Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 FRETTIR Lífsskilyrði og atvinnuhættir á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/RAX Sigfús Jónsson verkefnisstjóri svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, Sigurður Einarsson formaður nefndar um svæðisskipulag, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Árni Þór Sigurðsson formaður skipulags- og umferðarnefndar, kynna niðurstöður vinnuhópa um þróun atvinnulífs og samfélags á höfuðborgarsvæðinu. Stofnað verði samstarfs- ráð höfuðborgarsvæðisins í SKÝRSLU um lífsskilyrði og at- vinnuhætti á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að stofnað verði samstarfsráð höfuðborgarsvæðisins, sem sam- starfsvettvangur milli sveitarfélag- anna, ríkisins, atvinnulífsins og ým- issa samtaka. Jafnframt að samstarfsráðið vinni að því að skapa góð starfsskilyrði fyrir atvinnulífíð á svæðinu og þróa öflugt borgarsamfé- Iag sem standist alþjóðlega sam- keppni. Skýrslan byggist á niðurstöðum vinnuhópa sveitarstjórnarmanna, fulltrúa ríkisins, atvinnulífsins og samtaka í tengslum við vinnu að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgar- svæðið. í skýrslunni kemur fram að breyt- ingar í starfsumhverfi sveitarfélag- anna ásamt því að byggðin á svæðinu sé smám saman að ná saman kalli á aukið samstarf. Kynntar eru tillögur í átján liðum þar sem meðal annars er lag til að almennt samstarf sveit- arfélaganna verði endurskipulagt og eflt, stofnað verði samstarfsráð höf- uðborgarsvæðisins og nefnd stofnuð um atvinnulóðir á svæðinu. Sameiginleg atvinnustefna Lagt er til að stofnuð verði nefnd um hafnir á svæðinu sem kanni kosti og galla þess að auka verkaskiptingu milli hafnanna eða jafnvel samein- ingu þeirra. Lagt er til að mörkuð verði stefna um samstarf og verka- skiptingu milli höfuðborgarsvæðis- ins og ríkisins. Áhersla er lögð á að mótuð verði sameiginleg atvinnustefna fyrir svæðið og að framtíð flugvallarsvæð- isins verði könnuð sérstaklega. Að sögn Sigfúsar Jónssonar, verk- efnisstjóra svæðaskipulagsins, en hann kynnti skýrsluna, finnst erlend- um ráðgjöfum, sem komið hafa að vinnu við svæðisskipulagið, nóg um hversu hröð uppbyggingin er á höf- uðborgarsvæðinu á kostnað lands- byggðarinnar og telja nauðsynlegt að skapa meira jafnvægi. Loks er lagt til að sveitarfélög og ífkið sam- einist um að breyta inntaki aðal- skipulags með áherslu á stefnumörk- un fyrir sveitarfélagið og atvinnulífið. Bent er á að þegar svæð- isskipulagið hafi verið samþykkt þurfi að endurskoða aðalskipulag sveitarfélaganna til samræmis. Öheimilt að draga ferða- kostnað frá rekstrarreikningi ÁKVÖRÐUN Samkeppnisstofnunar styður það álit Skattstofu Suður- landsumdæmis að sjálfstæðum at- vinnurekanda við sendibifreiðaakst- ur sé ekki heimilt að draga frá tekjum dagpeninga vegna ferða- kostnaðar. Samkeppnisstofnun barst erindi sl. haust þar sem óskað var eftir að athuguð yrði skattaleg mismunum á starfsemi innan sömu starfsgreinar, eftir því hvort um sjálfstæðan atvinnurekstur væri að ræða eða rekstur einkahlutafélags. Tilefni erindisins var synjun skatt- stjórans á Suðurlandi á frádrætti dagpeninga á rekstrarreikningi aðila í sjálfstæðum rekstri. Skattstjóri telur að frádráttur ferðakostnaðar eigi aðeins við um ferðir launþega á vegum vinnuveit- anda. Viðkomandi aðili telur að túlk- un skattstjóra feli í sér skattalega mismunun og sé þar af leiðandi brot á samkeppnislögum. Hann segir í erindi sínu til sam- keppnisstofnunar að hefði hann sem verktaki ráðið mann til verksins hefði hann jafnframt verið skyldug- ur til að greiða honum dagpeninga, sem hann hefði svo talið til tekna og jafnframt gjalda sömu upphæðar á skattframtali. „Þar sem um sjálfstæðan rekstur er að ræða er ég bæði í hlutverki at- vinnurekanda og launþega (hjá sjálf- um mér). Samkvæmt hæstarréttar- dómi frá 19. desember 1996 skal ekki gera greinarmun á stöðu launþegans eftir rekstrarformum. Almenn jafn- ræðisregla gildir.