auðvitað lang-
flestir standa í skilum sem sést best á
því að 94% af virðisaukaskatti skila
sér-“ i
Skiptar skoð-
anir um dóm
Hæstaréttar
SKIPTAR skoðanir eru um dóm Hæstaréttar í
Vatneyrarmálinu, sem kveðinn var upp í fyrra-
dag. Morgunblaðið leitaði álits nokkurra aðila
um niðurstöðuna:
Karl Axelsson
Karl Axelsson hæstaréttariögmaður segir
rökstuðning meirihluta Hæstaréttar góðan og
tæmandi. „Mér finnst málið skilið eftir mjög
skýrt. Þeir túlka 1. greinina þar sem meðal ann-
ars er fjallað um sameign þjóðarinnar. Það er
ljóst að í túlkun þeiira felst að greinin hafi ekki
eignarréttarlega merkingu í hefðbundnum
skilningi, heldur sé hún markmiðsyfirlýsing að
nýta eigi auðlindina í þjóðarhag. I niðurstöðu
dómsins felst að val á leiðum í þessu sambandi
hljóti að vera hjá löggjafanum og endurskoð-
unarvald dómstólanna nái ekki til annars en að
meta hvort gætt hafi verið málefnalegra sjónar-
miða við val á leið. Sé sú leið ekki ómálefnaleg
með þeim hætti að hún bijóti í bága við til að
mynda jafnræðisreglu stjórnarskrár þá Ijúki
endurskoðunarvaldi dómstóla þar. Sumir hafa
haldið því fram að vald löggjafans til breyta
kerfinu sé takmarkað en mér sýnist Hæstirétt-
ur taka myndarlega af skarið með það að
löggjafinn hafi all rúmt vald til að breyta núgild-
andi fyrirkomulagi, sé það gert með lögum og
að gættum stjómarskrárréttindum," segir
Karl.
Ásgeir Thoroddsen
Ásgeir Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður og
formaður Lögmannafélags íslands, segir niður-
stöðu Hæstaréttar skýra og hún komi í raun og
veru ekki á óvart. Sér komi hins vegar þónokk-
uð á óvart að þrír dómendur skuli skila sér-
atkvæði.
Friðrik J. Amgrímsson
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, segir að Hæstiréttur hafi staðfest að ríkj-
andi fiskveiðistjómunarkerfi standist ákvæði
stjómarskrárinnar og það sé aðalatriðið. „Það
er staðfest í öllum atriðum án fyrirvara og það
skiptir miklu máli.“
Hann segir að niðurstaðan hafi ekki komið á
óvart. „Hún þýðir það að grundvöllur fiskveiði-
stjómunarkerfisins er tryggður og enginn efi er
um að hann stenst stjómarskrána fullkomlega.
Það góða við niðurstöðuna er að hún er afdrátt-
arlaus. Það era engir fyrirvarar, engar óræðar
setningar. Ekki er hægt að vera með mismun-
andi skoðanir á niðurstöðunni eins og var eftir
dóminn 3. desember 1998.“
Árni Vilhjálmsson
„Skynsemin hefur sigrað og það er fagnaðar-
efni en við þessu var að búast,“ segir Arni Vil-
hjálmsson, stjómarformaður Granda hf.
Ámi segir að gera megi ráð fyrir að haldið
verði áfram að skoða lögin því taka þurfi á ýms-
um málum eins og til dæmis gjaldtökumálun-
um., Algert frelsi ætti að ríkja um viðskipti með
aflaheimildir en ég hef lýst yfir skoðun minni í
því efni áður og hún hefur ekkert breyst. Það
þarf að komast að niðurstöðu og sátt varðandi
veiðigjald í eitt skipti fyrir öll, það er að segja til
mjög langs tíma og svo geta útgerðarmenn hag-
að sér að vild.“
Grétar Mar Jónsson
Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna-
og fiskimannasambands íslands, segir að dóm-
urinn hafi valdið sér vonbrigðum en Hæstirétt-
ur taki of mikið mark á stjómvöldum á hverjum
tíma og hafi alltaf gert.