“ Samkeppnisráð telur að enda þótt aðilum með sjálfstæðan atvinnu- rekstur sé ekki heimilt að reikna sér dagpeninga vegna tilfallandi ferða vegna sinna starfa á sama hátt og gert væri vegna samskonar ferða launþega sé ekki um raunverulega samkeppnislega mismunun að ræða eftir rekstrarformi viðkomandi fyr- irtækis. Samkvæmt skattalögum væri atvinnurekanda heimilt að draga frá tekjum þann rekstrar- kostnað sem fellur til í ferðum út á land og studdur er tilheyrandi gögn- um og að sá kostnaður gæti verið sá sami og atvinnurekandi greiðir laun- þega í formi dagpeninga. Lögreglan nýt- ur mikils trausts 69% aðspurðra FORMAÐUR Landssambands lög- reglumanna telur flestar niður- stöður Gallup-könnunar á viðhorfi almennings til málefna lögreglunnar jákvæðar fyrir lögregluna en sam- kvæmt könnuninni nýtur lögreglan mikils trausts 69% aðspurðra lands- manna. Nær 13% svarenda bera hins veg- ar lítið traust til lögreglunnar og skólanemar og hinir yngstu bera minna traust til hennar en aðrir hóp- ar samkvæmt niðurstöðunum. Nær 54% telja lögregluna ekki nógu sýnilega á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 45% segja hana hæfilega sýnilega. Um 63% svai'enda telja lögregluna ekki vera nógu sýnilega á landsbyggðinni en 35% telja hana hæfilega sýnilega þar. Fram kom að 80% aðspurðra telja byrjunarlaun lögegluþjóns of lág en 16% telja þau hæfileg. 92% aðspurðra telja það skipta miklu máli að allir lögreglumenn ljúki námi frá Lögregluskóla ríkis- ins. 6% finnst það hinsvegar skipta litlu máli. Um 47% svarenda eru því hlynnt að lögreglan hafi verkfallsrétt en 48% eru því andvíg. Fram kom að andstaðan við að lögreglan hafi verk- fallsrétt eykst með hækkandi fjöl- skyldutekjum. Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- | manna, segir niðurstöðurnar að mestu jákvæðar fyrir lögregluna en segir það þó koma á óvart að svar- endur skipti sér í tvær andstæðar fylkingar þegar verkfallsrétt lög- reglumanna ber á góma. Hann segir könnunina ennfremur sýna þær miklu kröfur sem almenn- ingur gerir til menntunar lögreglu- manna en segir að erfitt sé að upp- , fylla þær þegar kjör lögreglumanna eru kröpp. Byrjunarlaun lögregluþjóns með próf úr lögregluskólanum eru 100 þúsund krónur á mánuði. „Það var sett í lög árið 1989 að ekki mætti ráða til starfa aðra en menntaða lögreglumenn að sumar- afleysingamönnum undanskildum, en því var breytt árið 1996 og heimil- að að ráða ómenntaða lögreglu- þjóna,“ segir Jónas. „I dag skipta ómenntaðir lögreglumenn tugum og slíkt þekkist ekki annarsstaðar á Norðurlöndum.“ Könnunin var gerð 3. til 17. febr- úar í gegnum síma og notast við til- viljunarúrtak úr þjóðskrá. 827 manns á aldrinum 16 til 75 ára af öllu landinu svöruðu, en úrtakið var 1200 manns. : íaNOSSA.Í lÖGMGtU) Morgunblaðið/Ásdís Óskar Bjartmarz gjaldkeri Landssambands lögreglumanna og Jónas Magnússon formaður kynna niðurstöður Gallup-könnunarinnar. Verðbreytingar á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins hafa áhrif á vísitöluna í apríl 37% hækkun íbúða- verðs á höfuðborgar- svæðinu á þremur árum TEKIÐ verður tillit til verðbreytinga á íbúðarhúsnæði utan höfuðborgar- svæðisins við útreikning vísitölu neysluverðs í apríl, en til þessa hefur einvörðungu verið hægt að miða við verðbreytingar á markaðsverði íbúð- arhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í frétt frá Hag- stofu Islands. Frá árinu 1997 hefur verð á íbúð- arhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 37%, en verð á íbúðar- húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað um 19% að meðaltali á sama tíma. Verð á íbúðarhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækkað mikið síðustu misserin, eins og kunnugt er, en það sama gildir ekki um verðlag íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni í sama mæli. Þá eru einnig teknar inn í vísitöl- una nú í aprfl upplýsingar úr húsa- leigukönnun sem Hagstofan gerði á síðasta ári, en samkvæmt niður- stöðunum hefur húsaleiga verið van- metin í vísitölunni. I heild vega þess- ar breytingar hvor aðra upp og munu því ekki út af fyrir sig valda breyting- um ávísitölunni. I greinargerð Hagstofunnar af þessu tilefni segir að í lögum um vísi- tölu neysluverðs nr. 12/1995 segi að vísitalan skuli svo sem kostur er mið- ast við meðalverðlag í landinu. Til þessa hafi mat á reiknaðri leigu fyrir eigið húsnæði eingöngu miðast við verðbreytingar í viðskiptum með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu þar sem skortur hafi verið á reglubundn- um upplýsingum um fasteignavið- skipti utan þess. Hagstofan hafi hins vegar um nokkurt skeið aflað gagna um verðbreytingar á íbúðarhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. „Þau gögn þykja nú vera orðin nægilega traust til þess að hægt sé að leggja þau til grundvallar við verð- athuganir. Frá og með aprílmánuði 2000 munu því verðbreytingar á íbúð- arhúsnæði tO eigin nota miðast við landið allt. Samanburður verðbreytinga á húsnæði frá grunntíma vísitölunnar í mars 1997 sýnir að íbúðaverð á höf- uðborgarsvæðinu, eins og það hefur mælst í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 3,6% umfram það sem verið hefði ef verðbreytingarnar hefðu miðast við landið allt. Munur- inn svarar til 0,35% í vísitölu og hefur hann einkum verið að koma fram síð- astliðna 15 mánuði," segir í greinar- gerðinni. Einnig kemur fram að greidd húsaleiga hafi verið meðtalin í neysluverðsvísitölu frá því hún var sett á nýjan grunn í mars 1997. Húsa- leigunni hafi fram til þessa verið breytt með hliðsjón af öðrum verð- breytingum, fyrst verðbótahækkun húsaleigu en síðar vísitölu bygging- arkostnaðar og vísitölu neysluverðs. Hagstofan hafi gert umfangsmikla könnun á húsaleigu meðal 700 leigj- enda í mars 1999. Niðurstöður könn- unarinnar bendi til að verðbreytingar húsaleigu hafi verið vanmetnar í vísi- tölunni. Þannig virðist greidd húsa- leiga hafa hækkað um 13,5% frá mars 1997 til jafnlengdar 1999 umfram það sem vísitalan sýndi. Munurinn svarar til 0,34% í vísitölu neysluverðs. „Við útreikning vísitölunnar nú í aprílmánuði hefur verið ákveðið að vísitalan verði leiðrétt sem nemur fyrrgreindu ofmati í verðbreytingu á fasteignaverði og vanmati á hækkun húsaleigu. Þetta er í samræmi við það verklag, sem Hagstofan hefur beitt undanfarin misseri, að bjagar og mæliskekkjur sem vart verður við séu leiðréttar eftir því sem unnt er. Leiðréttingarnar nú vega hvor aðra upp og haíá ekki áhrif á breytingu vísitölunnar mfili mars og apríl,“ seg- ir síðan. 19% hækkun utan höfuðborgarsvæðisins Fram kemm’ að meðalhækkun húsnæðis utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi árs 1997 til janúarmánað- ar í ár sé að meðaltali um 19%. Sam- svarandi verðbreyting íbúða á höfuð- borgarsvæðinu á sama tíma sé 37% að meðaltali. Þá kemur fram að á þessu tímabili séu kaupsamningarnir ríflega 20 þús- und talsins og þar af séu kaupsamn- ingar utan höfuðborgarsvæðisins um 5.600. Tæplega 85% þeirra kaup- samninga sem séu gerðir vegna hús- næðis utan höfuðborgarsvæðisins komi frá Reykjanesi, Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vesturlandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.