„Ég hef ekki haft mikla trú á dómskerfinu
okkar, vonaði það besta en óttaðist hið versta,
en niðurstaðan hefur væntanlega þau áhrif að
farið verður með málið fyrir mannréttindadóm-
stól. Síðan verður mikil umræða um það í þjóð-
félaginu en menn þurfa að ná sátt um fiskveiði-
stjómunaffkerfið burtséð frá því sem dómstólar
segja. Það er siðferðislega rangt að einhverjir
fáir útvaldir eigi veiðiheimildir, fái þær gefins
og geti hagnast á þeim með leigu eða sölu. í
öðra lagi gengur þetta kerfi sér sjálft til húðar
áður en langt um h'ður vegna þess að þegar það
er kvóti fara menn að henda fiski í sjóinn og
annað þess háttar. Ég held að eftir tvö til þrjú
ár verði kerfið búið að stúta sér sjálft en síðan
þarf þjóðin sjálfsagt að taka á sig að borga þetta
því skuldir sjávarútvegsins hafa aukist svo mik-
ið og era nú um 160 miHjarðar. Þeir sem hafa
verið að gapa um ágæti þessa kerfis fara auð-
vitað ekki með rétt mál. Állir fiskistofnarnir era
í mikilli niðursveiflu og úthlutaðir kvótar í sögu-
legu lágmarki. Þetta er því ákveðinn sorgardag-
ur fyrir íslenskt réttarfar. Hins vegar má segja
að það tapaðist orrasta en stríðið er ekki búið.“
Sævar Gunnarsson
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam-
bands íslands, segir að Hæstiréttur hafi valdið
ákveðnum vonbrigðum en nú sé komið að
stjómvöldum, sem þurfí að breyta fiskveiði-
stjórnunarkerfinu þannig að sátt verði um það.
„Dómurinn er viss vonbrigði en við þessu
mátti búast,“ segir Sævar. ,Að mjög hröðum
lestri yfir dóminn sýnist mér að Hjörtur Torfa-
son taki að verulegu leyti undir með Guðránu
Erlendsdóttur og Haraldi Henryssyni og þá
segir það sig sjálft að ekki er einstefna í dómn-
um og það sem er miklu alvarlega er það að
jafnt eftir dóminn sem fyrir er bullandi ágrein-
ingur um núverandi fiskveiðistjómunarkerfi.
Forystumenn stjómarflokkanna lofuðu fyrir
kosningamar í fyrra að beita sér fyrir því að
breyta kerfinu í þá vera að sátt yrði um það og
nú er tímabært að þeir láti hendur standa fram
úr ermum og vinni að þeirri sátt. Sú vinna hefur
legið niðri í allan vetur og ég sé ekki að þeir geti p
dregið hana lengur. Ég deili ekki við dómarann
en tilfinningamar era blendnar og mér finnst
að Hæstiréttur skuldi okkur öllum svör við því
hvers vegna hann blandaði saman veiðiheimild-
um og veiðileyfi í niðurstöðum Valdimarsmáls-
ins.“
Arthúr Bogason
Arthúr Bogason, formaður Landssambands
smábátaeigenda, segir að gott sé að óvissan sé |
að baki en endm-skoðun laganna haldi áfram og í
reynt verði að ná meiri sátt um fiskveiðistjórn- |
unina.
„Það er mjög gott að þessari óvissu skuli vera
lokið, að minnsta kosti á þessu stigi málsins. Ég
þykist vita að andstæðingar kvótakerfisins
linna ekki látum þannig að þar verður ekki um
neina uppgjöf að ræða. Það hefur einkennt störf
Landssambandsins að róa gegn þessu kerfi en á
undanförnum misseram hafa menn þurft að
spyrja sig þeirrar spurningar hvort það sé í
raun og vera ætlun manna að taka atvinnurétt |
bótalaust af stéttinni og við komumst í mikinn I
vanda að ætla að fara að mæla einhverju slíku
bót. Ég undrast að í dómi Hæstaréttar frá 1998
talar Hæstiréttur aftur og aftur um veiðiheim-
ildir sem er kvóti og því taldi ég að meira sam-
ræmi yrði í þessum dómi hvað þetta varðar. Ég
er ekki löglærður en í fljótu bragði finnst mér
þetta vera misræmi milli dóma.“
Arthúr segir að nýleg skoðanakönnun hafi
sýnt að stór hluti þjóðarinnar sé ósáttur við
ríkjandi íyrirkomulag í fiskveiðistjómuninni og
hana þurfi að laga. „Ég legg traust mitt á |
stjórnvöld að þau vilji ná meiri sátt en ríkir um g
kerfið, burtséð frá dómnum. Því á ég von á að g
menn haldi áfram að vinna í þessum málum
enda fiskveiðistjómun og fiskveiðar lifandi fyi'-
irbæri. í gegnum tíðina hefur Landssambandið
verið yfirlýst á móti kerfinu. Við höfum talið, og
það eftir ítarlegar skoðanir í gegnum árin, að
það væri vænlegra að leita á náðir löggjafans
um réttarbætur handa þeirri stétt sem við beij-
umst fyrir en að fara dómstólaleiðina. Ég fæ
ekki betur séð en að niðurstaða Hæstai’éttar
staðfesti það mat manna í gegnum tíðina að sú k
leið að leita á náðir löggjafans um réttarbætur í
stað þess að fara dómstólaleiðina hafi verið rétt
mat.“